Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014 Við vottum fjölskyldu Axels, þeim Tammy, Elsu og Charlie okkar dýpstu samúð. Þeirra miss- ir er mikill. Megi minning um góð- an dreng lifa. Lilja og Magnús. Að alast upp á Þórshöfn á Langanesi á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar voru mikil forréttindi. Við krakkarnir lékum okkur í Löngu fjöru, Hleininni, við Fossána, á bryggjunni, frjáls og áhyggjulaus. Í barnaskólanum réð Pálmi skólastjóri lögum og lofum, með kunnum strangleika en sposkur á svip, en þar var líka ým- islegt baukað. Þegar við lítum til baka var alltaf sól á Þórshöfn, drekkhlaðnir bátar skriðu inn Þistilfjörðinn og feitar fiskiflugur suðuðu á vegg. En svo dimmdi yfir þegar við fengum fregnir af því að æskuvin- ur okkar og skólafélagi, Axel, elsti sonur Pálma og Elsu, væri skyndi- lega fallinn frá í blóma lífsins. Allt í einu er ekkert eins og það var, minningarnar frá æskuárunum verða dýrmætari en áður. Árin hafa liðið og Axel bjó erlendis í mörg ár og sambandið rofnaði eins og gengur en alltaf var ein- hver taug á milli okkar. Maður kynnist mörgu góðu fólki á lífsleið- inni en ræturnar til Þórshafnar eru sterkar og æskufélagarnir þaðan standa hjartanu nær. Við minnumst Axels sem skemmtilegs félaga og vinar með mikinn húmor og fallegt bros. Margt brölluðum við saman sem ekki verður rakið hér en geymist í hjarta okkar. Við vottum eigin- konu hans og börnum, Elsu, systkinum hans, fjölskyldum þeirra og öllum öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Minningin lifir um góðan dreng. Soffía og Helena. Axel Rúnar Pálmason kom til starfa í Seðlabanka Íslands á árinu 1988. Hann kom fyrst til starfa í peningamáladeild bankans og síðar í deild erlendra viðskipta. Á þessum árum voru peninga- markaður, skuldabréfamarkaður og gjaldeyrismarkaður í mótun og tók Axel virkan þátt í uppbygg- ingu þessara markaða. Á árinu 1996 hóf Axel störf á skrifstofu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC. Þar ávann hann sér fljótt traust og varð hægri hönd fastafulltrúa Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn sjóðs- ins. Að loknum skipunartíma á skrifstofunni, söðlaði hann um og gerðist starfsmaður hjá sjóðnum, fyrst á sviði stefnumótunar og eft- irlits, síðan á skrifstofu sjóðsins í New York, uns hann flutti sig í Afríkudeild sjóðsins. Í störfum sínum naut Axel meðal annars reynslunnar af uppbyggingu fjár- málamarkaðar á Íslandi. Axel var oft nefndur okkar maður í Wash- ington, en hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða Íslendinga sem þangað komu í heimsókn eða til starfa. Eftir nærri tveggja ára- tuga starf hafði hann öðlast gott innsæi í starfsemi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Þegar leitað var til sjóðsins í kjölfar hruns bankanna haustið 2008 var gott að eiga slíkan liðs- mann innan starfsliðs stofnunar- innar. Það orð fór af Axel að hann væri harðduglegur og hefði þann eiginleika að sökkva sér djúpt í þau viðfangsefni sem honum voru falin. Á síðari árum þegar hann var ekki á ferðalagi fyrir Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn var hann fasta- gestur í golfklúbbi sjóðsins sem kenndur er við Bretton Woods- útivistarsvæðið. Hann var einmitt á leið á þær slóðir þegar hann féll svo sviplega frá. Það var okkur