Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 kynningu og senda aðstandendum bestu samúðarkveðjur. Fyrir hönd MR52-stúdenta, Gunnar Torfason. Við, Rótarýfélagar í Borgar- nesi, kveðjum í dag einn félaga okkar, Snorra Þorsteinsson, fyrr- verandi yfirkennara og fræðslu- stjóra. Hann gerðist félagi í klúbbnum árið 1977, varð síðan ritari og enn síðar forseti, 1982- 1983. Þá varð hann umdæmis- stjóri Rótarýumdæmisins á Ís- landi 1999-2000. Af þessu má sjá að vel treystum við þessum félaga til að takast á við hin margvíslegu störf sem til falla í klúbbi sem þessum. Og það gerðum við af því að við vissum að hann myndi leysa þau vel og far- sællega af hendi eins og raunar þau önnur störf margvísleg sem honum voru falin á langri ævi. Enda gerðum við hann að heiðurs- félaga. En nú söknum við vinar í stað og það er skarð fyrir skildi. Nú njótum við þess ekki lengur að hlusta á hann halda ræðu um Rót- arýmálefni, sem hann gjarnan gerði, ekki síst til að minna okkur á að við værum hluti af heims- hreyfingu. Margs er að minnast frá langri samveru.Við félagarnir þökkum fyrir hana og kveðjum látinn fé- laga og biðjum honum allrar blessunar. Far þú í friði,vinur, friður Guðs þig blessi. Fyrir hönd Rótarýklúbbs Borgarness, Daníel Haraldsson, forseti. Það var haustið 1956 sem við lögðum leið okkar í Borgarfjörð- inn. Íslenskt þjóðfélag var á leið inn í nútímann. En okkar 35 bekkjarsystkina, sem höfðum val- ist eftir inntökupróf til að setjast á skólabekk í Bifröst, beið framtíð- in. Þetta var annað ár Samvinnu- skólans þarna uppfrá og fyrsta ár- ið sem þessi tveggja vetra skóli var fullsetinn. Þetta var einmitt haustið sem Elvis Presley var að gera allt vitlaust í Ameríku og bandarísk dægurmenning átti greiða leið að íslenskum ung- mennum. Það var að vísu rokkað í Bifröst en að öðru leyti ríkti þar klassísk menning. Það voru Grikkir og Rómverjar, að ógleymdum vefur- um frá Rochdale. Þeir voru undir- staðan, ásamt bókhaldinu og loga- ritmanum. Þetta var frábær blanda, þegar við bættist það besta úr íslenskri menningu að fornu og nýju. Þar kom Snorri Þorsteinsson til sögunnar og var réttur maður á réttum stað. Hann var sonur Borgarfjarðar, átti þar ættir sínar, allt til Snorra á Húsa- felli. Foreldrar hans voru af alda- mótakynslóðinni. Hann átti því sterkar rætur í sveitasamfélaginu en fékk notið þess að horfa lengra og tók nú þátt í að fræða okkur, sem allmörg vorum börn dreif- býlisins eins og hann. Kennarar okkar, sem sátum á skólabekk fyr- ir meira en fimmtíu árum, eru margir gengnir til feðra sinna og Snorri Þorsteinsson kveður sein- astur þeirra, sem störfuðu á Bif- röst fyrstu árin. Fyrstu kynni mín af Snorra eru minnisstæð. Það var í inntöku- prófinu, sem háð var í MR. Ég ætlaði að fljúga til Reykjavíkur en flugveður gafst ekki og þegar ég komst suður var stærðfræðipróf- inu að ljúka. En íslenskuprófið hafði verið daginn áður og ég fékk að taka það munnlega. Það var Snorri, sem sá um þessa athöfn og Hörður Haraldsson var prófdóm- ari. Ekkert man ég hvar ég kom upp, eða hvernig mér gekk en ekki held ég þarna hafi verið hart gengið fram. Ég vissi ekki heldur alveg hvernig ég átti að túlka orð Snorra um mig sem væntanlega skólasystur bílstjórans á Bifröst, nokkuð sem mér fannst nú ekki beinlínis borðleggjandi, þarna í miðjum prófunum. En Borgnes- ingurinn Grétar Ingimundarson var bílstjóri Snorra þennan dag og þeir