Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014 ✝ Ástríður HafdísGuðlaugsdóttir Ginsberg fæddist í Reykjavík 16. júní 1948. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítala 16. júlí 2014. Foreldrar voru Guðlaugur Júlíus Þorsteinsson, stýri- maður, f. 27. júlí 1909 í Reykjavík, d. 9. september 1974 og eftirlifandi móðir, Guðrún Jónsdóttir, hús- freyja, f. 18. júní 1911 að Bala í Gnúpverjahreppi. Systkini Ástríðar eru: 1) Hilmar, f. 2. des- ember 1930, m. Jóna G. Steins- dóttir, f. 6. desember 1928, 2) Þorsteinn Rínar Guðlaugsson, f. 4. júní 1934, d. 9. apríl 2014, eft- irlifandi kona hans er Aðalheiður Birna Gunnarsdóttir, f. 13. mars 1943, 3) Kristín Jóna, f. 17. febr- þar við bókhald og almenn skrif- stofustörf. Árið 1986 vann hún við bókhald og sem launa- gjaldkeri hjá Bændasamtök- unum og síðar hjá Harðviðarvali. 1999 var Ástríður ráðin til Tæknigarðs hf. til að annast mót- töku hússins og almenn skrif- stofustörf fyrir Rannsóknaþjón- ustu Háskóla Íslands auk þess að vera aðstoðarkona forstöðu- manns stofnunarinnar. Mest sinnti hún verkefnum fyrir Landskrifstofu Mennta- áætlunar ESB á Íslandi og tók virkan þátt í að byggja upp þjón- ustu við evrópskt samstarf. Ást- ríður varð starfsmaður Rannís – Rannsóknamiðstöðvar Íslands þegar Evrópuverkefni voru flutt þangað í ársbyrjun 2013 og starf- aði þar til dauðadags. Ástríður verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, 24. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 15. úar 1937, m. Krist- ján K. Pálsson, 15. júlí 1933, d. 4. nóv- ember 2012. Árið 1969 giftist Ástríður Heinz Die- ter Ginsberg, f. 27. feb. 1939. Foreldrar Wilhelm Ginsberg, f. 20. mars 1901, d. 15. júní 1942 og Hertha Christine Rosenkaimer Gins- berg, f. 28. feb. 1912, d. 28 des. 2000. Ástríður lauk barnaskólaprófi frá Melaskóla árið 1960 og Gagn- fræðaskólaprófi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík 1964. Hún starfaði fyrstu árin hjá Vélsmiðj- unni Hamri en á árunum 1969- 1984 bjó hún ásamt eignmanni sínum í Írlandi, Nigeríu, Botsv- ana og í Þýskalandi sem var hennar annað heimili og starfaði Ásta frænka er látin aðeins sextíu og sex ára. Maðurinn býr yfir tækni til að senda menn til tunglsins en hefur ekki enn náð að finna lækningu við sjúk- dómnum sem dregur allt of marga unga sem aldna til dauða, krabbamein. Það er ekki nema rúmt ár síðan Ásta frænka geindist með þennan sjúkdóm og voru síðustu vik- urnar vont stríð. Ásta var föðursystir mín en ekki nema árið á milli okkar, ég einu ári yngri, þannig að við vorum frekar sins og systur, ég naut þess því ef Ásta fékk dúkkuvagn frá mömmu sinni og pabba, þá fékk ég líka dúkku- vagn frá ömmu og afa og ef Ásta fékk sendar dúkkur frá föðursystur sinni sem bjó í Am- eríku fékk ég líka og það gleymist aldrei að þegar Ásta fékk fyrstu nælonsokkana 11 ára hætti ég ekki að suða fyrr en amma gaf mér líka. Ásta frænka átti viðburðaríka ævi. Hún kynnist ung Dieter, Þjóðverja sem var að vinna hér á Íslandi, giftist honum og bjuggu þau víða um heim þar sem Dieter vann hjá stórum verktakafyrirtækjum við virkj- anir, fyrst á Írlandi, síðan í Afr- íku en lengst af bjuggu þau í Þýskalandi við ýmis störf. Heimsóttum við þau bæði til Ír- lands og svo oft til Þýskalands og móttökurnar alltaf höfðing- legar. Áríð 1997 flytjast þau síð- an til Íslands. Þeim varð ekki barna auðið en reyndust mínum börnum alltaf vel og yngsta dóttir mín heitir Guðrún Ásta í höfuðið á elsku ömmu minni og Ástu frænku, held ég að henni og þeim báðum hafi þótt vænt um það. Lífið er undarlegt og okkur ekki gert að skilja það, elsku amma, vel ern, 103 ára gömul, sér nú á eftir yngsta barni sínu og aðeins fyrir þremur mán- uðum dó Dinni, sonur hennar, áttræður. Eftir lifa systkinin Systa og