fyrrverandi sam- starfsmönnum Axels Pálmasonar mikið áfall að heyra af andláti hans. Ég votta Tammy og börn- unum Elsu og Charles samúð mína. Jón Þ. Sigurgeirsson. Fallinn er frá kær vinur og félagi eftir baráttu við ill- vígan sjúkdóm til margra ára. Kynni okkar hófust árið 1973 í gegnum starf Kiwanis- klúbbsins Skjaldar, þar sem Björn var einn af stofnendum klúbbsins árið 1971 og þar sem hann starfaði allt til dauðadags. Fyrir hönd klúbbsins vil ég þakka það góða og óeigingjarna starf sem hann innti af hendi í þágu Kiwanis. Við áttum gott samstarf í bæjarstjórn Siglu- fjarðar í tvö kjörtímabil frá 1982- 1990 og störfuðum einnig saman fyrir Sjálfstæðisfélagið á Siglu- firði þar sem Björn var formaður til margra ára og einnig gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á lands- vísu. Fyrir öll þau störf sem Björn vann á vegum flokksins ber að þakka. Ýmislegt var brallað í gegnum árin og óhætt að segja að betri og traustari vin en Björn er ekki hægt að hugsa sér. Minningarnar munu ylja áfram, t.d. allir bíltúr- arnir sem við fórum í á kvöldin síðustu árin þar sem rædd voru landsmálin sem og málefni sveit- arfélagsins og fjölbreytt mannlíf- ið í bænum skoðað í leiðinni. Já, það var fátt sem ekki var rætt á þessum stundum og mörg mál leyst. Á heimili Björns og Ásdísar voru alltaf hlýjar og góðar mót- tökur og gleðin og hressileikinn í fyrirrúmi. Þau voru samrýmd hjón og gaman að heimsækja þau Björn Jónasson ✝ Björn Jónassonfæddist 4. júní 1945. Hann lést 10. júlí 2014. Útför Björns var gerð 19. júlí 2014. og spjalla. Björn og fjölskylda hans hafa orðið fyrir miklum áföllum í gegnum árin. Fyrri kona Björns andaðist árið 1976, aðeins 31 árs, og seinni kona hans andaðist árið 2013, 65 ára að aldri. Sami sjúkdómur og nú hefur tekið Björn frá ástkærri fjöl- skyldu og vinum felldi þær báðar. Eru þau mikill harmdauði fyrir fjölskylduna og náið samfélagið hér á Siglufirði. Gott fólk sem lét gott af sér leiða. Fjölskyldan skipti Björn öllu máli og sinnti hann henni af kostgæfni alla tíð og bar hag hennar fyrir brjósti. Barnabörnin voru honum mikils virði og ánægjulegt að sjá hann geta sinnt þeim til hins síðasta. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húmskuggi féll á brá, lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó fallli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma sofðu í sælli ró. (Höf ók.) Við þökkum Birni samfylgdina sem aldrei bar skugga á og biðj- um algóðan Guð að styrkja Rakel og fjölskylduna alla í sorginni. Drottinn blessi minningu góðs drengs og vinar. Elín Gestsdóttir og Guð- mundur Skarphéðinsson. Félagar í Lions- klúbbnum Fjölni kveðja í dag virtan og traustan félaga, Birgi J. Jóhannsson tannlækni. Birgir gekk í Lkl. Fjölni árið 1969 og tók mikinn og virkan þátt í starfi klúbbsins óslit- ið í 45 ár. Honum voru falin mörg trúnaðarstörf fyrir klúbbinn, tví- vegis var hann formaður og öðr- um stjórnarstörfum gegndi hann einnig, bæði sem ritari og gjald- keri. Síðustu árin var hann siða- meistari eða ljónatemjari klúbbs- ins og gegndi því starfi af viðeigandi myndugleika. Birgir var einn af þessum máttarstólpum sem starf Lionsklúbba byggist svo mikið á, lét sig helst aldrei vanta á fundi, hann starfaði í flest- um ef ekki öllum nefndum klúbbs- ins gegnum árin og skoraðist