Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Hrap farþegaþotu MalaysianAirlines yfir Úkraínu er ógn- vænlegur atburður. Hann er fágæt- ur, en þó ekki einstakur.    Bandarískt herskip skaut íranskafarþegaflugvél niður fyrir ald- arfjórðungi, en foringjar þess töldu hana vera árásarvél sem stefndi ör- yggi skipsins í hættu.    Sovétríkin skutu niður farþega-flugvél frá Suður-Kóreu 1983 og neituðu í 14 ár að viðurkenna ódæð- ið.    Þegar þetta er skrifað er ekkióyggjandi hvers vegna vélin hrapaði í gær. Þó er talið nær öruggt að flugskeyti hafi grandað henni. Þeir tveir aðilar sem eru líklegastir til að bera ábyrgð á því bera af sér sakir. Víst þykir að enginn hafi vilj- andi skotið vélina niður.    Fernt vekur með öðru athyglifréttaskýrenda á þessu stigi: 1) Að flugfélög, þar á meðal mörg evrópsk, skuli hafa látið vélar sínar fljúga yfir hið ótrygga ófriðarsvæði. 2) Að Pútín forseti, sem var að tala við Obama um efnahagsþvinganir skuli hafa nefnt flugvélarhrapið, en Bandaríkjaforseti hafði þá ekkert um það heyrt. 3) Að verið geti að Rússar hafi fengið óöguðum og lítt þjálfuðum hópi „andspyrnumanna“ í austur- hluta Úkraínu háþróuð vopn, sem geti fargað flugvélum í 33.000 feta hæð. 4) Að flugvélin, sem hlaut þessi óg- urlegu örlög skuli vera frá Malaysian Airlines, sömu gerðar og vél félags- ins sem hvarf með óskiljanlegum hætti fyrir fáeinum mánuðum.    Flestum spurningum er ennósvarað og áhrif ódæðisverks- ins á viðkvæmt ástand eru enn óljós. Hryllingsatburður STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 súld Bolungarvík 11 alskýjað Akureyri 18 skýjað Nuuk 10 léttskýjað Þórshöfn 16 alskýjað Ósló 20 skýjað Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Stokkhólmur 23 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 28 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 21 skýjað Glasgow 22 léttskýjað London 27 léttskýjað París 31 heiðskírt Amsterdam 27 léttskýjað Hamborg 27 heiðskírt Berlín 27 heiðskírt Vín 27 skúrir Moskva 25 skýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 37 heiðskírt Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 27 léttskýjað Róm 20 þrumuveður Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 21 alskýjað Montreal 17 skýjað New York 25 skýjað Chicago 22 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:51 23:18 ÍSAFJÖRÐUR 3:21 23:58 SIGLUFJÖRÐUR 3:02 23:42 DJÚPIVOGUR 3:12 22:55 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Það er alltaf gaman að vinna leikinn og sýslumaður hefur tekið undir sjónarmið okkar sem óskuðum eftir lögbanninu. Hér í sveitinni voru miklir hagsmunir í húfi en stóri punkturinn í málinu er samt sá að þetta er spurning um hver framtíð- arskipan ferðamála í landinu skuli vera,“ segir Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri í Hótel Reynihlíð í Mý- vatnssveit. Sýslumaðurinn á Húsavík, Svavar Pálsson, samþykkti í gær lögbanns- kröfu félagsmanna í Landeigendafé- lagi Reykjahlíðar við gjaldtöku fé- lagsins við Námafjall og Leirhnjúk. Lögbannið tekur gildi þegar lögð hefur verið fram 42 millj. kr. trygg- ing. Frestur til að ganga frá henni er til miðvikudags í næstu viku. Upphaflega stóð til að innheimta gjald af ferðamönnum við Leirhnjúk, Námaskarð og Dettifoss. Fallið var frá því á síðastnefnda staðnum þegar samningur náðist við forsvarsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs um uppbygg- ingu og úrbætur við fossinn sem mið- ast við að hlífa landinu eftir megni við álagi vegna vaxandi fjölda ferða- manna sem þangað koma á hverju ári. Gjaldtaka hófst hinsvegar við hveri austan Námafjalls og við Leir- hnjúk sem er á Kröflusvæðinu fyrir um mánuði. Alls 17 eiga hlut í Land- eigendafélaginu Reykjahlíð. Sjö þeirra fóru fram á lögbannið. „Í sjálfu sér eru engin viðbrögð af okkar hálfu við þessu. Niðurstaðan er fengin og við lútum henni. Það fór sem fór og nú bíðum við eftir því hvort þeir sem höfðu betur geta lagt fram þá tryggingu sem krafist er,“ sagði Guðrún María Valgeirsdóttir, formaður Landeigenda við Mývatn ehf., sem er jafnframt sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Guðrún María minnir á að lög- bannskrafan hafi í raun snúist um hvort samþykki allra félagsmanna þyrfti fyrir því að hefja innheimtu aðgöngugjalds á umræddum ferða- mannastöðum eða hvort samþykki meirihlutans dygði í þessu sam- bandi. Lögbann á gjaldtöku samþykkt  Gjaldfrjálst í Mývatnssveitinni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í Námaskarði Sýslumaðurinn á Húsavík hefur samþykkt lögbannskröfu. Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun VELDU VIÐHALDSFRÍTT PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.