Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Orange- LAGERDAGAR 70% Sparaðu allt að Við rýmum fyrir nýjum vörum af völdum húsgögnum og smávöru, komdu og gerðu frábær kaup strax í dag. Orange-lagerdagar frá 18. júlí til og með 31. júlí Guðni Einarsson gudni@mbl.is Öllum fyrirvörum var létt af raf- orkusölusamningi Landsvirkjunar og United Silicon hf. í gær. Samningurinn var undirritaður í mars síðastliðnum og samþykktur af stjórnum beggja félaga. Landsvirkjun mun samkvæmt samningnum útvega rafmagn fyrir kísilverksmiðju sem United Silicon ætlar að reisa í Helguvík. Verk- smiðjan mun nota 35 MW af afli og er gert ráð fyrir að hún hefji starf- semi á fyrri hluta ársins 2016. Búið er að tryggja fjármögnun verkefn- isins og verður hún í höndum Arion banka annars vegar í formi hefð- bundinnar verkefna- og lánsfjár- mögnunar og hins vegar í útgáfu skuldabréfa á innlendum markaði, að því er sagði í fréttatilkynningu félaganna tveggja. Framkvæmdir við kísilverksmiðj- una eiga að hefjast af fullum krafti í þessum mánuði, samkvæmt áform- um United Silicon. Jarðvegsfram- kvæmdir eru þegar hafnar á svæð- inu. Stefnt er að því að rekstur verksmiðjunnar hefjist 1. apríl 2016. Orkan er til „Þetta er orðinn skuldbindandi samningur fyrir báða aðila, sem er fagnaðarefni,“ sagði Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkjunar. Hann sagði að orkan sem Landsvirkjun ætlar að afhenda United Silicon væri til. Samningurinn kallaði því ekki á frekari virkjanaframkvæmd- ir. En er samningurinn teikn um að nú sé að hefjast nýtt skeið í upp- byggingu iðnaðar og orkuvera? „Það ræðst mikið af aðstæðum á erlendum mörkuðum. Við sjáum að nú er ákveðin uppsveifla í kísil- málmiðnaði. Þess vegna er mikill áhugi á slíkri uppbyggingu á Ís- landi. Ég á von á að þegar aðrar iðn- greinar taka við sér þá sjáum við þær líka sýna áhuga,“ sagði Hörður. Hann sagði að Landsvirkjun mundi ekki gera frekari orkusölusamninga án nýrra virkjana. Undirritaður hef- ur verið samningur vegna iðnaðar- uppbyggingar á Bakka en ekki er búið að aflétta fyrirvörum af honum. Verði sá samningur að veruleika er horft til uppbyggingar raforkuvers á Þeistareykjum. Mörg fyrirtæki eiga í viðræðum við Landsvirkjun um möguleg orku- kaup. Hvort af þeim getur orðið er háð því að Landsvirkjun fái heimild til frekari uppbyggingar raforku- vera. Hörður sagði að fjallað væri um möguleg næstu virkjanaskref í Rammaáætlun og síðan þyrftu stjórnvöld að ákveða um þau. Hann sagði Landsvirkjun einkum líta til virkjanamöguleika á Þjórsársvæð- inu. Þar á meðal væri stækkun Búr- fellsvirkjunar og eins nýjar virkj- anir í Neðri-Þjórsá. Fyrsti áfangi af fjórum „Þetta er risastórt skref. Nú verður ekki aftur snúið,“ sagði Magnús Garðarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri United Silicon hf. í Helguvík, um afléttingu fyr- irvara í raforkusölusamningi við Landsvirkjun. Undirbúningur að byggingu fyrsta áfanga verksmiðju United Silicon hefur staðið í tvö ár. Magnús sagði að þessi nýi iðnaður mundi flytja inn mikla þekkingu og tækni. Undanfarið hafa tólf verið við störf á verksmiðjusvæðinu í Helgu- vík en 250-300 manns munu vinna við að reisa fyrsta áfanga verk- smiðjunnar. Verksmiðjuhúsið verð- ur 41 metra hátt og um 5.000 fer- metrar. Þar inni verður risastór ofn sem framleiðir kísilinn. Þegar verksmiðjan hefur starf- rækslu munu vinna þar um 60 starfsmenn. Stefnt er að því að reisa alls fjóra áfanga og setja upp nýja ofna verksmiðjunnar á um 30 mán- aða fresti, fáist til þess næg orka. Í fullbyggðri verksmiðju munu starfa um 150 manns eftir tíu ár. Hver áfangi verksmiðjunnar mun framleiða 21.500 tonn af 99,1% hreinum kísli á ári. Fullbyggð mun verksmiðjan því framleiða 86.000 tonn á ári. Kísill er hálfleiðari og mikið notaður í hátækniiðnaði. Magnús sagði að