Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014 Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi Frábært tilboðsver ð, aðeins 10.990.000 kr. 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun, lyklalaust aðgengi og ræsing. Rafmagnshleri, Xenon og led ljós, panorama, Nappa leðursæti með hita og kælingu, hiti í stýri, fjarlægðaskynjarar að framan og aftan. Alpine hljómkerfi með 8,4” snertiskjá, 40 GB hörðum disk, Bluetooth fyrir símann og tónlistina í símanum þínum. Bakkmyndavél, 8 gíra, sjálfskiptur, mjög fullkomið fjórhjóladrif með lágu drifi. V6, 3.6, 290 hö með eyðslu aðeins 10,4 í blönduðum akstri og 8,2 í langkeyrslu, Rosalega flottir og vel búnir bílar. 17” álfelgur, lyklalaust aðgengi og ræsing. Rafmagnshleri, rafdrifnar afturhurðar, 7 manna. Glertopplúga, leðursæti með hita, hiti í stýri, fjarlægðaskynjarar að aftan. Stow’n go, Xenon, Alpine hljómkerfi með 7” snertiskjá, 40 GB hörðum disk, Blue- tooth fyrir símann og tónlistina í símanum þínum. Bakkmynda- vél, Blue Ray DVD spilari með 2 skjám afturí og aukatengi möguleikum, HDMI, USB o.fl. V6, 3.6, 290 hö með eyðslu aðeins 11,8 í blönduðum akstri og 9,4 á langkeyrslu, 6 gíra sjálfskiptur. Rosalega flottir, vel búnir og mjög rúmgóðir bílar. Jeep Grand Cherokee Overland 2014 Chrysler Town & Country Limited 2014 Við sérpöntumallar gerðirbíla frá USA og Evrópu Bestu lúxus jeppakaupin í dag Hin fullkomni fjölskyldubíll með öllum lúxus Frábært tilboðsver ð, aðeins 8.390.000 kr. Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - isband@isband.is - www.isband.is Opið alla virka daga frá 10-18 – LOKAÐ laugardaga Komdu til okkar og skoðaðu Sigurlaug Gísladóttir, bet- ur þekkt sem tónlistarkonan Mr. Silla, mun efna til tónleika í menningar- húsinu Mengi næstkomandi laugardag. Mr. Silla hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að hafa unnið með sveitum á borð við múm, Snorra Helgasyni, Mice Parade og Low Roar en hún kemur einmitt fram á nýútkominni plötu síðastnefndu sveitarinnar, 0. Mr. Silla nýtur stuðnings þeirra Kristins Gunn- ars Blöndal, Gunnars Arnar Ty- nes, Halldórs Ragnarssonar, Magnúsar Trygvasonar Eliassen og Gylfa Blöndal. Mr. Silla mun flytja nýtt efni í bland við eldra og hefst viðburðurinn á slaginu kl. 21. Mr. Silla í menn- ingarhúsinu Mengi Góð Mr. Silla kem- ur fram í Mengi. Alþjóðlega glæpasagnahátíðin Iceland Noir, Bandalag þýðenda og túlka og Hið íslenska glæpafélag standa að Ísnálinni – Iceland Noir-verðlaununum 2014, fyrir bestu þýddu glæpasöguna. Dómnefnd hefur nú tilnefnt fimm bækur en þær eru eftirfarandi: Að gæta bróður míns (Veljeni vartija) eftir Antti Tuomainen í þýðingu Sig- urðar Karlssonar, Brynhjarta (Panserhjerte) eftir Jo Nesbø í þýðingu Bjarna Gunnarssonar, Hún er horfin (Gone Girl) eftir Gillian Flynn í þýðingu Bjarna Jóns- sonar, Manneskja án hunds (Människa utan hund) eftir Håkan Nesser í þýðingu Ævars Arnar Jósepssonar og Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l’affaire Harry Quebert) eftir Joël Dicker í þýðingu Frið- riks Rafnssonar. Tilnefningar til Ísnálarinnar voru tilkynntar á fæðing- ardegi glæpasagnahöfundarins Raymonds Chandlers, sem fæddur var 23. júlí árið 1888, en hann nýtti sér ísnál sem morðvopn í bók sinni The Little Sister frá árinu 1949. Bókin kom út á íslensku árið 1990, í þýðingu Þor- bergs Þórssonar, og hét þá Litla systir. Verðlaunin verða