Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014 fi p y j g p C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa mauki Bruchetta eykmeð tvír ðlahangikjöti, bal- samrau og piparrótarsósu hetBruc ta með hráskinku, balsam nmgrill uðu Miðjarðar- hafsgræ K r a b b a - salat f ðboskum kryddjurtum í brau B r u c h e t t a Mimeð jarðarhafs-tapende aR i s rækja á spjóti með peppadew Silunga hrogn ónmeð japönsku maj sinnepsrjóma-osti á bruchettuBirkireykt-ur lax alioá bruchettu með grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is MöndluMix og KasjúKurl er ekki bara hollt snakk. Líka gott á salatið. Hollt oggott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Miðbúðinni, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri. Á vefsíðunni www.list25.com er að finna ótal áhugaverða lista sem sam- anstanda af tuttugu og fimm atrið- um, eins og til dæmis 25 stærstu eyj- arnar. Þar er Ísland á lista ásamt öðrum fögrum eyjum. Auk listans yfir eyjarnar er þar marga aðra fróðlega lista að finna. Sumir þeirra eru spaugilegir og fróðlegir í senn, til dæmis þar sem misskilningur vegna menningarmismunar er í forgrunni. „Tuttugu og fimm leiðir til að koma sér í klandur á ferðalögum“ er gott dæmi um lista sem best er að komast hjá að sannreyna. Fjölmargir listar tengdir ferðalög- um geta kveikt löngunina til að fara á flakk, eins og til dæmis listinn yfir tuttugu og fimm staði sem virðast tilheyra annarri veröld og listinn yfir tuttugu og fimm veitingastaði með óviðjafnanlegu útsýni. Listarnir ná yfir ótal svið og sumir eru til þess fallnir að vekja ugg í brjósti lesenda: Tuttugu og fimm teg- undir af fælni, tuttugu og fimm smá- sögur sem fá hárin til að rísa og síð- ast en ekki síst listi yfir óhugnanlegar staðreyndir um mat sem betra er að vita ekki. Það getur einmitt verið raunin að sumt sé ein- faldlega best að vita sem minnst um. Þá getur verið betra að skoða þægi- legri lista á borð við: Spaugileg smá- skilaboð frá foreldrum, bráðfyndnar fyrirsagnir í dagblöðum eða kjánaleg- ar spurningar á Yahoo og enn kjána- legri svör við þeim. Vefsíðan www.list25.com AFP/FRANCK FIFE Bólivía Saltbreiður Salar De Uyuni. Listar yfir hið magnaða í veröldinni Í kvöld á milli 18:45 og 19:45 verður friðarstund í jógasal Ljósheima í Borgartúni 3. Allir sem áhuga hafa á að finna frið, hið innra og ytra, eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ætlunin er að viðstaddir hugleiði saman, finni frið í hjörtum og með því að stilla saman strengi senda friðarstrauma til þeirra staða á jörð- inni þar sem stríðsástand er. Þátttaka í friðarstund Ljósheima er ókeypis. Endilega … … finnið frið Morgunblaðið/Árni Sæberg Friður Viðstaddir hugleiða saman. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Örlygur Hálfdánarson,fæddur árið 1929, bjó íViðey fyrstu tólf ár ævisinnar og er virkur í Við- eyingafélaginu. Félagið hefur í mörg ár verið að byggja upp félagsaðstöðu í Vatnstankinum á eynni. „Bernska mín í Viðey var yndisleg, enda er Viðey yndisleg. Eyjuna mætti nota mun meira til útivistar. Þarna eru frábærar fjörur og þegar ég var að alast þarna upp voru skepnur í Við- ey, hestar, kýr og kindur. Hjá Við- eyjarstofu var kúabú og mjólkin var seld til Reykjavíkur.