Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014
ekki var það að kvöldi dags og
svaraði þá Snorri að bragði af sinni
alkunnu hógværð. Er mér ekki
grunlaust um að hann hafi þá setið
að ritstörfum eða við lestur.
Þegar ég hafði starfað um
nokkurt skeið með Snorra komst
ég að því að þó nokkur skyldleiki
var með okkur, enda báðir af ætt
séra Snorra á Húsafelli. Snorri
vissi þetta frá fyrstu kynnum enda
með ættfróðari mönnum. Um ætt
séra Snorra var sagt m.a. að menn
væru frómir og iðjusamir. Er eng-
inn efi í mínum huga að Snorri
hafði erft þá eiginleika enda leysti
hann með sóma allt sem hann tók
að sér enda voru heiðarleiki og ná-
kvæmni einkenni hans. Með
Snorra er horfinn á braut áhuga-
samur og heill rótarýfélagi sem ég
minnist með virðingu og þökk.
Við Anna nutum ánægjulegra
samverustunda með Snorra og
Eygló eiginkonu hans bæði hér
heima og erlendis. Það er eftirsjá
að þeim hjónum en gott að eiga þá
góðar minningar. Við Anna færum
ættingjum Snorra og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Steinar Friðgeirsson.
Miðvikudagur 9. júlí. Ég er
staddur á Sjúkrahúsinu á Akra-
nesi, degi tekið að halla. Þremur
vikum fyrr ræddum við saman í
síma, sami góði Snorri og ávallt áð-
ur, en því miður hafði krabbinn
enn knúið dyra hjá honum í vor.
Um leið og ég kom inn á sjúkra-
stofuna skynjaði ég að komið var
að kveðjustund. Ég tók um hönd
hans, en nú kom ekkert þétt hand-
tak á móti. Nokkrum klukku-
stundum síðar var hann allur.
Til hliðar við sjúkrarúmið hékk
innrömmuð staðfesting frá Rót-
arýklúbbi Borgarness, dagsett 4.
júlí 2014. Heiðursfélagi! Ég velti
fyrir mér að Snorri vinur minn
hefði margar viðurkenningar hlot-
ið, og gladdist innra með mér að
hafa átt þátt í að gamlir nemendur
hans frá Bifröst héldu honum fjöl-
mennt afmælishóf á Hraunsnefi
árið 2010.
Kynni okkar Snorra hófust
nokkru áður en ég hóf nám á Bif-
röst, en í þeim góða skóla mynd-
uðust ævarandi vináttubönd milli
nemenda og við kennara, m.a. á
milli okkar Snorra. Skarð er því
stórt fyrir skildi í mínum huga. Ég
hef sagt það áður að alla tíð síðan
hef ég fundið fyrir áhrifum frá
honum úr íslenskukennslunni,
ekki síst þegar ég skrifa texta til
opinbers flutnings, hvort heldur er
handritsgerð fyrir útvarp, eða
blaðagrein. Áhrifin ekki minni frá
honum þegar stigið er í ræðustól
eða fundi stjórnað. Ég segi því að
Snorri hafi haft margvísleg áhrif á
lífshlaup mitt og þakklæti því of-
arlega í huga á kveðjustund.
Af hálfu okkar bekkjarsystkin-
anna, sem brautskráðumst frá Bif-
röst vorið 1964, flyt ég aðstand-
endum Snorra einlægar samúðar-
kveðjur. Við minnumst með gleði
góðra stunda með honum, bæði úr
skólanum og þegar hann heiðraði
okkur með nærveru sinni á afmæl-
isárum. Vegna veikinda sinna
komst hann því miður ekki í Bif-
röst þann 1. maí sl. þegar við
minntumst þess að hálf öld var lið-
in frá því að við gengum glöð út í
lífið í umhverfinu fallega í Norður-
árdal.
Við leiðarlok er mér minnis-
stætt úr enskukennslunni að
Snorri vitnaði í mismuninn á big
og great. Í mínum huga var Snorri
og verður ætíð „Great“. Blessuð sé
minning góðs drengs.