pabbi, hann Malli. Ásta frænka var mjög góður kokkur og var óspör á að gefa okkur uppskriftir og ráðlegg- ingar um matseld og meðferð matar, þá var hún góður bakari og komu þau Dieter aldrei svo í Mallakot að það væri ekki kaka með í farteskinu. Við vorum saman í leikfimishópi í mörg ár sem hittist alltaf tvisvar í viku og svo var gleði inná milli og var Ásta sjálfskipuð í matseld- ina og hafði hún Siggu spriklara með sér í því, alltaf jafn gott hjá þeim. Ásta frænka gat verið stjórn- söm og féll það nú ekki alveg alltaf í kramið en mikið lifandis skelfing vildi ég að hún gæti núna stjórnað öllu og öllum í kringum sig, við komum til með að sakna þess óskaplega. Ég, Bóbó og börnin okkar öll eigum góðar minningar um Ástu frænku og söknum hennar sárt, Dieter minn, megi allar góðar vættir halda utan um þig. Hvíl í friði, Ásta frænka. Steingerður. Allt of snemma hefur góð vinkona, nafna og samstarfs- kona til fimmtán ára kvatt þennan heim, hennar verður sárt saknað. Ég minnist þess þegar Ásta kom til starfa í Tæknigarði og hjá Rannsóknaþjónustu Háskól- ans, hve fljótt kom í ljós að hún myndi annast okkur öll með góðu skipulagi, hlýju og einnig ákveðni. Hún vann störf sín af einlægni og heilindum en ekki nóg með það, heldur bakaði hún gómsætar kökur sem hún færði okkur í kaffitímum, bjó til sultu úr berjum sem hún tíndi hjá starfsfélögum og færði okkur og svo safnaði hún öllum góðum uppskriftum bæði handavinnu- og mataruppskriftum og dreifði til samstarfsfélaga. Ásta var góður vinur, fylgdist vel með öllu sem gerðist hjá vinnufélögum, tók þátt í gleði og sorgum hjá okkur eins og hjá stórfjölskyldu sinni og hún talaði alltaf um börn og barna- börn systkina sinna sem væru þau hennar eigin. Þá hafði hún mikinn áhuga á ferðalögum, þá helst til Þýskalands, þar sem hún og Dieter höfðu búið lengi. Og sem dæmi um skipulags- hæfileika hennar og hugulsemi, þá skipulagði hún fyrir okkur hjónin 4 daga Þýskalandsdvöl, merkti á kort hvert við áttum að fara, í bók hvað ætti að skoða og sendi okkur upplýs- Ástríður Hafdís Guðlaugsdóttir Ginsberg Við kveðjum elskulegan bróður með miklum sökn- uði. Það var mikið áfall þegar hann greindist með bráðahvítblæði fyrir stuttu. Engan gat grunað það, hann hafði verið eins og venjulega, hress og í fullu fjöri. Hann var yngstur systkinanna, agnarlítill við fæðingu (aðeins átta merkur), fyrir ást og ein- staka umhyggju móður okkar dafnaði drengur og óx vel. Brot úr litlu ljóði sem hún samdi til Hauks er góð kveðja hér. Sonur minn. Litli sveinninn ljúfi, ljós á vegi mínum, sefur sætt og rótt. Ástarengill vaki yfir beði þínum góði, góða nótt. Hann var 12 ára þegar fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur. Aðspurður hvort ekki hafi verið erfitt fyrir sveitastrákinn að byrja í nýjum skóla, lét hann ekki illa af því. Smá tilraun í fyrstu að tuska strák til með því að kaffæra í snjóskafli, en hann borgaði fyrir sig næsta dag. Eft- ir það voru allir góðir vinir. Í Verslunarskólanum kynntist hann einum af sínum bestu vin- Haukur Hannesson ✝ Haukur Hann-esson fæddist þann 15. ágúst 1936. Hann lést 12. júlí 2014. Útför Hauks fór fram 21. júní 2014. um, Heiðari, hann var þá kominn með „dansbakteríuna“ og fékk Hauk með sér í Dansskóla Ríg- mor Hanson, þar sem þeir nutu sín vel og voru fljótlega gerðir að aðstoðar- kennurum. Haukur lagði það nú samt ekki frekar fyrir sig, en hafði alltaf gaman af að dansa. Hann tók líka þátt í ýmsum íþróttum, m.a. körfubolta og var um tíma í landsliðinu. Við eigum minningar um góð- an og skemmtilegan bróður. Í mörg ár hefur það verið venja hjá okkur systkinunum að hittast einu sinni í viku og spila kana og spjalla. Nú er skarð fyrir skildi en spilað verður eitthvað áfram og hver veit nema hann fylgist með og brosi