Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 4. J Ú L Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  172. tölublað  102. árgangur  KOMIÐ AÐ NÝJUM KAFLA HJÁ GYLFA STOFNA HLJÓÐVER Í SKÝJUNUM NORSKT ÞEMA OG FJÖLBREYTT EFNISSKRÁ VIÐSKIPTAMOGGINN REYKHOLTSHÁTÍÐ 30TIL SWANSEA ÍÞRÓTTIR Baldur Arnarson Þorsteinn Ásgrímsson Árið 2017 er útlit fyrir að framboð á hótelherbergjum og gistirými á host- elum í Reykjavík verði orðið sexfalt meira en það var um aldamótin. Fjár- festingin í hótelum árin 2015–17 er áætluð 26–27 milljarðar, að mati sér- fræðings hjá Landsbankanum. Fyrir aldamótin voru 706 hótelbergi í boði á helstu hótelum miðsvæðis í Reykja- vík sem eru enn þá starfandi. Þeim fjölgaði um 1.658 frá aldamótum og til ársloka 2007. Frá ársbyrjun 2008 og til ársloka 2017 má ætla að um 2.300 herbergi bætist við heildarfjöldann. Hraður vöxtur hostela Frá ársbyrjun 2008 hafa bæst við um 790 gistirými á hostelum en til samanburðar voru um 180 gistirými á hostelum í Reykjavík fyrir aldamótin. Samanlagt stefnir því í að það verði tæplega 5.700 hótelherbergi og gisti- rými á hostelum í Reykjavík í árslok 2017, borið saman við 886 í árslok 1999. Sú aukning segir ekki alla sög- una því hér er ekki reiknað með minnst 500 íbúðum sem leigðar eru út til ferðamanna í miðborginni, fyrir ut- an gistiheimili. Varlega áætlað mun framboð á gistirými í borginni í árs- lok 2017 hafa meira en sexfaldast frá aldamótum og tæplega sjöfaldast með leiguíbúðunum. Fram kemur í umfjöllun Morgun- blaðsins um uppbyggingu hótela í dag að á næsta ári er gert ráð fyrir 844 nýjum hótelherbergjum í borg- inni. Ólafur Ágúst Þorgeirsson, hótel- stjóri Hótels Borgar, telur að það þurfi að fara að hægja á uppbyggingu tveggja til þriggja stjörnu hótela. „Þessu má fara að linna. Við getum ekki endalaust byggt upp hótel.“ Björn Rósinkranz, eigandi Hótels Fróns, telur hættu á að stóraukið framboð geti leitt til offramboðs yfir veturinn. Það geti leitt til taps. Davíð Björnsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, telur aukið fram- boð leiðréttingu á hótelskorti. MGististaðir spretta upp »14-15 Gistirýmið mun sexfaldast  Um aldamótin voru tæplega níu hundruð hótelherbergi og gistirými á farfuglaheimilum í Reykjavík  Verða orðin tæplega sex þúsund 2017  Hótelstjórar vara við offramboði á gistingu í borginni Þrýstir á lækkanir » Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins úr hótelgeir- anum hefur stóraukið framboð á gistingu þrýst niður verði. » Því sé erfiðara fyrir hótelin að halda uppi því verði sem er nauðsynlegt til að tryggja við- unandi arðsemi. Á næstu mánuðum verður tímasettri áætlun íslenskra stjórnvalda um afnám hafta, sem nefnist „Project Irminger“, hrundið í fram- kvæmd, samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Stefnt er að því að fulltrúar föllnu bankanna fái kynningu, líklega í september, á þeim þjóð- hagslegu skilyrðum sem verða höfð til hlið- sjónar við undanþágubeiðnir frá höftum. Komi ekki fljótt tillögur sem uppfylli þau skilyrði sé ljóst að frekari tilraunir til að ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningi séu fullreyndar. Stjórnvöld muni þá grípa til annarra úr- ræða, að sögn heimildarmanna, svo slitabúin standi ekki í vegi fyrir því að hægt sé að hefja losun hafta. Lögmannsstofan Cleary Gottlieb Steen & Hamilton vinnur nú að því að kort- leggja hvaða leiðir koma þar til greina. Fyrir utan að taka slitabúin til gjaldþrotaskipta kemur meðal annars til álita að einangra búin með lagasetningu. hordur@mbl.is »Viðskipti Stjórnvöld sýna á spilin  Fleiri leiðir en gjald- þrotaskipti eru til skoðunar Kínverskir fjárfestar sýna því enn áhuga að kaupa hlut í Íslandsbanka af slitabúi Glitnis sem heldur á 95% hlut í bankanum. Sam- kvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa fulltrúar Glitnis átt viðræður við fjár- festahóp sem samanstendur m.a. af Industrial & Com- mercial Bank of China (ICBC), stærsta banka heims, og China Life Insurance, stærsta líf- tryggingafyrirtæki Kína. Steinunn Guðbjarts- dóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir ánægjulegt að erlendir fjárfestar sýni áhuga á bankanum. Það sé til marks um að þeir hafi trú á því að Ísland geti brotist út úr höftum. hordur@mbl.is »Viðskipti Áhugi stærsta banka heims ÍSB Stærsta krónu- eign Glitnis.  Enn áhugi hjá Kínverjum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áætlað er að 50-60 milljónir rúm- metra af jarðvegi hafi færst til í skriðunni sem féll í Öskju að kvöldi mánudags. Er það sexfalt meira magn en fór í Kára- hnjúkastíflu, ef samanburður er gerður við nýlegt mannvirki hér á landi. Ármann Höskuldsson jarð- eðlisfræðingur, sem skoðaði um- merkin í gær, áætlar að tæplega helmingur efnisins hafi farið út í Öskjuvatn. Það hefur samkvæmt athugunum hans og samstarfs- manna leitt til 25-30 metra hárrar flóðbylgju í vatninu sem reis hæst upp í 50-60 metra hæð á grynn- ingunum við Víti. Á eftir fylgdu þrjár stórar öldur sem svo hafa hjaðnað smám saman. Erfitt er að finna sambærilega atburði. Ár- mann telur þó víst að fleiri berg- hlaup hafi orðið í Öskju frá því Öskjuvatn myndaðist í stórgosinu 1875. Hann telur að efnisflutning- arnir í skriðunni nú séu mun meiri en í einu þekktasta berghlaupi hér á landi, þegar skriða úr Vatnsdalsfjalli myndaði Vatns- dalshóla. Vísindamenn vita ekki fyrir víst um ástæður skriðunnar. Ár- mann hallast að því að hreyfing á hringsprungunum sem mynda Öskju hljóti að vera aðalástæðan en jarðhiti hafi einnig gert bergið veikara. Almannavarnir hafa lok- að svæðinu við Öskju enda geti verið hætta á ferðum. Hin vinsæla gönguleið að gígnum Víti er þó opin. »4 Ljósmynd/Gunnar Víðisson Sexföld Kárahnjúkastífla á ferð Vísindamenn skoða afleiðingar skriðunnar miklu í Öskju í Dyngjufjöllum Náttúruhamfarir Efnið í skriðunni sem féll í Öskju samsvarar góðu íslensku fjalli og meira en þurfti til að mynda Vatnsdalshóla.  Jarðvegurinn í skriðunni sem féll í Öskju jafnast á við heilt fjall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.