aldr- ei undan að taka að sér störf þegar eftir því var leitað. Hann var einn af fyrstu félögum Lkl. Fjölnis sem var kjörinn Melvin Jones-félagi en það er æðsta viðurkenning Lions- hreyfingarinnar. Birgir átti sér athvarf í Flóka- dal, þar sem hann hafði ásamt nokkrum félögum sínum fest kaup á jörðinni Skógum. Síðar reisti hann sér og fjölskyldu sinni sum- arhús í landi Skóga og nutum við klúbbfélagar hans og eiginkonur okkar gestrisni hans og barna hans þar. Mér er minnisstæður stjórnarskiptafundur sem Birgir efndi til á Skógum þegar hann lét af formennsku í klúbbnum í síðara sinnið en þá hittust þar fráfarandi og viðtakandi stjórn. Byrjað var á því að leggja net í nærliggjandi vatn en síðan bauð Birgir upp á fræga kjötsúpu sem hann eldaði af mikilli list. Undir lágnættið var svo vitjað um netin í júnísólinni og gert að aflanum, þrem vænum urriðum. Á eftir voru svo mikil- væg málefni krufin til mergjar fram eftir nóttu. Birgis verður saknað af okkur félögum hans, hann lét til sín taka á fundum og lá ekki á skoðunum sínum en lagði jafnan gott til mála og á hann var hlustað. Hann var góður félagi og sannur Lionsmað- ur í hvívetna. Við félagarnir í Fjölni og konur okkar kveðjum Birgi með söknuði og sendum fjölskyldu og aðstand- endum hans innilegar samúðar- kveðjur. Ottó Schopka. Í dag kveðjum við góðan félaga, golffélaga og kollega. Birgir Jóhann Jóhannsson eða Biggi Jóh., eins og hann var ætíð kallaður og „Big Joe“ svona spari, var flottur karl, virðulegur, heið- arlegur, snyrtilegur til fara og hnarreistur. Við félagarnir í „Tríumvirat- inu“ en svo nefnist æðsta ráð fé- lagsskaparins Tanngolfs, sem var stofnaður 1978 til að halda utan um þetta áhugamál okkar, að stunda golf með öðrum tannlækn- um. Þar hittum við Bigga fyrst fyrir 20–30 árum. Hann var einn af stofnendum þessa félagsskapar og í fyrsta Tríumviratinu ásamt þeim Sverri Einarssyni og Ólafi Björgúlfssyni. Það var tekið vel á móti okkur ungu mönnunum. Í þá daga komum við tannlæknar sam- an nær alla þriðjudaga um sum- artímann og spiluðum golf sam- kvæmt fyrirfram ákveðnu plani. Menn mættu, og spiluðu golf með næsta manni sem mættur var. Það var óháð því, hver getan var, aldurinn var eða annað. Konur og menn bara spiluðu golf. Þetta hef- Birgir Jóhann Jóhannsson ✝ Birgir JóhannJóhannsson fæddist 27. mars 1929. Hann lést 10. júlí 2014. Útför Birgis fór fram 23. júlí 2014. ur reynst okkur hin- um ómetanlegt. Mættu allt að 20-30 manns þegar best lét og var ekki gott fyrir sjúklinga að fá tann- pínu á þessum dög- um. Ekki voru margir í vinnunni á þessum tíma! Þeir félagar skipulögðu einnig utanlands- ferðir löngu áður en þær urðu vinsælar eins og nú er. Einnig skipulögðu þeir golfkeppn- ir milli okkar tannlækna og ann- arra starfsstétta, t.d. við lögmenn, endurskoðendur og lækna og eru þær enn við lýði. Púttkeppnin yfir vetrartímann var einnig vel heppnuð. Þar var iðulega matur, skemmtiatriði og spjallað fram á nótt. Í félagsstörfum tannlækna var Biggi einnig duglegur og formað- ur Tannlæknafélagsins um skeið. Hann sótti félagsfundi TFÍ manna best og voru fundirnir, þar sem Biggi og hinir „gömlu“ fóru í pontu skemmtilegir og minnis- stæðir. Sögðu þeir okkur yngri hvernig ætti að gera hlutina, en með hnyttnum athugasemdum og líflegu viðmóti. Biggi var þar