Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014 Vegfarendur í Öskjuhlíðinni vest- anverðri hafa að undanförnu orðið varir við mikið rusl í kringum rusla- stamp við göngustíg. Hefur snakk og annað rusl flotið upp úr stamp- inum og ekki verið hirt. Var greini- legt að stampurinn hafði ekki verið tæmdur í nokkurn tíma. „Um er að ræða stamp sem settur var upp samhliða framkvæmdum við lagningu á nýjum hjólreiðastíg á svæðinu. Stígur var tilbúinn til notk- unar fyrir um mánuði, en eftir var að afhenda hann skrifstofu reksturs og umhirðu til umsjár, sem jafnframt sér um losun ruslastampa á þessu svæði. Við höfðum því ekki vitneskju um þennan stamp og því fór sem fór,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavík- urborg. Hún segir að eftir að ábend- ing hafi borist borginni um umhirðu við ruslastampinn hafi ruslið verið tæmt úr honum. „Hann var tæmdur sama dag og ábending barst og fer síðan í reglu- lega losun þar á eftir. Að jafnaði eru stampar losaðir vikulega eða oftar eftir þörfum,“ segir Elfa í svari til Morgunblaðsins. ash@mbl.is Óþrifnaður við rusla- stamp í Öskjuhlíð Morgunblaðið/Kristinn Rusl Farið var að flæða upp úr ruslastampinum við Öskjuhlíð. Óvenjumikið vatn rennur yfir veg- inn í Múlagöngum sem liggja á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Göngin eru einbreið og hefur vatnsaginn, sem rekja má til sprungna í veggj- unum, vakið vangaveltur um það hvort öryggi vegfarenda sé stefnt í hættu. Gísli Eiríksson, yfirmaður jarð- gangadeildar hjá Vegagerðinni, tel- ur svo ekki vera. „Það er ekkert nýtt undir sólinni. Þetta hefur alltaf verið svona. Klæðningin í göngunum er eitthvað skemmd. Svo á vatnið það til að flytja sig til og koma þar sem ekki er klæðning. Það er vissulega óvenjumikið vatn núna. Alla jafna er meira vatn á sumrin en á vet- urna sem helgast af snjóbráðnun,“ segir Gísli. Brugðist við í haust Hann á von á því að brugðist verði við þessum vanda með haust- inu. „Það er ekkert hægt að gera nema að klæða göngin betur og setja meira af niðurföllum,“ segir Gísli en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þekur klæðningin um helming ganganna. Verið er að taka í gegn rafmagnskerfi og ör- yggisbúnað í göngunum auk þess sem sett hafa verið upp fleiri ljós og nýir símar. Þeim aðgerðum lýkur með haustinu. „Næsta verk er að skoða þessi vatnsmál,“ segir Gísli. Hann segir að Vegagerðinni hafi borist ábendingar frá vegfarendum vegna vatnsins. „Fólki finnst þetta sjálfsagt einkennilegt, en við höfum þá trú á því að þetta sé ekki hættu- legt og erum frekar rólegir yfir þessu,“ segir Gísli. Múlagöng, eða Ólafsfjarðargöng, eru 3,4 km einbreið veggöng sem tekin voru í notkun árið 1991. vid- ar@mbl.is Vatnsagi á veginum í Múlagöngum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Múlagöng Vatnsagi er í Múlagöngum og vatn rennur yfir veginn. Vegagerðin telur vatnið ekki skapa hættu fyrir vegfarendur. Fjölga á niðurföllum.  Gripið til aðgerða með haustinu  Öryggi farþega ekki stefnt í hættu að mati Vegagerðarinnar Knattspyrnumótið Rey Cup var sett í 13. sinn í Laugardal í gærkvöldi og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri, eða um 1.300 talsins. 87 lið eru skráð til leiks í mótinu, þar af koma 14 erlendis frá. Alls verða spilaðir 260 leikir á níu völlum í Laugardalnum og á Fram-vellinum í Safamýri. Þá fer úrslitaleikurinn í hverjum flokki fram á sjálfum Laugardalsvellinum. Yfir 400 sjálf- boðaliðar koma að framkvæmd mótsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þátttakendur á Rey Cup hafa aldrei verið jafn margir Til stendur að færa verkefni frá ráðuneytum og stofnunum til nýrra embætta sýslumanna sem taka til starfa um næstu áramót, segir í tilkynn- ingu frá innan- ríkisráðuneytinu. Embættin verða níu í stað 24 nú. Hanna Birna Kristjánsdóttir inn- anríkisráðherra kynnti í gær skip- an í embættin. Þórólfur Hall- dórsson, sem nú er sýslumaður á Suðurnesjum, verður sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Í stað hans kemur Ásdís Ármannsdóttir, sem nú er sýslumaður á Siglufirði og Akureyri. Ólafur K. Ólafsson, sýslu- maður í Stykkishólmi, verður sýslu- maður á Vesturlandi, Svavar Páls- son á Húsavík verður sýslumaður á Norðurlandi eystra og Lára Huld Guðjónsdóttir á Hólmavík tekur við embætti sýslumanns í Vest- mannaeyjum. Getið var um skipan annarra embætta í blaðinu í gær, meðal annars að Anna Birna Þrá- insdóttir, sýslumaður í Vík, verður sýslumaður á Suðurlandi. Þórólfur skipaður sýslumaður á höf- uðborgarsvæðinu Þórólfur Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.