Óli H. Þórðarson.
Með söknuði í hjarta kveð ég
vin minn Snorra Þorsteinsson,
fyrrverandi fræðslustjóra á Vest-
urlandi. Leiðir okkar lágu saman
við fjölmörg tækifæri, enda unn-
um við lengi vel á sama starfsvett-
vangi. Er skemmst frá því að segja
að öll þau kynni voru hin ánægju-
legustu. Snorri var einstaklega
háttprúður og heilsteyptur maður
sem ávinningur var að kynnast og
eiga samskipti við. Einnig minnist
ég sérstaklega ógleymanlegra
stunda sem við fræðslustjórar átt-
um á fögru heimili þeirra hjóna,
Snorra og Eyglóar, í Borgarnesi.
Þar ríkti sönn gestrisni, gleði og
góðvild sem er mér enn í fersku
minni, þótt árum fjölgi og fenni í
gömul spor. Þá minnist ég líka
samfunda og samstarfs sem við
Snorri áttum í félagsskap okkar
Rótarýmanna. Einnig það var
mjög gefandi og skemmtilegt og
með miklum ágætum í hvívetna.
En nú hefur þessi góði og vandaði
drengskaparmaður verið kallaður
burt til æðri heima þar sem hans
bíða ný verkefni á öðru og hærra
tilverustigi. Að leiðarlokum kveð
ég hann með trega, en jafnframt
með miklu þakklæti fyrir ágæt og
gefandi kynni um langt árabil. Ég
sendi ástvinum hans einlægar
samúðarkveðjur og bið góðan Guð
að blessa minningu Snorra Þor-
steinssonar.
Jón R. Hjálmarsson.
Það var fyrir meira en 60 árum
sem ég sá Snorra fyrst. Hann var
þá einn keppenda í ræðukeppni
sem Ungmennasamband Borgar-
fjarðar efndi til í Logalandi í
Reykholtsdal. Hann var þá, þrátt
fyrir ungan aldur, orðinn flug-
mælskur og áhrifamikill ræðu-
maður.
Ég kynntist Snorra fyrst í Bif-
röst þegar ég var nemandi þar á
öðru og þriðja starfsári skólans.
Hann var í hópi fyrstu kennara
skólans og átti örugglega mikinn
þátt í mótun skólastarfsins á nýj-
um stað. Kynni mín við Snorra
voru síðan endurnýjuð nokkrum
árum seinna þegar ég var sam-
kennari hans við skólann um
þriggja ára skeið.
Leiðir okkar Snorra lágu síðan
saman í Borgarnesi. Hann tók við
starfi fræðslustjóra á Vesturlandi
sem varð hans aðalstarf upp frá
því. Jafnframt veitti hann forstöðu
Fræðsluskrifstofu Vesturlands í
Borgarnesi. Mikil samvinna var
auðvitað milli sveitarstjórna á
svæðinu og fræðslustjórans. Sem
sveitarstjórnarmaður í Borgar-
nesi kynntist ég því vel hversu
rösklega Snorri gekk til verks
sem fræðslustjóri. Hann lagði sér-
staka áherslu á að bæta hag þeirra
nemenda sem áttu við einhvers-
konar fötlun að stríða og tók virk-
an þátt í stuðningssamtökum fatl-
aðra á Vesturlandi.
Samstarf okkar Snorra hélt
áfram eftir að ég hóf störf í félags-
málaráðuneytinu 1985. Stór hluti
af framlögum Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga rann til sveitarfélag-
anna vegna reksturs grunnskól-
anna. Fræðslustjórarnir önnuðust
margskonar upplýsingagjöf til
sjóðsins sem var síðan notuð við
ákvörðun framlaganna. Snorri átti
einnig ríkan þátt í hversu vel tókst
til með flutning málefna grunn-
skólanna til sveitarfélaganna.
