Morgunblaðið - 18.07.2014, Síða 44

Morgunblaðið - 18.07.2014, Síða 44
 Rapparinn Zebra Katz (Ojay Morg- an) frá New York mun koma fram á listakvöldi Húrra í kvöld. Zebra Katz hefur sérstæða tónlistarnálgun, þar sem hann blandar saman hip hop og mínimalisma. Sviðsframkoma hans þykir einnig sérstök og hann hefur t.d. komið fram með söngkonunni Lönu del Ray. Aðrir listamenn sem fram koma í kvöld eru Gísli Pálmi, Kitty Von Some- time, DJ Mo- onshine, DJ Kocoon og DJ Techsoul. Zebra Katz frá New York á Húrra í kvöld FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 199. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Allir um borð í þotunni taldir af 2. Flugdólgi hótað með Íslandi 3. Myndband af MH17 að hrapa? 4. „Ef hún týnist, lítur hún svona út“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bandaríski trommuleikarinn Dave Weckl mun halda trommu-clinic í sal FÍH, Rauðagerði 27 í Reykjavík næst- komandi sunnudag, hinn 20. júlí, kl. 18.00. Weckl hefur mikla tæknilega getu á trommunum en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1986. Oft er hann nefndur sem einn öfl- ugasti jazz-fusion trommuleikari sögunnar og ættu tónlistar- áhugamenn því ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara. Dave Weckl með trommuleik í FÍH Á laugardag Suðaustlæg átt, 3-8 m/s. Bjartviðri að mestu norð- austantil, en annars skýjað og rigning með köflum. Hiti 12 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt, 5-13 m/s í morguns- árið og rigning, en hægari suðlæg átt og þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast um landið austanvert. VEÐUR FH og Stjarnan eru í góðum málum eftir leiki gærdags- ins í forkeppni Evrópu- deildar UEFA. FH-ingar gerðu 1:1 jafntefli við hvít- rússneska liðið Neman Grodno eftir að hafa leikið manni færri síðustu 25 mín- úturnar. Stjarnan náði frá- bærum úrslitum gegn skoska liðinu Motherwell en Ólafur Karl Finsen tryggði liðinu 2:2 jafntefli með marki úr vítaspyrnu. »2-3 Stjarnan og FH í góðum málum Blikar telja sig eiga möguleika í Stjörnuna „Þetta er réttindabarátta og jafnrétt- isbarátta,“ segir Gísli Sigurðsson, frjálsíþróttaþjálfari á Akureyri, sem berst fyrir því að keppt sé í sleggju- kasti á sama stað og keppt er í öðr- um keppnisgreinum í frjálsíþróttum, en ekki á sérstöku kastsvæði utan keppnisvallarins, eins og tíðkast víða. Vel sé hægt að gera við skemmdir valla. »1 Fellst ekki á að sleggju- kastinu sé úthýst ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Anna Hauksdóttir, 81 árs, ferðast nú um Ísland á hestbaki. Sumarið 1925 fór móðir Önnu, Ástríður Jósepsdóttir, þá tvítug, í hestaferð um landið með Valgerði Ein- arsdóttur. Valgerður og Ástríður fóru þá frá Signýjarstöðum í Borgarfirði í hring um landið á 42 dögum. Anna ætlar að minnast þeirra og vinkonu sinn- ar, Alice, sem var mikil hestakona, með mánaðarreiðtúr um Ísland. Anna hefur búið í Bandaríkjunum í áratugi og er mikil ævintýramann- eskja. Hún hefur ferðast um Suð- urskautslandið og Grænland og klifrað í Himalajafjöllum. Hún lætur aldurinn ekki stoppa sig í að takast á við ný verkefni. Spennandi ferð Ferðin hefst og endar á Signýjar- stöðum í Borgarfirði. Anna kemur við á mörgum stöðum á leiðinni, svo sem Hvammstanga, Egilsstöðum, Möðrudal, Hveravöllum og Þingvöll- um. Tveir meðreiðarsveinar eru með Önnu, þau Guðmundur Ragn- arsson og kona hans, Katrín Blön- dal, sem eltir þau á bíl. „Ferðin hefur verið spennandi hingað til,“ sagði Anna við Morg- unblaðið. „Ég kann þó varla að ríða hesti úti í náttúrunni. Fyrir ferðina hafði ég lært að ríða amerískum hestum, en það var bara í reiðhöll- um. Sú æfing veitti mér þó öryggi í kringum hesta, en Guðmundur, meðreiðarsveinninn minn og leið- sögumaður, er duglegur að kenna mér. Það er mikilvægt að vera með gott fólk í kringum sig í svona ferð- um. Guðmundur og Katrín hafa ver- ið mjög drífandi. Ég gæti ekki hugs- að mér betri ferðafélaga en þau.“ Anna var spurð hvort ferðin hefði verið erfið. „Þetta er eins og allt annað sem maður reynir í lífinu. Þetta getur verið erfitt, en ég held áfram og segi við sjálfa mig að ég geti þetta. Ég rek á eftir sjálfri mér.“ Gistir á bóndabæjum og tjaldar Ferðin hefur hjálpað Önnu að tengjast Íslandi. „Ég hef séð mun meira af landinu en ég hafði áður gert. Við höfum gist á bóndabæjum og líka tjaldað. Allir hafa tekið ótrú- lega vel á móti okkur, hvert sem við höfum farið.“ Að hestaferðinni lokinni ætlar Anna í fjallgöngu með vinum sínum. „Ég hef ekki ákveðið hvaða fjall við klífum. Það kemur bara í ljós. Ég lifi fyrir einn dag í einu og þannig nálg- ast ég þessa ferð líka,“ segir Anna að lokum. Á hestbaki landshorna á milli  Ferðast um landið á hesti áttræð að aldri Ævintýramennska Anna hefur ferðast víðsvegar um heiminn, m.a. suðurskautið, Norðaustur-Grænland og Hima- lajafjöllin. Hún fetar nú í fótspor móður sinnar, Ástríðar Jósepsdóttur, sem fór í reiðferð um Ísland árið 1925. Sumarið 1925 fóru tvær konur, Val- gerður Einarsdóttur og Ástríður Jósepsdóttir, þá tvítugar, í hesta- ferð um Ísland. Ferðin hófst á Sig- nýjarstöðum í Borgarfirði og lá leiðin norður um land, svo til Atla- víkur og þaðan til Hveravalla en ferðinni lauk síðan á Signýjar- stöðum þar sem hún byrjaði. Val- gerður Einarsdóttir hélt úti dagbók um ferðina sem birtist í riti Kaup- félags Borgfirðinga árið 1990. Þær gistu á bóndabæjum víðsvegar um land og tjölduðu einar þegar þess þurfti. Þær lentu í ýmsu í ferðinni, t.d. gaf húsmóðir ein þeim mjólk. Þær gátu ekki klárað mjólkina og settu afganginn í flösku. Þá riðu þær af stað og næst þegar þær námu staðar til að borða hafði öll mjólkin breyst í smjör. „Ég hafði aldrei gert mér grein fyrir að svo mikið smjör fengist úr einni mörk af nýmjólk,“ stóð í dagbókinni. Öll mjólkin varð að smjöri FERÐASAGA VALGERÐAR OG ÁSTRÍÐAR Harpa Þorsteinsdóttir, liðsmaður Stjörnunnar, er markahæst þegar keppni er hálfnuð í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Stjarnan er á toppi deildarinnar, en Fanndís Frið- riksdóttir, leikmaður Breiðabliks, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að Blikar eigi enn góða möguleika í toppbaráttunni. » 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.