Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014 Fótboltakonanog nýstúd-entinn Hug- rún Elvarsdóttir fagnar tvítugs- afmæli í dag. Hug- rún útskrifaðist úr Verzlunarskóla Ís- lands í maí og hefur unnið hjá inn- heimtufyrirtækinu Codex síðan. „Ég fer í vinnuna og fæ síðan flestar vinkonur mínar til mín í smá-afmælis- partí í kvöld,“ segir hún aðspurð um plan dagsins. Hug- rún segir teitið þó einnig vera eins konar kveðjupartí. „Ég er nefnilega að flytja út til Banda- ríkjanna í byrjun ágúst,“ segir hún. Hugrún mun flytja ein til Bandaríkj- anna, en hún fékk fótboltastyrk í skóla í Flórída og ætlar sér að tvinna saman fótbolta og nám. „Það hefur alltaf verið efst í huga með fótboltanum að reyna að fá styrk svo þetta er algjör draumur,“ segir hún. Hugrún hefur lengi spilað fótbolta, fyrst með Stjörnunni, en nú með meistaraflokki FH. Hvað námið varðar ætlar hún að leggja fyrir sig sálfræði ásamt mannauðsstjórnun. „Það er tekið tillit til þess í skólanum að ég sé í fótboltanum líka svo ég get vel tvinnað þetta saman,“ segir hún. Að eigin sögn er Hugrún mikið afmælisbarn. „Við mamma erum þvílík afmælisbörn svo við gerum afmælisdagana okkar alltaf góða og skemmtilega.“ Eftirminnilegustu afmælisgjafirnar segir hún þó vera þær sem hún nýtur með liðinu sínu. „Ég hef oft verið að keppa á afmælisdaginn og þá vonast maður alltaf eftir sigri í afmælisgjöf,“ segir hún kát að lokum. if@mbl.is Hugrún Elvarsdóttir er 20 ára í dag Fótboltastelpa Hugrún hefur lengi æft fót- bolta og hyggst flytja til Bandaríkjanna í ágúst þar sem hún fer í háskóla á fótboltastyrk. Þykir best að fá sigur í afmælisgjöf Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Mosfellsbær Stefanía fæddist 30. september kl. 2.43. Hún vó 3.180 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Hrönn Helgadóttir og Davíð Ólafsson. Nýir borgarar Reykjavík Óskar Guðmundur Jón- asson fæddist 19. mars kl. 13.55. Hann vó 3.140 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Engilráð Ósk Ein- arsdóttir og Jónas Þorkelsson. M atthildur fæddist í Reykjavík 24.7. 1964 og ólst upp á höfuðborgarsvæð- inu, fyrst í Hlíð- unum til 1977 og síðan í Kópavogi. Hún var í Austurbæjarskóla, Ísaks- skóla, Æfingadeild Kennaraháskól- ans sem nú er Háteigsskóli og í Víg- hólaskóla í Kópavogi. Matthildur fór í Menntaskólann í Kópavogi og útskrifaðist þaðan vor- ið 1985. Hún stundaði nám í jarð- fræði við HÍ og útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í jarðfræði í febrúar 1997 og lauk M.Sc.-gráðu í jarð- efnafræði 1999. Á unglingsárunum vann Matt- hildur í Vinnuskóla Kópavogs á sumrin. Hún fór í ævintýraleit aust- ur á Djúpavog 1984 þar sem hún var í fiskvinnslu og sinnti hótelstörfum. Hún var ritari hjá Tölvufræðslunni 1985, gjaldkeri hjá Búnaðarbank- anum í Austurstræti 1985-86, var fulltrúi í lánadeild Iðnaðarbankans, síðar Íslandsbanka við Háaleit- isbraut 1986-90, var tölvari hjá Reiknistofu bankanna 1990-94 og starfaði þar í afleysingum samhliða háskólanámi til 1996. Matthildur var blaðamaður í Matthildur B. Stefánsdóttir deildarstjóri – 50 ára Systramót Matthildur með fjórum systrum sínum og nokkrum fleiri fjölskyldumeðlimum þeirra. Vegaframkvæmdir í sátt við náttúruna Nýskírð Matthildur með foreldrum sínum, Stefáni og Mattheu. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.