Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 11
Vinkona mín ætlar að gangaað eiga vin minn í sumar.Eins og gengur tók hópurungra kvenna sig til, lét vekja hana með látum og fékk gæsin síðan að leika listir sínar fram eftir degi. Um kvöldið settumst við niður, hlógum dálítið meira og dýfðum ávöxtum í súkkulaði. Þó langt væri liðið á kvöldið var dagskránni hvergi nærri lokið. Næst var komið að því að kynna það nýj- asta í snyrtivöruheiminum fyrir hinni tilvonandi frú. Eða það hélt ég alla- vega. Þegar hér var komið sögu var ég ekki mjög spennt, heldur farin að geispa og sá ekki fyrir mér að taka bakföll af hlátri yfir möskurum og andlitskremi. Dyrabjallan glumdi og eftir stutta stund birtist hress kona í dyragætt- inni. Hún dró á eftir sér tösku á hjólum, kom sér fyrir í stofunni og dró því næst upp bleikan gervilim. Þessu átti ég svo sannarlega ekki von á. „Mikið er hún sniðug að brjóta ísinn á þennan hátt,“ hugsaði ég þó með mér, bjartsýn og viss um að titr- arar veki jafnan lukku meðal ungs fólks og því hafi verið til- valið að koma með hlut af þessu tagi í partíið. Konan sneri tækinu á alla kanta, lýsti eiginleikum þess, svaraði spurningum vinkvenn- anna og lét það því næst ganga á milli. Eftir að ungu konurnar höfðu allar fengið að handleika liminn, dró hún næsta hlut upp úr pokanum. Þegar við mér blasti enn stærri og nú skærgrænn gervilimur fóru að renna á mig tvær grímur. Voru kynningar á möskurum kannski farnar að snúast um eitthvað annað en nafn þeirra gefur til kynna? Ég hallaði mér að vinkonu minni og spurði hana í hálfum hljóðum hvers konar snyrtivörukynning þetta væri eiginlega. Vinkonan horfði á mig, brosti út að eyrum, hló inni- lega og benti mér síðan vinsam- lega á að hér stæði yfir kynn- ing á hjálpartækjum ástarlífsins, aldrei hafi stað- ið til að kynna maskara og því hefði ég greinilega mis- skilið tilgang fyrirtækisins hrapallega. Þegar ég opin- beraði misskilning minn meðal vinkvennanna uppskar ég svo mikinn hlátur að nágrann- arnir hafa eflaust hrokkið upp af værum blundi. Þegar heim var komið var ég engu fróðari um hinar ýmsu gerðir augnhárabursta heldur verkjaði mig aðeins í spékopp- ana eftir hlátrasköll kvöldsins. Stundum getur bara verið ald- eilis ágætt að vera ekki með á nótunum, lífið er kannski bara skemmtilegra þannig. »Þegar við mér blastienn stærri og nú skær- grænn gervilimur fóru að renna á mig tvær grímur... Heimur Láru Höllu Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is Star Wars „Silúett“ af farartækinu Atap sem kemur fyrir í Star Wars-kvikmyndunum sem Oddur er hrifinn af. og prentað hafi verið á bakhliðina á gler. Myndin er prentuð eða brennd inn í álið (e. infused), en ekki á álið. Þetta gerir það að verkum að end- ingartími myndanna er mjög langur og þær þola veðrun, geta verið úti og það má strjúka af þeim með blautri tusku. Ég vel líka myndefnið að hluta til út frá því hvað kemur vel út í álinu.“ Sendi Kenny póst Oddur hefur selt eina af mynd- um sínum til Hollywood, en hana keypti raunveruleikastjarnan Kenn- eth Joel Hotz, betur þekktur sem Kenny í þáttunum Kenny vs Spenny. „Hann er mjög þekktur í Bandaríkjunum og hefur unnið til margra verðlauna fyrir störf sín. Hann hefur m.a. skrifað handrit fyr- ir þættina Southp Park sem margir þekkja hér á landi. Ég sendi honum skilaboð á Facebook og spurði hvort hann gæti sent mér ljósmynd af sér í góðri upplausn af því mig langaði að nota hana í verk hjá mér. Hann gerði það og á klippimyndinni sem ég bjó til er hann sjálfur í miðjunni, rétt eins og raunveruleikapersónan sem hann leikur, sem er mjög sjálf- hverf. Kenny varð svo hrifinn af myndinni að hann keypti hana, í áli að sjálfsögðu.“ Skepnur Þær eru margslungnar myndirnar sem sjá má úr verkunum. www.odee.is Facebook: Odeeart DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Mörg eru uppátæki mannfólksins. Á markað eru komnar gallabuxur rifnar í tætlur af óargadýrum. Hér er ljón í Japan að tyggja og rífa gallabuxur sem seldar verða sem „Dýragarðs- gallabuxur“, stíliseraðar af klóm og tönnum ljóna, tígra og bjarndýra. Tuggðar galla- buxur flottar? AFP Skuldabréf FAST-1 slhf. Birting lýsingar Útgefandi: FAST-1 slhf., kennitala 450112-0620, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík. FAST-1 hefur birt lýsingu sem samanstendur af samantekt, verðbréfalýsingu og útgefanda- lýsingu allt dagsett 17. júlí 2014. Lýsingin er birt í tengslum við stækkun skuldabréfaflokksins FAST-1 12 1, útgefnum af FAST-1 og töku viðbótarinnar til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Lýsingin er gefin út á íslensku. Útprentuð eintök af lýsingunni má nálgast á skrifstofu útgefanda að Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík í 12 mánuði frá birtingu hennar. Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu félagsins, http://fast1.co.is/fjarhagsupplysingar. Nafnverð útgáfu Gefin verða út og seld skuldabréf að nafnverði 9.923.950.000 kr. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnvirði 2.400.360.000 kr. og verður stærð flokksins, eftir stækkun, því 12.324.310.000 íslenskra króna. Heildarstærð flokksins getur mest orðið 17.000.000.000 íslenskra króna. Taka til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. FAST-1 hefur óskað eftir því að NASDAQ OMX Iceland hf. taki viðbótarbréfin til viðskipta á Aðalmarkaði og mun verða tilkynnt um slíkt með að lágmarki eins viðskiptadags fyrirvara. Skilmálar skuldabréfanna Skuldabréfin eru verðtryggð með vísitölu neysluverðs og bera fasta 4,2% árlega vexti. Vextir og afborgun af höfuðstóli greiðast fjórum sinnum á ári, 15. september, 15. desember, 15. mars og 15. júní fram að lokagjalddaga sem er 15. júní 2042. Auðkenni skuldabréfaflokksins Auðkenni skuldabréfaflokksins í viðskiptakerfi NASDAQ OMX Iceland hf. er FAST-1 12 1, ISIN númer bréfanna er IS0000021889. Skuldabréfin eru gefin út rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í 10.000 kr. einingum. Reykjavík, 18. júlí 2014. Stjórn FAST-1 slhf. islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.