Snorri var mikill félagshyggju-
maður og var mjög virkur í sam-
félaginu í Borgarfirði. Ég ætla að
nefna hér félagsskap sem hann
tók mikinn þátt í. Það var Rótarý-
hreyfingin en hann var félagi í
Rótarýklúbbi Borgarness. Mér er
það minnisstætt þegar ég tók að
mér að vera umdæmisstjóri Rót-
arý 1985-1986 hversu mikils virði
það var mér að geta þá oft leitað
ráða hjá Snorra. Hann gegndi svo
starfi umdæmisstjóra fyrir nokkr-
um árum. Hann sinnti starfinu af
alúð og myndarskap og hlaut að
launum lof og þakklæti félaga
sinna í Rótarýhreyfingunni.
Snorri átti við erfið veikindi að
stríða seinustu árin. Það var hon-
um þungt áfall þegar kona hans
féll frá 2012. Við Erla heimsóttum
hann á sjúkrahúsið á Akranesi
nokkrum dögum áður en hann dó.
Þótt hann væri enn nokkuð hress í
tali var ljóst að hverju dró.
Þegar ég sagði gömlum vini og
samstarfsmanni okkar Snorra frá
andláti hans varð honum að orði:
„Snorri var drengur góður.“ Það
skulu vera lokaorðin og kjarninn í
eftirmælum mínum um Snorra.
Að leiðarlokum þökkum við
Erla, Snorra fyrir margra áratuga
vináttu og samskipti um leið og við
sendum ættingjum hans og
venslafólki innilegar samúðar-
kveðjur.
Húnbogi Þorsteinsson.
Margar minningar leita á hug-
ann þegar rifjuð eru upp kynni af
Snorra Þorsteinssyni. Snorri var
okkur vinur og samverkamaður,
en sem yfirmaður sýndi hann
traust og stuðning bæði persónu-
lega og í starfi, hvatti okkur til
starfsþróunar og til eflingar fag-
mennsku, sem hann síðan reiddi
sig á sem fræðslustjóri Vestur-
lands. Snorri hlustaði, bar virð-
ingu fyrir fagmennsku okkar og
tók mark á manni, lét mann finna
til sín og finnast maður vera
traustsins verður sem hann bar til
okkar. Snorri flíkaði ekki oft til-
finningum sínum, en þegar hann
tók til máls var hlustað. Mann-
kostir hans voru kannski einkum
þeir að hann þorði að vera mann-
eskja. Hann var traustur, bar aldr-
ei illt á milli fólks, lagði gott til
manna og málefna og hafði auk
þess lúmskan húmor. Og svo hafði
hann hjartað á réttum stað og lét
sér annt um lítilmagnann. Hann
var örlátur á tíma sinn og krafta,
hafði tíma til að hlusta. Auk þess
gerði hann fólki greiða eins og
ekkert væri eðlilegra, fór jafnvel
heim á bæi og hjálpaði gömlum ná-
grönnum. Við minnumst hans
einnig sem skólamanns, skóla-
manns í þeim skilningi að skóli
skyldi vera menntandi, fræðandi
og uppalandi, og þó að hann hefði
góðan skilning á mikilvægi um-
gjarðar skólastarfs og stærstur
hlutur þar væri mannaflinn, þá var
hann fyrst og fremst talsmaður
barna og þótti afar vænt um börn.
Skóli skyldi sjá til þess að allir
nytu stuðnings í samræmi við
þarfir sínar, óháð getu eða öðrum
forsendum einstaklinga til lífs og
sálar. Hann hafði sérstakt lag á því
við okkur og stjórnendur í skólum
og sveitarfélögum að styðja við
gott starf, en á sama tíma veita allt
það aðhald sem embætti hans bar.
