Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 ✝ AnnabellaHarðardóttir fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1943. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítala háskóla- sjúkrahúss 9. júlí 2014. Foreldrar henn- ar eru Ása Hjálm- arsdóttir, f. 1924, og Collett Lee Keefer, f. 1923, látinn 1944. Fyrstu fimm árin ólst hún upp hjá móður sinni á heimili móð- urforeldra, en síðan hjá Herði Hjálmarssyni, móðurbróður sínum, og hans konu Aðal- björgu Jónsdóttur á Hofi, Kjal- arnesi, sem síðar ættleiddu hana. Hálfsystkini hennar eru Sonja Garðarsdóttir, f. 1950, Aðalbjörg Ragnarsdóttir, f. 1953, Konráð Ragnarsson, f. 1957, Ragnar Hjálmar Ragn- arsson, f. 1959, d. 1994, og og óskírður, f. 2014. c) Benóný, f. 1988, unnusta Iðunn Garð- arsdóttir. d) Annabella, f. 1993, d. 1994, e) Nökkvi, f. 1996. 2. Kolbrún, f. 1963, maki Jón Jens Kristjánsson, f. 1963. Synir þeirra eru: a) Bjartmar, f. 1985, og b) Guðbrandur Grétar, f. 1987. 3. Hannes, f. 1964. 4. Bragi, f. 1965. 5. Helgi A., f. 1967, maki Dóra Sigrún Gunn- arsdóttir, f. 1982. Dóttir þeirra er Una Bella, f. 2005. 6. Ása Aðalbjörg, f. 1974. 7. Anna Sig- ríður, f. 1980, maki Sigursteinn Sigurðsson, f. 1982. Sonur þeirra er Grétar Páll, f. 2008. Annabella ólst upp á Hofi Kjalarnesi og fluttist að Hæk- ingsdal í Kjós árið 1961 og bjó þar æ síðan sem bóndi og hús- móðir. Hún sat búnaðarþing ár- in 1987-1994 og var önnur tveggja kvenna sem voru fyrst- ar valdar til setu þar. Í 51 ár var hún í saumklúbbi aðfluttra kvenna í Kjósinni. Hún hafði mikinn áhuga á lestri góðra bóka, prjóni og hekli, fallegum söng, fallegri náttúru, sauð- fjárrækt og pólitík. Annabella verður jarðsungin frá Reynivallakirkju í dag, 18. júlí 2014, kl. 14. Rúnar Ragnarsson, f. 1960. Uppeld- issystkini hennar eru Sveinbjörn Björnsson, f. 1943, og Anna Gísladótt- ir, f. 1954. Annabella giftist 12. ágúst 1961 Guðbrandi Grétari Hannessyni bónda, f. 28. september 1936. Foreldrar hans voru Guðrún Sigríður El- ísdóttir og Hannes Guðbrands- son í Hækingsdal. Annabella og Guðbrandur eignuðust sjö börn: 1) Hörður f. 1961, maki María Benónýsdóttir, f. 1958. Börn þeirra eru: a) Benný, f. 1979, maki Kári Steinsson. Börn þeirra eru Aþena Ýr, f. 1998, Hörður, f. 2004, og Anna- bella, f. 2009. b) Einar Hannes, f. 1984, maki Ásdís Hafliðadótt- ir. Börn þeirra eru Andri Fann- ar, f. 2005, Arna María, f. 2009, Nú ríkir sorg, elskuleg móðir mín Annabella Harðardóttir, bóndi í Hækingsdal, Kjós, er lát- in. Einhvers staðar er sagt að ekki sé hægt að lækna kramið hjarta og vissulega á það við nú. Mikið og stórt skarð hefur verið höggvið í stórfjölskylduna. En þrátt fyrir sorg og leiða er margs að minnast og mikið þakklæti sem streymir fram við að hripa niður á blað þessi fá- tæklegu orð um stórkostlega manneskju. Að hafa fengið að verða þess heiðurs aðnjótandi að hafa átt hana fyrir móður því ég veit að ekki hafa allir verið svo lánsamir í lífinu. Móðir mín var kvenskörungur mikill og jafnréttissinni, algjör- lega fordómalaus og hélt ætíð með lítilmagnanum. Henni var mjög annt um íslenska tungu og lagði sig mikið fram við að kenna okkur systkinunum rétt og gott mál. Lestur bóka var hennar yndi og var hún vel lesin um málefni líðandi stundar sem og sögu lands og þjóðar og í þann viskubrunn var ætíð hægt að leita þegar á þurfti að halda og mikið var það alltaf gott. Því svörin hafði hún ætíð á reiðum höndum. Einnig var hún uppfull af húmor og gat gert óspart grín að sjálfri sér með svokölluðum Hækingsdalshúmor eins og við köllum hann. Hún var einnig mjög mikil hannyrðakona og nutum við, litla fjölskyldan, góðs af því. Einnig var hún mjög skapandi persónuleiki, góður penni og var alltaf að fá ein- hverjar skemmtilegar hug- myndir og vildi fá mig eða Sig- urstein til að hjálpa sér við að framkvæma. Hún var afskap- lega falleg bæði að innan sem utan og hafði stundum á orði að nú væri ég svolítið „Belluleg.