Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Húsið Laugavegur 77, þar sem Landsbankinn og Valitor voru áður til húsa, hefur öðlast nýtt líf. Þar sem áður var banka- og skrifstofu- húsnæði er nú komið líflegt versl- unarhúsnæði þar sem þrjár versl- anir; Penninn Eymundsson, Anna- RannA og Galleria Reykjavík auk kaffihúss hafa verið opnaðar. Húsið er í eigu GAM Management (GAMMA), en sjóður í rekstri fé- lagsins keypti fasteignina og stórt bílastæði á bak við húsið, sem snýr að Hverfisgötu, af Landsbankanum á síðasta ári. Í byrjun árs var ákveðið að leigja húsnæðið út fyrir verslanir og skrif- stofur, en áður höfðu hugmyndir verið uppi um að breyta húsinu í hótel. Auk verslananna sem opn- aðar hafa verið á jarðhæð hússins starfa lögfræðistofan Evrópulög, lögmannsstofan Vík, þjónustu- miðstöð Miðborgar og Hlíða og Pla- in Vanilla Games í húsnæðinu. Penninn Eymundsson og tísku- vöruverslunin AnnaRannA var opn- uð í húsnæðinu 6. júní síðastliðinn, en sérvöruverslunin Galleria Reykjavík daginn eftir, hinn 7. júní. Einnig var nýverið opnað kaffihús Tes & kaffis í verslun Eymunds- sonar og hefur það aukið enn frekar við mannlífið í húsinu. Ánægja með breytingarnar Kaupmennirnir á svæðinu eru ánægðir með breytingarnar og eru sammála um að með þessu hafi efri hluti Laugavegarins öðlast meira líf. „Við erum öll rosalega ólík en ég held við séum öll mjög góð viðbót við þennan efri hluta,“ segir Rann- veig Anna Ólafsdóttir, annar eig- enda verslunarinnar AnnaRannA. „Það var ekki mikið að sækja á þennan stað, en nú hefur það breyst. Það gerir mjög mikið fyrir mannlífið að fá bæði verslanir og kaffihús á þetta svæði.“ Rannveig segir fólk þó enn vera að taka við sér, „Það kemur ennþá fólk hingað inn og spyr hvort það hafi ekki ver- ið hraðbanki hérna.“ Minnir á verslunarkjarna Jarðhæð hússins minnir einna helst á verslunarkjarna, og segir Rannveig marga hafa haldið að inn- angengt væri á milli verslana. Hún segir viðtökurnar þó hafa verið mjög góðar og segir fólk almennt ánægt með breytingarnar. „Við finnum fyrir rosalegri jákvæðni frá fólki.“ Elfar Pétursson, verslunarstjóri Pennans Eymundssonar tekur und- ir og segir viðtökurnar hafa verið góðar. „Það hefur gengið vel síðan við opnuðum og allir hafa verið rosalega ánægðir.“ Hann segir miklar breytingar hafa átt sér stað hvað varðar mannlíf á svæðinu. „Maður sá enga hreyfingu hérna á neðri hæðinni en nú er alltaf nóg af fólki hér. Te & kaffi eru með kaffi- hús hérna inni sem er alltaf fullt.“ Verslun Eymundssonar hefur lengi verið í Austurstræti 18 en Elf- ar segir stjórnendur fyrirtækisins hafi viljað auka við sig með opnun verslunarinnar á Laugavegi 77. „Við sáum að það var tækifæri hérna of- ar og við ákváðum að slá til. Um leið og húsnæðið bauðst okkur stukkum við á það.“ Hann segir oft erfitt að fá gott húsnæði á Laugaveginum, „sérstaklega svona stórt og mikið eins og þetta. Þess vegna gátum við ekki sleppt því,“ segir hann. Jacobina Joensen, verslunarstjóri Galleria Reykjavík, tekur undir með Rannveigu og Elfari og segir fólk hafa tekið breytingunum mjög vel. „Við höfum fengið inn fólk sem vann í bankanum og hefur fundist gaman að sjá að byggingin hefur öðlast nýtt líf,“ segir hún. „Við höf- um líka fengið inn nokkra ringlaða sem hafa haldið að bankinn væri hér ennþá.“ Laugavegur 77 hefur öðlast nýtt líf  Þar sem áður var banki hafa nú verið opnaðar verslanir og kaffihús  „Góð viðbót fyrir efri hluta Laugavegarins,“ segir verslunareigandi í húsinu  Viðtökur góðar og fólk ánægt með breytingarnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugavegur Þar sem áður var banka- og skrifstofuhúsnæði eru nú þrjár verslanir og kaffihús og er húsið því komið í algjörlega nýjan búning. