Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 33
viljum við trúa því að þér hafi verið ætlað stærra hlutverk á öðrum stað og takir á móti öllum ættingjum og vinum þegar þeirra tími kemur með brosið þitt bjarta. Við fjölskyldan sendum Lilju, Leonardo og Loriönu innilegar samúðarkveðjur. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Elsa Eiríksdóttir Hjartar og fjölskylda. Elsku fallega og yndislega frænka mín, í dag hefðir þú orð- ið átján ára. Ég á svo margar góðar og fal- legar minningar um þig, elsku engilinn minn, og ég er svo þakklát fyrir síðustu heimsókn þína til Íslands. Við eyddum góðum tíma saman og spjölluð- um um allt og ekkert og skelli- hlógum að okkur. Það var alltaf svo mikið líf og fjör í kringum þig, og þú elskaðir að hitta vini og fjölskyldu. Ég er svo þakklát fyrir að við fjölskyldan eyddum saman síð- ustu jólum sem þú sagðir að væru skemmtilegustu jólin og þú komst svo til Íslands og varst með fjölskyldunni yfir áramótin, af því þú saknaðir okkar svo mikið. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þú varst svo falleg bæði að innan og að utan. Ég vildi óska þess að við sem eftir stöndum hefðum fengið að hafa þig hjá okkur lengur en þér var ætlað annað hlutverk í öðrum heimi. Ég er ekki sátt við að þér hafi ekki verið úthlutaður meiri tími með okkur, en ég fæ víst engu um það ráðið. Ég sem betur fer fékk að segja þér að ég elskaði þig í okkar síðasta símtali. Elska þig út fyrir endimörk alheimsins, elskan mín. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín frænka, Sigurey Valdís. Í dag hefði elsku frænka mín hún Lívey átt afmæli og það var afmælisdagur sem hún hlakkaði mikið til, að verða átján ára. Ekki hvarflaði það að okkur að við værum að kveðjast í síðasta sinn þegar þú varst að fara frá okkur síðast. Það er svo sárt að hugsa til þess að fá aldrei að hitta þig aftur, knúsa þig þegar þú kemur í heimsókn eða heyra þig hlæja þegar ég er eitthvað að fíflast. Minningarnar um Lí- veyju fá mann til að brosa og hlæja þrátt fyrir kökkinn í háls- inum og tárin. Elsku Lívey mín, við munum geyma þig í hjarta okkar alla tíð, elsku fallega frænka mín. Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar. Jesús gefðu mér eilíft ljós sem aldrei slökknar. (Höf. ókunnur) Elsku Lilja, Leonardo og Lo- riana, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum, hugur okkar er hjá ykkur. Eiríkur Pétur og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA Elsku Lívey mín, til hamingju með 18 ára af- mælið, elsku engill, vildi að ég gæti knúsað þig. Það líð- ur ekki sá dagur sem ég hugsa ekki til þín, ég sakna þín svo mikið. Ég er svo þakklát fyrir allar minning- arnar sem ég á um þig. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku fallega frænka. Hvíldu í friði, elsku engill. Elska þig. Þín Ragney Líf. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Raðauglýsingar Smáauglýsingar 569 1100 Ferðalög F1 á Monza – Ítalíu Nokkur sæti laus í 10 daga formúlu- ferð um Bayern, Austurríki, Slóveníu og Ítalíu. Úrvals staðsetning í stúk- unni við brautina í Monza. Flogið til München 1. sept. Verð kr. 335.000 p.p. í tvíbýli. Fararstjóri: Jón Baldur. Nánari upplýsingar í 897 3015 eða jb@isafoldtravel.is. Sumarhús Rotþrær – vatnsgeymar – lindarbrunnar Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir – réttar lausnir. Heitir pottar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt TILBOÐ – TILBOÐ – TILBOÐ Teg: 99562 Þægilegir og vandaðir dömuskór úr leðri. Mjúkur sóli. TILBOÐSVERÐ: 3.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. SITT AF HVORU TAGI Teg. 4457 - sívinsæll og frábær, fæst í 70-95CD skálum á kr. 5.800,- Teg. 130409 - má nota hlýralaust, fæst í 70-85 B og 75-85C skálum á kr. 5.800,-. Teg. 302231 - létt fylltur og fæst í 70-85B og 75-85C á kr. 5.800,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.–föst. