Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014 duxiana.com Hryggjarstykkið í góðum nætursvefni D U X® ,D U XI A N A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n A B 20 12 . Stuðningur við hrygginn er grundvallaratriði fyrir góðum nætursvefni. DUX rúmið með sýnu einstaka fjaðrakerfi styður hann svo sannarlega. DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950 Baldur Arnarson Þorsteinn Ásgrímsson Fjöldi hótelherbergja í miðborg Reykjavíkur hefur aukist um 40% frá árinu 2008 og fjöldi hostelrúma fjór- faldast. Framboðið mun aukast enn á næstu árum, auk þess sem ýmsir hót- eleigendur hyggja á stækkun. Þetta leiðir úttekt Morgunblaðsins í ljós en samantektin byggist á sam- tölum við fjölda einstaklinga í hót- elgeiranum á síðustu vikum. Tekið skal fram að hér er ekki um endanlega samantekt að ræða. Þá verður mikil fjölgun leiguíbúða til ferðamanna tekin fyrir í Morgun- blaðinu á næstu dögum, ásamt því sem fjallað verður um gistiheimili. Eins og rakið er á síðunni hér til hliðar er KEX Hostel að íhuga stækkun. Þá staðfestir Kristófer Oli- versson, framkvæmdastjóri Center Hotels, að horft sé til enn frekari stækkunar en gerð er grein fyrir í töflunni hér til hliðar. Eigendur 101 Hotel Reykjavík skoða nú möguleika á að stækka hótelið vestur eftir á Hverfisgötunni. Ingibjörg Pálma- dóttir, eigandi hótelsins, gaf ekki kost á viðtali vegna þessa. Bera víurnar í áberandi eignir Fjárfestar horfa til fleiri eigna und- ir hótelrekstur en hér eru tilgreindar. Má þar nefna Laugaveg 120 en Arion banki var þar með útibú þar til nýver- ið. Einnig mætti nefna hús Íslands- banka í Lækjargötu en í báðum til- fellum hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um framtíðar- notkun húsanna. Gefa þessi dæmi tilefni til að ætla að samantektin hér til hliðar vanmeti fyrirhugaða hóteluppbyggingu. Þá skal ítrekað að hundruð íbúða í miðborginni hafa verið leigð út til ferðamanna á síðustu árum og bætast þær við framboðið. Fjallað verður um þær í blaðinu á morgun. Meðal hótelkeðja sem undirbúa fjölgun hótelherbergja í Reykjavík á næstunni eru KEA-hótelin. Þau undirbúa byggingu 100 her- bergja hótels á Hverfisgötu, ásamt stækkun Hótels Borgar og opnun nýs hótels í húsi Reykjavíkurapóteks. Ólafur Ágúst Þorgeirsson, hótel- stjóri Hótels Borgar, segir félagið horfa til efnaðri viðskiptavina varð- andi síðastnefndu hótelin tvö. „Þetta verða fjögurra stjörnu hót- el, bæði tvö. Stærsti kúnnahópur okk- ar er efnaðir Bandaríkjamenn. Við sjáum að það er þörf fyrir svona gist- ingu hjá þessum hópi. Þeir vilja gæðagistingu. Svo eru það dagsferðir og þyrluferðir. Þeir vilja einkaferðir með einkabílstjóra en ekki skipulagð- ar rútuferðir. Þeir vilja fara á góða veitingastaði.“ Kvarta ekki undan genginu – Horfið þið til frekari stækkunar á öðrum stöðum í miðborginni? „Það er alltaf verið að skoða hluti en það er ekki tímabært að greina frá því á þessari stundu.