Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 1
VINNA Í ÁLVERINU MINNIR Á SVEITINA HJÁ AFA OG ÖMMU F Ö S T U D A G U R 1 8. J Ú L Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  167. tölublað  102. árgangur  FÍFLALÆTI Á TÓNLEIKUM ÚTI Á LANDI ARNAR DAN MEÐ NÝJAN EINLEIK Í TJARNARBÍÓI GRÍSALAPPALÍSA 41 LANDSLIÐIÐ Á LÍNU 38ÁLBÓNDI 10 orkugjafi MÚLTI SPORT FJÖREFNI FYRIR ÍÞRÓTTAMANNINN eykur kraft www.gulimidinn.is Talið er að 280 farþegar og 15 manna áhöfn hafi látið lífið þegar Boeing 777-200 vél Malaysia Airlines hrap- aði í austurhluta Úkraínu í gær. CNN hafði eftir háttsettum banda- rískum embættismanni í gærkvöldi að vélin hefði verið skotin niður en eitt ratsjárkerfi hefði merkt þegar kveikt hefði verið á eldflaugakerfi á jörðu niðri, skömmu áður en vélin fórst, og annað kerfi hefði numið hitamerki þegar eldflaug lenti á vél- inni. Hann sagði að unnið væri að því að greina feril flaugarinnar til að rekja uppruna hennar. Vélin hrapaði í Donetsk-héraði, þar sem bardagar hafa geisað milli úkraínska hersins og aðskilnaðar- sinna. Báðir aðilar kenna hinum um harmleikinn en úkraínsk stjórnvöld hafa sakað uppreisnarmenn um að hafa skotið niður a.m.k. tvær her- flugvélar sl. daga. Flugvélin sem fórst í gær er af sömu gerð og önnur vél Malaysia Airlines sem hvarf 8. mars sl. á leið frá Kuala Lumpur til Peking. 239 farþegar voru um borð í flugi MH370 þegar vélin hvarf en hvorki tangur né tetur hefur fundist af vélinni, þrátt fyrir gríðarlega umfangsmikla alþjóðlega leit. »17 Farþegaþota skotin niður  Hrapaði í austurhluta Úkraínu  280 farþegar og 15 manna áhöfn talin af AFP Hræðileg aðkoma Sjónarvottar sögðu vélinni hafa rignt niður í pörtum og að líkamsleifar hefðu legið á víð og dreif innan um brakið. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Frystitogarinn Kristina EA 410, stærsta skip íslenska fiskiskipaflot- ans, losnaði af sjálfsdáðum klukkan 20.40 í gærkvöld eftir að skipið hafði tekið niðri á Transaboða, sem er vestan við Selsker, um sjö sjómílur (13 km) frá Grundarfirði. Þar sat skipið fast. Veður var gott. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá Kristinu EA vegna óhappsins klukkan 18.30. Björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi voru strax ræstar út. Varðskipið Þór, sem statt var við Vestmannaeyjar, hélt á strandstað. Einar Þór Strand, formaður svæð- isstjórnar björgunarsveitanna á Snæfellsnesi, sagði að 50-60 manns úr björgunarsveitum og þremur slökkviliðum hefðu komið að björg- unaraðgerðum á fjórum björgunar- skipum. Lítils háttar leki kom að rými fyrir fiskileitartæki. Tvær litlar dælur höfðu vel undan lekanum, að sögn Einars. Kristina EA hélt til Grundarfjarðar þar sem kafari átti að kanna skemmdirnar. Um borð í Kristinu EA var 32 manna áhöfn. Enginn meiddist við óhappið, að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja sem á skipið. Töluvert mikill frystur afli var um borð. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Kristina EA kom til hafnar í gærkvöld. Þyrla LHG flaug vestur með slökkviliðsmenn og dælur. Losnaði af strandstað  Frystitogarinn Kristina EA steytti á boða út af Grund- arfirði  Lítils háttar leki  Mikill viðbúnaður á staðnum  Grand Hótel í Sigtúni verður langstærsta hót- el landsins eftir að fyrirhugðari stækkun þess lýkur á næstu ár- um. Ólafur Torfason, eig- andi Íslands- hótela, bindur vonir við að framkvæmdir við stækkunina geti hafist um áramótin. Alls 311 her- bergi eru nú á hótelinu og verður 100 bætt við. Skipulagsyfirvöld eiga eftir að samþykkja endanlegt útlit hótelsins og fjölbýlishúsa sem byggð verða á sömu lóð. Þar verða um 100 íbúðir fyrir almennan markað og verður grafinn bílakjallari sem verður að- gengilegur bæði íbúum húsanna og gestum hótelsins. »2 100 ný herbergi á Grand Hótel Í Sigtúni Grand Hótel.  Öllum fyrirvörum var létt af raf- orkusölusamningi Landsvirkjunar og United Silicon hf. í gær. Lands- virkjun mun útvega rafmagn fyrir kísilverksmiðju sem United Silicon ætlar að reisa í Helguvík. Verk- smiðjan mun nota 35 MW af afli og er gert ráð fyrir að hún hefji starf- semi á fyrri hluta ársins 2016. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að orkan sem Landsvirkjun ætlaði að af- henda United Silicon væri til. Samningurinn kallaði því ekki á frekari virkjanaframkvæmdir. Framkvæmdir við byggingu fyrsta áfanga verksmiðjunnar eiga að hefjast í þessum mánuði. Magnús Garðarsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri United Silicon hf. í Helguvík, sagði að 250-300 manns mundu vinna við framkvæmdirnar. Þegar fyrsti áfangi fer í gang munu vinna þar um 60 manns. »6 Bygging kísilvers United Silicon hf. í Helguvík að hefjast Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skortur er á iðnaðarmönnum á lands- byggðinni og er útlit fyrir að flytja þurfi inn vinnuafl á næstunni. Þetta segir Friðrik Á. Ólafsson, forstöðu- maður byggingarsviðs hjá SI, en hann er jafnframt tengiliður við tíu meistarafélög í byggingariðnaði úti á landi. Hann segir nýframkvæmdir á íbúðamarkaði og vegna hótelgeirans hafa skapað fjölda starfa og að annir séu vegna viðhaldsverkefna í sumar. „Það er skortur á iðnaðarmönnum í byggingargeiranum. Mín skoðun er sú að einhverjir iðnaðarmenn séu á atvinnuleysisskrá sem ættu ekki að vera það. Þeir ættu að vera í öðrum úrræðum,“ segir Friðrik og vísar m.a. til einstaklinga sem hafa orðið skerta starfsgetu og geta því ekki lengur unnið líkamlega erfið störf. Friðrik telur að vegna skorts á iðnaðar- mönnum verði leitað að vinnuafli utan landsteinanna. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur aðspurður að líklegt sé að skortur sé orðinn á vinnuafli í vissum greinum. Kísilver kalla á erlent vinnuafl Guðmundur Ragnarsson, formað- ur VM – Félags vélstjóra og málm- tæknimanna, segir stöðuna góða. „Rætist áform um uppbyggingu stóriðju, m.a. vegna kísilvera, er hætt við að það fari að skorta fólk. Það er lítil endurnýjun í greininni og við náum rétt svo að halda í horfinu. Ým- is fyrirtæki byrjuðu að flytja inn málmiðnaðarmenn erlendis frá fyrir nokkrum árum og það er viðbúið að það muni færast í vöxt ef öll þessi verkefni verða að veruleika.“ MAtvinnuleysið »4 Skortur á starfsfólki úti á landi  Talið kalla á inn- flutning á vinnuafli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.