fyrirhuguð stækkun verksmiðjunnar mundi ráðast af því hvort til yrði næg raf- orka og hvenær hún yrði tilbúin til afhendingar. Framkvæmdir að byrja við kísilver  Öllum fyrirvörum aflétt af raforkusölusamningi Landsvirkjunar og United Silicon hf. í Helguvík  Ekki fleiri orkusamningar án nýrra virkjana  Fyrsti áfangi kísilversins tekur til starfa vorið 2016 Tölvuteikning/United Silicon Helguvík Teikningin sýnir fyrirhugaða kísilverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík. Bygging fyrsta áfanga er að hefjast. Rekstur á að hefjast vorið 2016. Hörður Arnarson Magnús Garðarsson Landsnet ætlar að hefjast strax handa við að undirbúa tengingu fyrirhugaðs kísilvers United Sili- con við meginflutningskerfi raf- orku á Fitjum á Reykjanesi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, sagði að lagður yrði níu kílómetra langur jarðstrengur frá Fitjum til Helgu- víkur. Spennan á strengnum verð- ur 132 kílóvolt (kV). Jafnframt verður byggður fyrsti áfangi nýs tengivirkis í Helguvík sem hefur fengið nafnið Stakkur. Nýja tengi- virkið verður yfirbyggt eins og öll ný tengivirki Landsnets. Í því verð- ur háspennubúnaður fyrir 132 kV og 33 kV spennu. Framkvæmda- kostnaður Landsnets vegna þess- ara framkvæmda er áætlaður vera um 1,3 milljarðar. Framkvæmd- irnar eiga að fara á fullan skrið í byrjun næsta árs. Jafnframt vinnur Lands- net að því að ljúka leyfisferli vegna Suður- nesjalínu 2. „Við vonumst til að fram- kvæmdir við hana hefjist í haust,“ sagði Guðmundur Ingi. Reiknað er með að kostnaður við gerð Suðurnesjalínu 2 verði um 2,1 milljarður króna. Guðmundur Ingi sagði að mikil álagsaukning hefði verið á Reykja- nesi vegna aukins iðnaðar, net- þjónabúa og annarrar nýrrar starf- semi. „Það er orðið mjög brýnt að koma Suðurnesjalínu 2 inn til að tryggja afhendingaröryggi raforku til allrar þessarar starfsemi.“ Brýnt að fá Suðurnesjalínu 2 LANDSNET LEGGUR JARÐSTRENG FRÁ FITJUM TIL HELGUVÍKUR Guðmundur Ingi Ásmundsson Stjórn Landssambands smábátaeig- enda hvetur stjórnvöld til að auka við aflaviðmiðun strandveiða í sam- ræmi við aukinn þorskkvóta. Stjórn- in kom saman á Hólmavík í vikunni og á fundinum kom fram óánægja með að ráðherra og atvinnuvega- nefnd Alþingis hafi ekki orðið við beiðni LS sl. vor um hækkun afla- viðmiðunar. Bent er á að samkvæmt núverandi reglum hafi aðeins mátt róa í sjö daga í maí og júní á einu veiðisvæðanna. „Með heimild til að nýta fimmtán fasta veiðidaga (mánu- dagur – fimmtudagur) í hverjum mánuði mundi heildarafli aukast lít- illega en ávinningur yrði mikill er varðar jafnari dreifingu aflans innan hvers mánaðar,“ segir í ályktun stjórnar LS. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Í Eyjafirði Strandveiðum í júlí er lokið á vestur- og norðursvæðum. Vilja 15 fasta veiðidaga Tveir menn, sem handteknir voru eftir alvarlega líkamsárás á Grund- arfirði í fyrrinótt, voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í gær- kvöld. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi rannsakar málið og fór fram á gæsluvarðhaldið á grund- velli rannsóknarhagsmuna. Menn- irnir voru yfirheyrðir í gærkvöldi og síðan leiddir fyrir dómara. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar á Landspítalann í gærmorg- un. Þar gekkst hann undir aðgerð á höfði en maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka við árásina. Hann liggur á gjörgæsludeild og er hald- ið sofandi í öndunarvél. Gæsluvarðhald í viku vegna árásar Vopnað rán var framið í matvöru- versluninni Pétursbúð, sem stendur við Ránargötu í Vesturbæ Reykja- víkur í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum mbl.is réðust tveir menn inn í verslunina vopnaðir barefli og sprautunál. Komust þeir undan með eitthvað af peningum. Rán í Pétursbúð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.