Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014
✝ Sigurgeir Ósk-arsson mat-
reiðslumaður fædd-
ist í Hafnarfirði
26.11. 1947. Hann
lést í Phuket í Taí-
landi 11.6. 2014.
Foreldrar hans
voru Guðrún
Brimdís Sigurgeirs-
dóttir, f. 2.5. 1910,
d. 28.11. 1975, og
Óskar Guðbjartur
Júlíus Arngrímsson, f. 22.6. 1902,
d. 24.5. 1974. Sigurgeir var næst-
yngstur fjögurra systkina. Þau
eru: Laufey, f. 1942, gift Óskari
Guðmundssyni, f. 1944; Haf-
steinn, f. 1944, giftur Aase Osk-
arsson, f. 1943; og Arnbjörn, f.
1950, giftur Sólveigu Hafsteins-
lauk gagnfræðaprófi. Hann hóf
síðan kokkanám og var lærlingur
á Hótel Holti. Eftir útskrift átti
Sigurgeir farsælan feril sem mat-
reiðslumeistari, bæði hér heima
og í Kaupmannahöfn. Hann vann
á Hótel Loftleiðum og sem yf-
irmatreiðslumaður á Hótel Esju
en árið 1974 flutti hann til Kaup-
mannahafnar. Þar starfaði hann
meðal annars sem yfirmat-
reiðslumaður á Hotel Imperial,
Hotel Scandinavian, Bregneröd
Kro og Lynge Kro. Árið 1990 tók
Sigurgeir við rekstri veitinga-
húss og veisluþjónustu, Furesö-
bad Terrassen, í Farum rétt fyrir
utan Kaupmannahöfn, sem hann
rak í tæp 14 ár. Sigurgeir og Shu-
ichi fluttu til Taílands í mars 2014
og höfðu því aðeins búið þar í
rúma tvo mánuði þegar hann lést.
Útför Sigurgeirs fer fram í
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18.
júlí 2014, kl. 15.
dóttur, f. 1949. Hinn
26.11. 2005 kvæntist
Sigurgeir eftirlif-
andi eiginmanni sín-
um, Shuichi Sumi-
moto, f. 17.11. 1942,
búsettum í Taílandi.
Sigurgeir var upp-
alinn í Hafnarfirði
og tók snemma þátt
í skátastarfi hjá
skátafélaginu
Hraunbúum. Hann
var einn af stofnendum Skátafé-
lagsins Vífils þar sem hann starf-
aði sem sveitarforingi og leið-
beinandi, auk þess sem hann
gegndi stöðu aðstoðarfélagsfor-
ingja og svo félagsforingja. Sig-
urgeir gekk í Lækjarskóla og síð-
an Flensborg þaðan sem hann
Kær frændi, Sigurgeir Óskars-
son, er nú látinn. Sigurgeir var
alltaf uppáhaldsfrændi okkar
systkina í æsku, örlátur og sýndi
alltaf ósvikinn áhuga á öllu sem
hver var að gera hverju sinni þá
og eftir því sem árin liðu. Hann
sinnti alltaf fjölskyldu og vinum af
alúð og gerði til dæmis alltaf sitt
besta til að vera viðstaddur merk-
isatburði í lífi allra þrátt fyrir bú-
setuna í Danmörku. Hann var
alltaf reiðubúinn að aðstoða aðra
þegar svo bar undir og því var
alltaf haft í heiðri það sem fellst í
einkunnarorðum skáta sem hann
starfaði lengi með, „eitt sinn
skáti, ávallt skáti“. Fjölskylda
mín naut gestrisni hans og Shu-
ichi oft í gegnum tíðina, hvort sem
það var í fríum eða við vinnu í
Danmörku, og munum við ævin-
lega minnast þeirra góðu stunda.
Hann fór alltaf sínar leiðir í lífinu
enda duglegur og þrjóskur að
upplagi og átti farsælt líf þótt það
hafi vissulega verið upp og niður
eins og gerist og gengur. Það var
því leiðinlegt að sjá hversu illa
veikindi hans fóru með hann síð-
ustu árin og að hann hafi ekki náð
að læknast af þeim þrátt fyrir
sína góðu og sterku eiginleika. Á
þessari stundu er hugur okkar
fjölskyldunnar hjá Shuichi og
vonum við að hann finni lífi sínu
farveg áfram þrátt fyrir þennan
mikla missi. Við munum alltaf
minnast Sigurgeirs með hlýhug í
hjarta.
Guðmundur Jóhann
Óskarsson og fjölskylda.