Snorri var einnig mannasættir og
þá fenginn til að jafna ágreining
hvort heldur var milli skóla og
sveitarstjórna eða skóla og for-
eldra þegar þeim fannst skólar
Vesturlands geta gert betur og
börn þeirra lentu í klemmu. Snorri
kenndi ræðumennsku á árum áður
á Bifröst, og hafði sérstakt lag á
því á mannamótum eins og þegar
kennarar héldu þing sín að hausti
á Vesturlandi að lyfta sér yfir smá-
atriði og ræða þau mál sem meira
máli skiptu. Oftar en ekki var hann
gagnrýninn en fyrst og síðast
hvetjandi og kennarar höfðu á orði
að alltaf væri gott að hlusta á eld-
ræður Snorra. Og ekki má undan
skilja áhuga hans á íslenskri
menningu og sögu. Minni hans á
ljóð, Íslendingasögur og sagn-
fræði heimahéraðsins var við-
brugðið. En Snorri var ekki bara
samverkamaður, hann var líka
Snorri og Eygló. Eygló var allaf
við hlið hans og hann við hennar og
þannig hittumst við oft glöð og
ánægð utan starfsins. Síðast fyrir
rúmum tveimur árum í sumarhúsi
Elmars, en minningin um þann
fund er minningin um þá miklu
vináttu sem þessi hópur átti sam-
an. Um leið og við kveðjum þenn-
an fyrrverandi yfirmann okkar,
mætan samstarfsmann, framsýn-
an, grandvaran og velviljaðan,
þökkum við fyrir allan þann stuðn-
ing í lífi og starfi á tímum Fræðslu-
skrifstofu og síðar Skólaskrifstofu
Vesturlands. Kveðja,
Ásþór, Bergþóra, Björn
Þráinn, Elmar, Harpa,
Jóhanna S., Ragnheiður
og Sigurveig.
Nú sefur jörðin sumargræn.
Nú sér hún rætast hverja bæn
og dregur andann djúpt og rótt
um draumabláa júlínótt.
Í hafi speglast himinn blár.
Sinn himin á hvert daggartár.
Í hverju blómi sefur sál,
hvert sandkorn á sitt leyndamál.
Nú dreymir allt um dýrð og frið
við dagsins þögla sálarhlið,
og allt er kyrrt um fjöll og fjörð
og friður drottins yfir jörð.
Svo kvað Davíð Stefánsson á
sinni tíð og er ég spurði lát vinar
míns og leiðtoga, Snorra Þor-
steinssonar frá Hvassafelli, kom
ljóðið mér í hug. Þegar leiðir okk-
ar lágu fyrst saman, varst þú á
miðjum aldri orðinn fræðslustjóri
Vesturlands eftir glæstan
kennsluferil á Bifröst með búskap
á Hvassafelli. Ég, ungur að aldri,
að verða skólastjóri á Kleppjárns-
reykjum. Þá var fræðslustjóri rík-
isstarfsmaður eins og grunn-
skólakennarar og skólastjórar. Á
þessum árum var skólastjórum
gert að skipuleggja skólastarf
komandi vetrar, og halda sig inn-
an reiknireglu ríkisins, en færa
ella gild rök fyrir frávikum. Þó að
ég hafi kviðið fyrstu heimsókn
minni til þín lærðist mér þegar í
upphafi að það var óþarft. Mér
varð nefnilega strax ljóst að þú
kunnir að hlusta, varst ófeiminn
við að rökræða og mynda þér
skoðun á því hvort skipulagið
væri í jafnvægi, eða hvort sækja
þyrfti um viðbót. Þú varst í þessu
embættismaður ríkisins með
hjartað í sveitinni og vissir,
hversu mikilvæg fræðsla og
menntun æskumanna sveitanna
var. En þú varst ekki aðeins sann-
gjarn við fjárlagagerðina, heldur
varstu góður áheyrandi ungs
skólastjóra sem viðraði hugmynd-
ir sínar um skólastarf og stefnu.