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Teg. 232-12: Léttir og sumarlegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36–40. Verð: 17.800. Teg. 144-01: Sérlega mjúkir, léttir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinn- fóðraðir. Stærðir: 36–40. Verð: 14.800. Teg. 571: Þessir sígildu skór komnir aftur. Mjúkt leður, skinnfóður og góð breidd. Stærðir: 36–42. Verð: 15.785. Teg. 7275: Mjúkir og þægilegir dömu-skór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: svart og hvítt. Stærðir: 36–42. Verð: 14.685. Teg. 171: Mjúkar og þægilegar dömumokkasíur úr leðri, skinnfóðr- aðar. Litir: hvítt og svart. Stærðir: 37 – 42. Verð: 14.685. Teg. 83: Mjúkar og þægilegar dömu- mokkasíur úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: rautt og svart. Stærðir: 36–42. Verð: 14.685. Teg. 7273: Mjúkir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir. 36–42. Verð: 14.875. Teg. 806204: Sérlega þægilegir og góðir dömuskór úr leðri, skinn- fóðraðir. Stærðir: 36–42. Verð: 15.684. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.– föst. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Combi Camp 81 en fyrst skráður 97 sk 2015 Verð 250 þ 5679642. 7774296. professor@simnet.is Kaupum alla bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðslu- afslátt af nýja bílnum. Sendu okkur upplýsingar í gegnum www.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Bílaþjónusta NICOLAI BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir Húsviðhald         Þjónustuauglýsingar 569 1100 www.adal.isSími 590 6900 þetta snýst um svomiklumeira en bílinn Nissan Primera 99´ Ný skoðaður 2015 númer innlögð biluð pakkdós í gírkassanum annar bíll fylgir í varahluti. Verð 150 þús. 5679642, 6867177, 7774296 professor@simnet.is Nissan Vanetta með hálfa skoðun nýtt púst, þarf að skipta um handremsubarka renna diska. Verð 200 þús. 5679642, 8687177, 7774296 professor@simnent.is Ýmislegt Stóri fornbókamarkaðurinn Bókaveisla við Austurvöll Allar bækur 400 kr. stk. Tímarit 200 kr. st. Þúsundir bóka og rita. Mikið úrval Í gamla sjálfstæðishúsinu við Austurvöll Gengið inn frá Austurvelli og Vallarstræti. Opið föstudaga og laugardaga kl. 12-17 Verið hjartanlega velkomin. Félagsstarf eldri borgara                    !   "#       $ %  &   '             & (  )  '   *#  !   *       +   ,*# -.   # /&    # 0   &1  #*# $(   '& ( 2(1  .  !" #$#%  3! 1 (1   4  2(1  .       #*#  &      5, ' &  &1   *# &  1    5*# - (  &  216.  1 &1 '     & '   7     4*# 7  &    5, 7       #,  &  &1   *#"*# (  )    8    )   **# 9    &1 ) '   ) )  55,# 3! 1 (1 &      ' mikil tilbreyting fyrir 16 ára ung- ling með svolitla heimþrá. Ég minnst þess hve foreldrar Ásgeirs Péturs tóku einstaklega vel á móti mér og hve ég var velkominn. Ég hef oft minnst á það áður hvað það var mikils virði fyrir okkur utan- bæjarunglingana í heimsvistinni að vera boðin á heimili félaga okk- ar á Akureyri. Við Ásgeir Pétur áttum svo samleið öll árin í nýju heimavistinni. Við sex góðir fé- lagar bjuggum í þremur samliggj- andi herbergjum á fjórða-, fimmta- og sjöttabekkjargangi. Oft var gengið á milli herbergja og hin ólíklegustu mál rædd. Ásgeir Pétur var ekki hraðmæltur en ákaflega rökfastur og hafði skoðun á flestum málum. Ef ég man rétt var málfundafélagið Óðinn starf- andi fyrir þriðju bekkinga (fyrsta árs nemendur). Ásgeir Pétur var formaður þann vetur og hóf þar í raun rökleg málflutningsstörf. Lögfræðin lá vel fyrir honum sem ævistarf. Ásgeir Pétur starfaði alla tíð á Akureyri, lengst af við Hér- aðsdóm Norðurlands. Hann starf- aði einnig að félagsmálum, m.a. fyrir Sjálfsbjörg á Akureyri. Ásgeir Pétur var góður félagi en að vissu marki lokaður per- sónuleiki sem ekki var auðvelt að komast að. Hann varð fyrir því að fá mænuveiki 11 ára gamall og lamast að hluta á hendi og fæti. Hann gekk því með fótspelku og við göngustaf alla tíð. Án efa hefur þessi hreyfihömlun haft varanleg áhrif á skapgerð hans. Mér var sagt að fyrir veikindin hefði hann verið kraftmikill og líflegur ung- lingur og efnilegur skíðamaður í heimabæ sínum með mikinn metnað til þess að ná árangri í þeirri íþrótt. Þegar horft er til baka yfir lífs- gönguna höfum við mætt miklum fjölda samferðamanna. Sameigin- leg ganga er þó mislöng. Flestir hverfa í móðu liðins tíma, með öðrum eigum við samleið í leik, starfi og minningum. Einn af þeim sem ekki hverfa úr minning- unni er Ásgeir Pétur. Hann var hjartahlýr, traustur og góður fé- lagi. Við samstúdentar hans frá MA 1964 minnumst hans með mikilli virðingu. Guð blessi minn- ingu góðs drengs. Þráinn Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.