Elsku Sigurgeir, það er komið
að kveðjustund og minningarnar
þjóta um hugann. Þú varst alltaf
svo lífsglaður og jákvæður, al-
gjört prúðmenni og snyrtimenni,
en síðustu ár hafa ekki verið þér
svo auðveld. Þú varst búinn að
segja oft við mig að nú ætlaðir þú
að fara að taka þig á, en það var
ekki svo auðvelt fyrir þig, þú
varðst orðinn það veikur og illa
farinn og þið Shuici ætluðuð að
fara að njóta elliáranna í Taílandi
sem þið voruð búnir að þrá svo
lengi, en það var ekki langur tími
sem þið fenguð saman þar. Ég
vildi óska þess að þú hefðir gefið
eftir og komið til okkar um síð-
ustu jól, þegar ég og fjölskylda
mín héldum jól á Jótlandi og verið
með okkur, en þú hafðir þig ekki
af stað.
Þú hefur alltaf verið í miklu
uppáhaldi hjá mér, við vorum
einnig mjög góðir vinir, ég hef
umgengist þig mikið alveg frá því
að þú bjóst á Öldugötunni í Hafn-
arfirði, svo komstu oft að heim-
sækja okkur á Höfn. Síðan fór ég í
nokkrar ferðir til Danmerkur
sem barn með foreldrum mínum
og bræðrum til ykkar Shuici og í
einni af þeim ferðum fórstu með
okkur í ferð og við keyrðum til
Austurríkis og Sviss. Það er
ógleymanleg ferð og margt
skemmtilegt sem kom upp á. Þeg-
ar ég var orðin hálffullorðin datt
mér í hug að flytja til Danmerkur
og auðvitað var mér boðið að búa
hjá ykkur og aftur þegar ég fór í
seinna skiptið. Þetta voru nokkrir
mánuðir í hvert skipti og það var
alveg stórkostlega skemmtilegur
tími sem ég átti með ykkur. Ég
fékk að taka þátt í svo mörgu með
ykkur og upplifa svo margt
skemmtilegt. Það var eitt sem þú
hefur alltaf verið að jagast í mér
útaf frá því ég man eftir mér og
það var það hvað ég var hræðilega
matvönd en ég held að þú hafir al-
veg kennt mér ýmislegt í matar-
venjum fyrir rest. Þú varst svo
mikið búinn að hjálpa upp á mig
þegar ég fór að stofna mitt eigið
heimili í Danmörku og alltaf
varstu boðinn og búinn að hjálpa
til.
Þegar ég eignaðist mitt fyrsta
barn í Danmörku þá man ég að þú
sagðir við mig að nú værir þú bú-
inn að eignast barnabarn og síðan
fóru alltaf að koma fleiri og fleiri
börn hjá systkinabörnum þínum
og þetta voru allt eins og þín
barnabörn fannst þér, enda
hændust þau öll að þér.
Ég er búin að koma ótal ferðir
til ykkar með fjölskyldu mína í
gegnum árin og nú verður skrítið
að fara til Danmerkur eftir þetta
og geta ekki heimsótt ykkur í
Farum. Sundlaugin hjá ykkur
gerði alltaf mikla lukku hjá börn-
unum og alltaf varst þú tilbúinn
að hoppa með þeim í laugina og
fíflast. Ég gæti haldið endalaust
áfram að rifja upp góðar minning-
ar um þig og allar þær góðu
stundir sem við áttum saman, en
þær ætla ég að varðveita vel.
Elsku Shuici þinn á um sárt að
binda núna og mikill söknuður hjá
honum, mikið vildi ég að ég gæti
faðmað hann og stutt hann á þess-
um erfiða tíma en ég veit að þú
fylgist vel með honum og passar
hann vel.
Elsku Sigurgeir, það er komið
að því að kveðja. Ég þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig
og mína fjölskyldu. Ég á mikið
eftir að sakna þín, að geta ekki
hringt í þig eða heimsótt, en
minningin um góðan frænda lifir
að eilífu. Guð geymi þig.
Þín frænka,
Guðrún Ósk og fjölskylda.
Elsku Sigurgeir minn, nú ertu
farinn frá okkur, við munum
sakna þín sárt, elsku engillinn
minn, við áttum margar góðar
stundir saman sem ég mun
geyma og aldrei gleyma.
