Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014 Fórnarlamba minnst Eftir útifund á Ingólfstorgi í gær til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza lögðust um það bil 700 manns á Arnarhól til að minnast þeirra sem liggja í valnum á svæðinu. Árni Sæberg Nýlega kom út skýrsla um stærð- fræðikennslu í fram- haldsskólum og að ósekju vakti hún at- hygli. Helstu nið- urstöður hennar voru þær að stærðfræði- kennslu væri ábóta- vant á framhalds- og grunnskólastigi og að vel þurfi að huga að stærðfræðikennslu til framtíðar. Bent var sérstaklega á þann þátt að menntun stærð- fræðikennara á framhaldsskólastigi væri ábótavant, vegna þess að þeir væru flestir ekki menntaðir í faginu stærðfræði. Nú er það svo að flestir þeir kenn- arar sem kenna stærðfræði í fram- haldsskólum eru vel menntaðir, oft með margra ára nám í líkum grein- um eins og verkfræði og eðlisfræði, eða sem reynslumiklir kennarar í greininni, menntaðir af Mennta- vísindasviði HÍ. Þannig er það alla- vega í okkar skólum og það er því mikil einföldun, líkt og ráðherra benti á, að taka þennan þátt sér- staklega út til að skýra þann vanda skólakerfisins. Hér kemur fjölmargt annað til. Það vakti athygli okkar að í skýrslunni kom fram að há- skólakennurum þyki lítið til þekk- ingar nýnema á stærðfræði koma. Þetta er gömul saga og ný, enda höf- um við töluvert orðið varar við þessa tilhneigingu skólastiga til að benda á næsta skólastig á undan til þess að útskýra þekkingar- og eða getuleysi nemenda sinna. Í félagsgreinum kunna nemendur hvorki að lesa né skrifa almennilegan texta, í stærð- fræði vantar mikið upp á skilning á algebru og almenna færni. En hvert leiðir svona hugsun okkur – háskól- inn bendir á framhaldsskólann, framhaldsskólinn á grunnskólann, grunnskólinn á leikskólann og hvert svo? Í vögguna? Þetta hlýtur að sýna að samráð vanti á milli skólastiga, því tímarnir breytast og mennirnir með og öll skólastigin hljóta að þurfa að aðlaga sig að breyttum áherslum, nýrri tækni og jafnvel gjörbreyttu sam- félagi. Þessa tækni þurfum við að nota til að finna nýjar leiðir til efla og örva huga nem- enda. Svokölluð hvít- bók ráðherra gefur fyrirheit um einmitt þetta. Þar eru m.a. lagðar línur að lestr- arátaki þvert á öll skólastig og hugað er að brottfalli nemenda úr framhaldsskólum, þá með áherslu á þriggja ára stúdents- próf. Og línurnar voru lagðar með samráði fagfólks af öllum skólastig- um. Þetta hlýtur einnig að beina spjót- unum að nemendum sjálfum og þeirra nærumhverfi. Oft er talað um að ákveðið agaleysi ríki meðal nem- enda og ekki sé alltaf næg virðing borin fyrir náminu og kemur þetta m.a. fram í fyrrnefndri skýrslu. Að okkar mati þurfum við, bæði skóla- fólk og samfélagið í heild, að beina sjónum okkar meira að viðhorfi nemenda og almennings gagnvart námi. Við sem kennarar finnum fyr- ir þessu virðingarleysi víða, en þó mest virðingarleysi nemenda fyrir sjálfum sér, tíma sínum, orku og hæfileikum. Ef til vill getur hug- myndin um þriggja ára stúdentspróf undið ofan af þessu virðingarleysi og oft sinnuleysi. Skarpari tímarammi, jafnvel lotukerfi, gæti vel hentað ungu fólki nútímans sem hugsar oft hratt, notar marga miðla samtímis til að leita að lausnum og hefur nokkuð hnitmiðaða framtíðarsýn. Tökum því höndum saman og auk- um samvinnu milli allra skólastiga og berum virðingu hvert fyrir öðru. Eftir Erlu Sigríði Ragnarsdóttur » Skarpari tíma- rammi, jafnvel lotukerfi, gæti vel hentað ungu fólki nú- tímans sem hugsar oft hratt og notar marga miðla samtímis til að leita að lausnum. Erla Sigríður Ragnarsdóttir Höfundur er sögukennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Ekki benda á mig Rithöfundar og fræðimenn, sem hafa neitað að lúta höfði fyrir kröfum valdhaf- anna, hafa ætíð neyðst til að annaðhvort fara í útlegð eða dúsa í fangelsi. Strax á forn- öld var Sókrates dæmdur fyrir að „spilla ungviðinu og hafna guðunum“. Hon- um bauðst að velja milli tveggja kosta, annaðhvort að fara í útlegð, það er að segja að vera vísað úr landi, eða verða tek- inn af lífi ella. Sókrates kaus aftök- una frekar en að lifa kvalafullu og einmana lífi í útlegð. Hann kaus að tæma í friðsæld eiturbikarinn, sem honum var réttur, og sofna svefn- inum langa. Skáldið Óvíd kvaldist um árabil í hreinsunareldi útlegð- arinnar í bænum Tomis við strönd Svartahafsins. Ágústus keisari sendi hann í útlegð þar sem hopn- um fannst erótískur skáldskapur Óvíds grafa undan áformum hans um að láta Rómverja lifa siðsamara lífi. Heimþrá Óvíds var eins og sjúkdómur sem tærði hann upp dag eftir dag, ár eftir