Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 UNFURL kr. 109.000 Svefnbreidd 120x200 TRYM kr. 198.900 Svefnbreidd140x200 RECAST kr. 123.900 Svefnbreidd 140x200IDUN Svefnsófi kr. 259.900 I Svefnbreidd 140x200 SVEFNSÓFAR Góðir að nóttu sem degi... ... ... ... POLAROIDPOLAROID VEIÐIGLERAUGU GUL, BRÚN OG GRÁ MEÐ FJÆRSTYRK TVÍSKIPT ALVÖRU GLER, STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI HAMRABORG 10 | SÍMI: 554 3200 | SOS@EYEWEAR.IS | OPNUNARTÍMI VIRKA DAGA: 9:30-18 Það hryggir mig alltaf ósegjanlega hve alvörulaus umræðan um áfengismál er alltof oft og ég tala nú ekki um þegar þingmál eru flutt, sem hvergi koma nærri þeim staðreyndum um áfengisvandann sem við er að glíma. Enn er vegið í sama kné- runn og mælt fyrir stjórnlausu að- gengi að áfenginu eða það kalla ég þrátt fyrir vanburða tilraunir til að fela þann raunveruleika sem allt hugsandi fólk sér. Allt er þetta í nafni einhvers óskilgreinds frelsis, svona eins og þetta sé einn meg- inþátta lýðfrelsis á landi hér. Háðsmerkið er svo reyndar sett með, því allt í einu er farið að kalla eftir meira fjármagni til að takast á við þann vanda sem af skapast. Illa er komið fyrir Alþingi Íslendinga, ef þetta „hugsjónamál“ fær þar framgang svo sem margt bendir til að muni verða. Það hryggir mig að aðeins einn þingflokkur skuli hafa heilbrigðissjón- armið að leiðarljósi umfram þá gróðavon kaupahéðna sem auð- vitað er frumforsenda þessa máls. Kveikjan nú er trúlega fárán- legar kröfur erlends auðrisa um alls konar undanþágur frá íslenzk- um lögum, þ.m.t. áfengismálum. Við sem erum bindindismenn leit- um fanga hjá virtustu heilbrigð- isstofnun heims, Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnuninni WHO, sem fjallar rækilega um þann vanda sem af áfengisneyzlu stafar, vanda sem t.d. Bretar telja mesta heil- brigðisvanda þjóðarinnar og draga ekki af í ljósi reynslu og þróunar. En hvað segir svo í áliti hinnar virtu stofnunar um hvað helzt beri að varast í áfengismálum, hvað skyldi vera þar efst á blaði? Aukið aðgengi að áfengi er þar víta verst að varast. Og út á hvað gengur svo hugsjónin sem Alþingi á að fjalla um? Það skyldi þó ekki vera að meginþemað þar sé einmitt að stórauka aðgengi fólks að áfengi og samhliða því mun svo nokkuð örugglega verða knúið á um lækk- un áfengiskaupaaldurs, svo „frels- ið“ verði enn fullkomnara. Þar var- ar WHO einnig við sem víti til að varast, af því að þar á bæ vita menn að hvert áfengislaust ár æskufólks er dýrmætt til fram- búðar. En að frelsishjalinu enn og aftur, gæsalappafrelsinu sem ég hefi áður kosið að kalla það, þá vildi svo til að sama kvöldið sem ég var að blaðfesta þessi orð var verið að sýna ljósmyndir af lífi úti- gangsmanna í borginni og þar sagði ljósmyndarinn einfaldlega að enginn þessara manna hefði kosið það hörmungarlíf sem þeir lifa og voru orð að sönnu. Ætli þetta ógæfusama fólk hafi ekki hrópað á aukið aðgengi að veigunum sem var orsökin að ógæfu þeirra? Ætli allir þeir einstaklingar sem upp- lifað hafa þá hræðilegu harmleiki sem áfengið hefur valdið muni krjúpa á kné og biðja um fleiri slíka? Eða eru menn svo heittrúað- ir á sinn falska málstað að þeir skynji ekki allar þær hörmungar sem áfengisneyzla hefur í för með sér eða skipta þessi ósköp þá engu máli, þegar