Það var alltaf gott að koma til
þín og Shuici í Farum, þar sem við
fórum alltaf í sundlaugina og
borðuðum góðan mat sem þú og
Shuici elduðuð fyrir okkur. Þú
varst alltaf hress og kátur, þið
vilduð oftast fara með okkur í Tí-
volí eða á Bakkann þegar við
systkinin komum til ykkar.
Ég er svo ánægð að hafa hitt
ykkur rétt áður en þið fluttuð til
Taílands. Hvíldu í friði, elsku
frændi minn, og guð blessi þig
ávallt.
Þín frænka,
Sandra Ósk Hansdóttir.
Mig langar að minnast ástkærs
frænda míns Sigurgeirs Óskars-
sonar sem lést 11. júní í Taílandi.
Sigurgeir flutti ungur til Dan-
merkur og bjó þar allan sinn
starfsaldur. Þar kynnist hann eft-
irlifandi manni sínum Shuichi.
Sigurgeir starfaði alla tíð sem
matreiðslumeistari. Fyrst vann
hann á þekktum veitingastöðum
en síðan rak hann sinn eigin veit-
ingastað ásamt Suichi til margra
ára.
Við Sigurgeir vorum bræðra-
börn og fædd sama ár. Okkar
raunverulegu kynni hófust ekki
fyrr en eftir að við vorum komin
yfir tvítugt. Við auðvitað þekkt-
umst sem börn en eftir að við
hættum að fara með foreldrum
okkar í heimsóknir til hvort ann-
ars sáumst við ekki mikið á ung-
lingsárunum. Hann ólst upp í
Hafnarfirði og ég í Reykjavík.
Sigurgeir lærði til matreiðslu-
manns og á þeim árum var al-
gengt að fólk keypti sér hálft naut
frá bónda og sæi svo sjálft um að
ganga frá kjötinu. Þegar við hjón-
in ákváðum að taka naut í byrjun
okkar búskapar leituðum við til
Sigurgeirs frænda sem var ekki
lengi að úrbeina og skipta bitun-
um í frystinn. Eftir þetta vorum
við alltaf í góðu sambandi.
Það var ljúft og gott að koma til
Danmerkur í heimsókn til þeirra
Shuichi. Þar var alltaf tekið á móti
okkur með mikilli hlýju og góðum
mat. Að gista hjá þeim var ekki
mikið mál, enda nutum við þess að
fá að dvelja hjá þeim af og til.
Við vorum ekki þau einu sem
gistum eða stoppuðum hjá þeim,
það var stundum fullbókað hjá
þeim heilu sumrin, allavega
fyrstu árin þeirra í Danmörku.
Ein af þessum ferðum okkar er
mjög eftirminnileg þegar við öll
fjölskyldan vorum hjá þeim og
Sigurgeir ákvað að við myndum
hjóla saman í kringum Furesö.
Hann var ekki lengi að útvega
hjól handa okkur öllum. Þetta var
mjög svo ánægjuleg hjólaferð.
Í gegnum árin þegar Sigurgeir
kom til landsins kom hann alltaf
við hjá okkur, alltaf brosandi og
glaður, og voru það alveg sérstak-
ar ánægjustundir.
Við eigum eftir að sakna heim-
sókna hans mikið. Einnig jóla-
kortanna á hverju ári sem voru
ekki bara stuttar jólakveðjur,
heldur fréttir um hvað þeir hefðu
gert á liðnu ári og hvað væri fram-
undan á komandi ári.
Snemma í vor hringdi Sigur-
geir í mig og sagði mér að hann og
Shuichi væru að flytja til Taílands
og að þeir ætluðu að vera í íbúð-
inni sinni sem þeir ættu þar, alla-
vega næstu tvö árin. En í þessu
samtali sem við áttum heyrði ég
að hann var ekki eins hress og áð-
ur, öll vinnan sem þeir höfðu stað-
ið í við að tæma húsið sitt í Dan-
mörku hafði verið ótrúlega mikil
og var hann mjög þreyttur.
Mikið þótti mér vænt um að
hann hringdi áður en hann fór til
Taílands en það var í síðasta sinn
sem ég heyrði frá honum.
Við sendum Shuichi, systkin-
um og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúðarkveðjur og biðj-
um góðan guð að styrkja þau í
sorginni.
Anna Kristjánsdóttir.
