Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014 ✝ Axel Pálmasonvar fæddur í Reykjavík 28. sept- ember 1961 og ólst upp í foreldra- húsum á Þórshöfn og síðar á Ytri- Brekkum. Hann lést á George Wash- ington University Hospital í Wash- ington 10. júlí 2014. Foreldrar hans eru Elsa Þ. Axelsdóttir, f. 1. ágúst 1940 og Pálmi Ólason, skólastjóri og oddviti á Þórshöfn, f. 1. maí 1934, d. 25. maí 2012. Axel kvæntist, 20. ágúst 1988, Tammy Jean Ganey, f. 3. október 1963, nú verkefnisstjóra við Georgetown University. Tammy er dóttir hjónanna Charles Ga- ney og Söndru Davidson, Con- necticut, Bandaríkjunum. Axel og Tammy fluttu til Íslands 1988 og bjuggu þar til ársins 1996 er þau fluttust til Bandaríkjanna. Börn þeirra eru Elsa Sandra Ax- elsdóttir, f. 14. maí 1992, meist- aranemi við Cambridge Univers- fræði frá háskólanum í Stirling, Skotlandi, 1986 og MBA-námi í alþjóðafjármálum frá University of Rhode Island í Bandaríkjunum 1988. Á námsárunum vann Axel í fiskvinnslu, byggingarvinnu og á bátum og togurum. Axel var sérfræðingur í pen- ingamáladeild Seðlabanka Ís- lands 1988-1991 og starfaði síðan við erlend viðskipti Seðlabank- ans 1991-1995 þar sem hann var deildarstjóri og staðgengill skrif- stofustjóra. Hann var skipaður fulltrúi Íslands á skrifstofu Norð- urlanda og Eystrasaltsríkja í framkvæmdastjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Washington 1996-2000. Árið 2000 var Axel ráðinn hagfræðingur (Senior Economist) hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum, fyrst hjá stefnumót- unar- og eftirlitssviði sjóðsins en frá 2001 sem fulltrúi skrifstofu sjóðsins hjá Sameinuðu þjóð- unum í New York. Árið 2006 hélt hann síðan aftur til höfuðstöðva sjóðsins í Washington og starfaði síðustu árin sem hagfræðingur í teymi sérfræðinga um málefni Afríku. Útför Axels verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 24. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. ity, og Charles Pálmi Axelsson, f. 6. febrúar 1994, BSc- nemi við University College London. Systkini Axels eru: 1) Helga Jóna, f. 1959, maki Sveinn Aðalsteinsson, börn þeirra eru Bríet og Kári, 2) Gissur, f. 1963, 3) Davíð, f. 1964, maki Svava Guðjónsdóttir, dætur þeirra eru Þórunn og Magdalena, dóttir Þórunnar er Aníta, 4) Óli Pétur, f. 1969, maki Jóna María Ás- mundsdóttir, börn þeirra eru Andrea Björk, Rósa Margrét, Ás- mundur Ingi og Birta Möller, 5) Þorbjörg, f. 1973, maki Andrés Ívarsson, synir þeirra eru Ívar Pálmi og Jón Axel, 6) Pálína, f. 1975, maki Ingólfur Pétursson, börn þeirra eru Þórdís Inga og Pétur. Axel hélt til náms í Skotlandi að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1981. Hann lauk BA-prófi í hag- Orð eru lítils megnug við að- stæður sem þessar. Í dag kveðjum við bróður minn, Axel, en hann lést langt um aldur fram af afleið- ingum slyss. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tækifæri til að dvelja nokkrar vikur á heimili hans og Tammy mágkonu minnar í Washington síðastliðinn vetur. Það var góður tími og segja má að við höfum kynnst svolítið upp á nýtt. Axel var mikill öðlingur og höfðingi heim að sækja. Hann hafði áhuga á að vita nánar um mín áform með dvölinni, dáðist að þessu frumkvæði að leggja land undir fót. Með sínum gálgahúmor lagði hann sig fram um að miðla hugmyndum um hvað nauðsyn- legt væri að vita um amerískt samfélag til þess ná árangri og að dvölin yrði sem ánægjulegust. Þar birtist