“ Á annað hundrað manns eru í Viðeyingafélaginu. Félagið saman- stendur af afkomendum þeirra sem bjuggu á eynni og áhugafólki um eyna sjálfa, enda gegnir hún miklu sögulegu hlutverki. Örlygur telur sig seinasta drenginn sem fæddist á eynni. „Ég fæddist í Viðey og bjó þar fram á tólfta ár. Ég held ég að sé síð- asta drengbarnið sem fæddist á sjálfri eyjunni. Algengt var að konur færu í land til að eignast börn, en við erum samt öll jafnmiklir Viðeyingar þrátt fyrir það. Við krakkarnir vor- um um það bil tíu talsins á öllum aldri. Allir krakkarnir sátu saman í skólastofu, eldri krakkarnir öðrum megin og yngri krakkarnir hinum megin. Það var bara þannig.“ Fann ástina í Viðey Þótt fáir byggju á eynni fann Örlygur ástina þar. „Tengdafaðir minn, Þorgeir í Gufunesi, var bóndi í Viðey. Ég kynntist henni Þóru, dótt- ur hans og eiginkonu minni, þegar ég var fimm ára í Viðey.“ Fáir bjuggu á eynni þegar Ör- lygur ólst upp þar, þar sem útgerðin hafði liðið undir lok. „Þetta var orðið afskaplega fámennt þegar ég ólst upp á eynni. Þá hafði útgerðin liðið undir lok. Þarna voru nokkrar fjöl- skyldur og kennari, en skólinn heyrði undir Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi. Björn Bjarnason, verk- stjóri hjá útgerðarfélaginu Kára, bjó við hliðina á okkur, en hann ferjaði m.a. ein frægustu hjón veraldar á þeim tíma, Lindbergh-hjónin, til Viðeyjar, en ég var of lítill til að muna eftir því. Byggðin lagðist síðan af þegar Seltjarnarneshreppur til- kynnti að hann hefði ekki lengur efni á að halda úti kennara á eynni. Í dag eru þó nokkrir lifandi sem bjuggu á eynni, en afkomendur þeirra eru þó fjölmargir. Hópurinn er samt hægt og rólega að týna tölunni en við reynum að vera í sambandi reglu- lega.“ Charles Lindbergh var fyrsti maðurinn til að fljúga yfir Atlants- hafið frá Ameríku til Íslands. Hann kom til Íslands árið 1934 til að kanna flugleiðir milli Evrópu og Bandaríkj- anna fyrir bandaríska flugfélagið Pan American. Hann var afar hlé- drægur maður og vildi ekki láta ónáða sig, þannig að hann gisti í Við- ey fremur en á Hótel Borg. Öll húsin voru í niðurníðslu Magnús Sædal er mikill sér- fræðingur um byggð í Viðey og hef- ur leitt fólk um eyna, en hann var framkvæmdastjóri nefndar um end- urbyggingu Viðeyjarstofu og Viðeyj- arkirkju á árunum 1986-1988. Öll húsin á eynni voru í niðurníðslu og ákvað Reykjavíkurborg að gera þau upp. „Í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar gaf Þjóðkirkjan Reykjavík Viðeyjarkirkju en ríkið gaf Viðeyjarstofu. Þegar Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, tók við gjöfinni sagði hann að séð yrði til þess að Viðeyjarstofa yrði gerð upp á tveimur árum, jafn- löngum tíma og það hefði tekið að byggja hana. Þegar þessi ákvörðun var tekin var ekkert rafmagn í Við- ey, ekkert ferskvatn og engin höfn. Við þurftum að flytja til Viðeyjar um 2.000 tonn af byggingarefni, þar með alla möl, allan sand og allt sement Eyjarskeggjarnir í Reykjavík nútímans Snemma á 20. öldinni var blómlegt mannlíf í Viðey. Fjölskyldur bjuggu á eynni og Milljónarfélagið rak þar útgerð. Árið 1943 lagðist þorpið í eyði eftir að Seltjarnarneshreppur ákvað að halda ekki lengur úti skóla í Viðey. Á árunum 1986-1988 var hafist handa við að endurbyggja Viðeyjarkirkju og Viðeyjarstofu, en eyjan er í dag meðal merkustu menningarverðmæta Reykjavíkur. Árlega heimsækir fjöldi fólks þennan merka stað. Magnús Sædal Svavarsson Örlygur Hálfdánarson Menningarverðmæti Viðeyjarstofa eins og hún lítur út í dag. Mikill metnaður var lagður í endurbygginguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.