kíminn ef heyrist sagt KANI! Eftir að Haukur og María hættu störfum hafa þau notið þess að sinna sínum hugðarefn- um. Fóru mikið norður á æsku- stöðvarnar á Hvammstanga og í Vatnsdalinn, en þar vann Hauk- ur mikið starf frá fyrstu tíð. Eins hafa þau stundað golf og farið með vinahópi til útlanda í golf- ferðir. María hefur stutt sinn mann einstaklega vel þessa erfiðu mán- uði og Haukur hefur notið þess að hafa börn og barnabörn í ná- vist sinni. Við vottum þeim öllum innilega samúð og óskum þeim alls góðs. Ásta, Jón og Auður. Í frétt Mbl.is þann 27. júní er ítrekað fullyrt að kísilvinnsla sé hreinni en ál- vinnsla. Staðhæf- ingin er ekki beinlínis útskýrð en af samhenginu má ráða að hún byggist alfarið á því að kísilverin eru minni en ál- ver. Á sama hátt má segja að jeppar séu hreinni samgöngu- máti en strætisvagnar. Hver jeppi mengar jú minna en hver strætisvagn. En augljóst er að það segir ekki alla söguna um umhverfisáhrifin; skoða þarf mengun á hvern farþega. Hvernig berum við þá sam- an mengun frá ólíkum gerðum stóriðjuvera? Fram- leiðslumagn í tonnum er léleg- ur mælikvarði því afurðir eru gerólíkar og það hefur í sjálfu sér enga þýðingu hvort þær eru léttar eða þungar. Á þann mælikvarða yrði blýverk- smiðja alltaf umhverfisvænst en dúnhreinsun mesti um- hverfissóðinn, hvort tveggja líklega óverðskuldað. Skyn- samlegra er að miða við orku- notkun hverrar verksmiðju, því að með uppbyggingu stór- iðjuvera er jú verið að ráðstafa takmörkuðum orkuauðlindum og eitt af því sem við viljum gjarnan vita er hvaða ráð- stöfun orkunnar veldur minnstri mengun. Í frétt Mbl.is voru birtar upp- lýsingar um bæði mengunina og orkuna: sýnd var aflþörf þeirra þriggja kís- ilmálmverk- smiðja sem til stendur að reisa hér á landi ásamt áætlaðri losun þeirra á CO2 (koltvísýringi) og SO2 (brennisteinsdíoxíði), og sömu upplýsingar um álverið á Grundartanga. Í fréttinni var því miður ekki reiknuð losun á hvert megavatt, en það er vitaskuld sáraeinfalt út frá þessum upp- lýsingum. Í ljós kemur alger- lega skýr og afdráttarlaus nið- urstaða: álverið losar margfalt minna af CO2 á hvert megavatt en hver kísilmálmverksmiðja eða 880 tonn samanborið við 2.300-3.490 tonn, og sömuleiðis umtalsvert minna af SO2 eða 6,7 tonn samanborið við 8-11,9 tonn. Sú fullyrðing blaðamanns, sem einnig er höfð eftir starfs- manni Umhverfisstofnunar, að álver mengi „hlutfallslega meira“ en kísilmálmverk- smiðjur er því úr lausu lofti gripin og gengur þvert gegn tölunum í fréttinni sjálfri. Enda hefur viðkomandi starfs- maður Umhverfisstofnunar staðfest að þetta orðalag, „hlutfallslega meira“, hafi ekki verið í samhengi við innihald greinarinnar heldur hafi upp- lýsingar af hans hálfu átt við um heildarlosun efna út í um- hverfið frá hverri og einni verksmiðju. Það kemur engum á óvart að jeppinn sé hreinni en stræt- isvagninn ef skoðuð er heild- arlosun. Eftir stendur, og meiru skiptir, að strætisvagn fullur af fólki er hreinni á hvern farþega. Vart þarf að taka fram að skoða þyrfti fleiri þætti, bæði jákvæða og neikvæða, til að meta umhverfisáhrif í heild, en hvað efnistök þessarar fréttar snertir er niðurstaðan alveg skýr og afdráttarlaus. Áliðnaðurinn gengst að sjálfsögðu við þeirri mengun sem hann veldur. Hann stend- ur að mörgu leyti sterkt að vígi hvað það varðar. Og öll viljum við njóta sannmælis. Álver hreinni á megavatt Eftir Ólaf Teit Guðnason Ólafur Teitur Guðnason » Sú fullyrðing að álver mengi „hlutfallslega meira“ en kísil- málmverksmiðjur er úr lausu lofti gripin og gengur þvert gegn tölunum í fréttinni sjálfri. Höfundur er upplýsinga- fulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi. Flestir vís- indamenn eiga sér óskastöðu þegar fram í sæk- ir. Hún er sú að ná að öðlast þekk- ingu sem