“ – Það sjónarmið hefur heyrst að farið sé of geyst í uppbygginguna? „Það er að byggjast upp alveg gífurlega mikið framboð. Við teljum hins vegar að það sé þörf á hótelum í þeim gæðum sem við munum bjóða upp á. Það gæti hins vegar þurft að fara að hægja á uppbyggingu tveggja til þriggja stjörnu hótela. Þessu má fara að linna. Við getum ekki enda- laust byggt upp hótel.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins úr hótelgeiranum hefur stór- aukið framboð leitt til aukinnar sam- keppni og hefur verð á gistingu því lækkað. Dæmi er um að við- skiptavinir hafi afbókað gistingu og svo bókað annars staðar, þar sem gistingin er ódýrari. Því er erfiðara fyrir hótelin að halda uppi því verði sem er nauðsynlegt til að tryggja við- unandi arðsemi. Kristófer Oliversson, fram- kvæmdastjóri Center Hotels, segir reksturinn ganga ágætlega, en að hótelkeðjan finni vel fyrir auknu framboði hótelherbergja á mark- aðnum í Reykjavík. Þúsundir nýrra hótelherbergja  Fjöldi hótelherbergja í miðborg Reykjavíkur hefur aukist um 40% frá 2008  Fjárfestar íhuga hótelrekstur  Hótelstjóri Hótels Borgar telur að hóteluppbyggingunni „þurfi að fara að linna“ Fjölgun hótela og hostela í miðborg Reykjavíkur Staðan fyrir og eftir 2008 Hótel við Hörpu Laugavegur 34a-36*1 Skúli Gunnar Sigfússon Stækkun Center Hotel Skjaldbreið Stækkun Hótel Borg Stækkun Grand Hótel Höfðatorgshótel Erlend hótelkeðja*2 Icelandair Kultura KEA-hótel Óþekktur aðili*3 Stækkun Hótel Marina Stækkun Hótel Klettur Samtals Cabin Hótel Center Hotel Þingholt Hótel Reykjavík Centrum Radison Blu/1919 Park Inn*7 Grand Hótel*8 4th Floor Hotel 101 Hotel Reykjavík Center Hotel Plaza Hótel Nordica Foss hótel Baron Foss hótel Lind Center Hotel Klöpp Hótel Vík/Arctic comfort hotel Hótel Björk Flóki Guesthouse Studio apartments Hótel Frón*5 Center Hotel Skjaldbreið Best Western*6 Hótel Örkin Farfuglaheimilið Laugardal Hótel Óðinsvé Gistiheimilið Borgartún - GJ Hótel Holt Radison Blu Saga Hótel Borg Samtals Samtals 2015-2017 Samtals 2008-2014 Samtals fyrir 2008 Samtals alls Fjölgun eftir 2008 í % Samtals fyrir 2000 Hótel Alda KEA-hótel Reykjavíkurapótek Black Pearl Reykjavík Hótel Hlemmur Square KEA-hótel (Reykjavík Lights Hotel) Loft Hostel in Reykjavík Kirkjuhvol BUS hostel Icelandair Hótel Marina Kex Hostel Hótel Klettur RR hótel City Center hotel Icelandair Natura*4 Reykjavík Backpackers Farfuglaheimilið Vesturgötu Center Hotel Plaza stækkun Center Hotel Arnarhvoll Samtals Austurhöfn Laugavegi 34a-36 Hafnarstræti Laugavegi 16 Pósthússtræti 11 Sigtúni 38 Höfðatorgi Þórunnartúni 4 Hverfisgötu Hverfisgötu 103 Hverfisgötu 78 Mýrargötu 2 Mjölnisholti 12 Borgartúni Þingholtsstræti 3-5 Aðalstræti 16 Hafnarstræti Ármúla Sigtúni 38 Snorrabraut 29 Hverfisgötu 10 Aðalstræti 4 Suðurlandsbraut Barónsstíg Rauðarárstíg 18 Klapparstíg 26 Síðumúla 19 Brautarholti 22-24 Flókagötu 1 Grensásvegi 14 Laugavegi 22a Laugavegi 16 Rauðarárstíg Brautarholti 29 Sundlaugavegi Óðinsgötu Borgartúni 34 Bergstaðastræti 37 Hagatorgi Pósthússtræti 11 Laugavegi 66 Austurstræti 16 Tryggvagötu 18a Hlemmi Suðurlandsbraut 12 Bankastræti 7a Við Dómkirkjuna Skógarhlíð Mýrargötu 2 Skúlagötu 28 Mjölnisholti 12 Hverfisgötu 21 Austurstræti Flugvallarvegi Laugavegi 28 Vesturgötu Aðalstræti 4 