veitt á Iceland Noir-glæpasagnahátíðinni í Norræna húsinu 22. nóvember næstkomandi. Í dómnefnd sitja Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi menntamálaráðherra, Kolbrún Bergþórsdóttir blaða- maður og bókmenntagagnrýnandi, Magnea J. Matthías- dóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, Quentin Bates rithöfundur og þýðandi og Ragnar Jónasson rit- höfundur. davidmar@mbl.is Best þýddu glæpasögurnar Morgunblaðið/Sverrir Glæpasagnahátíð Verðlaunin verða veitt 22. nóvember næstkomandi í Norræna húsinu í Reykjavík.  Tilnefningar til Ís- nálarinnar tilkynntar Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Hlustendur mega eiga von á reggí- plötu sem verður blönduð mikilli sól og pólitískum þankagangi,“ segir Gnúsi Yones, einn forsprakka reggí- sveitarinnar AmabAdamA en sveitin vinnur hörðum höndum um þessar mundir að sinni fyrstu breiðskífu. Að sögn Gnúsa er ekki enn komið nafn á plötuna, sem kemur út í byrjun októ- ber, en nokkrar hugmyndir eru þó á lofti. Textasmíðin mikilvæg „Við veltum mikið fyrir okkur rétt- læti og kærleika og reynum að taka á því í textagerð okkar. Eins og áður kom fram eru textarnir okkar oft og tíðum heldur pólitískir enda mikið rugl í gangi í heiminum í dag, til að mynda í Palestínu. Það er gott að geta reynt að taka á því í einhverskonar listsköpun,“ segir hann. Lagið „Hossa Hossa“ hefur fengið talsverða spilun í útvarpi landsmanna en það má ein- mitt finna á væntanlegri plötu. „Ég hugsa að við reynum að koma öðru lagi í spilun áður en platan kem- ur út í haust,“ segir Gnúsi og bætir við að það krefjist mikillar skipulagn- ingar að koma allri sveitinni saman á æfingar og í upptökur en meðlimir hennar telja tíu manns. Nafn sveit- arinnar, AmabAdamA, hefur vakið talsverða athygli en sveitin hefur ein- mitt stundum verið titluð Amaba Dama. Gnúsi segir þetta byggt á mis- skilningi. „Okkur fannst svo sniðugt að hafa nafnið í einu orði þar sem það speglast í miðjunni. Á fésbókarsíðu okkar er nafnið hinsvegar í tveimur orðum og það er vesen að breyta því þar sem ekki er hægt að skipta út nafni þegar ákveðið margir hafa líkað við síðuna. Planið hefur þó alltaf verið að hafa þetta í einu spegilorði,“ segir hann ákveðinn. Reggíið á uppleið Gnúsi telur bjarta tíma framundan í íslenskri reggímenningu en sveitir á borð við Hjálma og Ojba Rasta, að ógleymdu RVK Soundsystem, hafa verið að gera góða hluti upp á síðkast- ið. „Það eru hljómsveitir sem maður þekkir vel að standa sig vel og svo hefur maður heyrt af bílskúrsreggí- hljómsveitum sem skjóta vonandi upp kollinum bráðum. Ég held því að reggíið sé klárlega á uppleið. Fólk er að átta sig á því að þetta er tónlist sem hægt er að hlusta á hvenær sem er. Ef manni líður illa þá hughreystir hún mann og ef manni líður vel þá líð- ur manni enn betur við það að skella reggíi á fóninn. Ég upplifi reggíið að minnsta kosti þannig,“ segir Gnúsi. „Við stefnum á að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi. Við viljum í raun spila eins mikið og við getum og kynna plötuna fyrir sem flestum,“ segir hann að lokum en þess skal get- ið að sveitin mun efna til veglegrar út- gáfuveislu þegar platan lítur loks dagsins ljós. Reggí AmabAdamA er ansi fjölmenn sveit en meðlimir hennar eru tíu talsins. Réttlætiskennd í reggíbúningi  AmabAdamA vinnur að breiðskífu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.