lengst, leggja fram efni til framþróunar sinna fræða, miðla þekkingu og reynslu og ná að vekja aðra til dáða. Þor- steinn Ingi Sigfússon getur sextugur horft um öxl og ver- ið ánægður með sína stöðu – nú sem starfandi forstjóri Ný- sköpunarmiðstöðvar Íslands (NMÍ) frá árinu 2007. Hún hefur náð mjög góðum ár- angri og stefnir ótrauð áfram. Eðlisfræðingurinn með sitt doktorsnám í Cambridge, verðlaunaðan rannsóknaferil þar, í Rússlandi og hér heima, og prófessorsstöðu við Há- skóla Íslands hefur vakið, ásamt dugmiklu liði NMÍ, mikilvæga nýsköpun á tímum þegar samfélagið hefur þarfn- ast hennar sem aldrei fyrr. Það gerist með hæversku en þunga, hugmyndaauðgi og reynslu, dugnaði og lempni, jafnt gagnvart þeim sem skapa og þeim sem ráða yfir fjármagni og stjórnkerfi landsins. Lykilbók um nýsköpun Ákveðið var að halda upp á þessi tímamót á ferli Þor- steins Inga með útgáfu bókar rúmlega þrjátíu höfunda um jafn mörg efni sem varða vís- indi og nýsköpun í landinu, starfssvið Þorsteins Inga og sögu NMÍ. Hún nefnist Þekk- ingin beisluð – nýsköpunarbók og er rúmar 600 blaðsíður að lengd. Fyrir stórri ritnefnd fór ritstjórinn Árdís Ármanns- dóttir og um út- gáfuna sá Hið ís- lenska bókmenntafélag. Bókin er bæði vönduð og smekkleg og all- ir kaflarnir með enskum út- drætti. Í bókinni eru til dæmis greinar um stóru dráttar- klárana meðal nýsköpunar- fyrirtækjanna, svo sem Marel og Össur, um minni en vel gróna brautryðjendur á borð við Vaka-fiskeldiskerfi og DNG og fleiri, fjölbreytt ný- sköpunarverkefni, til dæmis í samgöngum með grein frá Ís- lenskri nýorku um þýðingu vetnis í þeim. Þar kallast efnið á við bók Þorsteins Inga, Dögun vetnisaldar, sem kom út 2008. Aðrir kaflar fjalla til dæmis um rannsóknir sem stundaðar eru við Háskóla Íslands, um mannauð, nýsköpun og menntun á landsbyggðinni með mótun Háskólans á Ak- ureyri og Fab Lab og einnig með mótun enn eins vísinda- og menntasetursins sem er Háskólinn í Reykjavík. Sagn- fræði samtímans er gerð skil meðal annars með köflum um tilurð samfélagsins að Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og einnig frumkvöðlastarf NMÍ. Hvernig og hvar fer það fram. Lykilgreinar um fjár- mögnun nýsköpunar er að finna í bókinni, ásamt grein- um um klasastarfsemi – ný- mæli sem hefur sýnt mátt sinn í jarðhita- og sjáv- arútvegsklösum. Þá er fjallað í einum kafla um nýsköpun í ferðaþjónustu. Flestar grein- arnar eru ýmist vel leiðbein- andi eða höfða sem fróðleikur til almennings en nokkrar fræðilegar greinar eru þar líka, svo sem um vistvæna steypu, íslenska álvinnslu, kísiljárn og rafeindasmásjá NMÍ. Og þrír rússneskir sér- fræðingar fjalla um efnara- fala en í því verkefni hefur Þorsteinn Ingi verið ötull samstarfsmaður. Skapandi greinar koma við sögu, mál- verk Tolla á kápu og grein um útrás íslenskrar tónlistar. Á erindi við marga Nýsköpunarbókin á erindi við afar marga, og ekki hvað síst við þá sem stýra skipulagi og fjármögnun nýsköpunar í landinu. Á að vera þeim skyldulesning. Í snörpu og fróðlegu viðtali Guðrúnar Pétursdóttur við Þorstein Inga (niðurlag bók- arinnar) segist hann langa til að vinna við að nálgast kjarnasamruna sem er ein nýrra leiða til öflugrar og vistvænnar orkuöflunar. Bók- in sjálf er eins konar kjarna- samruni og minnir á að hin raunalegi málsháttur (með orðum Þorsteins Inga), að ekki verði bókvit í askana lát- ið, er fjarri réttu lagi í nútíma samfélagi. Þetta greinarkorn er skrifað til að vekja athygli á bókinni. Gagnlegt bókvit um nýsköpun Eftir Ara Trausta Guðmundsson Ari Trausti Guðmundsson »Nýsköpunar- bókin á erindi við afar marga, og ekki hvað síst við þá sem stýra skipulagi og fjármögnun ný- sköpunar í landinu. Höfundur er jarðvísinda- maður og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.