ár þar til hann við lok ævinnar neyddist til að sætta sig við örlög sín. Útlagar á öllum tímum Hvorki liðnar aldir né okkar tímar eru betri en fornöld þegar kemur að frelsinu til tjáningar og hugsunar. Þegar bolsévikarnir tóku völdin í Rússlandi neyddust margir gagnrýnir höfundar til að fara í út- legð eða voru lokaðir á geðsjúkra- húsum. Í síðari heimsstyrjöld neyddust margir rithöfundar úr röðum gyðinga og stjórnarandstæð- inga til að fara í útlegð út af offorsi og ódæðisverkum nasista. Herfor- ingjastjórnir í Rómönsku Ameríku, Grikklandi, Tyrklandi og ýmsum Afríkulöndum hröktu einnig marga rithöfunda í útlegð. Svipaða sögu var að segja af baath-kerfinu í arabaheiminum og íslömskum bók- stafstrúarmönnum með byltingu Khomeinis í fararbroddi. Kúgun hefur á öllum tímum verið orsök þess að rithöfundar hafa neyðst til þess að búa í útlegð. Okk- ar tímar eru engin undantekning og margir rithöfundar hafa flúið til Svíþjóðar til að komast undan kúgun. Svíþjóð er nú það land í Evrópu þar sem eru flestir rithöf- undar sem búa í út- legð. Í sænska rithöf- undasambandinu eru nú mörg hundruð fé- lagar sem tilheyra ólíkum málsamfé- lögum. En þótt margir þeirra hafi verið viðurkenndir og þekktir heima fyrir eru þeir óþekktir í Svíþjóð. Hvort það stafar af vanþekkingu, áhugaleysi eða jafnvel hreinni yfirsjón hins sænska menningarheims veit ég ekki. En áhugaleysið um bókmenntir þeirra hefur átt þátt í að einangra þá og dæma texta þeirra í skjalasafn gleymskunnar. Þegar rætt er um hina fjölmenningarlegu Svíþjóð birtast oftast einfaldaðar myndir Svíum fyrir hugskotssjónum og að- eins fáir gera sér grein fyrir hversu verðmætir þessir útlægu rithöf- undar hafa verið sænskri menningu og bókmenntum. Það er áhuga þessara rithöfunda að þakka að sænskar bókmenntir hafa almennt og sænskar barna- og unglingabók- menntir sér í lagi verið þýddar á fjölda tungumála og breiðst út um heiminn. Framlag útlægra höfunda Anders Olson, höfundur bók- arinnar „Griðastaður orðsins“, er þeirrar hyggju að útlægir rithöf- undar hafi átt þátt í að leggja grunninn að nútímabókmenntum í Evrópu. Í „Griðastað orðsins“ er lýst með einstökum hætti hvernig það er að vera rithöfundur og búa í útlegð og hvernig það hefur áhrif á bókmenntirnar. Persónulega hefði ég viljað að í bókinni væri kafli um útlæga rithöfunda í Svíþjóð und- anfarin 30 til 40 ár. Á þeim tíma hafa útlægir rithöfundar í Svíþjóð lagt grunn að þróun ákveðinna tungumálahópa og bókmenntir þeirra hafa blómstrað. Orðið „Stokkhólmsskólinn“ er nú notað til að lýsa hinum sérstaka stíl nokk- urra kúrdískra rithöfunda sem eru búsettir í Svíþjóð. Kúrdískir rithöf- undar upplifðu að móðurmálið var bannað í heimalandinu og líkt og margir aðrir höfundar drógust þeir í faðm móðurmálsins í útlegðinni. Móðurmálið varð öruggur staður þar sem þeir gátu farið um að vild og skapað sína eigin heima. Jafnvel þótt Beckett hafi skrifað „Beðið eft- ir Godot“ á frönsku, Nabokov skrif- að „Lolitu“ á ensku og Theodor Kallifatides heilu bækurnar á sænsku, er ekki létt fyrir höfunda fagurbókmennta að færa sig yfir í nýtt tungumál. Þrátt fyrir áratugi í útlegð hélt Gombrowicz áfram að skrifa á pólsku líkt og margir aðrir útlægir rithöfundar halda áfram að skrifa á móðurmáli sínu. Gömlu og nýju heimkynnin Hvort sem rithöfundar í útlegð skrifa á móðurmálinu eða hafa skipt yfir á sænsku stendur umfjöllunar- efnið eftir; þráðurinn í verkum þeirra er á milli gömlu heimkynn- anna og þeirra nýju, þeir fara hvað eftir annað í tregafullar ferðir fullir fortíðarþrár til horfinna tíma. Ódysseifur barðist í tvo áratugi til að snúa aftur til sinnar elskuðu Íþöku og trúu Penelópu. En fæstir þeirra rithöfunda sem búa í útlegð í Svíþjóð eiga sér Íþöku eða trygga Penelópu, sem bíður þeirra. Þeir búa og munu sennilega alltaf koma til með að búa hér. Bókmenntir þeirra eru og munu verða hluti af sænskum bókmenntum. Rétt eins og Albert Carlsson, í „Þín stund á jörðu“ eftir Vilhelm Moberg, sem eftir mestan hluta lífs síns í útlegð býr á eftirlaunum í hótelherbergi á Laguna Beach í Kaliforníu. Hann hugsar um líf sitt og ferðast í þönk- um sínum á milli Smálanda æsku sinnar og tilverunnar í Kaliforníu. Eftir Firat Cewerî »Kúgun hefur á öllum tímum verið orsök þess að rithöf- undar hafa neyðst til þess að búa í útlegð. Firat Cewerî Höfundur er rithöfundur búsettur í Svíþjóð. Hann skrifar fagurbók- menntir á kúrdísku og greinar á sænsku og tyrknesku. Hann hefur um árabil verið í forustu útlaga- nefndar Pen í Svíþjóð. Móðurmálið lifir í útlegðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.