Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Naver Collection GM7722 Viður/Corian Toppur 220x92 stækkun 1 x 100 cm. Fáanlegt í eik og hnotu. Rúmlega 250 leyfi til að selja bresk vopn til Rússlands eru enn í gildi þrátt fyrir að David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, hafi lýst því yfir í þinginu á mánudag að ríkis- stjórnin hafi sett á algert bann við vopnasölu til landsins. Þetta kemur fram í skýrslu breskrar þingnefndar sem hefur rannsakað vopnaútflutn- ing og birt var í gær. Á meðal þess vopnabúnaðar sem leyfin ná til er búnaður til að skjóta á loft og stjórna flugskeytum, skot- færi, rifflar fyrir leyniskyttur og íhlutir fyrir herþyrlur. Verðmæti búnaðarins er sagt nema um 132 milljónum punda. Málið er neyðarlegt fyrir Came- ron þar sem hann hefur áður gagn- rýnt aðrar Evrópuþjóðir, þar á með- al Frakka, fyrir að halda áfram að selja Rússum vopn þrátt fyrir stuðn- ing þeirra við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. „Vopnasala frá hvaða Evrópulandi sem er ætti ekki að halda áfram. Við höfum nú þegar stoppað hana frá Bretlandi,“ sagði Cameron við þing- ið á mánudag. Sir John Stanley, fv. varnarmála- ráðherra Bretlands og formaður þingnefndarinnar, segist þegar hafa ritað Philip Hammond, utanríkisráð- herra, bréf til að krefja hann skýr- inga á áframhaldandi vopnasölu til Rússa. Ekki notað í Úkraínu Michael Fallon, varnarmálaráð- herra Bretlands, segir að Bretar flytji ekki vopn til rússneska hersins sem hægt væri að nota til „kúgunar innanlands“. „Það hefur alltaf verið viðvarandi stefna. Við erum með einhverja ströngustu vopnasölustefnu í heim- inum. Það er alls enginn búnaður sem er seldur til Rússlands sem gæti mögulega verið notaður í Úkraínu,“ sagði Fallon við breska ríkisútvarpið BBC. kjartan@mbl.is Bresk vopn áfram seld til Rússlands  Neyðarlegt fyrir David Cameron AFP Misræmi Niðurstaða þingnefndar- innar stangast á við orð Camerons. FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Lík hluta þeirra 298 sem fórust með malasísku farþegaþotunni sem var skotin niður yfir Úkraínu komu til Hollands í gær. Réttarmeinafræð- inga og flugslysarannsakenda bíða nú þau krefjandi og tímafreku verk- efni að bera kennsl á líkin og að kom- ast að því hvað og hver grandaði vél- inni. Vélin féll til jarðar á fimmtudag fyrir viku eftir að hún varð fyrir flugskeyti frá aðskilnaðarsinnum hliðhollum Rússum, að því er talið er. Ótti manna er að á þeirri viku sem liðin er frá hörmungunum hafi aðskilnaðarsinnar átt við möguleg sönnunargögn. Eftirlitsmenn frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hafa farið nokkrum sinnum á staðinn þar sem vélin kom niður. Michael Bociurkiw, talsmaður eftirlitsteymisins, segir að stórir hlutar af braki vélarinnar, þar á meðal stélið, líti öðruvísi út en það gerði við fyrstu skoðun. Helst líti út fyrir að skorið hefði verið í þá. Erfitt að fela verksummerkin Venjan er að slysstaðir séu lokaðir af eins og vettvangur glæps þangað til rannsóknarteymi nái að kanna að- stæður. Því hefur hins vegar ekki verið að heilsa í Úkraínu. Brot úr vélinni virðast hafa dreifst yfir stórt svæði og skiptir sú dreifing máli. Hafi hlutar braksins verið færðir gæti það spillt fyrir rannsókninni. Engu að síður væri það ákaflega erfitt fyrir aðskilnaðarsinna að hylma yfir ábyrgð sína með því að skipta út flugvélarhlutunum eða fela skemmdir. Hafi flugskeyti grandað vélinni ætti rannsókn á brakinu að leiða það í ljós, að mati David Gleave, flugmálasérfræðings við Lough- borough-háskóla á Englandi. Flugritar vélarinnar bárust til breskra flugmálayfirvalda í gær. Þó að mögulegt sé að eiga við þá er talið ólíklegt að hægt hafi verið að falsa gögn á þeim á svo skömmum tíma. Robert Francis, varaformaður samgönguöryggisnefndar Banda- ríkjanna, segir að flugritar geti skemmst þannig að ómögulegt sé að lesa gögnin á þeim. Hann hafi hins vegar aldrei heyrt um að átt hafi ver- ið við upplýsingarnar á þeim. Litlar líkur séu á því að flugritarnir úr mal- asísku vélinni veiti ekki góðar upp- lýsingar um hvað gerðist. Tekur líklega fleiri mánuði Alþjóðlegt teymi undir stjórn Hol- lendinga og Interpol mun sjá um