“ Það var mikið hrós. Einnig var svo stórkostlegt að vera áhorf- andi að hversu heitt mamma og pabbi elskuðu hvort annað, bestu vinir og sálufélagar og miklar fyrirmyndir okkar í þeim efnum. Út um græna grundu gakktu, hjörðin mín. Yndi vorsins undu. Eg skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng. Leikið, lömb, í kringum lítinn smaladreng. (Steingrímur Thorsteinsson.) Það er sárt að þurfa að kveðja þig, elsku mamma mín, og mikið á ég eftir að sakna þess að heyra ekki frá þér fram- ar. En hlutskipti okkar í lífinu er ekki alltaf auðvelt og það hef- ur þú fengið að reyna á þinni mögnuðu ævi. Þín minning mun lifa um ald- ir alda. Takk fyrir allt og allt, þinn elskandi lírinlarfi. Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn, allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mókvikur þrastasöngur; eins mig fýsir alltaf þó: aftur að fara’ í göngur. (Jónas Hallgrímsson.) Anna Sigríður Guðbrandsdóttir. Annabella, tengdamóðir mín til 32 ára, lést þann 9.7. 2014 á gjörgæsludeild Landspítala - há- skólasjúkrahúss. Þá daga sem liðnir eru síðan hef ég rifjað upp ótal minningabrot frá þessum árum. Samskipti okkar ein- kenndust af mikilli vináttu og virðingu, sem bar aldrei á skugga í gegnum öll þessi ár. Ótal ferðir hefur fjölskylda mín farið í sveitina, stundum til að hjálpa við sveitastörfin, til dæm- is heyskap, réttir og annað, en stundum til þess að njóta sveit- arinnar. Fyrst vorum við alltaf inni á heimili tengdaforeldra minna, en eftir að við komum okkur upp kofa steinsnar frá húsi tengdaforeldra minna höf- um við verið þar þegar við fjöl- skyldan höfum verið í sveitinni. Eftir tilkomu kofans hefur sam- gangur okkar við tengdaforeldr- ana ennþá aukist. Annabella, eða Bella eins og hún var oftast kölluð, var mjög bókhneigð kona og las mikið, hvort sem voru reyfarar, ævi- sögur, skáldsögur, tímarit eða blöð. Bella gat verið mjög þver, ef hún vildi það við hafa, og varð henni þá ekki haggað. Hún gat jafnvel verið þrjóskari en Hæk- ingsdalsmenn, sem geta þó verið mjög þrjóskir, að minnsta kosti í smalamennsku. Dagsdaglega væri hún lipur og ljúf í sam- skiptum við fólk. Bella hafði miklar skoðanir, enda vel lesin og fróð, og fem- ínisti fram í fingurgóma. Bella fylgdist vel með börnum okkar og barnabörnum og hélt við þau góðu sambandi til hinstu stund- ar. Í nokkur ár hjálpaði ég Bellu og eldaði réttarkjötsúpu eftir að þrek hennar minnkaði, en hún átti við nokkurn heilsubrest að stríða síðustu ár, og ég á góð minningabrot frá þeim tíma. Einnig eru mér minnisstæðir tveir tímamótaatburðir í lífi Bellu. Sá fyrri var þegar Guð- brandur tengdapabbi uppfyllti loforð sem hann gaf henni þegar þau trúlofuðust um að einhvern tímann færi hann með hana til Vestmannaeyja. Það loforð upp- fyllti hann á 50 ára brúðkaups- afmæli þeirra fyrir tveimur ár- um og var farið til Vestmanna- eyja í þvílíku blíðskaparveðri ásamt mörgum úr nánustu fjöl- skyldu. Við áttum þar saman yndislegan dag. Sá síðari var fyrir tæpu ári, þegar fjölskyldan sameinaðist um það að halda upp á 70 ára afmæli Bellu, þann 10. ágúst 2014 í Hækingsdal. Þar áttum við einnig saman ynd- islegan dag. Þegar Bella síðan