Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Utanríkis-stefna álitla Ís-
landi er dálítið sér-
stök að því marki
sem hún er ekki
ljósrit af stefnu
annarra. Um þessar mundir er
Ísraelsríki í hernaði á Gaza-
svæðinu með öllum þeim hörm-
ungum sem fylgja því þegar
vel vopnuð ríki stefna í stríð. Á
Íslandi er hrópað að sjálfsagt
sé að landið, eitt ríkja, slíti
stjórnmálasambandi við Ísrael!
Hernaðurinn skaðar álit Ísr-
aels mjög. Samt er látið eins
og Ísrael hafi farið í þessa her-
ferð að fyrra bragði, án nokk-
urs tilefnis og gagngert til
þess að myrða óbreytta borg-
ara.
Friðsamt fólk hlýtur svo
sannarlega að flykkja sér um
þann málstað að vera á móti
stríðsaðgerðum og óhugnað-
inum sem þeim fylgir. Það er
sjálfsagt að krefjast þess að
hernaði sé hætt, vopnahléi sé
komið á og innrásarher verði á
bak og burt. En það felur ekki
í sér heimild til að samsama sig
málstað annars aðilans og af-
flytja málstað hins. Slíkt reyn-
ist sérhverjum málstað illa.
Ísraelsmenn fullyrða, að
þeir hafi búið við það að
sprengjuflaugum sé skotið frá
Gaza á Ísrael í þúsundavís. Það
er óboðlegt að halda því fram
að þarna sé um heimatilbúnar
og hættulitlar flaugar að ræða,
það sjáist af því að þær hafi
ekki náð að granda óbreyttum
borgurum í Ísrael. – Því þess-
um flaugaskara er jú eingöngu
beint að óbreyttum borgurum.
Einungis þeir sem fastir eru
í áróðursumræðu hafna því að
megnið af árásarflaugunum er
smyglað til Gaza, flestum frá
Íran. Kjánalegt er að láta eins
og flaugarnar séu skaðlitlar.
Ástæða þess að hinar öflugu og
tæknilega fullkomnu írönsku
flaugar hafa ekki náð að drepa
ísraelska borgara, eins og að
var stefnt, er sú, að Ísraelar
eru með hátæknivarnar-
flaugar, sem hafa náð að
granda allt að 95% árásar-
flauganna. (Hver varnarflaug
er sögð kosta svipað og mynd-
arlegur fjölskyldubíll). Þá hef-
ur fjöldi manna verið fluttur af
svæðunum, sem legið hafa best
við árásum flauganna, og þús-
undir hafast við í neðanjarðar-
birgjum hverja nótt, því þá
rignir sprengjunum. Um þessa
þætti er naumast deilt.
Ríkisstjórn Ísraels segir að
engin þjóð léti slíkt regn yfir
sig ganga og spurningin var
því eingöngu sú, hvenær mæl-
irinn fyllist. Morð á ísraelskum
piltum var dropinn sem fyllti
mælinn nú, að þeirra sögn.
Á Íslandi er látið af sumum,
jafnvel fullburða stjórnmála-
flokkum, eins og það land hafi
eitt af öllum skyldu til að sýna
Ísrael sérstaka
andúð og beri að
kokgleypa ásak-
anir annars deilu-
aðilans, en gera
ekkert með sjón-
armið hins.
Á Gaza er naumast nokkur
einkennisklæddur her sjáan-
legur, þótt þaðan sé skotið
þúsund eldflaugum, sumum há-
þróuðum, að óbreyttum borg-
urum í Ísrael. Nú er sagt að 30
hermenn Ísraels hafi fallið á
Gaza og verður því væntanlega
að ætla, að óbreyttir borgarar
á Gaza hafa fellt þá.
Egyptar reyndu að miðla
málum eftir að Ísrael réðst inn
á Gaza og lagði fram tillögu um
vopnahlé, sem Ísrael sam-
þykkti en Hamas hafnaði. Ef
Ísrael er eini hernaðaraðilinn,
hefði samþykkt vopnahlés
væntanlega þýtt að Ísraelsher
hefði einn látið af aðgerðum
sínum, eða hvað? Hvers vegna
var þá vopnahléi hafnað?