skiluðu mér vestur í bæ að loknu prófi. Árin í Bifröst voru flestum notadrjúg til menntunar og þroska. Þetta var heimili okkar þessa vetur og kennararnir gengu okkur í foreldra stað. Vildu veg okkar sem mestan, hvatning þeirra var öflugt veganesti. Ekki vissum við þá hve í raun við þurft- um á þessu veganesti að halda, því ekki er hægt að segja að þjóðar- skútan íslenska hafi siglt sléttan sjó síðustu áratugi. En hæfileg rótfesta í hinu gróna og staðföst trú á allt sem íslenskt er, ásamt framfaratrú og bjartsýni var arfur kynslóðar Snorra Þorsteinssonar. Hann lagði sig allan fram um að miðla þessum arfi og kynna okkur jafnframt það besta í íslenskum samtíma. Honum fylgja þakkir okkar fyrir samfylgdina og leið- sögnina í Bifröst en ekki síður fyr- ir áframhaldandi vináttu og þátt- töku hans í margháttuðu félagslífi okkar bekkjarsystkinanna í meira en hálfa öld. Dagbjört Torfadóttir. Héraðsins ásýnd er hrein og mild, í háblóma er lífið á völlum og sléttum og úi og grúi af grænum blettum hjá gráum, sólbrenndum klettum. Náttúran sjálf er hér góð og gild; Sem glitborð, dúkað með himneskri snilld, breiðir sig engið. Allt býðst eptir vild. Borðið er þakið með sumarsins réttum. (Einar Benediktsson.) Enginn sem fer um Norðurár- dal er ósnortinn af náttúrufegurð- inni. Í þessu umhverfi hefur vaxið kraftmikill landbúnaður, ferðaiðn- aður og öflugt skólastarf. Þar hef- ur Samvinnuskólinn dafnað í örm- um Grábrókarhrauns. Þarna lagði samvinnuhreyfingin vöggu menn- ingar og mennta. Í forystu var sr. Guðmundur Sveinsson, sem vann þrekvirki með eljusemi og víðsýni. Guðmundur fékk með sér margt gott fólk. Einn af þeim var Snorri Þorsteinsson, uppalinn og mótaður af borgfirsku umhverfi og menningu. Hægur í framkomu, en undir bjó mikið skap, seigla og glaðværð. Hann var vel máli far- inn, víðlesinn um allt sem varðaði íslenskt mál, bókmenntir, menn- ingu og sögu. Hann var umfram allt mikill félagsmálamaður og lagði sig fram um að miðla af þeirri þekkingu. Fyrir nokkrum dögum ók ég framhjá Hvassafelli og varð sem oftar hugsað til Snorra. Hann kenndi okkur ensku, íslensku og bókmenntir. Undirstöðu sem öll- um er nauðsynlegt veganesti í líf- inu. Minnisstæðast er þó fræðsla hans um fundarsköp og ræðu- mennsku. Allir áttu að geta stjórn- að fundum, staðið upp og haldið ræður og þær áttu að vera stuttar. Best væri að skrifa þær, læra utan að og flytja af skörungskap. Eng- inn slapp við að reyna og það voru oft þungbær spor. Kennslan hefur reynst nemendum gott veganesti og við þakkað Snorra það oft á lífs- leiðinni. Snorri var fyrst og síðast góður félagi. Honum var annt um velferð nemenda. Fylgdist grannt með framvindu allra og ávallt tilbúinn til aðstoðar. Hann lagði áherslu á góða framkomu, minnti nemendur á strangar reglur um bindindi og góðan klæðaburð. Við áttum að vera vel klædd í kennslustundum. Hann sagði að enginn vildi mæta fólki í flaksandi skyrtum í við- skiptalegum samskiptum. Margir mættu læra af því í dag. Snorri bar ekki aðeins um- hyggju fyrir nemendum er á dvöl- inni stóð. Hann var áhugasamur um gengi okkar í lífinu, mundi eft- ir öllum. Fannst hann bera vissa ábyrgð á að okkur farnaðist vel. Hann leit á skólann sem sterkan þátt í uppeldi og undirbúning fyrir margslungið líf. Gat verið strang- ur uppeldisfaðir, en skilaði til okk- ar undirstöðu og lífsgildum sem aldrei fyrnist yfir. Að loknu giftu- sömu starfi í