fremstur meðal jafningja. Þegar við félagarnir tókum við keflinu sem æðsta ráð Tanngolfs fyrir ca. 12 árum fengum við góða leiðsögn frá þeim reyndari. Biggi mætti í golf með okkur alveg fram á síðasta dag. Skipti þar engu hvort veður var gott eða vont eða hvar við vorum að spila, nær eða fjær, alltaf mætti Biggi. Þótt ald- urinn færðist yfir hann þá blés hann varla úr nös. Í ár er í fyrsta skipti sem ekki er skipulögð dag- skrá Tanngolfs. Má segja að það sé táknrænt að Biggi skuli kveðja þennan heim akkúrat það sumar sem svo er háttað. Við Tríumsviratsmenn kveðj- um góðan félaga með söknuði og byrjum strax að skipuleggja flott minningarmót til heiðurs þessum sómamanni. Aldrei að vita nema maður skáli í góðum miði til heið- urs honum. Fyrir hönd fjölskyldna okkar og allra tanngolfara færum við fjölskyldu Birgis okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ögmundur Máni Ögmundsson og Hannes Ríkarðsson. Birgir var þesskonar maður að upplagi, hæfileikum og fram- göngu, að þeim sem vill festa á hann einkunnarorð er vandi á höndum. Á foreldraheimilinu á Ólafsfirði, þar sem faðir hans var héraðslæknir, fékk Birgir kennslu í hljóðfæraleik og var þannig hlúð að hæfileikum sem voru honum uppspretta margra gleðistunda og styrkur alla tíð; þegar Birgir kem- ur til náms við Menntaskólann á Akureyri er hann með dálítið for- skot og er ómetanlegur sem und- irleikari við almennan söng skóla- nema en hann var einnig félagi í skólakór og söng í kvartett MA- inga. Birgir var bráðger ungling- ur og lét til sín taka á mörgum sviðum þegar fram liðu stundir. Á námsárum var leitað til Siglu- fjarðar á sumrum að ná sér í hnefa gulls til að komast af einn vetur enn á Akureyri en einmitt á Siglu- firði rann upp hans örlagastund þegar hann kynnist einni af blómarósum bæjarins, Ásdísi Jón- asdóttur, en þessi fríða og vel gefna stúlka verður hans auga- steinn og maki ævilangt. Að loknu stúdentsprófi við MA leggur Birg- ir fyrir sig nám í tannlækningum og er fljótur að koma sér upp eigin stofu sem hann rekur í marga ára- tugi við góðan orðstír; en honum var úthlutaður andlegur og líkam- legur styrkur í þeim mæli, að hann gerði sig gildan á mörgum sviðum en missti þó aldrei sjónar á skyldum við heimili og fjölskyldu sem voru honum hin helgu vé. Birgir var kunnur og vel metinn meðal laxveiðimanna og skotveiði- manna en hann gekk einnig til liðs við félög áhugamanna sem vildu sjá þann afrakstur funda sinna, að beina mætti fjárstuðningi til þjóð- þrifamála; ekki voru þetta Birgi hégómamál en aflvakinn var ein- lægur vilji til að veita stuðning þar sem hjálpar var þörf og munu Lionsmenn geta um þetta vitnað. Birgir var glöggur á hreyfingar fjármála og hafði gott viðskiptavit eins og fleiri afkomendur Brynj- ólfs í Bolholti en stikuð leið hans lá í aðra átt og þangað beindist at- hyglin og starfsþrekið. Við sum- arbústað fjölskyldunnar í Flóka- dal má líta minnismerki um athafnasemi Birgis en hann gróð- ursetti þar hundruð trjáplantna; vex þar upp hinn fegursti skógur og mætti sá lundur bera nafn hans. Þau Ásdís voru bæði einörð í framgöngu og ráku vel búið heim- ili sitt með þrautreyndum hætti: Hún stýrði innanstokks og mótaði efnileg börn þeirra en Birgir dró til búsins og sló ekki slöku við. Gestum var tekið opnum örmum og risna var ríkuleg. Af