Obama, forseti Bandaríkj-
anna, sjálfur friðarverðlauna-
hafi Nóbels, réttlætir innrás
Ísraels inn á Gaza, með þeim
orðum að „Ísrael hafi rétt til
að verja sig.“ Forsetinn lítur
því á innrásina sem fyrirbyggj-
andi varnaraðgerð. Hann fellst
á yfirlýsingar Ísraelsmanna
um að erindi þeirra inn á Gaza
nú sé að eyðileggja leynigöng
„hryðjuverkamanna“ og farga
vopnabúrum og eldflauga-
birgðum. Bandaríkjaforseti
bætir svo gjarnan við, að hann
vonist til, að aðgerðirnar verði
takmarkaðar, svo sem fært sé,
svo tjón verði minna en ella.
Nú eru sjónarmið Obama, þótt
friðarpáfi sé, ekki endanlegur
dómur í málinu. En þau eru,
með öðru, innlegg í málið.
Örlög Palestínumanna, að-
búnaður, aðstaða og fátækleg-
ar framtíðarhorfur, hljóta að
kalla á samúð umheimsins.
Kostir þeirra eru bæði fáir og
rýrir. Lýðræðislegur réttur er
takmarkaður af þeirra eigin
forystu og lakari á hinu mikla
þéttbýli á Gaza-svæðinu en á
Vesturbakkanum.
Átökin á Gaza nú munu litlu
breyta um friðarhorfur á þessu
svæði. Þær munu ekki vænkast
fyrr en deiluaðilarnir og þeir
sem næst þeim standa viður-
kenna, bæði í orði og á borði,
sjálfbæran tilverurétt þjóð-
anna sem eiga í hlut.
Næsta nágrenni þeirra
stendur í björtu báli núna. SÞ
telja að á þriðja hundrað þús-
und manna hafi fallið í fárra
kílómetra fjarlægð, í Sýrlandi,
síðustu árin. Milljónir hafa
hrakist úr landi og búa við öm-
urleg kjör. Vafalítið er, að all-
ur þorri hinna föllnu eru
óbreyttir borgarar. Íslenskir
stjórnmálaflokkar eru ekki
uppteknir af örlögum þeirra.
Hvers vegna er þessi mikli
munur?
Sjálfsagt er að for-
dæma innrás á
Gaza, en jafnframt
að fara rétt með}
Saklaust fólk og
sannleikurinn illa úti
U
mræður um ástandið á Gaza-
svæðinu hafa verið fyrir-
ferðarmiklar síðastliðna daga og
það með réttu. Okkur berast
daglega nýjar fregnir og myndir
af rústum húsa, grátandi mönnum og myrtum
börnum. Rétt í þessu gerði einhver Facebook-
vinur minn mér þann grikk að setja inn mynd
af ungum dreng, með heilann flæðandi í fang
föðurs síns. Ég mun líklega ekki sofa rótt
næstu nætur en af hverju ætti ég svo sem að
gera það þegar enginn sefur í Gaza.
Þessi drengur „lét“ ekki lífið. Hann „féll“
heldur ekki í átökunum eins og svo oft er sagt.
Hann var myrtur, með köldu blóði. Stjórnvöld í
Ísrael ákváðu að sókn væri besta vörnin gegn
nánast árangurslausum árásum Hamas og
vörpuðu sprengju á óbreytta borgara, að því er
virðist án þess að hugsa sig tvisvar um. Fórnarlömbum
Ísraelshers fjölgar með hverjum deginum og því er ekki
að undra að stuðningur við Palestínu fari vaxandi.
Í dag styð ég hvorki Palestínu né Ísraelsríki. Margir
myndu benda mér á hin fleygu orð Desmonds Tutu um að
ef ég er hlutlaus gagnvart óréttlæti hef ég valið hlið kúg-
arans og þar með hlið hins morðóða Ísraelsríkis, en ég er
ekki hlutlaus. Það fólk sem er við stjórn beggja ríkja er
jafnslæmt. Bæði ríki eru að reyna að drepa, það vill bara
svo til að Ísrael er að takast það en ekki Palestínu.