í hnotskurn sú umhyggja sem hann bar alltaf fyrir sínu fólki. Fjölskylduböndin voru sterk. Umhyggja sem lýsir sér í væntumþykju sem hann tjáði ekk- ert endilega með orðum. Axel var óendanlega stoltur af börnunum sínum, Elsu Söndru og Charles Pálma, og hafði mikinn metnað fyrir þeirra hönd. Það kom vel fram í daglegum netsam- skiptum en þau eru bæði náms- menn í Bretlandi og þurftu stund- um aðstoð við að ráða fram úr ólíklegustu málum. Honum tókst alltaf að stappa í þau stálinu með góðum stuðningi og leiðbeining- um. Axel spilaði golf og jókst sú ástríða með árunum. Hann var víst ekki alveg nógu góður að eigin sögn og æfði því sveifluna heima í stofu á kvöldin. Annað hefur reyndar komið á daginn eftir and- lát hans þar sem félagarnir í klúbbnum sakna hans sárt, tala um hann sem meistara og ætla að heiðra minningu hans með tákn- rænum hætti. Lítillætið var alltaf til staðar, hann sá ekki ástæðu til að hreykja sér. Axel tók ekki síður höfðinglega á móti gestum á stúdentsárunum í Skotlandi. Hann lagði hart að fjöl- skyldumeðlimum að heimsækja skoska grund. Þó hann byggi þröngt þótti honum sjálfsagt að ganga úr rúmi fyrir gesti og það var heldur ekkert mál þó honum hefði láðst að fá lánaðar dýnur. Hann dreifði bara úr fötunum sín- um á gólfið og svaf sjálfur ofan á hrúgunni. Fæðið var í anda inn- fæddra, einfaldleikinn í hávegum hafður og ekkert bruðl. Það er endalaust hægt að rifja upp ljúfar minningar um góðan dreng. Skarð er höggvið í systk- inahópinn og missir okkar er meiri en orð fá lýst. Helga Jóna Pálmadóttir. Nú er hann Axel bróðir minn dáinn í blóma lífsins. Í minning- argrein sem hann skrifaði um Ax- el afa okkar fyrir 20 árum lýsti hann afa svona: „Ég minnist hans sem góðmennis, sem reyndist mér og öðrum sem kynntust honum á lífsleiðinni ákaflega vel. Axel var heiðarlegur og traustur maður.“ Þarna hefði hann bróðir minn get- að verið að lýsa sjálfum sér. Axel bróðir var jarðbundinn, mikill húmoristi en óð ekki fram með neinum gassagangi. Hann setti sér háleit markmið í lífinu og stóð við þau. Hann hélt út í heim strax eftir stúdentspróf. Leiðin lá til Skotlands þar sem hann kynntist Tammy og fóru þau síðar til Bandaríkjanna í frekara nám og giftu sig. Seinna fluttu þau til Ís- lands og eignuðust tvö yndisleg börn. Börnin og fjölskyldan voru það mikilvægasta í lífi Axels. Þar sem ég er yngri en Axel man ég meira eftir honum eftir að við fluttum í Ytri-Brekkur. Hann var stóri bróðir sem var í skóla í ME og svo í útlöndum. Eldri systkinin komu heim á sumrin og um jólin. Þá var oft fjör í stórum systkina- hóp og oft var spilað fram á morg- un og sofið seinna. Axel hugsaði alltaf vel til okkar yngri systkinanna, kom með gjafir frá útlöndum og gaf sér góðan tíma til að sinna okkur. Það eru mörg dæmi að nefna en eitt atriði langar mig að minnast á. Axel var háseti á togaranum Fonti þegar hann var 16 ára og man ég svo vel eftir einni heimkomunni frá Bret- landi. Ég var átta ára og við pabbi náðum í hann niður á bryggju. Löggan tók bjórinn af honum, greyinu, sem hann ætlaði að gefa pabba. Hann kom með fullt af dóti frá útlöndum og m.a. kassa af kóki í dós. Aldrei í lífinu hafði ég séð gos í dós og við systkinin ljómuð- um þegar Axel sagði að þetta væri fyrir okkur. Einnig gaf hann mér dýrindis leðurjakka og ég sló al- gjörlega í gegn í honum á Þórs- höfn. Þessi jakki er enn til og dæt- ur mínar gengu í honum um tíma. Og svo kom aðaldæmið úr