Morgunblaðið - 26.07.2014, Side 4
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Almannavarnir vilja hafa varann á
og munu því takmarka áfram um-
ferð um Öskjusvæðið, líkt og gert
hefur verið undanfarna daga, í kjöl-
far berghlaupsins mikla á mánu-
dagskvöld. Varað er við umferð um
skriðusárið og næsta nágrenni enda
er gert ráð fyrir að þar verði hætta
á skriðuföllum í að minnsta kosti
eitt ár.
Ekki hætta á annarri bylgju
Vísindaráð almannavarnadeildar
Ríkislögreglustjóra kom saman í
gær til að fara yfir öll tiltæk gögn
um berghlaupið og meta ástandið.
Gögnin eru frá vísindamönnum sem
kannað hafa vettvanginn á síðustu
dögum og mæligögn frá ýmsum
stofnunum, innlendum og erlendum.
Björn Oddsson, jarðeðlisfræðing-
ur og verkefnastjóri hjá almanna-
varnadeildinni, segir um niðurstöð-
una að engin merki séu um frekari
skriðuföll eða hengjur sem gætu
fallið og framkallað viðlíka flóð-
bylgju og varð þegar efni úr skrið-
unni féll í Öskjuvatn seint að kvöldi
sl. mánudag. Mælingar sýna að flóð-
bylgjurnar hafa risið í rúmlega 30
metra hæð og gengið inn á land.
Það hefði valdið stórkostlegri hættu
fyrir ferðafólk.
Bráðabirgðaniðurstöður staðfesta
að skriðan hefur verið um 50 millj-
ónir rúmmetra að stærð. Er það
svipað magn og vísindamenn sem
fyrstir komu á staðinn höfðu áætlað.
Þótt mesta hættan sé liðin hjá
vilja almannavarnir hafa varann á
og takmarka umferð innan öskjunn-
ar líkt og hefur verið undanfarna
daga. Reiknað er með að því ástandi
verði aflétt eftir viku, staðan verður
allavega endurmetin þá að sögn
Björns. Áfram verður fylgst með
svæðinu í samvinnu landvarða og
vísindamanna.
Hætta í skriðusárinu
Eftir sem áður kemst fólk að Víti
og getur séð þaðan yfir Öskjuvatn.
Áfram er talin hætta á skriðuföll-
um í berghlaupinu sjálfu og næsta
nágrenni þess. Björn segir að efst í
fjallinu séu klettar sem eigi vænt-
anlega eftir að falla niður. Svæðið
sé því mjög ótryggt. Telja almanna-
varnir rétt að vara við öllum
mannaferðum á því svæði næsta ár-
ið að minnsta kosti. Hættusvæðið er
töluvert frá helstu ferðamannaleið-
um.
Umferð takmörkuð í viku
Esjan Skriðusárið í Dyngjufjöllum er um 450 metra hátt. Það svarar til hálfrar hlíðarinnar frá sjó og upp á hæsta tind Esju. Myndin er sett saman í tölvu.
Staðfest að berghlaupið í Öskju var 50 milljón rúmmetrar Vísindamenn fara
yfir gögnin sem safnað hefur verið undanfarna daga Áfram hætta í skriðunni
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014
Kaupum alla bíla
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með
fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum.
Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.
Vegfarendur í Reykjahlíð í Mý-
vatnssveit ráku margir hverjir upp
stór augu þegar forláta bifreið af
gerðinni Plymouth renndi upp að
bensínstöð þar í sveit. Um stund
gleymdu margir fegurð náttúrunn-
ar og létu þess í stað mynda sig
við bifreiðina sem er árgerð 1928.
Ökumaðurinn og félagi hans
segjast vera staddir hér á landi í
tengslum við heimsreisu. Þrátt
fyrir háan aldur virðist Plymout-
hinn standa sig með stakri prýði
og er ekki vitað til þess að þeir
hafi lent í vandræðum á för sinni
um landið.
Þegar ferðalangarnir sóttu Mý-
vatnssveit heim var þar sól og
sunnanvindur. Hefur hiti mælst
þar um og yfir 20 gráður en síð-
astliðinn fimmtudag gekk á með
síðdegisskúrum, þrumum og eld-
ingum.
Öldungur á
þjóðvegum
landsins
Ljósmynd/Birkir Fanndal
Ekkert hefur
spurst til manns
sem stal ísbjarn-
arskinni úr versl-
un við Laugaveg
um síðustu helgi.
Guðmundur Sig-
urðsson, versl-
unarstjóri The
Viking, verðlagði
skinnið á 1,2
milljónir króna.
Þjófnum lýsti hann sem „mjög
myndarlegum“ manni af asísku
bergi brotnum en sá mun hafa talað
lýtalausa ensku og hrafl í íslensku.
Talið er að skinnið gæti selst á
fimm milljónir króna erlendis.
Myndarlegur þjófur
á ferð í miðbænum
Skinnið er ófundið.
Útför Vilhjálms Hjálmarssonar, bónda og fyrrverandi
þingmanns og ráðherra, var gerð frá Mjóafjarðar-
kirkju í gær en hann andaðist á heimili sínu Brekku í
Mjóafirði 14. júlí sl. Líkmenn voru barnabörn Vil-
hjálms þau Sigurður Hjálmarsson, Vilhjálmur Stef-
ánsson, Svanbjörg Pálsdóttir, Lárus Sigfússon, Vil-
hjálmur Pálsson, Vilhjálmur Hjálmarsson yngri,
Margrét Sigfúsdóttir og Þorsteinn Garðarsson. Séra
Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur í Nes-
kaupstað, jarðsöng.
Útför Vilhjálms Hjálmarssonar
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Þyrla Landhelgisgæslu Íslands og
björgunarsveitir frá Hellu, Hvols-
velli og Landeyjum voru í gærmorg-
un kallaðar út vegna rútubíls sem
sat fastur með 15 farþega innan-
borðs í Steinsholtsá á Þórsmerk-
urleið. Björgunaraðgerðir tóku
skamman tíma og komust allir heilir
frá óhappinu.
Fyrstur á staðinn var skálavörður
í Langadal en skömmu síðar mættu
björgunarsveitir einnig á vettvang.
Helgi Rúnar Halldórsson skálavörð-
ur lagði dráttarvél fyrir aftan rút-
una og komust farþegarnir þannig á
þurrt land. „Ef rútan hefði verið
lengi úti í ánni hefði farið að grafa
undan henni, en hún var ekkert að
fara að velta. Það var samt kominn
hellingur af vatni inn í bílinn og
sumir voru smá smeykir,“ sagði
Helgi Rúnar í samtali við mbl.is í
gærdag.
Allmikið vatn er nú í ám og lækj-
um á þessum slóðum og vill Slysa-
varnafélagið Landsbjörg því brýna
fyrir ferðafólki að gæta ýtrustu var-
úðar þegar þvera þarf straumvatn.
Skálavörður bjargaði 15 farþegum rútubíls
Sárið eftir berghlaupið í Öskju er um 750 metra breitt. Þykktin á skrið-
unni er um 200 metrar og efnið hefur færst til um rúma 200 metra. Sárið
er þó hærra því 450 metrar eru frá vatnsyfirborði og upp á efstu brúnir.
Er það um helmingur af hæð Esjunni en hæsti tindur hennar er rúmir 900
metrar.
Athuganir vísindamenna benda jafnframt til þess að flóðaldan sem
skriðan kom af stað hafi risið rúma 30 metra sem er tæplega helmingur
af hæð Hallgrímskirkjuturns.
Upp í hálfar Esjuhlíðar
BERGHLAUPIÐ ER 750 METRA BREITT