löngum kynnum við þau Ásdísi og Birgi þykist ég mega láta frá mér fara það álit að bæði hafi átt hið innra með sér vissa lífhyggju sem var þeim athvarf og huggun en þau voru ekki endilega margorðust um það sem var þeim heilagast. Það var Birgi reiðarslag þegar Ás- dís lést fyrir nokkrum árum og enn verður hann fyrir sárum missi þegar Inga dóttir hans og sólar- geisli fellur frá á besta aldri. Birg- ir bar sig karlmannlega í þessum raunum og gat enn heilsað á förn- um vegi með hinu smitandi og hressandi fasi sínu. Um skamman tíma í lokin var hann merktur af erfiðum sjúkdómi en karl- mennskuhugurinn lét ekki bugast og Birgir fékk hægt andlát síð- degis þann 10. þ.m. Emil Als. Kær félagi er fallinn frá. Birgir Jóhann Jóhannsson tannlæknir var aldrei kallaður annað en Biggi Jó í Tannlæknafélaginu og hann þekktu allir. Það væri of langt mál að telja hér upp öll þau trúnaðar- störf sem Biggi gegndi fyrir Tannlæknafélagið, en hann var formaður félagsins árin 1984-1986 og var kjörinn heiðursfélagi árið 2003. Síðustu samskipti okkar voru síðastliðið vor, er ég flutti er- indi að hans beiðni fyrir eldri borgara í Hvassaleitinu. Við koll- egarnir vorum sammála um að þar væri pottur víða brotinn og að vinna þyrfti betur að tannheilsu- málum aldraðra. Biggi fór snemma af fundi þann dag, því hann átti tíma hjá lækni vegna meins sem var að hrjá hann. Hann hélt hann myndi nú hrista þetta af sér – þetta væri nú varla alvarlegt. Nokkrum mánuðum síðar er hann allur. Biggi var uppáhaldsheiðurs- félaginn, með sólgleraugun frægu og hárgreiðuna tilbúna í rassvas- anum. Alltaf mættur á fé- lagsfundi, hvernig sem áraði og viðraði. Biggi var glæsimenni sem fangaði athyglina með hnyttnum tilsvörum og skemmtilegri fram- komu. Sögurnar ótrúlegu, sem geymast í minningunni og verða ekki festar á prent. Hann átti þó einnig meyra og ljúfa hlið sem við fengum mörg að kynnast. Sviða- veizlur Tannlæknafélagsins sem haldnar hafa verið í desember ár hvert sl. fjóra áratugi enduðu ætíð á því að Biggi settist við píanóið og hópurinn söng Heims um ból und- ir hans leiðsögn. Hátíðleg, áhrifa- mikil og hjartnæm stund sem nú lifir að eilífu í minningunni. Ég trúi því að eiginkona og dóttir hafi tekið vel á móti höfðingjanum, með englasöng og kannski pínu- litlum Captain Morgan í bland. Fyrir hönd Tannlæknafélags Íslands þakka ég fyrir allt og allt. Kristín Heimisdóttir, formaður TFÍ. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar ✝ Elskuleg eiginkona mín, Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Auðsstöðum, Borgarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu, þriðjudaginn 15. júlí. Útförin verður gerð frá Reykholtskirkju, Borgarfirði, þriðjudaginn 29. júlí kl. 14.00. Magnús H. Arndal. ✝ Okkar ástkæra ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Kistuholti 11, Reykholti Biskupstungum, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugar- daginn 26. júlí kl. 11.00. Jarðsett verður í Haukadalskirkjugarði. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Vinafélag Fossheima og Ljósheima, Selfossi. Guðni Lýðsson, Sigríður B. Sigurjónsdóttir, Páll Hjaltason, Kristrún Sigurjónsdóttir, María Sigurjónsdóttir, Paul Johansen, Friðrik Sigurjónsson, Agla Snorradóttir, og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.