Samvinnuskólanum gerðist hann fræðslustjóri á Vest- urlandi. Í því starfi miðlaði hann af mikilli reynslu í öllu kjördæminu og hafði þar mótandi áhrif. Snorri tók á móti mér ungum og óreyndum unglingi með litla kunnáttu og lélegan undirbúning. Hann átti ríkastan þátt í að vekja áhuga minn á að læra og skila ár- angri á prófum. Það gerði hann af nærgætni og vakti sjálfstraust. Síðar á lífsleiðinni mætti hann oft á fundi sem ég boðaði til, fylgdist grannt með nemanda sínum og lét vita ef honum mislíkaði. Við skólafélagarnir frá 1963-65 stöndum í mikilli þakkarskuld við látinn meistara og biðjum góðan Guð að blessa minningu hans. Að- standendum færum við einlægar samúðarkveðjur. Halldór Ásgrímsson. Sumir menn verða hluti af um- hverfi sínu – æskuheimilinu, daln- um, héraðinu. Þar er starfsvett- vangurinn og þar liggja áhugamálin og mannlífið. Þegar þeir falla frá verður allt eitthvað fátæklegra. Einn þeirra var minn gamli fræðari við Samvinnuskól- ann í Bifröst, Snorri Þorsteinsson. Þegar sú djarfa ákvörðun var tekin að flytja hinn gróna skóla í Reykjavík, Samvinnuskólann, upp í Borgarfjörð haustið 1955, gerðist Snorri ungur kennari við skólann. Hann var nánast jafnaldri fyrstu nemendanna í Bifröst. Frekara langskólanám var lagt á hilluna og þess í stað tekið til hendi við það sem stundum kallaðist Bifrastar- ævintýrið. Við sem settumst á skólabekk í Samvinnuskólanum á næstu ár- um, upplifðum einstakan heimilis- brag og fegurð Norðurárdalsins og eignuðust minningar sem verða kærkomnari með hverju árinu. Samnefnari alls þessa til síns síðasta dags var Snorri á Hvassafelli og afkomandi nafna síns á öðru felli, Húsafelli. Vagga þeirra nafna var Borg- arfjörðurinn og annar þeirra lagði til kryddið í sögurnar og hinn sá um að halda þeim til haga. Um það vitnar Borgfirðingabók, ársrit Sögufélags Borgarfjarðar, sem Snorri Þorsteinsson stýrði af alúð og myndarskap síðustu árin. Þar var héraðssögunni nánast bjargað á hverri síðu og ávallt tilhlökkun- arefni að fá nýtt hefti í hendurnar. Rétt eftir að við Snæfellingarn- ir, Sigurjón Jónasson frá Neðri- Hóli og ég vorum sestir á bekkinn í Bifröst, þurftu Snorri og Gísli bróðir hans að verða sér úti um smalastráka til að smala heima- landið á Hvassafelli. Þá voru smalahundar ekki orðnir jafn sprækir og nú til dags og við Sig- urjón reyndum okkur við brekkur og gil. Kannski yrði frammistaðan metin til prófs. Svo var sest að hlaðborði heima í húsi með for- eldrum þeirra bræðra. Á eftir settist Gísli við orgelið og segul- bandið og tók fyrir okkur lagið. Svona lifa minningarnar. Þegar við höfðum hvatt Bifröst tveimur árum síðar, fengum við Sigurjón aftur boð frá þeim bræðrum. Værum við til að fara með þeim um Snæfellsnes sem eins konar leiðsögumenn? Úr varð afar eftirminnilegt ferðalag með litlum svefni og á bakaleiðinni reyndust Mýrarnar ótrúlega lang- ar fyrir Landroverinn og bílstjór- ana. Oft hafa leiðirnar legið saman síðan og við gamlir nemendur Snorra fengum að upplifa enn eina eftirminnilega stund í Norðurár- dalnum, þegar honum var sam- fagnað á áttræðisafmælinu. Kenn- ari okkar í ræðumennsku í Bifröst, sannaði þá enn einu sinni að kennarinn þarf að kunna sitt fag. En nú hefur hinn snjalli mælskumaður yfirgefið ræðustól- inn. Einlægar þakkir fyrir allt og allt. Gísla og öðrum ættingjum votta ég samúð mína. Reynir Ingibjartsson. Snorri Þorsteinsson ✝ Þórarinn Sæ-björnsson fæddist á Höfn á Bakkafirði í N- Múlasýslu 17. mars 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 9. júlí 2014. Foreldrar hans voru Sæbjörn Þór- arinsson, f. 25.4. 