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mannlíf Elfar Pétursson, verslunarstjóri Pennans Eymundssonar, segir mannlíf á Laugavegi 77 hafa aukist mikið. Í júní var Penninn Eymundsson opnaður í húsinu, einnig Te & kaffi auk tveggja tískuvöruverslana. Verslanirnar AnnaRannA og Gall- eria Reykjavík eiga það sameig- inlegt að þær voru báðar opn- aðar í fyrsta skipti í byrjun júní í húsinu við Laugaveg 77. Ann- aRannA er kvenfataverslun þar sem finna má fallega og vandaða vöru. Verslunin er rekin af Rann- veigu Önnu Ólafsdóttur, en með henni á Anna Kristín Ásgeirs- dóttir verslunina. Galleria Reykjavík er sérvöru- verslun þar sem mikið er lagt upp úr því að bjóða upp á úrval gæðavöru. Eigendur verslunar- innar eiga einnig Leonard- skartgripaverslanirnar. Auk verslananna tveggja opn- aði Penninn Eymundsson verslun í húsnæðinu í júní og nýverið var þar opnað kaffihús Te & Kaffi. Nýjar versl- anir í húsinu OPNAÐAR Í FYRSTA SKIPTI 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 ÞYKKSKORIÐ BEIKON Þykkt og bragðmikið fyrir þá sem vilja kröftugt beikon. Gæðavara úr völdu svínafille, matarmiklar og ljúffengar sneiðar. HEFUR ÞÚ STERKAR BEIKONTILFINNINGAR? Prófaðu þykkskorna beikonið frá SS. Þykkt og bragðmikið Gott á grillið eða pönnuna Sérvalið svínafille 100% íslenskt kjöt PI PA R\ TB W A – SÍ A Þorsteinn Magnússon, varaþing- maður í Reykjavíkurkjördæmi norð- ur, hefur sagt sig úr Framsóknar- flokknum vegna framgöngu frambjóðenda Framsóknar og flug- vallarvina í aðdraganda borgar- stjórnarkosninganna í vor. Hann segir að flokkurinn hafi engan veg- inn gert málið upp með viðunandi hætti. Í tilkynningu frá Þorsteini segir hann m.a. að í aðdraganda kosning- anna hafi ítrekað birst af hálfu fram- boðs Framsóknar og flugvallarvina boðskapur „sem helst varð skilinn svo að framboðið teldi að með til- komu mosku í Reykjavík ykjust líkur á ýmsum samfélagslegum vanda- málum, þ.á m. lögbrotum.“ Þá segir Þorsteinn: „Með þessu var annaðhvort meðvitað eða ómeð- vitað alið á andúð á tilteknum trúar- hópi í kosningabaráttu en slíkt sæm- ir engan veginn siðuðu stjórnmála- afli. Umræðan sem framboðið efndi til var að mínu mati tilefnislaus, meiðandi í garð múslima og til þess fallin að ýta undir fordóma og mis- munun. Þá fær hún að mínum dómi með engu móti samræmst grundvall- arstefnuskrá Framsóknarflokksins, enda birtust þar viðhorf sem tengj- ast mun frekar þjóðernissinnaðri íhaldsstefnu held- ur en frjálslyndri miðjustefnu.“ Í tilkynning- unni segir Þor- steinn jafnframt að formaður Framsóknar- flokksins og flest annað lykilfólk í forystu flokksins hafi látið hjá líða að gera opinberlega athugsemdir við framgöngu framboðsins á meðan á kosningabaráttunni stóð. „Þá fela orð formanns flokksins undanfarið að mínum dómi í sér full- komna afneitun á því að nokkuð hafi verið athugavert við það hvernig kosningabarátta flokksins var háð. Verða orð hans vart skilin öðruvísi en hann hafi ekkert við umræddan málflutning framboðsins að athuga.“ Þorsteinn segir forsendur fyrir veru hans í Framsóknarflokknum brostnar og hann geti ekki, samvisku sinnar og sannfæringar vegna, hald- ið áfram að starfa fyrir flokkinn. Hann segist munu segja sig frá öll- um trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og varaþingmennskunni sömuleiðis. Segir sig úr Fram- sóknarflokknum  Viðhorf þjóðernissinnaðrar íhaldsstefnu Þorsteinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.