Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 205. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Sindri með yfirlýsingu vegna árásar
2. Forstjóri Herbalife „er rándýr“
3. „Bráðabani“ að fara niður að vatninu
4. Vígalegur mökkur steig til himins
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Opnuð hefur verið sýningin „Í
grjótinu“ í Gallerí Klaustri á Skriðu-
klaustri. Á henni sýnir Ólöf Birna
Blöndal tólf kolateikningar af grjóti,
stuðlabergi, fjöllum og steinamynd-
unum. Ólöf Birna er búsett á Egils-
stöðum og sýndi síðast í Gallerí
Klaustri árið 2001. Síðan þá hefur
hún tekið þátt í fjölda samsýninga og
haldið nokkrar einkasýningar. Síðast
sýndi hún í sal Íslenskrar grafíkur í
Reykjavík á vordögum 2014. Sýn-
ingin stendur til 13. ágúst og er opin
alla daga á milli klukkan 10 og 18.
Gallerí Klaustur leggur áherslu á
að þar sýni starfandi
listamenn á Aust-
urlandi en einnig
býðst gestum
gestaíbúðar að
sýna í rýminu. Þá
eru aðrir lista-
menn velkomn-
ir með sýn-
ingar.
Kolateikningar
í Gallerí Klaustri
Ljóst er að mikil tónlistarveisla
verður fyrir norðan um helgina en
reggísveitin Ojba Rasta kemur til
með að spila á Græna hattinum á Ak-
ureyri á laugardaginn ásamt hljóm-
sveitunum Grísalappalísu og dj. flug-
vél og geimskip. Ojba Rasta gaf út
plötuna Friður síðla árs 2013 og hlaut
hún góða dóma en tónleikarnir eru
hluti af tónleikaferðalagi tveggja síð-
astnefndu hljómsveitanna. Þess má
geta að sveitirnar þrjár hafa allar
staðfest komu sína á Innipúkann í
Reykjavík um verslunarmannahelg-
ina. Viðburðurinn á laugardaginn
hefst á slaginu kl. 22.
Þrefaldir tónleikar á
Græna hattinum
Á föstudag Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða skúrir, síst
þó eystra. Hiti 10-18 stig, hlýjast eystra. Á laugardag Hæg norð-
læg eða breytileg átt, rigning norðaustantil, en annars víða skúrir.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða suðaustan 1-9 m/s, vætusamt sunnan-
og vestanlands, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 22
stig, hlýjast norðaustantil.
VEÐUR
Aníta Hinriksdóttir tryggði
sér í gærkvöldi sæti í úrslit-
um 800 metra hlaups
kvenna á HM 19 ára og yngri
í Eugene í Bandaríkjunum.
Aníta varð sjötta inn í úr-
slitin, en hún var fjórða í
mark í sínum riðli. „Hún
horfði aðeins of mikið á hin-
ar og beið svolítið eftir því
hvað þær gerðu,“ sagði
Gunnar Páll Jóakims-
son þjálfari henn-
ar. »1
Aníta keppir til
úrslita í Eugene
Birgir Leifur Hafþórsson og Sunna
Víðisdóttir hefja titilvörnina á Ís-
landsmótinu í golfi sem byrjaði
snemma í morgun og lýkur á sunnu-
daginn en keppt er í Leirdal hjá Golf-
klúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Birgir Leifur hefur
orðið Íslands-
meistari fimm
sinnum og
freistar þess að
jafna þá Björg-
vin Þor-
steinsson og
Úlfar Jóns-
son sem
unnu tit-
ilinn sex
sinnum
hvor á
sínum
tíma.
»3
Tekst Birgi að ná þeim
Björgvini og Úlfari?
