Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014
Sumartónleikar í Skálholti halda
áfram og þriðja vika hátíðarinnar
hófst í gær. Nóg er framundan alla
daga helgarinnar. Í kvöld kl. 20 flyt-
ur Bachsveitin í Skálholti strengja-
tónlist frá hátindi barokktímans.
Leiðari verður Peter Spissky en ein-
leikari er Elfa Rún Kristinsdóttir.
Sveitin kemur aftur fram á laugar-
dag kl. 16 en flytur þá strengja-
tónlist og kantötur með fulltingi alt-
söngkonunnar Jóhönnu Halldórs-
dóttur. Þeir sem ekki komast í
Skálholt í kvöld þurfa ekki að ör-
vænta, því sveitin leikur aftur með
Elfu Rún á laugardagskvöldið kl. 21.
Af öllu má sjá að metnaðarfullri dag-
skrá hátíðarinnar er hvergi nærri
lokið og er áhugasömum bent á að
kynna sér hátíðina nánar á heima-
síðu hennar, sumartonleikar.is.
gith@mbl.is
Barokktónlist á Sumar-
tónleikum í Skálholti
Andi Bach svífur yfir vötnum
Barokk Bachsveitin í Skálholti kemur fram á Sumartónleikum helgarinnar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Þetta er náttúrlega bara drauma-
verkefni. Þegar við stofnuðum band-
ið þá lögðum við upp með íslenska
textasmíð auk þess sem við vildum
ferðast um landið og spila fyrir land-
ann. Við höfum því lengi planað að
keyra af stað um Ísland og nú er það
loks orðið að veruleika,“ segir Gunn-
ar Ragnarsson, annar tveggja
söngvara sveitarinnar Grísalappa-
lísu sem heldur um þessar mundir af
stað í tónleikaferðalag um landið.
Fíflalæti á landsbyggðinni
Sveitin gaf nýverið út plötuna
Rökrétt framhald og hóf tónleika-
ferðalagið á útgáfutónleikum.
„Tónleikaferðalagið byrjaði rosa-
lega vel á miðvikudaginn á skemmti-
staðnum Húrra í Reykjavík. Fólk
keypti þar líka mikið af varningi sem
kemur sér vel þegar kemur að því að
eiga fyrir brauðinu á tónleika-
ferðalaginu. Annars erum við bara
að leggja svolítið af stað út í óviss-
una, maður vonar bara að fólk viti af
öllum þessum tónleikum og mæti á
svæðið. Við ætlum að vera duglegir
að vera sýnilegir og munum reyna
að vera með einhver fíflalæti í
bæjarfélögunum til að vekja athygli
á okkur og tónleikunum,“ segir hann
en þess má geta að sveitin kemur
fram á kaffihúsinu RúBen í Grund-
arfirði í kvöld. Gunnar kveðst mjög
spenntur fyrir því að sinna lands-
byggðinni.
„Maður getur bara spilað visst oft
í Reykjavík auk þess sem þetta er
skemmtileg leið til þess að kynnast
fólki og stöðum úti á landi. Sumir af
tónleikastöðunum sem við völdum
hafa persónulega tengingu, við erum
þó mjög spenntir fyrir þeim öllum.
Ég er til að mynda mjög spenntur að
sjá mætinguna á Vopnafirði á mið-
vikudaginn næstkomandi. Svo er
líka spenningur í mönnum fyrir
gigginu á Laugum í Sælingsdal á
sunnudaginn. Þar er nokkurskonar
tónlistarhótel sem ég hef unnið á. Ég
vona að Dalabyggð láti sjá sig á tón-
leikunum,“ segir hann en um er að
ræða útitónleika sem hefjast klukk-
an fjögur. Aðspurður segir Gunnar
sveitina ætla að taka lög af nýju plöt-
unni sem og þeirri fyrstu, Ali.
„Svo ætlum við líka að henda inn
nokkrum Stuðmannalögum, bara
hafa gaman af þessu,“ segir Gunnar
sposkur og minnist á sveitaballa-
stemningu í sömu andrá.
Með dj. flugvél og geimskipi
Steinunn Eldflaug Harðardóttir,
betur þekkt sem dj. flugvél og geim-
skip, mun halda í ferðina með Grísa-
lappalísu en hún gaf út plötuna
Glamúr í geimnum í fyrra.
„Við höfum spilað mikið með dj.
flugvél og geimskipi frá því að við
byrjuðum með Grísalappalísu, við
erum öll mjög góðir vinir. Það var
aldrei spurning með hverjum við
vildum túra. Við ætlum einmitt að
reyna að taka lagið saman einhvern
tíma á þessu ferðalagi. Það sem ein-
kennir bæði böndin er að það er ein-
hver sérstakur heimur á bakvið tón-
listina sem áheyrendur geta tekið
þátt í ef þeir vilja. Það sameinar okk-
ur svolítið,“ segir Gunnar en hann
kveðst ánægður með þá stemningu
sem myndast á tónleikum sveit-
arinnar.
„Það er kominn svona kjarnahóp-
ur af fólki sem kemur aftur og aftur
á tónleikana okkar og er ótrúlega
mikið til í þetta,“ segir hann en
Grísalappalísa vann einmitt til verð-
launa sem besta tónleikasveit ársins
2013 að mati Reykjavík Grapevine.
Þess skal getið að lokum að sveitin
mun auk þess stoppa á Vagninum á
Flateyri á laugardaginn, Gamla
bauknum á Húsavík á þriðjudaginn,
Gömlu símstöðinni á Egilsstöðum á
fimmtudaginn, Seyðisfirði á föstu-
daginn eftir viku og svo lýkur ferð-
inni á Græna hattinum á Akureyri
laugardaginn 26. júlí.
Lísan leggur
land undir fót
Grísalappalísa í tónleikaferð um landið
Þokki Meðlimir Grísa-
lappalísu eru þekktir
fyrir ansi skrautlega
sviðsframkomu en þar
fer Gunnar fremstur í
flokki.
Tónleikar verða á Gauknum í
Reykjavík í kvöld og hefjast kl.
22.30. Fram munu koma rokksveitin
Alchemia og funk-rokksveitin Elect-
ric Elephant sem skipuð er ungum
drengjum úr Hafnarfirði og Árbæ,
að ógleymdu metalcore-bandinu
While My City Burns. Hljómsveit-
irnar eru virkar í tónlistarlífinu, eru
að gefa út nýja tónlist og taka þátt í
tónlistarviðburðum. Vafalítið verður
kvöldið á Gauknum eftirminnilegt
fyrir þá rokkara sem þangað leggja
leið sína.
Rokk og ról á Gauknum
Flottir Electric Elephant spilaði á Músíktilraunum í mars 2014.
L
16
16
12
ÍSL.
TAL
"Besta stórmyndin í sumar.
Þú verður gersamlega
agndofa“.
- P. H., Movieline
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
14
"Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!"
-T.V., Biovefurinn.is
"Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!"
-Guardian
PLANET OF THE APES 3D Sýnd kl. 5 - 8 - 10:15 (P)
THE PURGE: ANARCHY Sýnd kl. 8 -10:40
AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5
22 JUMP STREET Sýnd kl. 5 - 8
MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 10:20
POWERSÝNINGKL. 10:15
-New York Daily News
★ ★ ★ ★ ★