Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
TE
N
G
IT
A
U
G
A
R Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Fjölbreytt og gott úrval til á lager
Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini
Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði
FA
LLB
LA
K
K
IR
BELTI
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Nóg verður um vera á bæjarhátíð-
inni „Á góðri stund í Grundarfirði“
sem haldin verður dagana 24.-27.
júlí. Dagskrá hátíðarinnar er þétt-
skipuð og fjölbreytt og ættu allir að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Dagskráin hefst klukkan 15 í dag á
hverfaskreytingum en Grundarfirði
er skipt upp í fjögur hverfi, hvert
með sinn lit meðan á hátíð stendur.
Fólk skreytir svo hús sín og klæðist
fatnaði í sínum lit. Um kvöldið verð-
ur grill á vegum Samkaupa haldið í
veislutjaldi og meðan á því stendur
mun stjórn Hátíðarfélagsins velja
best skreyttu húseignina. Einnig
verður keppni á milli hverfa í bala-
hlaupi á bryggjunni en klukkan 21
munu grundfirskir hljómlistarmenn
leika listir sína ásamt því að Laddi
mun skemmta ungum sem öldnum.
Dagskráin hefst snemma á morg-
un á golfmóti á Bárarvelli klukkan
átta um morguninn. Klukkan 17
tekur „Froðugaman“ við en þá
munu strákarnir í slökkviliðinu
spreyja froðu og vatni yfir þá sem
taka þátt í því fjöri. Klukkan 20
mun meistaraflokkur Grund-
arfjarðar í knattspyrnu etja kappi
við Magna frá Grenivík. Kári Við-
arsson mun sjá um að halda uppi
stemmningu á vellinum fyrir leik og
í hálfleik. Kvöldið endar svo á balli
þar sem lög frá Hollywood- og
Broadway-klúbbunum verða leikin
af Jóhönnu Guðrúnu, Davíð Sig-
urgeirssyni og félögum þeirra í
Diskólestinni.
Stórdansleikur í risatjaldi
Ekki verður minna um að vera á
laugardeginum en dagurinn hefst á
dorgveiði klukkan 09:30 á hátíð-
arsvæði. Einar Mikael, töframaður,
verður svo með töfranámskeið
klukkan 11 í Samkomuhúsinu og á
hádegi verður Lionsklúbbur Grund-
arfjarðar með fiskisúpu til sölu ná-
lægt bryggjunni við húsnæði Soff-
aníasar Cecilssonar.
Klukkan 13 tekur hátíðardagskrá
við þar sem Gunni og Felix munu
kynna dagskrá. Töfrasýning með
Einari Mikael og söngatriði með
grundfirskum stjórstjörnum, Selmu
Björnsdóttur og Friðriki Ómari
munu svo sjá til þess að halda fólk-
inu í góðum gír. Verðlaun verða af-
hent vegna golfmótisins og börn úr
Grundarfirði munu sýna listir sínar.
Um kvöldið verður farið í skrúð-
göngu frá Samkaupum sem endar á
skemmtiatriðum á hafnarsvæðinu.
Bryggjuball með Aroni og félögum
tekur við að loknum skemmti-
atriðum ásamt stórdansleik með
Sálinni hans Jóns míns í risatjald-
inu.
Stórdansleikur í risa-
tjaldi á Grundarfirði
Þéttskipuð og fjölbreytt dagskrá á Vesturlandi
Morgunblaðið/Ómar
Litir Grundarfirði er skipt upp í fjögur hverfi þegar hátíðin á sér stað.
Ekki eru það aðeins „Sturluhátíð“ og „Á góðri stund í Grundarfirði“ sem
koma til með að fræða og skemmta fólki um helgina. Hátíðin Eldur í
Húnaþingi vestra verður haldin dagana 23.-27. júlí. Langflestir viðburðir
hátíðarinnar fara fram á Hvammstanga en hann er stærsti þéttbýliskjarni
svæðisins. Á Húsavík eru Mærudagar haldnir ár hvert síðustu helgina fyr-
ir verslunarmannahelgi. Meðal viðburða sem hafa fest sig í sessi eru
hrútasýning, tívolí, hafnarmarkaður og margt fleira. Reykhóladagar,
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði, Grettishátíð á Laugarbakka og Stefnumót
við Múlatorg á Selfossi munu svo standa fyrir sínu um helgina.