Ég vil hvorki styðja liðið sem er að vinna né liðið sem er
að tapa ef þau eru bæði í ofbeldisfullum sóknarleik. Þau
eru bæði kúgarinn. Ég vil velja hlið hinna kúg-
uðu, hlið saklausra og valdalausra áhorfenda,
hlið almennings í báðum ríkjum.
Ég vil styðja þær ísraelsku fjölskyldur sem
lifa í ótta. Ég vil styðja þær palestínsku fjöl-
skyldur sem upplifa nú sína verstu martröð.
Ég vil að alþjóðasamfélagið viðurkenni að
morðtilraunir eru aldrei í lagi, sama hvort þær
takast eða ekki og sama hvort notaðar eru
aumingjalegar eldflaugar eða atómsprengjur.
Ég vil að „hann byrjaði“ hætti að vera tekið
gilt sem rök fyrir fjöldamorðum og að þjóð-
arleiðtogar heimsins taki sig saman um að
binda enda á átökin.
Mannvonskan er beggja megin múrsins. Þó
Ísraelsher hætti árásum sínum hættir Hamas
þeim ekki og ef Hamas leggur niður vopn held-
ur Ísrael áfram að skerða frelsi og lífsgæði
Palestínumanna.
Því er ljóst að Ísland, eins og önnur ríki heimsins, þarf
að þrýsta á báða deiluaðila, ekki bara annan þeirra, að
leggja niður vopn og setjast fyrir alvöru að samningaborð-
inu. Fyrst þegar morðtilraunum á báða bóga lýkur er
tímabært að tala aftur um landsvæðadeiluna.
Þar til eitthvert æðra afl hefur tekið í taumana og komið
á friði vonast ég til þess að fólk hætti að taka afstöðu gegn
Ísraelum eða Palestínumönnum enda elur það á hatri sem
er síst uppbyggilegt í þessum deilum. Það er ekkert til
sem heitir slæm þjóð, aðeins slæmir, ef ekki illir, þjóð-
arleiðtogar. annamarsy@mbl.is
Anna Marsibil
Clausen
Pistill
Með hverjum heldur þú?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Komið hefur fram í tölumfrá innanríkisráðuneytinuað frá árinu 2008 til ársins2012 veittu dómstólar
landsins heimild til 875 símhlerana. Á
sama tíma var sex beiðnum hafnað
og voru því símhleranir heimilaðar í
99,3% tilfella. Þetta hlutfall þykir
vera gríðarlega hátt, en til dæmis
hefur Mannréttindadómstóll Evrópu
gert athugasemd við þó lægra hlut-
fall í dómskerfi Moldóvu, en þar var
hlutfallið á bilinu 97,9 til 99,2%.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrr-
verandi hæstaréttardómari, segir að
tölurnar bendi til þess að dómstól-
arnir bjóði rannsóknaryfirvöldum
nánast upp á sjálfsafgreiðslu í þess-
um málaflokki, sem sé miður gott.
Í áttundu grein mannréttinda-
sáttmála Evrópu segir að ekki megi
ganga á rétt manna til friðhelgi
„nema samkvæmt því sem lög mæla
fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræð-
islegu þjóðfélagi vegna þjóðarör-
yggis, almannaheilla, eða efnalegrar
farsældar þjóðarinnar, til þess að
firra glundroða eða glæpum, til
verndar heilsu manna eða siðgæði
eða réttindum og frelsi annarra.“
Jón Steinar segir að í ákvæðinu
sé mögulega ekki nógu skýr heimild
fyrir símhlerunum sem eru til þess
gerðar að upplýsa glæp sem þegar
hefur verið framinn.