Ingólfsstræti 1 250 55 70 27 43 100 342 80 142 100 40 60 80 1.389 252 52 89 88 119 311 32 38 104 248 120 78 46 23 55 73 30 96 33 79 20 50 22 41 209 56 2,364 1.389 911 2.364 4.664 97,3% 706 65 45 10 18 105 17 108 12 86 15 30 220 76 104 911 18 180 198 791 198 989 399,5% 180 1.389 1.702 2.562 5.653 786 248 94 100 185 94 70 791 2017 2016 2016 2016 2016 2016 2015 2015 2015 2015 2015 2015 2015 2007 2006 2006 2006 2005 2005 2005 2003 2003 2003 2003 2003 2001 ~2000 2000 2000 ~2000 1998 1998 1992 1991 1986 1984 1979 1965 1962 1930 Alls 2014 2014 2013 2013 2013 2013 2013 2013 2012 2011 2011 2011 2011 2011 2009 2009 2009 2008 Nafn NafnStaðsetning StaðsetningOpnað Opnað Fjöldi herbergja Fjöldi herbergja Hostel- rúm Hostel- rúm *1 Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framkvæmdir. Hótelið verður 55-60 herbergja. *2 Herbergin verða 80-100. *3 Samkvæmt heimildum blaðsins 40 herbergi *4 Hótelið var endurbyggt 2011. - Upp- haflega 1966 *5 Hótelið hefur stækkað nánast árlega. *6 Áður Hótel Reykjavík.*7 Áður Hótel Ísland. *8 Var breytt árið 2005 í Grand, var áður 100 herbergi.~2000 = Starfsemin hófst um aldamótin. Nákvæmt ártal fékkst ekki uppgefið við vinnslu fréttarinnar Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Fjölgun erlendra ferðamanna frá árinu 2011 til 2013 var 44% á meðan hótelherbergjum í Reykjavík fjölg- aði aðeins um 11%. Það mikla framboð sem mun bætast við á næsta ári er því einskonar leið- rétting á þeim skorti sem hefur byggst upp síð- ustu ár. Þetta segir Davíð Björnsson, for- stöðumaður mannvirkjagerðar og ferðaþjónustu á fyrirtækjasviði Landsbankans. Nýtingarhlutfallið 77% 2013 Nýtingarhlutfall hótelherbergja hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og var yfir allt árið 2013 komið upp í 77%. Davíð segir þetta vera sögulegt hámark og að ef miðað sé við langtímameðaltal og tölur er- lendis frá sé réttara að horfa til 65- 70% nýtingar. Allt tal um framúr- keyrslu í hótelbyggingum eigi því ekki við rök að styðjast. Hann bendir á að hér hafi fjölgun ferðamanna verið milli 10 og 20% síðustu ár, en spáð sé 5% fjölgun á heimsvísu. Jafnvel þótt hlutfallið hér fari niður í 7%, þá þýði það 200 ný herbergi á ári í Reykjavík og ef fjölg- unin er 10% eru það 300 ný herbergi á ári. Til samanburðar fjölgaði her- bergjum í höfuðborginni um 100 á ári frá 2011 til 2013. Enn skortur á hótelherbergjum „Það þarf að horfa á þessar tvær tölur í samhengi,“ segir Davíð og bætir við að þær sýni að enn sé skortur á hótelherbergjum. Vísar hann til þess að samkvæmt spám hafi verið gert ráð fyrir á milli 950 þúsund og einni milljón ferðamanna á þessu ári. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu hefur fjölgun far- þega til landsins verið 29%, en ef sú aukning verður út árið má gera ráð fyrir að ferðamenn verði rétt rúm- lega milljón í heild á árinu. Á næsta ári gerir Landsbankinn ráð fyrir að tæplega 800 hótelher- Aukið framboð mun leiðrétta s  Árin 2011-2013 fjölgaði erlendu ferðafólki langt umfram framboðið Davíð Björnsson Gististaðir spretta upp í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.