Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014 Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Reykholtshátíð verður haldin í átj- ánda sinn nú um helgina, dagana 25.- 27. júlí en þetta er annað ár Sig- urgeirs Agnarssonar sem listræns stjórnanda hátíðarinnar. Aðspurður segist Sigurgeir ekki hafa umturnað skipulagi hátíð- arinnar í sinni tíð. „Nei, nei, en auð- vitað kemur mað- ur með sínar áherslur. Reyk- holtshátíðin hefur alltaf lagt áherslu á 19. aldar tónlist og auðvitað verð- ur áfram svo en ég hef örlítið yngt tónlistina upp og við erum þannig að stækka ramm- ann. Þar má til dæmis nefna verk eft- ir Prokofiev og Sjostakovitsj sem eru á efnisskránni í ár. Það er 20. aldar tónlist, þannig að hún er nær okkur í tíma en þó alls engin framúrstefnu- tónlist,“ segir Sigurgeir kíminn. Í landi þar sem tónlistarlíf er jafn- gróskumikið og hér er raunin, hlýtur að vera erfitt starf að velja tónlist- arfólk og verk til flutnings á til- tölulega stuttri hátíð? „Jú, það er að mörgu að hyggja og það getur verið púsluspil að setja þetta saman. Það má segja að þetta sé sambland af ákveðnum verkum sem manni finnst spennandi og langar til að hafa á há- tíðinni og síðan verður maður auðvit- að líka að horfa í hvaða mannskap maður hefur. Í flestum tilfellum valdi ég tónlistarmennina fyrst og spurði þá líka hvort það væru einhver sér- stök verk sem þá langaði að spila. Þannig að þetta eru nokkrir ólíkir þættir sem vinna saman, enda mik- ilvægt að verkin séu áheyrileg en einnig að tónlistarmennirnir hafi áhuga á að spila þau.“ Norsk hátíðardagskrá Sigurgeir segir ekkert eitt þema vera gegnumgangandi í efnisskrá helgarinnar. „Ekki annað en það að tónlistin á Reykholtshátíð er yfirleitt mest 19. aldar tónlist. Annars má kannski segja að það sé svolítið norskt þema hjá okkur í ár.“ Norðmenn fagna 200 ára afmæli stjórnarskrár sinnar í ár og af því til- efni tóku Reykholtshátíð og Snorra- stofa höndum saman og boðuðu til sérstakrar hátíðardagskrár. „Okkur fannst liggja beinast við að spila eitt- hvað norskt og á laugardaginn verða einmitt tvö norsk verk flutt, annað þeirra strengjakvartett nr. 1 í g-moll, ópus 27, eftir Edvard Grieg. Sama dag verður ráðstefna á vegum Snorrastofu í Reykholti milli kl. 13 og 16 vegna afmælisins. Reykholtshátíð verður með innslag í ráðstefnunni en svo verðum við með okkar eigin tón- leika seinna um daginn. Á þeim tón- leikum verður líka norskt yfirbragð og einnig á kammertónleikunum sem haldnir eru á laugardagskvöld.“ Sig- urgeir nefnir að í huga margra sé Reykholtshátíð fyrst og fremst tón- listarhátíð en málið sé hins vegar flóknara en svo. „Samstarf Snorra- stofu og Reykholtshátíðar liggur í raun mjög beint við, því Reykholts- hátíð var stofnuð árið 1997 þegar kirkjan í Reykholti var vígð og hefur síðan þá verið haldin á vígsluafmæli kirkjunnar. Hátíðarguðsþjónusta er jafnan haldin á sunnudegi Reyk- holtshátíðar af tilefni vígsluafmælis kirkjunnar og listamenn frá hátíðinni koma þar fram. „Reykholt og saga Snorra Sturlusonar eru náttúrlega mjög samofin, þannig að þetta sam- starf á vel við og hátíðardagskrá vegna stjórnarskrárafmælisins end- aði á þessari helgi, sem er skemmti- legt.“ Sigurgeir segir að jafnvel megi búast við tignum gestum af þessu til- efni, jafnt íslenskum sem erlendum, m.a. forseta norska stórþingsins. Fjölbreytt efnisskrá Ýmissa grasa kennir á efnisskrá Reykholtshátíðar í ár en alls verða tónleikar hátíðarinnar fernir. Hátíðin hefst með tónleikum kl. 20 annað kvöld, 25. júlí. Þar eru á dagskrá Són- ata fyrir tvær fiðlur eftir Prokofiev, Strengjakvartett nr. 7 eftir Dmitri Sjostakovitsj og Píanókvartett eftir Peteris Vasks. „Að því er ég best veit, þá er þetta frumflutningur á píanó- kvartettinum, en þetta er mjög áhrifamikið