Ekki endilega sammála, en rædd-
ir og ráðlagðir til heilla. Þú varst
líka þeirrar gerðar að vilja reyn-
ast verkefninu vaxinn hverju
sinni. Notaðir hvert tækifæri þeg-
ar haldin voru skólastjóra- og
kennaraþing að brydda upp á nýj-
ungum, minna á gömlu gildin og
hvetja okkur öll til dáða. Að vera
framsækin og leitandi fyrir æsku-
menn. Það var mikil afturför að sá
háttur fræðslustjóra að örva og
leiðabeina okkur skyldi leggjast
af er þú lést af störfum. Fyrir alla
aðstoð og hvatningu þína fæ ég
seint fullþakkað.
En þú varst ekki aðeins
fræðslustjóri í mínum huga, held-
ur voruð þið Eygló okkur Jónínu
einlægir vinir og velgjörðarmenn,
utan starfans og allan tímann er
ykkar naut við. Það fylgdi því ætíð
einhver birta að hitta ykkur,
hvort heldur var á mannamótum
eða heima fyrir. Börnin okkar
þekktu ykkur sem vini foreldra
sinna. Ýmis samskipti síðustu ár-
in, bæði tengd Borgfirðingabók
og undirbúningi bókarinnar um
héraðsskóla Borgfirðinga, minntu
á liðna og góða tíð.
En svo fer um síðir að vinir
skiljast, og þrátt fyrir söknuð,
gleðst ég yfir því að þú kveðjir á
blessaðri sumartíð, þegar allur
gróður er í blóma, því þannig vil
ég muna þig, óbilandi baráttu-
mann betri tíma í sveitum og
sannrar menntunar æskunnar.
Nú dreymir allt, hvert foldarfræ,
að friður ríki um lönd og sæ.
Nú lifir allt sinn dýrðardag.
Nú drottnar heilagt bræðralag.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Guð styrki þá er þig nú syrgja
og blessi minningu góðs drengs.
Guðlaugur Óskarsson,
Reykholti.
Snorri Þorsteinsson var félags-
málamaður sem lét sig ýmis sam-
félagsmál varða, ekki síst stöðu og
líf samferðafólks síns. Hann var
frumkvöðull og hann var góður
liðsmaður sem lét verkin tala.
Snorri var forystumaður í Rót-
arýhreyfingunni bæði á landsvísu
og í Borgarfirðinum. Hann var
mikilvirkur fræðimaður í sagn-
fræði og í forystu Sögufélags
Borgfirðinga. Samhliða starfi
sínu sem fræðslustjóri lét Snorri
til sín taka í málefnum fatlaðs
fólks og var ötull baráttumaður
fyrir fólk með þroskahömlun. Það
er eftirsjá að slíkum hugsjóna-
manni.
Snorri var forystumaður í upp-
byggingu á þjónustu við fatlað
fólk á Vesturlandi. Hann réð
fyrsta starfsmanninn til að sinna
fötluðu fólki og sérstaklega fötl-
uðum börnum og fjölskyldum
þeirra. Hann átti frumkvæði að
því að kalla saman hóp fólks sem
stóð að stofnun Þroskahjálpar á
Vesturlandi. Hann var frum-
kvöðull að öflugu samstarfi milli
Landssamtakanna Þroskahjálpar
og þeirra sem börðust fyrir bættu
lífi fatlaðs fólks á Vesturlandi.
Ásamt öðrum stóð hann að því að
kallaðir voru saman aðstandendur
þroskahefts fólks á Vesturlandi,
þar sem fólk gat miðlað af sameig-
inlegri reynslu sinni sem aðstand-
endur. Þannig fékk fólk stuðning
frá öðrum sem voru í sömu stöðu.
Með því voru stigin mikilvæg
skref í uppbyggingu á þjónustu
við fatlað fólk.