1886, d. 22.9. 1973 og Ásta Laufey Guðmunds- dóttir, f. 15.2. 1905, d. 20.12. 1973. Systkini Þórarins eru Fanney Ingibjörg, f. 1923, Guð- jón Aðalsteinn, f. 1924, d. 1993, Ragnar, f. 1925 d. 1989, Arn- björg, f. 1929, d. 2002, Svavar Sigurður, f. 1931, d. 2006, Lilja, f. 1935, Heiða, f. 1937, Guðlaug Margrét, f. 1939 og Kári, f. 1943. Þórarinn giftist Helgu Guðríði Bjarnadóttur, f. 21.4. 1927, d. 9.8. 1991. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson, f. 24.12. 1886, d. 3.10. 1963 og Jónína Guðmundsdóttir, f. 20.2. 1886, d. 18.2. 1959. Börn Þór- arins og Helgu eru: 1) Bjarnveig, f. 4.7. 1945, fv. eiginm. Guðsteinn Ingi Sveins- son, f. 4.9. 1945, d. 30.7. 1967, synir: a) Jón Bjarni, f. 1964, börn hans og Ingunnar Helgu Hallgrímsd. f. 1964, eru Hildur María, g. Andra Ólafssyni. Syn- ir: Ólafur Alexander og Daníel arssyni, f. 1975. Börn: Aron Júl- ían og Elísa Lind. Börn Jónínu og Gunnars eru: b) Þóranna Helga, f. 1980, c) Jón Gunnar, f. 1984, d. 2000 og d) Bjarki Hrafn, f. 1996. 4) Ásta Laufey, f. 9.4. 1962, g. Ragnari Má Sigfússyni, f. 20.10. 1959, börn: a) Berglind, f. 1980, m. Vignir Sigurólason, f. 1963. Börn: Bjartur og Viðja Karen. b) Ragnheiður, f. 1984, g. Atla Þór Ragnarssyni, f. 1983. Barn þeirra er Ragnar Starri. c) Sunna Björk, f. 1988, m. Elvar Steinn Traustason, f. 1987. d) Þórarinn, f. 1989, m. Hulda Finnsdóttir, f. 1989. Þórarinn ólst upp hjá for- eldrum sínum í Nýjabæ, Bakka- firði. Sumarið 1945 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Sand- gerðis, þar sem þau byggðu sér heimili og nefndu það Bergholt. Í Sandgerði fór hann að vinna við fiskvinnslu og smíðar. Seinna fór hann á síldarvertíðir á bátnum Ingólfi þar sem tilvon- adi eiginkona hans var kokkur. Þórarinn starfaði í mörg ár hjá Guðmundi Jónssyni, útgerðar- fyrirtæki í Sandgerði. Síðar vann hann við múrverk og smíð- ar sem urðu hans ævistarf. Árið 1978 fór hann að vinna á Kefla- víkurflugvelli þar sem hann lauk sínum starfsferli. Þórarinn og Helga keyptu æskuheimili Helgu, Skeiðflöt í Sandgerði þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Árið 2005 flutti Þór- arinn í Miðhús þar sem hann bjó til dánardags. Þórarinn verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í Sand- gerði í dag, 18. júlí 2014, kl. 14. Ingi; Ingi Viðar, sbk. hans er Birg- ithe Anderssen; Guðrún Bjarnveig, sbm. hennar er Martin Sørli, og Skúli Snær, sbk. hans er Hege Munthe-Kaas. b) Sveinn Steinar, f. 5.10. 1966, m. Sylvía Sigurð- ardóttir, f. 25.6. 1967, börn: Guðsteinn Ingi og Hildur Svava. Sonur Sylvíu er Aron F. Þorsteinsson. Dætur Sveins: Snædís, dóttir, Emma Karítas og Svava Helga, Synir: Kristófer Breki og Viktor Dan. Bjarnveig er nú gift Skúla Ragnarssyni, f. 17.7. 1945, Börn: c) Helga, f. 1973, g. Baldri Sigurðssyni, f. 1972, dóttir: Bryndís Rún. Fyrir átti Baldur Huldu Kristínu. d) Ragnar, f. 1978, sbk. Úlfhildur Ída Helga- dóttir, f. 1985. Dætur Ragnars eru Elva Sóldís og Dagrún Sunna. 2) Sæbjörn, f. 14.1. 1957, g. Guðrúnu Antonsdóttur, f. 25.6. 1964. Börn: a) Halla Björk, f. 1978, g. Jóhanni Péturssyni. b) Ólafur Viggó, f. 1983. c) Hildur Ýr, f. 1993. d) Sara Dís, f. 1999. 3) Jónína, f. 3.8. 1959, g. Gunnari Stígssyni, f. 4.6. 