þakkaði mér fyrir hjálpina og sagði: „Þetta er besti afmælis- dagur sem ég hef átt,“ vöknaði mér um augun og mun ég aldrei gleyma þessum orðum. Með kveðju, þín tengdadóttir, María M. Benónýsdóttir. Látin er Bella í Hækingsdal, tengdamóðir mín. Farin er merkileg kona, brautryðjandi og stórkostleg fyrirmynd barna sinna og þeirra sem voru svo lánsamir að kynnast henni. Ég komst í þann hóp fyrir meira en fjórtán árum. Þá var ég rétt um átján, ekkert annað en krakki í augum hjónanna í Hækingsdal, þeirra Bellu og Brands. Samt sem áður var mér tekið sem jafningja og upp frá því ríkti gagnkvæm virðing á milli okkar. Mér varð strax ljóst að Bella var gáfuð kona og vel lesin. Hún var skipulögð og vildi hafa yf- irsýn yfir það sem á gekk og á horninu á eldhúsborðinu var hennar stjórnstöð með símann, dagbókina, heitt vatn og tepoka innan seilingar. Því fór aldrei neitt framhjá henni og aldrei gleymdi hún að hringja í þá sem henni þótti vænt um og athuga með gang daglegs lífs og óska heilla á tímamótum. Mikið mun ég sakna að fá ekki framar hringingar á afmælisdaginn minn frá Önnubellu. Það er ljóst að Bella fékk ekki alltaf bestu bitana af hlaðborði lífsins. En við hverjar slæmu fréttirnar virtist hún eflast og aldrei heyrðist hún kvarta. Erf- iðleikarnir virðast hafa kennt henni að meta það góða, og það fann maður þegar gera skyldi sér glaðan dag. Hún hafði einnig þann hæfileika að meta það fal- lega í lífinu. Hún naut þess að hlusta á söngva, lesa ljóð og skáldsögur. Hún var fagurkeri og fylgist með hönnun líðandi stundar. Þá naut hún þess að horfa á náttúruna og alla þá feg- urð sem henni fylgir. Frá bæj- ardyrunum í Hækingsdal er engin skortur á náttúrufegurð- inni og því skal engan undra að ung snót af Kjalarnesinu hafi skotið þar rótum þegar hún kom þangað með ást lífs síns fyrir um fimmtíu árum. Bella og Brandur voru ein- staklega samrýnd hjón og vand- fundnir eru lífsförunautar sem unnu hvort öðru meira en þau. Missir Brands er mikill og sár en eflaust ríkir þakklæti fyrir kynni af konu eins og Önnubellu. Þegar ég tók saman við Önnu Siggu var því ekki annað hægt en að líta til þeirra eftir fyr- irmyndar. Kærleikurinn, vinátt- an og tryggðin þeirra á milli var svo rík að hún var áþreifanleg. Bella var nefnilega svo flott fyr- irmynd. Maður finnur það svo sterkt þegar allt er yfirstaðið. Hún var mikill jafnréttissinni og mátti ekki heyra á það minnst að konur væru minni menn en karl- ar. Hún var stolt af því að hafa verið önnur af tveimur konum sem voru fyrstar til að sitja bún- aðarþing á Íslandi. Hún hafði jafnframt óbeit á allskonar mis- rétti og setti ofan í við hvern þann sem ekki var því sammála. En þrátt fyrir að vera föst á sinni meiningu var Bella ein- staklega hlý kona. Hún var mik- ill dýravinur og fylgdist með líf- inu kvikna á vorin. Hún var afskaplega góð við börn sín, barnabörn og barnabarnabörn. Hún tók þeim opnum örmum og hlustaði á það sem þau höfðu að segja. Sonur okkar mun búa að þeirri minningu um ókomna tíð og vafalaust mun hann sakna þessarar hlýju. Ég geri það nú þegar. Það er öðruvísi að koma í Hækingsdal í dag. Sætið í horn- inu er autt og rödd þessarar dásamlegu konu hefur þagnað. En arfleið Bellu lifir og hún fylgir okkur um ókomna tíð. Sigursteinn Sigurðsson. Þær eru ófáar minningarnar sem sækja á á stundum sem þessari. Það sem stendur helst upp úr með hana ömmu var hvað hún var miklum gáfum gædd: hún var gríðarlega vel lesin, enda var það hennar helsta dægradvöl, að lesa góða bók. Var hægt að ræða við hana um nánast hvað sem er, hún var vel að sér um allt, má segja. Hún hafði mikla persónutöfra og hafði sterkar skoðanir. Hún sagði mér eitt sinn að á sínum yngri árum hefði hún unnið í mjólkurbúð og verslunarstjórinn ætlaðist til að hann yrði þéraður. Amma hélt nú ekki, henni dytti það ekki í hug. Slíka tilgerð þoldi hún ekki. Svo eitt sinn spurði amma mig hvort mig langaði til að verða bóndi þegar ég yxi úr grasi. Nei, sagði ég, mamma vill það ekki. Þá svaraði amma að bragði: „Hún ræður því ekkert.