Umhyggja, húmor, gestrisni
og hjálpsemi er það sem kemur
upp í hugann þegar ég hugsa um
Sigurgeir, vin minn til næstum
fjörutíu ára. Ég kynntist honum á
sama tíma og ég kynntist mann-
inum mínum heitnum, Bjarna
Sveinsyni. Þá voruð þið báðir
ungir skemmtilegir matreiðslu-
menn, skátar í Hafnarfirði og
góðir vinir. Mitt lán var að eiga
samleið með ykkur félögunum öll
þessi ár. Þú, elsku Sigurgeir,
varst alltaf einstaklega fjöl-
skyldurækinn og hélst sambandi
við vini þína þrátt fyrir að vera
búsettur í Kaupmannahöfn í
fjörutíu ár. Margar ferðir voru
farnar til ykkar Shuichi og voru
móttökurnar alltaf jafn yndisleg-
ar. Morgunverðarborðið svignaði
undan alls kyns kræsingum og
dönsku vínarbrauðin voru ómiss-
andi. Þið komuð líka til okkar
þegar við bjuggum í Svíþjóð 1977
og vorum nýbúin að eignast frum-
burðinn. Börnin okkar tengdust
ykkur vinaböndum og voru ávallt
velkomin til ykkar.
Margar góðar minningar koma
upp í hugann þegar ég lít yfir far-
inn veg, eins og þegar þú gafst
syni mínum nýfæddum bleikan
bangsa eða þegar ég fékk glæsi-
legt afmæliskort í stað Bjarna,
sem var sá sem átti afmæli. Þá
hneggjaði í þér hláturinn og axl-
irnar hristust, eins og svo oft.
Árið 2000 bjóstu hjá okkur
þegar þú varst að vinna við jóla-
hlaðborðið á Hótel Loftleiðum.
Þegar fjölskyldan kom svo frá
Flórída á Þorláksmessu varstu
búinn að gera heimilið allt tilbúið
fyrir jólahaldið.
Þú elskaðir að ferðast og urðu
Asíulöndin oftast fyrir valinu. Þar
eignuðust þið Shuichi líka ykkar
draumastað í Taílandi og þar vild-
ir þú vera. Þar gekkstu þín síð-
ustu spor. Elsku Shuichi, betri
mann hefði hann Sigurgeir okkar
ekki getað eignast, hugur okkar
er hjá þér. Guð geymi þig.
Nú er komið að leiðarlokum en
í hjörtum okkar munum við ávallt
geyma ómetanlegar og yndisleg-
ar minningar um góðan vin með
stórt hjarta. Góða ferð, kæri vin-
ur, góða ferð.
Þín vinkona,
Sigrún Hjaltalín
og fjölskylda.
Sigurgeir Óskarsson, vinur
okkar, sem lést langt fyrir aldur
fram í Taílandi, 11. júní 2014, skil-
ur eftir í hjörtum okkar minning-
ar um góðan dreng sem hafði ein-
staka og hlýja framkomu.
Við Sigurgeir kynntumst þeg-
ar ég var níu ára gamall, en þá var
hann skátaforingi í Garðabænum
og ég var að stíga mín fyrstu skref
sem ylfingur.
Þau kynni og vinátta sem þar
hófst entist alla tíð og eftir að við
Líney byrjuðum búskap varð
þetta sameiginleg vinátta. Börnin
okkar, Svavar, Bryndís og Hall-
dór, bættust svo í hópinn og Sig-
urgeir tók þeim opnum örmum.
Alltaf var pláss hjá Sigurgeiri og
eiginmanni hans Suichi Shomi-
moto í Kaupmannahöfn, hvort
sem við áttum leið um eða komum
til að dvelja í lengri tíma.
Sigurgeir, eða Geiri eins og
hann var kallaður, hafði einstakt
lag á að hvetja ungt fólk og virkja
það til góðra verka um leið og
hann lét fólki líða vel og við litum
allir upp til hans. Þessi eiginleiki
nýttist vel þegar hópur ungs og
eldra fólks fór í að stofna nýtt
skátafélag í Garðahreppi sem þá
hét.
Áhugi Sigurgeirs á skátahreyf-
ingunni hófst snemma og entist
alla ævi. Hann var einn af stofn-
endum Skátafélagsins Vífils í
Garðabæ og hóf þá starfsemi með
Rauðskinnasveitinni hjá
Hraunbúum í Hafnarfirði. Þeir
sem tóku þátt í því ferðalagi með
Sigurgeiri og ég hef rekist á á lífs-
leiðinni eiga allir góðar minningar
frá þeim tíma.
Sigurgeir vígði mig inn í Rauð-
skinnasveitina þegar ég varð
skáti og þau spor eru mér ennþá
fersk í minni. Þó að trúnaður ríki
um svona athafnir má alveg segja
frá því að það sem Sigurgeir og
aðrir skátafélagar lögðu á sig við
þessa vígslu, sem haldin var undir
yfirborði jarðar, var algjörlega
óborganlegt og ógleymanlegt.
