Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 39
arnir eru hoknir af reynslu og ættu því að geta töfrað fram sveitaball að gömlum sið. Að sögn Hlífars Ingólfssonar staðarhaldara er mikil stemning fyrir ballinu en búist er við fjölda tónleikagesta. Nálgast má frekari upplýsingar í Hreðavatnsskála sem og á vefsvæðinu promo.is. davidmar@mbl.is Morgunblaðið/Golli Tónskáld Björgvin Halldórsson stendur fyrir stóru sveitaballi í Hreðavatns- skála á morgun ásamt þeim Stefáni Hilmarssyni og Jóhönnu Guðrúnu. MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Fyrirtæki og verslanir Sumarleikföng í úrvali www.danco.is Heildsöludreifing 45cm boltar Flottir á trampólín Boltar Kútar 30% afsláttur af sumar- leikföngum Sápukúlur Vatnsbyssur Fötur YooHoo Við erum öll einstök Kroppurinn er kraftaverk – Líkamsvirðing fyrir börn bbbbn Texti: Sigrún Daníelsdóttir. Myndir: Björk Bjarkadóttir. Mál og menning, 2014. 36 bls. Sigrún Daníels- dóttir og Björk Bjarkadóttir eiga hrós skilið fyrir bók sína Kroppurinn er kraftaverk – Líkams- virðing fyrir börn. Bókin er skrifuð með það að markmiði að efla heilbrigða lík- amsmynd barna og virðingu fyrir fjölbreyti- leikanum. Í fyrri hluta bókarinnar er farið yfir það hversu mikil listasmíð líkaminn er. Minnt er á að líkaminn sé klár enda lætur hann okkur vita hvað hann þarf til að líða vel. Í framhaldinu er lögð áhersla á mik- ilvægi þess að hlusta á líkamann. Síðast en ekki síst er áhersla lögð á að líkamar eru alls konar og að fjölbreytnin sé af hinu góða, enda væri leiðinlegt í heimi þar sem allir væru steyptir í nákvæmlega sama mót. Hér er á ferðinni sérlega falleg bók með mikilvægan boðskap. Textinn er skýr og tal- ar til barna allt niður í þriggja ára. Mynd- irnar eru skemmtilegar og tjáningarríkar. Áræðin og úrræðagóð norn Nanna á fleygiferð bbbnn Nanna pínulitla bbbmn Texti: Laura Owen. Myndir: Korky Paul. Íslensk þýðing: Hallgrímur H. Helgason. Mál og menning, 2014. Hvor bók um sig er 95 bls. Það er fagnaðarefni að sífellt fleiri bækur um hina stórskemmtilegu Nönnu norn og köttinn hennar Njörð skuli koma út á ís- lensku í prýðisgóðri þýðingu Hallgríms H. Helgasonar. Nýju bækurnar tvær sem bætt- ust í safnið fyrr í sumar rúma hvor um sig fjórar sögur. Allar eiga sögurnar það sam- eiginlegt að uppbygging þeirra er skýr þar sem Nanna þarf að takast á við tiltekið verkefni, þraut eða þol- raun og lærir af reynsl- unni. Heilt yfir eru sög- urnar í Nönnu pínulitlu aðeins betur formaðar og skemmtilegri. Nanna er yndislega úrræðagóð þótt það komi henni stundum í vand- ræði, eins og þegar hún t.d. minnkar sjálfa sig til að passa í fötin sín sem hlaupu í þvotti. Meðal þess sem Nanna lærir er að fara skuli varlega þegar maður óskar sér og að ekki er hægt að gera sig ósýni- legan með því einu að halda fyrir augun. Húmorinn sem birtist í sögunum er oft á tíðum dásamlegur og ekki erfitt að heillast af því hversu jákvæð Nanna er og áræðin. Myndir Korky Paul eru stórskemmtilegar og bæta miklu við upplifun lesandans. Uppsetning bókanna er með þeim hætti að auðvelt er fyrir byrjendur í lestri að æfa sig og ekki spillir fyrir að auk einnar til tveggja aðalmynda á hverri opnu eru alls kyns krúsídúllur víðs vegar á síðunum þar sem sjá má m.a. maura, eðlur, flugur og kóngulær sem ýta undir stemningu bók- anna. Máttlaus hrekkjalómur Martröð Skúla skelfis bbnnn Skúli skelfir – Risaeðlur bbnnn Texti: Francesca Simon. Myndir: Tony Ross. Íslensk þýðing: Guðni Kolbeinsson. JPV útgáfa, 2014. Fyrri bókin er 104 bls. en sú seinni 108 bls. Líkt og bækurnar um Nönnu norn eru bækurnar um Skúla skelfi ætlaðar byrj- endum í lestri. Martröð Skúla skelfis inni- heldur fjórar sögur þar sem töluvert fer að vanda fyrir hrekkjabrögðum aðalpersón- unnar. Skúli telur sig iðulega vera mjög snjallan í samskiptum sínum við t.d. litla bróð- urinn Finn, en fær oft- ast nær makleg mála- gjöld. Sögurnar eru mjög misgóðar, upp- byggingin mætti vera skýrari og endir sagn- anna er oft óþarflega snubbóttur. Texti Francescu Sim- on er uppfullur af út- skrifuðum áhrifshljóðum á borð við „Hrifs. Smjatt smjatt. Hrifs. Bryðja bryðja. Hrifs. Háma háma.“ (bls. 37) eða „Úúúúúúúúú! BÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖ!“ (23) sem minnir frekar á niðurskrifað handrit að sjónvarps- þáttunum um Skúla skelfi í stað bókar. Risaeðlubók Skúla skelfis nær alls ekki sama flugi og bók hans um líkamann sem út kom í fyrra. Í bókinni er vissulega að finna ýmsan fróðleik um risaeðlurnar, en alltof stór hluti bók- arinnar fer í upptalningu á dýraheitum með ör- stuttri útlitslýsingu sem skilar lesendum þó litlu, samanber: „Vargeðla (Coelurus) var lítil og létt risaeðla með hnefastóran haus.“ (25) Guðni Kolbeinsson þýðandi fær hrós fyrir að setja fræðiheitin á risaeðlunum innan sviga þannig að lesendur geti leitað skepnurnar uppi á netinu og skoðað myndir af þeim. Ekki veitir af því lesendur eru litlu nær um útlit þeirra út frá myndum Tony Ross. Einstakir kroppar og hugvitssamleg norn Bókadagur Þegar Nönnu norn leiðist dettur henni í hug að fara á bókasafn bæjarins og segja börnum þar sögur, en krakkana kallar hún „óvenjulinga“. Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar og erlendar barnabækur Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.