Snorri sat í svæðisstjórn og síð-
ar í svæðisráði Vesturlands um
málefni fatlaðs fólks, þar sem
hann lét mikið að sér kveða og var
þar lengi vel formaður. Hann
hafði forystu á Vesturlandi, í upp-
byggingu á þjónustu fyrir fatlað
fólk, m.a. dagþjónustu, vernduð-
um vinnustöðum og á heimilum
fyrir fatlað fólk. Undir forystu
Þroskahjálpar á Vesturlandi var
farið af stað með sumardvöl og
síðan skammtímavistanir. Hann
var í forystu við uppbyggingu á
öflugri ráðgjafarþjónustu við fatl-
að fólk, þar sem áherslan var á
aukinn styrk og völd fatlaðs fólks í
eigin lífi. Virðing og bætt staða
fatlaðs fólks var honum alltaf hug-
leikin. Snorri var ötull baráttu-
maður fyrir bættri þjónustu við
fatlað fólk og margar ferðir fór
hann í ráðuneyti sem málsvari
Vestlendinga í þessum málum.
Snorri var hugsjónamaður.
Hann var talsmaður mennsku og
mannúðar. Hann lagði áherslu á
að allir nytu virðingar á sínum for-
sendum. Þannig var hann fyrir-
mynd okkar hinna. Að lokum vil
ég þakka Snorra fyrir samfylgd-
ina, fyrir vináttu hans og stuðning.
Ég mun sakna góðs félaga.
Magnús Þorgrímsson.
Við andlát Snorra Þorsteins-
sonar frá Hvassafelli í Norðurár-
dal lýkur ákveðnum kafla í sögu
skólasetursins á Bifröst. Skal það
skýrt nánar. Þegar Samvinnu-
hreyfingin ákvað að ráðast í það
verkefni að færa Samvinnuskól-
ann upp í sveit frá Reykjavík, þar
sem hann hafði verið í nærfellt 40
ár, þótti mörgum það hið mesta
glapræði. Slíkur skóli ætti að vera
áfram í Reykjavík þar sem höfuð-
stöðvar Sambandsins voru og þar
sem hjarta viðskiptalífsins slær.
Ekkert annað kæmi til greina.
Forystumenn SÍS voru á öðru
máli og undir styrkri stjórn hins
merka skólamanns Guðmundar
Sveinssonar var Samvinnuskólinn
fluttur á Bifröst í Norðurárdal í
Borgarfirði og settur í fyrsta
skiptið haustið 1955.
Kennaraliðið var fámennt
fyrsta árið en fljótlega vakti at-
hygli að meðal kennara var ungur
maður frá Hvassafelli í Norðurár-
dal, Snorri Þorsteinsson. Síðan
eru liðin tæplega 60 ár og nú eru
þeir allir burtkallaðir sem hófu
kennslu við skólann haustið 1955,
Snorri þeirra síðastur enda yngst-
ur í kennaraliðinu. Þar með er
ákveðnum kafla lokið í skólastarf-
inu á Bifröst, eins og áður greinir.
Snorri var afbragðs kennari og
minnast nemendur Samvinnu-
skólans hans með hlýju og vin-
semd. Sérstaklega var til þess tek-
ið hversu góður kennari hann var í
bókmenntasögu. Hinu verður líka
að halda til haga að Snorri var
ekki mörgum árum eldri en nem-
endur hans og jafnvel í sumum til-
vikum yngri og því mynduðust
ævilöng vináttubönd milli hans og
fjölmargra nemenda skólans.
Þegar Snorri hvarf frá Sam-
vinnuskólanum vorið 1974 tóku
við önnur og spennandi verkefni
sem fræðslustjóri Vesturlands.
Mér er kunnugt um að öll þau
störf vann Snorri af sérstakri alúð
og samviskusemi. Verður honum
fullseint þakkað fyrir öll þau verk-
efni sem hann tók að sér heima í
héraði, hvort sem þau tengdust
fræðslumálum eða öðrum verk-
efnum sem honum voru hugleikin.
Ég átti því láni að fagna að vera
í senn nemandi hans, samstarfs-
maður hans í kennslunni og vinur í
hartnær hálfa öld. Hvers getur
maður óskað sér betra þegar um
er að ræða jafn mikinn dreng-
skaparmann og merkan samferð-
armann og Snorra Þorsteinsson?