„Í þeim tilfellum virðist vera
hæpin heimild fyrir dómara til að
fallast á símhlerunarbeiðni sam-
kvæmt lagatextanum. Þegar menn
sitja yfirheyrslur hjá lögreglu þá ber
að gera þeim ljóst að þeim sé óskylt
að svara spurningum. Mér þykir ein-
kennilegt að lögreglunni beri að gera
þetta þegar hún getur svo farið af
stað með símhleranir um leið og þeim
grunaða er sleppt úr haldi, án hans
vitneskju,“ segir Jón Steinar og bæt-
ir við:
„Svo virðist vera sem dómarar
hafi gefið lögreglunni heimildir til að
hlera síma manna eftir að þeim er
sleppt úr haldi, þar sem einu rök-
semdirnar eru þær að þeir kunni að
ræða brot sín við aðra. Mér þykir
þetta vera komið út fyrir öll vébönd
þar sem texta laganna virðist ekki
ætlað að vera beitt í þessu skyni.“
Skúli Magnússon, formaður
Dómarafélags Íslands, hafnar því að
um sé að ræða einhvers konar sjálfs-
afgreiðslu á símhlerunarheimildum.
Hann telur hins vegar að bæta
þurfi dómskerfið. „Það liggur fyrir að
það er svigrúm til umbóta og núver-
andi fyrirkomulag er ekki hafið yfir
gagnrýni. Fjárhagur dómstólanna
gerir það að verkum að sá dómari
sem fær málið til meðferðar þarf að
sinna því ásamt sínum venjulegu
málum, sem eykur álagið.“
Tvær leiðir til umbóta
Skúli segir að hægt sé að styrkja
umgjörð dómstóla umtalsvert og tek-
ur sem dæmi að betur færi á ef einn
dómari sæi eingöngu um að sinna
málum sem þessum. Þá gætu lög-
lærðir aðstoðarmenn einnig verið
dómaranum innan handar.
Hann nefnir að bent hafi verið á
tvær leiðir til að auka aðhald við
dómstóla. Annars vegar er það hin
svokallaða danska leið, þar sem sak-
borningi er skipaður málsvari meðan
á aðgerðum stendur. Skúli telur þó
vafa leika á hversu mikið aðhald fel-
ist í slíkri ráðstöfun.
Að mati Skúla er hins vegar
hægt að fara þá leið, að eftir að sak-
borningi hefur verið tilkynnt um
rannsóknaraðgerð, þá geti hann
skotið málinu til Hæstaréttar og
fengið endurskoðun á aðgerðinni
þrátt fyrir að hún sé þá yfirstaðin.
„Að mínu viti væri það mjög ein-
falt skref og þá gæti aðhaldið aukist
til muna.“
Stunda símhleranir
án athugasemda
Morgunblaðið/Ernir
Héraðsdómur Beiðnir lögreglu um heimildir til símhlerana valda auknu
álagi á dómara, að mati Skúla Magnússonar, formanns Dómarafélagsins.
Réttur manns til að fella ekki á
sig sök er almennt talinn felast
í ákvæðum stjórnarskrárinnar
og mannréttindasáttmála Evr-
ópu um réttláta málsmeðferð.
Reimar Pétursson hæstarétt-
arlögmaður hefur bent á að oft
sé lítil virðing borin fyrir trún-
aðarsamskiptum sakborninga.
„Hleranir allra þeirra sam-
tala sem menn eiga við trún-
aðarmenn sína, svo sem maka,
fjölskyldumeðlim eða lögmann,
hljóta að ganga mjög hart að
rétti manna til að tjá sig ekki.“
Reimar tekur sem dæmi
grunaðan mann sem yfirheyrð-
ur er af lögreglu, en hann á
rétt á að tjá sig ekki um sak-
argiftir.
„Maðurinn kýs kannski að
nýta sér þann rétt meðan á yf-
irheyrslunni stendur, en gengur
svo út og hringir í konuna sína.
Með því að hlera símtalið er
mögulega verið að fara á svig
við þessi réttindi sem honum
eru annars tryggð í lögum.“
Eiga rétt á að
tjá sig ekki
TRÚNAÐUR LÍTILS VIRTUR