Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Forsætisráðherra hefur að tillögu Minjastofnunar Íslands friðlýst Hreppslaug í Borgarfirði og Múla- kot í Fljótshlíð. Á báðum stöðum eru mannvirki sem talin eru hafa menn- ingarsögulegt gildi og byggist frið- lýsingin á því. Hreppslaug er steinsteypt, byggð laust fyrir 1930 af Ungmennafélag- inu Íslendingi og er í Andakílnum. Var um árabil helsta útisundlaug héraðsins og mikið notuð. Að mati Minjastofnunar hefur Hreppslaug gildi frá sjónarhóli byggingarlistar og auk þess sem hún sé vitnisburður um íþrótta- og menningarlíf al- mennt. Laugin er enn í viðgerð en endurbætur á henni þykja orðnar aðkallandi. Þröngt hefur verið um starfsemi í lauginni vegna marg- víslegra reglugerða heilbrigðiseft- irlits sem þeim er að rekstrinum standa þykir erfitt að mæta. Bæjarhús á gömlum rústum Friðlýsingin í Múlakoti tekur til staðarins í heild það er gamals íbúð- arhúss og annarra staðarbygginga, svo sem útihúsa, skrúðgarðs og lystihúss þar. Bæjarhúsin voru reist í áföngum 1898 til 1946 á rústum torfbæjar. Þar mætast því ólík tíma- skeið í byggingu sem vitnar um sam- fellda búsetusögu margra kynslóða. Í Múlakot var lengi gisti- og greiða- sölustaður héraðsins, þangað komu margir og þarna var endastöð í ferð- um áætlunarbíla sem fóru í Rang- árvallasýslu. Þá bjó í Múlakoti Ólaf- ur Túbals listmálari. Staðinn sóttu margir þekktir myndlistarmenn mikið og máluðu myndir úr um- hverfinu þar, svo sem af Eyja- fjallajökli. Þá nær friðlýsingin í Múlakoti til skrúðgarðsins þar sem kenndur er við Guðbjörgu Þorleifs- dóttur. Hún hóf ræktunarstarf sitt 1897 og var brautryðjandi, enda er Múlakotsgarðurinn einn elsti og merkasti einkagarður landsins, að talið er. Ólík tímaskeið mætast  Friðlýsa Hreppslaug og Múlakot í Fljótshlíð  Menning- argildi er á báðum stöðum  Íþróttalíf og fallegur garður Sund Hreppslaug er í Andakílnum og er fjölsótt meðal annars af ferðafólki. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fljótshlíð Gömul skúrbygging í skrúðgarðinum austur í Múlakoti. mbl.is- með morgunkaffinu Útsala Útsala Útsala ÚtsaÚtsala Útsala Útsala Útsa a Útsala Útsala Útsa Útsala Útsala Útsala Útsa Útsala Útsala Útsala Útsa Útsala Útsala Útsala ÚtsaÚtsala Útsala Útsala ÚtsaÚtsala Útsala Útsala ÚtsaÚtsala Útsala Ú la Útsala Útsala Útsala Úla Útsala Útsala Útsala Ú tsala Ú la Útsala Útsala Útsala Ú la Útsala Útsala Útsala Ú la Útsala Útsala Útsala Úla Útsala Útsala Útsala Úla Útsala Útsala Útsala Úla Útsala Útsala Útsala Úla Ú Ú sal 50% afsláttur Allskonar kjólar á útsölu Str. 36-56 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Bikini Tankini Sundbolir Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Fylgstu með okkur á Facebook Frábært úrval af sundfatnaði Nýtt kortatímabil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.