að bera kennsl á líkin og ljóst er að þess bíður ærinn starfi. Búist er við því að hægt verði að bera kennsl á þau með DNA-rannsóknunum en það verður afar tímafrekt. Mark Rutte, for- sætisráðherra Hollands, varar við því að það gæti tekið marga mánuði. Líkin eru í misgóðu ástandi. Öll lágu þau rotnandi undir berum himni í tvo daga í sumarhita og rigningu, sum eru þar ennþá, og auk þess eru þau misheilleg. Réttameinafræðing- ar þurfa að ná DNA-sýnum úr þeim, annaðhvort úr holdi eða beinum. Annars styðjast þeir við tennur eða sérkenni eins og ör eða húðflúr. Þegar búið er að safna sýnunum eru þau borin saman við sýni frá per- sónulegum munum eða heimilum fórnarlambanna. Rannsakendur hafa þegar byrjað að afla þeirra. Ef sýnin eru ekki fyrir hendi er erfða- efnið borið saman við náskylda ætt- ingja, foreldra eða systkini. Dæmi eru hins vegar um að heilu fjölskyld- urnar hafi farist með þotunni. Þá þarf að leita til fjarskyldari ættingja en þá þarf sýni úr 3-5 einstaklingum til þess að hægt sé að fá áreiðanlegar niðurstöður. Það mun því taka sinn tíma áður en hægt verður að bera kennsl á alla þá sem voru um borð. Rannsóknin verður tímafrek  Ólíklegt að hægt hafi verið að breyta sönnunargögnum um afdrif flugs MH17  Mikið verk bíður réttarmeinafræðinga að bera kennsl á lík fórnarlambanna AFP Heimkoma Hollenskir hermenn bera líkkistu með líkamsleifum eins fórnarlambanna við komuna til Eindhoven. Brak á víð og dreif Grabove Stærsti hluti braksins Hreyfillinn Stél vélarinnar 14 km Brunnir akrar Meira brak úr vélinni Lík færð í kælda lestarvagn í Torez Á ökrum og á milli bygginga Dreift um akra 500 m Eldflaugar: 70 kg sprengjuoddar Nákvæmni: 90-95% Hámarksdrægi: 22 km (M.v. M2E-gerð) Buk/SA-11-flugskeyti skotið frá jörðu niðri Skotin niður á átakasvæði Tveir flugritar voru afhentir breskum flugmálayfirvöldum til greiningar í gær. Alþjóðlegir eftirlitsmenn segja að fleiri líkamsleifar haldi áfram að rotna á brotlendingarstaðnum Vísbendingar sem bandaríska leyniþjónustan hefur aflað bendir til þess að aðskilnaðarsinnar hafi skotið SA-11 flugskeyti á loft frá jörðu Líkunum var flogið til Hollands í gær Hollenskir sérfræðingar segja að aðeins 200 lík hafi verið afhent hingað til. Lík sem voru fjarlægð frá brotlendingarstaðnum voru flutt með lest til borgarinnar Karkív sem er á valdi úkraínskra stjórnvalda. Miðvikudagur Heimild: Malaysia Airlines/Flightradar24/ Airbus DS/ AllSource Analysis Rannsókn á MH17-harmleiknum Boeing 777-200-vél Malaysian Airlines með 298 manns um borð á leið frá Amsterdam til Kúala Lúmpúr féll til jarðar á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu 17. júlí 20 km Svæði sem aðskilnaðarsinnar stjórna Grabove Donetsk Shaktarsk 13:13 GMT RUSSIA DONETSK UKRAINE Pelahiivka Vopnin sem talin eru hafa verið notuð Ástand kóralrifs- ins mikla utan við austurströnd Ástralíu hefur ekki verið verra frá því að rann- sóknir á því hóf- ust, að sögn vís- indamanna. Áströlsk þing- nefnd rannsakar nú hvernig stjórnvöld og ríkisstjórnin í Queensland-ríki hafa séð um rifið sem er stærsta kóralrif í heimi og er friðað. Þá metur UNESCO hvort rifið verði sett á lista yfir heims- minjar sem eru taldar í hættu. Rifið er í hættu vegna hlýnunar sjávar af völdum loftslagsbreytinga en vísindamenn hafa einnig tjáð þingnefndinni að efnisflutningar vegna hafnardýpkunar ógni því. Ástandið muni því enn versna á komandi áratugum. ÁSTRALÍA Kóralrifið er mikil- vægt vistkerfinu. Ekki verra frá því að mælingar hófust Yfir fjörutíu manns fórust þegar flugvél taívanska flugfélagsins TransAsia Airways hrapaði í Taív- an í gær. Flugvélin skall á tveimur húsum eftir að flugmenn hennar höfðu hætt við lendingu. Að sögn yfirvalda voru 58 manns um borð í vélinni. Hún hrapaði nærri Magong-flugvelli á Penghu- eyju eftir að flugmennirnir höfðu beðið um leyfi til að gera aðra til- raun til lendingar. Heimildum bar ekki saman um fjölda látinna í gær. Flugmála- yfirvöld sögðu 51 líklega látinn en fjölmiðlar töluðu um 45. Vélin brotlenti á tveimur húsum TAÍVAN Bið Fréttamenn bíða upplýsinga við þjónustuborð flugfélagsins í Tapei.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.