gróðahyggjan er ann- ars vegar? Ég var reyndar á dög- unum að lesa athyglisverða grein um gróðahyggjuna svo víða, þá anga hins alþjóðlega auðvalds af ýmsu tagi sem mergsýgur fólk um heim allan. Þar var áfeng- isauðvaldið í fremstu röð ógæfu- valda mannkyns. Skyldu áhrif þess vera til staðar líka hér? Ég vil hreinlega ekki trúa slíku. Á þeim bæ er ekki spurt um lífsgæfu fólks frekar en hjá öðru auðvaldi heimsins. Eigum við ekki að leggja lífsgæfu fólks hvarvetna lið? Það gerum við ekki með því að opna enn frekar allar flóðgáttir áfengisneyzlunnar, svo sem þarna er stefnt að. Aukið aðgengi þýðir aukna neyzlu, aukin neyzla skapar fleiri vandamál sem þó er nóg af fyrir. Ágætu alþingismenn! Hlustið nú á WHO ykkur til farsælla ákvarðana. Þar er sá leiðarvísir sem eftir á að fara. Aukið aðgengi = aukin neyzla = aukning vandamála Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Illa er komið fyrir Alþingi Íslendinga, ef þetta „hugsjónamál“ fær þar framgang svo sem margt bendir til að muni verða. Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. Fljótlega verður að öllum líkindum frum- varp lagt fyrir á Al- þingi sem snýst um að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum. Breytingin er vissu- lega tímabær þar sem Ísland er í hópi ör- fárra landa í Evrópu sem leyfa ekki sölu áfengis í matvöru- búðum eða almennum vínbúðum. Það er ákaflega gamaldags hug- arfar að banna sölu áfengis í matvöruverslunum þar sem sam- félagið hefur breyst mikið og kröf- ur neytenda eru aðrar en þær voru fyrir nærri hundrað árum, þegar Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins var stofnuð. Það eru þó tveir þættir við frumvarpið sem mætti endur- skoða og athuga frekar. Það eru í fyrsta lagi mörkin á afgreiðslutíma sem virðist eiga að setja á sölu áfengisins og í öðru lagi ætti að skoða þann möguleika að ein- staklingar geti rekið sjálfstæðar áfengisverslanir. Takmörk á af- greiðslutíma – til hvers? Eins og boðað er í frumvarpinu lítur út fyrir að sala á öllu áfengi verði aðeins leyfð til klukkan átta á kvöldin. En hver er þá raunverulega breyt- ingin á sölu áfengisins í búðunum frá því sem er í ÁTVR? Nú er það svo að nokkrar versl- anir ÁTVR eru nú þegar opnar til klukkan átta á kvöldin og að þessu leyti er lítið svigrúm gefið fyrir aukna þjónustu. Og þá má spyrja – til hvers er verið að setja sérstakan ramma utan um afgreiðslutíma áfengis? Einhverjir óttast að stór hluti þjóðarinnar verði ofurölvi all- an sólarhringinn ef engin tímamörk eru sett á afgreiðslutíma áfengis. Svipaðar skoðanir voru uppi þegar leyfi fyrir bjór var í umræðu árið 1989, en reyndin varð önnur. Forvarnir fram yfir höft og miðstýringu Mikilvægt er að settar verði skýrar reglur um hverjir geti af- greitt áfengið, til þess að koma í veg fyrir sölu til fólks undir aldurs- mörkum. Það er engin lausn að banna sölu áfengis eða takmarka hana með höftum og miðstýringu. Eina leiðin til að koma í veg fyrir misnotkun er að auka umræður og forvarnir um áfengi og skaðsemi þess. Eftir Geir Andersen Geir Andersen » Það er engin lausn að banna sölu áfengis eða takmarka hana með höftum og miðstýringu. Höfundur er námsmaður. Sala áfengis í mat- vörubúðum – mikil breyting eða ekki? – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.