sigling- unni, JVC-plötuspilari, SONY- magnari og SONY-hátalarar af flottustu gerð. Plötur með Bob Dylan, Pink Floyd, The Wall og fleiri góðum. Þegar hann hafði sett þetta saman þá sat ég með honum með kók í dós og við hlust- uðum. Þvílík upplifun, þvílíkt so- und, þvílíkur bróðir að leyfa litla bróður að upplifa þetta allt saman. Þetta er stund sem ég gleymi aldrei og fyrsta upplifun mín af al- vöru tónlist. Það var yndislegt að fá að heim- sækja ykkur til Washington og New York og einnig tókuð þið á móti dætrum mínum í nokkrar vikur. Þú og Tammy voruð góðir gestgjafar og höfðuð mikinn metnað fyrir því að finna skemmt- un sem hentaði hverjum og einum. Ekki var síður skemmtilegt þegar þið fjölskyldan komuð til Íslands og við hittumst öll systkinin og fjölskyldur á Ytri-Brekkum. Þar áttum við góðar stundir saman og þar sýndir þú veiðihæfileika þína með stærstu ýsu sem ég hef séð á stöng. Þessir tímar okkar saman eru dýrmætar minningar fyrir mig. Tammy, Elsa, Charles, mamma og systkini, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Missir okkar er mikill, en eftir sitja minningar um góðan dreng sem mér þykir mjög vænt um. Blessuð sé minning þín. Þinn bróðir, Óli Pétur. Elsku, skemmtilegi, klári og góði stóri bróðir minn er dáinn, hrifsaður frá okkur alltof snemma. Líf okkar hefur verið samofið alla mína tíð og ég hef sannarlega notið okkar samvista og samskipta í gegnum tíðina. Ax- el var næstelstur í hópi sjö sam- heldinna systkina, hann hafði ljúfa lund og góða nærveru, var glað- lyndur, rólegur og jarðbundinn en samt svo röggsamur. Einstaklega góð manneskja og var mörgum góðum kostum búinn. Ávallt var stutt í brosið og hárbeittur húm- orinn gerði hann að stórskemmti- legum félagsskap. Hann var nán- ast fluttur að heiman þegar ég fór að muna eftir mér. Við litlu systur hans dýrkuðum hann og biðum spenntar eftir að hann kæmi heim í fríum. Okkur þótti hann meira að segja svo stór að við vorum þess fullvissar að hann næði upp í loft heima á Ytri-Brekkum, einhverjir reyndu að benda okkur á að það væri óhugsandi þar sem lofthæðin slagar hátt í fjóra metra, en við blésum á allar úrtöluraddir. Axel og Tammy kynntust við nám í Skotlandi, þau hjónakornin voru mjög samrýnd, órjúfanleg heild alla tíð, Axel og Tammy, tvíeykið ógurlega, svo glæsileg og klár bæði tvö. Á fyrstu árum þeirra á Íslandi fórum við oft sam- an í bíó, eða á Hard Rock Cafe til að fá nasaþefinn af Ameríku. Seinna þegar börnin fæddust vor- um við systur vinsælar barnapíur, því var mjög erfitt að sjá á eftir þeim til Ameríku. Seinna bauð Ax- el mér að koma til dvalar hjá þeim í Washington D.C. og hjálpa til við barnapössun. Sú dvöl spannaði sex mánuði og var reglulega ánægjuleg, þar var ýmislegt brall- að og víða ferðast. Axel var mikill fjölskyldumaður og dáði börnin sín tvö, Elsu Söndru og Charles Pálma, hann hafði unun af því að leika við þau þegar þau voru lítil, þegar þau eltust studdi hann þau með ráðum og dáð til æðra náms og þátttöku í félagslífi. Hann kynnti þau fyrir Íslandi og sýndi þeim stoltur landið sitt í regluleg- um heimsóknum hingað til lands. Hann var ákaflega stoltur af þeim og vildi allt fyrir þau gera, hann var hvort tveggja í senn, góður vinur og pabbi. Axel naut þess að koma á æskuslóðirnar, þar gat hann setið löngum stundum og horft á sólarlagið út um stofu- gluggann og hafði þá gjarnan á orði að ekkert í veröldinni jafnað- ist á við bjartar sumarnætur