“ Amma var mikil fé- lagshyggjumanneskja sem mátti ekkert aumt sjá og tók hún öll- um opnum örmum, sama hverjir þeir voru. Hún var mikill jafn- réttissinni og titlaði sig á ávallt bónda, ekki bóndakonu. Hún var einnig önnur tveggja kvenna sem fyrstar voru kosnar á bún- aðarþing. Amma var mikill húmoristi og mjög skemmtileg kona og hafði gaman að ef maður fór með gamanmál. Lífsbaráttan var oft á tíðum hörð hjá henni og afa, en ég man ekki nokkurn tíma eftir að hún léti neitt í ljós þótt illa stæði á eða henni liði illa. Við- kvæðið hjá henni var oftast að hún hefði það bara fínt þótt hún væri kannski fárveik. Við Guðbrandur bróðir heim- sóttum oft ömmu og afa í Kjós- inni. Var ýmislegt gert til að skemmta manni, farið í kvik- myndahús og fleira í þeim dúr, og fór amma oft með. Oft leigði Ása frænka vídeóspólur, og þar sem efnistök myndanna voru oft misfalleg þurfti amma að setja á fót kvikmyndaeftirlit ömmu, til að vinsa út það sem ekki þótti við hæfi. Ekki var eftirlitið þó al- veg skothelt því eitt sinn taldi ég ömmu á að leigja handa mér mynd sem mér leist vel á en reyndist því miður í ljótari kant- inum og fór ég því að hágrenja og átti erfitt með svefn um nokkurt skeið. Seinna, þegar ég fór að geta hamið mig eftir að hafa horft á eða lesið eitthvað hræðilegt fór ég að endursegja ömmu skáldsögur eftir Stephen King en hún var mikill aðdáandi hans. Hún hafði yndi af fallegum söng og auðnaðist mér að syngja fyrir hana er hún hélt upp á sjö- tugsafmæli sitt síðastliðið sum- ar, þykir mér vænt um það í dag. Það verður leiðinlegt að geta ekki komið og rætt við ömmu um alla heima og geima, með vélarniðinn í bakgrunni, í vel hit- uðu eldhúsinu. En minningarnar mun ég varðveita að eilífu. Ég votta afa, Herði, mömmu, Hannesi, Braga, Helga, Ásu og Önnu Siggu mína dýpstu samúð. Guð geymi þig að eilífu. Án efa fáir, það er mín trú, sér áttu göfugra hjarta en þú, að vakti mér löngum lotning; í örbirgð mestu þú auðugust varst og alls kyns skapraun og þrautir barst sem værir dýrasta drottning. (Matthías Jochumsson.) Þinn, Bjartmar. Það er ekki sjálfgefið að eiga góða nágranna, hvað þá einstaka vini. Stundum er sagt að það sé fólkið, sem maður kynnist á lífs- leiðinni, sem geri mann ham- ingjusaman. Í það minnsta er það víst að okkur, fjölskyldunni í Stíflisdal, hefur hlotnast sú gæfa að búa í nágrenni við það elsku- lega fólk, Bellu og Brand í Hæk- ingsdal í 45 ár. Oftar en talið verður höfum við setið við eld- húsborðið hjá þeim og skegg- rætt um málefni líðandi stundar; heyfeng, fjárrag og skepnuhöld; stefnu í landbúnaðarmálum og pólitík almennt. Gjarnan voru liðnir tímar rifjaðir upp og skondnar sögur sagðar af fólki og atburðum. Þegar ég kom fyrst í sveit í Hækingsdal, 13 ára borgar- stúlka, tók Bella á móti mér 25 ára og fimm barna móðir. Barnaskarinn á aldrinum 2-8 ára. Fyrir mér var sveitalífið al- gerlega ný veröld. Sambland af fastri rútínu og ringulreið. Hér þurfti að læra hratt. Á öðrum degi að skipta um bleiu og baka rúllutertur fyrir helgi, segi og skrifa rúllutertur; 5 egg og 2 dl