„Það er geysilega sterkt að vera með
þá hjá Juventus sem bakhjarla og frá-
bært að hafa fengið samning við liðið
til 2018. Þeir munu fylgjast vel með
mér í vetur, þeir vilja sjá mig spila
eitt tímabil með Cesena í A-deildinni
og gerðu mér þetta allt mun léttara
með því að kaupa á ný helminginn í
mér,“ segir knattspyrnumaðurinn
Hörður Björgvin Magnússon. »4
Hörður Björgvin spilar
með Cesena í vetur
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
„Það er mjög gaman að taka þátt í
svona verkefni sem fer beint út í
samfélagið,“ segir Helga Dögg
Ólafsdóttir, nemi í grafískri hönnun í
Listaháskólanum, en hún og bekkj-
arsystkini hennar, Gréta Þorkels-
dóttir og Steinarr Ingólfsson, hönn-
uðu allt auglýsingaefni og varning
fyrir Druslugönguna í ár.
Druslugangan, sem er vettvangur
fólks til að standa saman og taka af-
stöðu með þolendum kynferðisof-
beldis gegn gerendum, verður farin í
fjórða skipti næstkomandi laug-
ardag, 26. júlí. Gangan hefst við
Hallgrímskirkju klukkan 14.
Unnu sjálfboðavinnu
Þau Helga, Gréta og Steinarr
hönnuðu og útbjuggu 150 plaköt sem
þau silkiþrykktu hvert fyrir sig. Auk
þess hönnuðu þau boli, taupoka og
svokölluð tyggjótattú í nafni göng-
unnar. Mikil vinna fór í verkið, en
hana unnu þau launalaust fyrir mál-
staðinn. „Við erum búin að vera í
svona mánuð að vinna þetta í heild-
ina,“ segir Helga, en öll eru þau í
fullu starfi á öðrum stöðum. Hug-
myndavinnuna unnu þau heima hjá
Helgu að miklu leyti en plakötin út-
bjuggu þau í vinnuaðstöðu á Grett-
isgötu. „Kristján Freyr Einarsson
var mjög hjálpsamur og lánaði okk-
ur vinnuaðstöðuna sína svo við gát-
um unnið plakötin þar,“ segir Helga.
Plakötunum hefur nú verið komið
fyrir á víð og dreif um borgina, en
einnig má sjá hönnun þeirra prýða
um 100 strætóskýli í bænum.
Aðspurð segist Helga hafa haft
samband við Maríu Lilju Þrastar-
dóttur, upphafskonu Druslugöng-
unnar á Íslandi, að fyrra bragði og
beðið um að fá að vera með. „Ég
hafði samband við hana í maí og
sagðist vera meira en tilbúin að
hjálpa ef það væri eitthvað sem ég
gæti gert. Hún svaraði mér mánuði
seinna og sagðist ætla að búa til
skapandi hóp sem ég gæti verið í.“
Helga hafði í kjölfarið samband við
þau Grétu og Steinarr og fékk þau í
lið með sér. „Mér finnst ótrúlega
gaman að geta unnið fyrir Druslu-
gönguna og það er mjög stórt að fá
að sjá um allt útlitið,“ segir hún.
Varningurinn verður til sölu í
sjálfri göngunni, en einnig verður
hægt að fjárfesta í honum á bjór-
kvöldi Druslugöngunnar sem fer
fram í kvöld kl. 20.00 á skemmti-
staðnum Brikk. Þar mun fara fram
skiltagerð Druslugöngunnar og auk
þess verður lagið D.R.U.S.L.A.
frumflutt, en það er samstarfsverk-
efni Reykjavíkurdætra, Ásdísar
Maríu og Halldórs Eldjárn og var
samið sérstaklega fyrir gönguna.
Hanna fyrir Druslugönguna
Útbjuggu plak-
öt, boli, taupoka
og tyggjótattú
Morgunblaðið/Kristinn
Hönnuðir Þær Gréta Þorkelsdóttir (t.v.) og Helga Dögg Ólafsdóttir eru í hönnunarteymi Druslugöngunnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samhugur Druslugangan verður farin á laugardaginn næsta, 26. júlí.