á Ytri-Brekkum. Hann lagði mikla rækt við foreldra sína og vildi að þau kæmu og dveldu hjá fjölskyld- unni í Ameríku allavega einu sinni á ári sem þau gerðu framan af og nutu þess. Hann hringdi reglulega heim til að spyrjast fyrir um sitt fólk og hafði raunverulegan áhuga á því sem við vorum að sýsla við. Axel hefur náð mjög langt og við systkini hans og foreldrar höf- um ávallt verið mjög stolt af hon- um. Ungur maður úr litlu sjávar- þorpi á Íslandi sem gekk í erlenda háskóla beggja vegna Atlantsála og átti mikilli velgengni að fagna á vinnumarkaði í kjölfarið. En þrátt fyrir það steig það honum aldrei til höfuðs, hann var alltaf sami góði drengurinn, skemmtilegi stóri bróðir minn sem lagði mikla rækt við sitt fólk og naut samveru- stunda við systkini sín og foreldra og auðvitað litlu fjölskylduna sína. Elsku Tammy, Elsa Sandra, Charles Pálmi, mamma og systk- ini mín, missir okkar er mikill. Hvíldu í friði, elsku Axel minn, og takk fyrir allt og allt. Þín systir, Þorbjörg Pálmadóttir. Ytri-Brekkum, Langanesi, sumarið 1978. Axel að koma heim úr siglingu með Fontinum, skut- togara Þórshafnar. Yngsti í áhöfn- inni, 16 ára, búnir að selja vel í Hull. Út úr Bronconum kemur kassi af kókdollum, áldollur sem höfðu aldrei sést áður á Langa- nesi. Færði kassann í hendur yngri systkina, Óla Péturs, Þor- bjargar og Pálínu. „Fáið ykkur.“ Bros. Yngri systkinin, sem höfðu áður Axel í guðatölu, settu hann í hóp yfirguða. Meira kom úr bíln- um. Stereogræjur og fullt af plöt- um. Aðallega Dylan en Springs- teen og fleiri goðsagnir flutu með. Smjör og skinka handa fjölskyld- unni. Axel hugsaði um sína. Axel drakk ekki út eyri af hýrunni, svo mikið var ljóst. Fjölskyldan alltaf í öndvegi af því það gaf honum meira. Jólin 1978 á Ytri-Brekkum. Ég nýkominn inn í fjölskylduna og við mágarnir hlustuðum á stórhríðina í nóttinni og The River með Springsteen. Töluðum um veröld- ina fyrir utan landsteinana, svo margt sem þyrfti að skoða og tékka á. Vorum nördar. Leið vel með það. Axel í flugstöð í ónefndri Evr- ópuborg í lok níunda áratugarins. Sat upp við vegg og hálfsvaf. Bú- inn að vera einn á InterRail um alla Evrópu og leiðin lá heim. Ís- lenski fáninn á bakpokanum. „Maður kynnist svo miklu fleira fólki þegar maður er einn.“ Svo satt. Íslenskur pólitíkus labbar framhjá, hreytir í hann orðinu „dópistalýður“ og heldur svo áfram með hirð sinni. Grunar ekki að Axel eigi eftir að umgangast alla helstu leiðtoga veraldarinnar seinna meir í starfi sínu sem seni- or hagfræðingur fyrir Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Axel var slétt sama. Axel fór til náms í Stirling í Skotlandi og tók ástfóstri við skoska menningu. Lærði að dansa spor í skoskum þjóðdönsum. Þessi dansspor færðu honum ástina í lífi hans, skiptinemann Tammy Ga- ney frá USA, sem hreifst af þess- ari ótrúlegu blöndu af séntil- manni, fræðimanni, húmorista og togarasjómanni. Saman eiga þau augasteinana Elsu Söndru og Charles Pálma, námsmenn, heim- spekinga og ævintýramenn. Axel starfaði af kappi og trú- mennsku fyrir Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn í Washington um árabil, sinnti sinni fjölskyldu af alúð og átti sínar tómstundir á golfvellin- um. Naut þess að fylgjast með glæstum námsárangri barna sinna í háskólanámi í Bretlandi og stappaði í þau stálinu, fór til þeirra þegar þörf krafði og greiddi götu þeirra. Elskaði þau takmarka- laust. Hann fór ekki frá því