Ég átti síðast tal við Snorra í
maí sl. Hann var þá nýkominn
heim af spítalanum á Akranesi og
bar sig vel en var þó nokkuð mátt-
farinn. Hann bað fyrir góðar
kveðjur til skólasystkina minna
sem þá höfðu nýlega komið saman
í tilefni hálfrar aldar útskriftar frá
Bifröst. Hann hefði gjarnan viljað
vera með okkur þennan dag en
gat það ekki sökum veikinda.
Við Kristín sendum Margréti,
fósturdóttur Snorra, og Gísla,
bróður hans, okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Atvikin haga því
þannig til að við getum því miður
ekki verið við jarðarför Snorra en
hugur okkur er með honum í dag
og fjölskyldu hans.
Hrafn Magnússon.
Snorri var drengur góður, vin-
ur okkar, kennari, uppalandi og
fræðari. Hann gaf okkur fyrir-
myndir í stíl og framsögn sem áttu
eftir að nýtast mörgum í starfi og
tómstundum.
Með Snorra og síðar Eygló
heitinni áttum við margar gleði-
stundir þegar fagnað var endur-
fundum bekkjarfélaga.
Í meira en hálfa öld hefur
Snorri verið tryggur vinur, nú eru
góðar minningar einar eftir. Rétt
er að kveðja með gullkornum úr
Hávamálum sem hann kynnti fyr-
ir okkur og benti á frábært mál og
orðkynngi.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
Endurfundirnir verða ekki
fleiri, en minningin um Snorra frá
Hvassafelli lifir áfram í hugum
okkar.
Árgangur 1962 frá Bifröst,
Ágústa Þorkelsdóttir.
Snorri Þorsteinsson frá
Hvassafelli í Norðurárdal er fall-
inn frá. Enn er höggvið skarð í
raðir okkar samstúdenta MR52.
Snorri stundaði nám við
Menntaskólann í Reykjavík á ár-
unum 1950 til 1952 eftir landspróf
frá Héraðsskólanum á Laugar-
vatni. Það er oft erfiðara að koma
inn í hóp þeirra, sem verið hafa
saman í skóla í mörg ár, en Snorri
var vinsæll og og auðgaði árgang-
inn okkar. Hann aðlagaðist hópn-
um vel og sótti samkomur og við-
burði þótt hann væri í raun
búsettur í Borgarfirði. Snorri var
ekki hávaxinn, en samsvaraði sér
vel. Hann var einstakt prúðmenni,
hafði bjart yfirlit og fallegt og
smitandi bros. Hann var snyrti-
menni, vel máli farinn, talaði fal-
legt mál, en tranaði sér aldrei
fram í umræðum.
Á kaffisamkomu árgangsins í
janúar 2013 flutti Snorri okkur
fróðlegt og skemmtilegt yfirlit yf-
ir sína ævi og störf. Má segja að
það hafi verið með ólíkindum hve
víða hann kom við um ævina sem
bóndi, kennari, forstöðumaður
Skólaskrifstofu Vesturlands,
fræðslustjóri Vesturlands, for-
maður Sögufélags Borgarfjarðar,
umdæmisstjóri íslenska umdæmis
Rótarýklúbba, auk mikilla afkasta
við ritstörf.
Aðrir munu væntanlega gera
þessum þáttum betri skil.
Á nefndum fundi skaut sýsl-
ungi hans, Bjarni Valtýr Guðjóns-
son, fram eftirfarandi:
Snorri flutti ferðarollu stóra.
Gat um alla léttri lund
lífsins för á hálfri stund.
Þjónað hefur mörgum menntagyðjum.
Enn er knár og ungur sveinn
áfram sækir hreinn og beinn.
Samstúdentar Snorra þakka
góðum dreng fyrir gefandi við-
SJÁ SÍÐU 26