verk sem ég er spenntur fyrir að heyra,“ segir Sigurgeir. Á laugardegi verða söngtónleikar kl. 17 í umsjón Hönnu Dóru Sturludóttur mezzósóprans og Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara, fyrrum listræns stjórnanda Reykholtshátíð- ar og núverandi tónlistarstjóra Hörpu. Á laugardagskvöldi verða haldnir kammertónleikar þar sem m.a. mun hljóma Píanótríó Bedrichs Smetana og Strengjakvartett eftir Edvard Grieg. Lokatónleikar hátíð- arinnar fara síðan fram á sunnudeg- inum kl. 16 en þar verður fluttur Pí- anókvintett Césars Franck, auk þess sem frumflutt verður nýtt verk eftir Huga Guðmundsson er ber heitið „Söngvar úr Hávamálum“. „Ég bað Huga að semja verkið og það er því samið sérstaklega fyrir Reykholtshá- tíðina. Það er líka gaman að því að það hefur þessa skírskotun í Hávamál og tengist þannig Snorra og Reyk- holti,“ segir Sigurgeir, sem segist vel geta hugsað sér að endurtaka leikinn að ári og biðja tónskáld að semja verk, sérstaklega fyrir hátíðina. „Það setur skemmtilegan svip á efnis- skrána en maður verður auðvitað að athuga hvað er til í pyngjunni,“ segir Sigurgeir að lokum. Tekið skal fram að miðasala fer fram á midi.is en einnig í Reykholti um helgina. Norskt þema á Reykholtshátíð  Listrænn stjórnandi hátíðarinnar færir efnisskrána nær nútímanum  Snorrastofa og Reyk- holtshátíð taka höndum saman vegna afmælis norsku stjórnarskrárinnar  Íslenskt verk frumflutt Morgunblaðið/Þórður Æfingar Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn á æfingu tónlistarmanna hátíðarinnar í gær. F.v.: Ari Þór Vilhjálms- son, Lonneke von Straalen, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sigurgeir Agnarsson og Jan Bastiaan Neven. Reykholt Umhverfi Reykholtshátíðarinnar er fallegt en hátíðin er haldin ár hvert á vígsluafmæli Reykholtskirkju. Hátíðin er nú haldin í átjánda sinn. Ljósmynd/Guðlaugur Óskarsson Sigurgeir Agnarsson Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja Gaurarnir sem sjá til fless a› ekki sjó›i upp úr pottunum 2 í pakka, hvítur og rauður aðeins kr. 1.790,- LID SID Bjargvættirnir á brúninni Lendi listunnendur sem staddir eru í Reykjavíkurborg aðfaranótt næstkomandi laugardags í því að geta ekki sofið, þá þurfa þeir ekki að örvænta. Dúoið Samferða, sem samanstendur af Hrefnu Lind Lár- usdóttur og Halldóru Markús- dóttur, hyggst nefnilega vaka fram á laugardag í Tjarnarbíói og býður almenningi að taka þátt. „Nóttin verður lokahnykkur á vinnustofu sem við Hrefna höfum verið með í Tjarnarbíói síðustu tvo mánuði,“ segir Halldóra. „Við höf- um unnið með líkamlega þjálfun fyrir listamenn og einmitt hluti eins og að leyfa sér að verða þreyttur og athuga hvað gerist.“ Stöllurnar munu væntanlega kom- ast að því aðfaranótt laugardags- ins en gjörningurinn stendur frá miðnætti fram til kl. 8 á laugar- dagsmorgun. „Við höfum haldið svipaðar opnar þjálfanir að degi til en þetta fer þannig fram að einn leiðir hópinn og gerir ýmsar æf- ingar en hinir elta. Það má ekki tala en tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson spinnur tónlist á staðn- um. Þetta er tilraun sem snýst um að taka út allan óþarfa og vinna einungis þessa líkamlegu grunn- vinnu,“ segir Halldóra en tilgang- urinn er að einstaklingurinn geti sleppt takinu á fyrirfram ákveðnum hugmyndum í list- sköpun sinni. „Þessu ævintýri er að ljúka en Samferða er þó hvergi nærri hætt og ýmislegt er á döf- inni,“ segir Halldóra að lokum. Tekið skal fram að ekki er skylda fyrir viðstadda að taka þátt, einnig má horfa á. Áhugasamir eru beðn- ir að skrá sig á netfangið hrefna- smunk@gmail.com. gith@mbl.is Vökustaurar í Tjarnarbíói Ljósmynd/Gabrielle Motola Samferða Listrænn innblástur fæst úr líkamsæfingum.  Svefngalsi að nóttu til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.