verki hálfkláruðu. Það er nánast full- unnið og vandað eins og honum var líkt. Axel bar ekki áhyggjur sínar eða tilfinningar á torg. Hann sá fram á aukinn tíma til tómstunda og hlakkaði til að líta yfir farinn veg. Hann naut sín í sínum verk- efnum fyrir sjóðinn í Afríku og tal- aði um að sig langaði að flytja þangað. Heillaður af þessari heimsálfu eins og skiljanlegt er. Axel var íbúi í Alþjóðaþorpinu á undan sinni samtíð. Sorg okkar yfir fráfalli hans er ómælanleg og óendanleg. Við ylj- um okkur við góðar minningar og rifjum þær upp á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning góðs drengs. Blessuð sé minning Axels Pálmasonar. Sveinn Aðalsteinsson. Það er í senn eitthvað óraun- verulegt og ósanngjarnt við að vera að skrifa þessar línur til að minnast mágs míns og vinar, Ax- els Pálmasonar. Langt fyrir aldur fram lendir Axel í slysi sem dreg- ur hann til dauða og skilur fjöl- skyldu, vini og vinnufélaga eftir með sáran söknuð og sorg í hjarta. Þann tíma sem ég þekkti Axel bjó hann mestmegnis erlendis, bæði í New York og Washington og því voru samskiptin ekki eins mikil og annars hefði verið. Axel, Tammy og börnin þeirra, Elsa og Charlie, heimsóttu Ísland þó reglulega og tvisvar heimsóttum við þau til New York og nú síðast til Washington í sumar. Þau hjón- in voru höfðingjar heim að sækja og vildu allt fyrir gesti sína gera til að heimsóknin yrði sem allra best. Orðið höfðingi lýsir Axel einmitt mjög vel því slíkur var hann. Höfðingsskapinn og gestrisnina hefur hann erft frá foreldrum sín- um og það var með herkjum að maður fengi að borga fyrir mat og drykk í þessum heimsóknum, hvort sem það var í matvöruversl- unum eða á veitingastöðum. Axel var skemmtilega hreinskiptinn maður með mikinn húmor. Hann sagði alltaf það sem honum fannst en ekki endilega það sem aðrir vildu heyra. Fyrir utan fjölskylduna og krefjandi vinnu átti golfið hug hans allan og hann var búinn að ná góðum tökum á því. Hann var meðlimur í Bretton Woods-golf- klúbbnum til 17 ára og þar var hann á heimavelli. Það voru for- réttindi að fá loksins að spila þrjá hringi á þessum frábæra velli með og í boði Axels nú í sumar. Á sama tíma er það óendanlega sárt að þeir verði ekki fleiri. Axel nálgað- ist golfið með mikilli einbeitingu og áhuga. Eitt sinn þegar við vor- um að ræða um golf og ég sagðist lítið hafa spilað það sumarið þá sagði hann á sinn hreinskiptna hátt: „Ég skil það ekki að fara annað slagið í golf, annaðhvort eru menn í golfi eða ekki og þá spila menn reglulega.“ Þetta viðhorf lýsir því vel hvernig Axel nálgaðist hlutina í lífinu. Hann gerði þá vel og ekki með hangandi hendi. Náms- og starfsferill, áherslan á bestu mögulegu menntun og vel- ferð barna sinna, ber þess glögg merki. Höfðingi er fallinn frá og eftir standa góðar minningar um skemmtilegar stundir með Axel sem samt voru alltof fáar. Við náð- um ekki að grilla steikurnar 4. júlí eins og við vorum búnir að skipu- leggja og ekki ræstum við af teig klukkan 8.30 á Bretton Woods 29. júní eins og við áttum pantað. Ég trúði því þá að Axel myndi jafna sig en þrátt fyrir keppnisskap og þrjóskuna sem Axel var fullur af varð því miður ekki svo. Ég veit að Axel er búinn að komast yfir PING-golfsett og farinn að vinna í forgjöfinni hvar sem hann er. Elsku Tammy, Elsa og Charlie. Söknuður ykkar er mikill og hug- ur minn er hjá ykkur. Ég held að á ekkert af systk- inum Axels sé hallað þegar ég segi að hann hafi alltaf verið í örlitlu uppáhaldi hjá móður sinni. Elsa mín, styrkur þinn er aðdáunar- verður á þessum erfiðu tímum og ég votta þér alla mína samúð, sem og systkinum Axels. Ingólfur Pétursson. Elsku Axel minn, nú hefur þú snögglega kvatt okkur og það er mjög sárt en ég reyni að hugsa til þeirra æðislegu stunda sem við áttum saman. „Ég steig út úr flug- vélinni ein í ókunnugu landi. Ég var komin til New York og stóðst þú þar og tókst á móti mér.