sykur stífþeytt, hveiti, kartöflu- mjöl og lyftiduft … Inn í ofn og út aftur. Rúllað upp með Vals ávaxtasultu úr 5 kg fötu … fjór- ar slíkar, takk. Fyrir hverja helgi. Brúntertur og formkökur tekur ekki að nefna. Bakað á föstudögum og skúrað út á laug- ardögum. Hreinir mélpokar lagðir á hundaganginn … Enda- laus gestagangur og endalaust uppvask. En líka dásamlega fal- legir morgnar og unaðsleg sum- arkvöld. Skemmtilegt fólk, söng- ur og gleði. Krakkarnir með í öllu, enginn háttatími og upp um leið og fuglarnir. Til góðs vinar liggja gagnveg- ir segir í Hávamálum og má til sanns vegar færa. Einverjum ár- um seinna erum við Halldór sest að í Stíflisdal og þó að milli bæj- anna skildu bæði hreppa- og sýslumörk, vondur vegur og snjóþyngsli, var fólkið í Hæk- ingsdal alltaf okkar næstu ná- grannar. Þangað var leitað ef eitthvað bjátaði á eða til að gleðjast, skiptast á jólabókum eða læra að prjóna hæl á sokk. Og ætíð áttu börnin okkar skjól hjá Bellu og Brandi þegar ill- veður og ófærð hamlaði för heim úr skóla. Bella í Hækingsdal trúði á landið og fólkið og að náttúran væri okkar dýrmætasta auðlind. Enginn, hvorki skyldur né óskyldur hvatti mig jafn mikið og hún þegar ég hóf nám aftur eftir margra ára hlé. Hún var róttæk í skoðunum en líka íhaldssöm á besta máta, hún gat verið föst fyrir og í sumu ekki allra að skilja. En enginn veit hvað í annars huga býr, börnin stóðu henni hjarta næst og móð- urhjartað elskar skilyrðislaust. Þar gildir ekki rökhugsun og enginn getur dæmt nema sá sem öllu ræður. Ég kveð mína gömlu húsmóð- ur með þökk og votta öllum að- standendum samúð okkar, fjöl- skyldunnar í Stíflisdal. Guðrún St. Kristinsdóttir. Annabella Harðardóttir HINSTA KVEÐJA Við viljum þakka Bellu fyrir góðar og skemmtileg- ar samverustundir síðast- liðin 51 ár, með handavinn- una okkar, en við hittumst tvisvar í mánuði. Alltaf voru það góðar stundir, ekki síst vegna glettni hennar og þess að hún sá alltaf spaugilegu hliðarnar á öllum málum. Þó að degi halli haust, held ég vegi og línu: Sólar megin sigli í naust Suðra fleyi mínu. (Hjálmar Þorsteinsson) Saumaklúbburinn, Ásta, Hildur, Marta, Sigrún, Steinunn og Þórdís. Þær tínast nú óð- um bestu gömlu skólasysturnar frá Húsmæðraskólan- um á Laugum. Að sjálfsögðu kynntust þær mis- mikið og kynnin entust mislengi eftir skólaveruna. Fyrstu kynni okkar Svönu man ég vel, við sát- um við gluggann í setustofu skól- ans við hannyrðir og horfðum á dreng úr sveitinni aka traktor hring eftir hring, kringum tjörn- ina. Síðast valt traktorinn og drengurinn slasaðist og missti sjón að mig minnir. Þetta atvik hafði sterk áhrif á okkur báðar. Svana bjó lengst af í Hrafna- gilsstræti 12 á Akureyri með sinni fjölskyldu. Þangað var gott Svanhildur Þórisdóttir ✝ SvanhildurÞórisdóttir fæddist 4. júlí 1929. Hún lést 7. júlí 2014. Útför Svan- hildar fór fram 15. júlí 2014. að koma í spjall. Við vorum báðar sveita- stelpur og náttúru- börn og gátu sam- tölin verið um allt frá fuglalífinu við Vestmannsvatn til eilífðarmálanna, svo margt bar á góma. Blómaræktin var hennar áhuga- mál og að hlúa að öllum veikum gróðri hverrar gerðar sem hann var. Ég saknaði þess síðustu árin þegar ég kom norður að ná ekki lengur sambandi við hana. Minn- issjúkdómurinn hafði lamað hugsun hennar og athygli. Hvað er mér svo efst í huga þegar ég kveð mína gömlu skóla- systur og vinkonu? Hvað hún hafði fallega sál. Innilegar sam- úðarkveðjur sendi ég eigin- manni, afkomendum og aðstand- endum. Kristín Guðnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.