Eitt sem Sigurgeir hafði ein-
stakt lag á var að stjórna varðeldi,
söng og leikjum og ná upp
stemmingu að þeirri kynngi og
krafti sem býr í skátaeldinum.
Sigurgeir gaf Skátafélaginu Vífli
varðeldaskikkjuna sína frá
Landsmótinu 1966, sem mun fá
öndvegissess í Skátaheimilinu.
Þessi skikkja hlýjar mörgum sem
kynntust Geira og vekur eflaust
forvitni og spurningar hjá þeim
sem taka þátt í skátastarfi í
Garðabæ og mun gera það um
ókomna framtíð.
Þó að líf Sigurgeirs væri ekki
alltaf dans á rósum var hann alltaf
sami góði Geiri sem gat alltaf rætt
málin sem jafningi og sýnt því
áhuga sem fólk var að gera og
glíma við óháð því hvernig honum
sjálfum leið.
Dauðsfall og það sem því fylgir
felur alltaf í sér blöndu af tilfinn-
ingum; sorg og söknuð en líka
upprifjun gamalla minninga og
gleði. Sá stóri hópur sem átti sam-
leið með Geira í skátastarfi og
öðru starfi fær nú tækifæri til að
hittast og rifja upp minningar um
góðan dreng. Minningar lifa með
okkur sem urðu þeirrar gæfu að-
njótandi að kynnast góðum dreng
og vini og munu halda orðspori
hans og gildum á lofti.
Við og börnin okkar þökkum
góðum dreng fyrir þá samleið,
vináttu, hlýju og lífsreynslu sem
ferðalaginu fylgdi og vottum eft-
irlifandi eiginmanni Sigurgeirs,
Suichi, systkinum Sigurgeirs og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Jónatan Smári Svavarsson
og Líney Tryggvadóttir.
Þegar sameiginlegur vinur
okkar Sigurgeirs hafði samband
við mig með þá sorgarfregn að
hann væri allur var mér brugðið.
Sigurgeir var glaðlyndur og
hjartahlýr maður. Nú leita á hug-
ann margar skemmtilegar minn-
ingar frá okkar samverustundum.
Ég var svo lánsamur að fá að
njóta leiðsagnar hans og vináttu
allt frá því að ég byrjaði ungur í
skátastarfi. Þetta var á fyrstu ár-
um skátafélagsins Vífils í Garða-
hreppi.
Þar vann Sigurgeir ásamt öðr-
um frumkvöðlum mikið og óeig-
ingjarnt starf með ungmennum
bæjarins. Það var mikil gæfa að fá
að vinna með honum þegar ákveð-
ið var að nýta skátaheimilið sem
gistiheimili og einnig við upp-
byggingu á skátaskála Vífils í
Heiðmörk.
Sigurgeir var sannur leiðtogi
og varði öllum frístundum sínum í
skátastarfið. Ferðirnar upp í
skátaskála í SAAB-bílnum hans
gleymast ekki. Eftir að hann hóf
nám erlendis voru samvistirnar
stopulli en hann var hinsvegar
mjög duglegur við bréfaskriftir.
Það var einnig ógleymanlegt
að heimsækja þá Sigurgeir og
Shuici til Farum þar sem þeir
höfðu af mikilli smekkvísi innrétt-
að heimili sitt. Hús þeirra stóð
ávallt opið og móttökur höfðing-
legar. Þó að oft liði langur tími á
milli endurfunda var samt eins og
við hefðum hist í gær. Sigurgeir
fylgdist vel með vinahópnum og
var duglegur að viðhalda
tengslum.
Það er sorglegt að þeir Shuici
hafi ekki getað notið þess að vera
lengur saman í húsi þeirra í Taí-
landi. Hinn hæsti höfuðsmiður
styrki hann í sorginni.
Ingólfur Guðmundsson.
Sigurgeir er farinn heim, þetta
segjum við skátar þegar skáti
deyr.
Ég kynntist Sigurgeiri þegar
nokkrir skátar voru að stofna
skátafélagið Vífil í Garðabæ.
Stofnunin fór fram 20. apríl 1967.
Hann hafði verið sveitarforingi
stráka úr Garðabæ sem störfuðu í
Hafnarfirði en fylgdi flokknum
við stofnunina í Garðabæ. Sigur-
geir var framúrskarandi foringi
og strákarnir virtu hann mikils.