1956. Dóttir Gunnars er a) Íris, f. 1977, g. Sigurði Gunnari Ragn- Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. (Vald. Briem) Nú er komið að leiðarlokum, margar ljúfar minningar koma upp í huga okkar. Við vitum að það verður vel tekið á móti þér og þú yfirgefur jarðvistina sáttur með langt og gott lífshlaup. Elsku pabbi og afi, takk fyrir allar sam- verustundirnar í gegnum árin. Hvíldu í friði, okkar hinsta kveðja, Sæbjörn og fjölskylda. Elsku afi, nú ertu búinn að kveðja okkur í síðasta sinn og er þín sárt saknað. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann þegar við systkinin ræðum saman um stundir okkar með þér. Á Skeið- flöt leið tíminn á öðrum hraða en annars staðar. Þú hafðir alltaf nægan tíma til að hjálpa okkur ef eitthvað kom upp á eða kenna okkur sitthvað nytsamlegt. Þó þú hafir aldrei verið margorður þá hlustuðum við systkinin heilluð á þegar þú sagðir frá renniferð þinni á skítakassanum og öðrum bernskubrekum. Okkur fannst alltaf jafn merkilegt að heyra hvað þið bjugguð mörg í húsinu og eins var stóra klukkan ávallt mikil- fengleg í augum barnsins. Bíl- skúrinn var friðhelgur, það var ekki margt sem þú bannaðir okk- ur að gera en að rusla til í bíl- skúrnum féll í þann flokk. Út úr bílskúrnum komu þó hinir ýmsu dýrgripir sem þú bjóst til af þínum alkunna hagleik. Í okkar huga var ekkert sem þú gast ekki smíðað eða lagað og stóðst þú fyllilega undir þeim væntingum. Þú varst alltaf jafn bóngóður og gafst þér tíma til að smíða fyrir okkur veiði- stangir, flugdreka, boga og örvar og meira að segja hjól, geri aðrir betur. Einnig varstu alltaf til í að laga það sem brotnaði eða bilaði eftir slæma meðferð. Sjálfur varstu þó ekki þekktur fyrir slíkt hið sama og nú brosum við að því að börnin okkar fengu að leika sér að sama dótinu og við á Skeiðflöt og örugglega móðir okkar þar á undan. Hjá þér var alltaf allt á sín- um stað og ekki var óþarfa dót að þvælast fyrir. Nægjusemi þín, nytsemi og æðruleysi er eitthvað sem sjaldséð er orðið í dag og von- andi eitthvað sem við getum haft að leiðarljósi í okkar eigin lífi. All- ar þær samverustundir sem við áttum með þér, afi, eru okkur dýr- mætar minningar. Takk fyrir allt. Berglind, Ragnheiður, Sunna Björk og Þórarinn. Elsku afi, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með ykkur ömmu, bæði á Skeið- flöt og heima í sveitinni á sumrin, meðan heilsa ykkar leyfði. Mikil var tilhlökkunin þegar ykkar var von í Ytra-Áland. Alltaf komuð þið færandi hendi og vilduð allt fyrir okkur gera. Á námsárunum bjó ég um tíma hjá ykkur í Sandgerði, það var góður og skemmtilegur tími. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Helga Skúladóttir. Þórarinn Sæbjörnsson HINSTA KVEÐJA. Afi okkar er látinn eftir stutt veikindi. Við eigum eftir að sakna afa, sérstak- lega um jólin, en þá fórum við alltaf til hans annan í jólum í hangikjöt og var glatt á hjalla hjá okkur. Ó afi minn kæri við kveðjumst um sinn. Tárin mín hníga, hljóð niður kinn. Allt sem þú gafst mér, það þakka ég vil. Skilja nú leiðir, um ómarkað bil. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Bless, elsku afi, og takk fyrir allt. Saknaðarkveðja, Þóranna Helga og Bjarki Hrafn. Morgunblaðið birtir minningargreinar end- urgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar- ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg- unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.