“ For- eldrar mínir höfðu gefið mér ferð til New York í fermingargjöf og bjó ég hjá ykkur í þrjár vikur. Ég mun aldrei gleyma þessum tíma og ég er svo óendanlega þakklát að hafa fengið að kynnast ykkur svona vel. Þið Tammy tókuð mér eins og ykkar eigin barni. Þið buð- uð mér í ferð til Flórída þar sem við fórum í Disneyworld sem var ógleymanlegt. Einn daginn rigndi svo mikið að við klæddumst öll einnota gulum regnslám yfir sum- arfötin þar sem það var svo heitt, ég held að við höfum litið út eins og páskaungar. Þú og Tammy vor- uð svo góð við mig og þið gerðuð allt til þess að sýna mér eins mikið og hægt væri af borginni. Við fór- um í siglingu í kringum Manhatt- an og skoðuðum allt það helsta. Einn daginn fórum við tvö á línu- skauta og skautuðum við í kring- um hálfa Manhattan. Ég man þetta eins og við hefðum verið á línuskautum saman í gær. Axel, þú ert algjör fyrirmynd og ég hef alltaf litið upp til þín og fjölskyldu þinnar. Ég á erfitt með að trúa að lífið geti breyst svona snögglega og það er mikið áfall. Ég mun aldr- ei gleyma þeim tíma sem við átt- um saman og hvað þú hafðir mikil áhrif á mig. Tammy, Elsa og Charles, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þín frænka, Andrea Björk. Við hjónin kynntumst Axel á þeim tíma sem við dvöldum í Washington DC. Axel varð að góð- um vini okkar beggja á þessu tímabili, því voru fregnir af ótíma- bæru andláti hans okkur þung- bærar. Axel hafði starfað fyrir Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn frá árinu 1996 við góðan orðstír. Fyrst vann hann sem fulltrúi íslenskra stjórn- valda á skrifstofu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja og síðan gekk hann til liðs við stefnumótunar- og eftirlitssvið sjóðsins. Axel voru fal- in ýmis ábyrgðarstörf á starfstíma sínum, t.a.m. var hann fulltrúi á skrifstofu AGS hjá Sameinuðu þjóðunum og síðustu árin starfaði hann í Afríkudeildinni að málefn- um Síerra Leóne. Axel lét sig einnig varða starfsþróunarmál hjá sjóðnum og vann að ýmsum um- bótum á því sviði. Það var sérstaklega áhugavert að ræða við Axel um efnahagsmál. Hvort sem það voru innlend eða erlend efnahagsmál. Þrátt fyrir að Axel hefði verið langdvölum er- lendis, þá fylgdist hann einkar vel með gangi mála á Íslandi og hafði skýra sýn á stöðuna hér á landi. Vegna sinnar alþjóðlegu reynslu, þá einkenndist nálgun hans á efnahagsmál af miklum skilningi og yfirvegun. Axel var ekki mikið fyrir að flækja hlutina og það gerði hann að góðum efnahags- greinanda. Lausnir á vandamálum lágu oftast fyrir að hans mati, allt annað var framkvæmdaatriði. Axel var mikill áhugamaður um golf og undi hann sér vel í golf- klúbbi Bretton Woods. Nokkur hópur Íslendinga stundaði þar golf reglulega og var Axel lykil- maður. Hann reyndi að komast eins mikið í golf og honum var unnt. Okkar síðasti fundur við Ax- el var einmitt á golfvellinum í Bretton Woods síðastliðinn maí. Axel Pálmason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.