Við undirbúning að stofnun Vífils
var hann mjög ráðagóður og út-
sjónarsamur. Við störfuðum sam-
an í mörg ár og bar aldrei skugga
á samstarf og vináttu okkar.
Hann var sveitaforingi og aðstoð-
arfélagsforingi, síðan félagsfor-
ingi 1971 til 1974. Árið 1969 fest-
um við skátarnir kaup á
íbúðarhúsi að Hraunhólum 12 í
Garðabæ. Þetta var mjög djörf
ákvörðun fyrir svona ungt félag
en þá var gott að hafa Sigurgeir
við hlið sér. Við urðum að leita
ýmissa leiða til að greiða af hús-
inu. Þá kom einu sinni m.a. upp sú
hugmynd að reka hótel yfir sum-
artímann í skátaheimilinu, sem
við gerðum í þrjú ár. Þá kom
kunnátta Sigurgeirs að góðum
notum, en hann var lærður mat-
reiðslumaður. Gekk reksturinn
vel og vorum við mjög heppnir
skátarnir, sem var mikið honum
að þakka. Við vorum með skátas-
kála í landi Urriðaholts sem við
gáfum nafnið Vífilsbúð. Þar var
Sigurgeir í essinu sínu. Ævintýra-
ferðir á veturna, sumarbúðir á
sumrin og þessu starfi stjórnaði
hann með mikilli prýði. Sigurgeir
var framúrskarandi góður skáti
og foringi og auk þess var hann
var mjög góður varðeldastjóri,
hann náði fólki með sér í söng og
leik. Við skátar í Garðabæ hugs-
um til hans með þakklæti og
kveðjum hann með virðingu. Ég
votta eiginmanni og fjölskyldu
hans samúð mína.
Ágúst Þorsteinsson,
fyrrv. skátahöfðingi.
Góður drengur er nú fallinn
frá. Sigurgeir var skátaforingi
okkar á æsku- og unglingsárun-
um í skátafélaginu Vífli í Garðabæ
og kær vinur alla tíð síðan. Það
voru ótal margar skemmtilegar
stundir sem við áttum saman í
skátastarfinu. Ógleymanlegar
eru kvöldvökurnar í útilegunum
sem enduðu oftar en ekki á
mergjaðri draugasögu þar sem
Sigurgeir fór á kostum í frásagn-
arlist. Það var eins gott vera for-
sjáll og búinn að kasta af sér vatni
áður en að draugasögunni kom
því ekki þorði maður að hreyfa sig
úr koju, hvað þá að fara út í
myrkrið að sinna kalli náttúrunn-
ar eftir að sögunni lauk.
Einlægni og dugnaður ein-
kenndu Sigurgeir, leiðtoga skáta-
starfs okkar í Garðabænum á sjö-
unda og áttunda áratug síðustu
aldar. Hann var frábær fyrir-
mynd. Góðmennska hans gerði
margan að betri manni, en þeir
fjölmörgu sem störfuðu með hon-
um vita, að þetta er vægt til orða
tekið. Það góða sem skátahreyf-
ingin kennir var honum eðlislægt.
Fórnfýsi hans í þágu skátastarfs-
ins á Íslandi var einstök. Þegar
Sigurgeir flutti ungur að árum til
Danmerkur hafði hann skilað svo
miklu og góðu starfi fyrir skáta-
hreyfinguna að undrum sætti.
Hjálpsemi Sigurgeirs var við
brugðið og orðin „eitt sinn skáti –
ávallt skáti“ áttu einstaklega vel
við um hann. Á þeim rúmu 40 ár-
um sem Sigurgeir bjó í Dan-
mörku átti fjöldi Íslendinga at-
hvarf á heimili hans og Suichi,
margir þeirra vikum og jafnvel
mánuðum saman. Á síðari árum
var svo alltaf jafn gaman að hitt-
ast, hvort sem var á Íslandi eða á
heimili Sigurgeirs og Suichi í
Danmörku. Þá var margt rifjað
upp og mikið hlegið.
Við félagarnir og fjölskyldur
okkar þökkum fyrir hinar fjöl-
mörgu góðu og skemmtilegu
stundir með Sigurgeiri og minn-
umst hans með söknuði.
Við vottum Suichi og ættingj-
um Sigurgeirs okkar dýpstu sam-
úð.
Þorgrímur Guðmundsson,
Árni B. Árnason,
Hannes Hilmarsson og
Eyjólfur V. Valtýsson.
Sigurgeir Óskarsson