Hrútasýning og markaður
HÁTÍÐIR UM HELGINA
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Í tilefni þess að í ár eru liðin 800 ár
frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar,
sagnaritara og skálds, verður hátíð
haldin til heiðurs honum sunnudag-
inn 27. júlí næstkomandi í félags-
heimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ í
Dalabyggð. Hátíðin hefst klukkan
13:30 en heiðursgestur hátíð-
arinnar er Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti Íslands.
Samkoman hefst með setn-
ingarávarpi Sveins Pálssonar,
sveitarstjóra Dalabyggðar. Einar
K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, og
Olemic Tommessen, forseti norska
stórþingsins, munu svo flytja
ávörp. Guðrún Nordal, forstöðu-
maður Stofnunar Árna Magn-
ússonar, flytur erindi um arfleifð
Sturlu Þórðarsonar og Einar Kára-
son rithöfundur flytur efni um
Sturlu.
Elísabet Haraldsdóttir, menning-
arfulltrúi Vesturlands, fjallar um
Sturluþing barna sem efnt verður
til í samvinnu við barnaskóla á
Vesturlandi næsta vetur. Þá munu
Halla Steinólfsdóttir bóndi og Sum-
arliði Ísleifsson sagnfræðingur
gera grein fyrir efninu „Dalir og
Sturla, framtíðarsýn“. Að sam-
komu lokinni verður farið að Stað-
arhóli þar sem Sturla bjó og mun
Magnús A. Sigurðsson forn-
leifaræðingur fjalla um hugsan-
legar rannsóknir á Staðarhóli.
Ljósmynd/Christian Bickel
Dalabyggð Staðarhólskirkja og félagsheimilið Tjarnarlundur í Saurbæ.
Hátíð til heiðurs
Sturlu í Saurbæ
Sturla Þórðarson
» Sturla Þórðarson fæddist
þann 29. júlí árið 1214 og lést
þann 30. júlí árið 1284.
» Hann var lögsögumaður,
lögmaður, sagnaritari og skáld
sem bjó á Staðarhóli í Saurbæ.
» Árið 1271 kom Sturla út til
Íslands með nýja lögbók, Járn-
síðu.
» Árið 1272 varð hann lögmað-
ur og þar með æðsti embætt-
ismaður á Íslandi.
Vigdís Finnbogadóttir heiðursgestur
Hvert liggur leiðin?
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sigurður Sigurðarson á Loka frá
Selfossi er efstur eftir forkeppni í
fjórgangi á Íslandsmóti í hesta-
íþróttum sem hófst í gær. Eyjólfur
Þorsteinsson á Hlekk frá Þingnesi
er í öðru sæti. Arnór Dan Krist-
insson á Straumi frá Sörlatungu er
efstur eftir forkeppni í ungmenna-
flokki, Jóhanna Margrét Snorra-
dóttir á Aski frá Lönguhlíð í ung-
lingaflokki og Katla Sif Snorra-
dóttir á Gusti frá Stykkishólmi í
barnaflokki.
Íslandsmótið er stór viðburður í
hestamennskunni enda að þessu
sinni slegið saman í eitt mót
keppni í fullorðins- og barna- og
unglingaflokkum.
Mótið er haldið á félagssvæði
hestamannafélagsins Fáks, í Víði-
dal í Reykjavík. Hjörtur Bergstað,
formaður Fáks, segir að þátttak-
endur séu um 500 og sumir taka
þátt í fleiri en einni grein þannig
að skráningar eru um 700. „Það er
skoðun okkar hjá Fáki að yngri
knöpunum sé gert hærra undir
höfði með því að hafa þetta eitt
mót og það veki meiri athygli,“
segir Hjörtur.
Mótið stendur fram á sunnudag.
Forkeppnir og kappreiðar halda
áfram á morgun og föstudag og
úrslitin verða síðan riðin um
helgina.
Fáksmenn bjóða Reykvíkingum
og öðrum landsmönnum að koma í
Víðidalinn. Ekki er selt inn á
svæðið og ýmislegt í boði fyrir
börn og unglinga annað en að
fylgjast með keppni. Skemmti-
garður er í Reiðhöllinni og hesta-
leigur bjóða börnum og unglingum
að bregða sér á bak. „Veðurstofan
var að gefa það út að gott verður
verði um helgina. Við höfum því
engu að kvíða, að minnsta kosti
ætla ég að trúa þessari spá,“ segir
Hjörtur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Efstir Sigurður Sigurðarson og
Loki frá Selfossi eru í fyrsta sæti.
Fjölmennt hestamót
Sigurður Sigurðarson efstur eftir
forkeppni í fjórgangi á Íslandsmóti