Morgunblaðið - 26.07.2014, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014
Inspiral.ly
MURE
Authenteq
ViralTrade
Boon Music
Startup Reykjavík verkefnið er í fullum
gangi. Tíu sprotafyrirtæki þróa hug-
myndir sínar með aðstoð frá Arion banka
og Klak-Innovit.
Fylgstu með á www.startupreykjavik.com
og á Facebook.com/StartupReykjavik.
SPENNANDI HUGMYNDIR
VERÐA AÐ VERULEIKA
alveg við tölvuleikina, á þetta alveg
rétt á sér. Þetta gefur sömuleiðis
fleirum en ella tækifæri til þátttöku,“
segir Ómar Bragi sem fékk Sauð-
krækinginn Sverri Bergmann,
söngvara og leikjaspilara, til þess að
sjá um leikjaspil á laugardeginum.
Alls 29 héraðssambönd og félög í
öllum landshlutum eiga aðild að
UMFÍ. Setningarathöfn mótsins á
föstudagskvöldinu fer þannig fram
að keppendur ganga inn á keppn-
isvöllinn undir fána félaga sinna, á
athöfn sem hefur mjög hátíðlegan
svip. Og svo rúllar dagskráin, þar
sem leikur og gleði blandast
skemmtilega saman svo til mikillar
fyrirmyndar er.
Tækifæri til samveru
Fyrstu árin voru unglingalands-
mótin haldið um miðjan júlí. Árið
2002 var ákveðið að færa þau yfir á
verslunarmannahelgina, en um það
voru næsta skiptar skoðanir. Þetta
reyndist þó giftudrjúgt. „Þau sjón-
armið heyrðust að þetta gengi að
mótunum dauðum. Raunin var þó sú
að landsmótin efldust og nú gefa þau
fjölskyldunum frábært tækifæri til
samveru, sem er stór sigur,“ segir
Ómar.
Tölvuleikir, glíma og frjálsar
Búist við fjölmenni á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki Mjög góð aðstaða og frítt inn
Þátttakan er sigur Skráningu lýkur annað kvöld Fjölskylduhátíð sem festi sig fljótt í sessi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Setning Ungmennalandsmót er sett á föstudagskvöldi. Hátíðleiki er ráðandi og áberandi eru hvítbláinn, fáni UMFÍ og svo flögg héraðssambanda og félaga.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sauðárkrókur Ómar Bragi Stefánsson og Pálína Hraundal standa í ströngu
við undirbúning ungmennalandsmótsins sem hefst á föstudag í næstu viku.
Ókeypis aðgangur er að Unglingalandsmóti UMFÍ, utan hvað skráning-
argjald fyrir hvern keppanda er 6.000 kr. Ekki er innheimt gjald á tjald-
svæði mótsins, utan hvað fólk sem er í farhýsum greiðir fyrir rafmagns-
tengingu og slíkt. „Afþreyingin á unglingalandsmóti þarf að hafa
boðskap. Vinátta er þema mótsins að þessu sinni; við leggjum mikið upp
úr því að krakkar úr ólíkum áttum kynnist, séu saman og fylgi hvert öðru
eftir í leik og gleði. Tengist vinaböndum,“ segir Pálína Ósk Hraundal
verkefnisstjóri á mótinu.
Meðal afþreyingarþátta á unglingalandsmótinu eru t.d. útibíó, margs-
konar smiðjur, hæfileikakeppni, sápukúlublástur, handverk, eggjaköku-
gerð, myndlistarkynning, boðið verður upp á andlitsmálun og farið verður
í fjallgöngu, Íþróttaálfurinn úr Latabæ leikur listir sínar og svo mætti
áfram telja. Þá verða kvöldvökur þar sem fram koma tónlistarmenn eins
og Magni Ásgeirsson, Friðrik Dór og Jón Jónsson, Sverrir Bergmann, Þór-
unn Antonía, hljómsveitin Von og hljómsveit kvöldsins, Dj Jo Jo, Basic
House Effect og svo mun Auðunn Blöndal stíga á stokk.
Afþreyingin hafi boðskap
VINÁTTA ER ÞEMA LANDSMÓTSINS AÐ ÞESSU SINNI
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Gert er ráð fyrir góðum fjölda kepp-
enda á Unglingalandsmóti Ung-
mennafélags Íslands sem haldið
verður á Sauðárkróki um versl-
unarmannahelgina. Undirbúningur
mótsins er nú á lokastigi og nk.
sunnudagskvöld lýkur skráningu.
Vænta má að strax upp úr miðri
næstu viku fari fólk að sækja á Krók-
inn, en unglingalandsmótið er nú
orðið fast í sessi sem ein fjölsóttasta
hátíðin um þessa mestu ferðahelgi
ársins.
Landsmót hefða og sögu
„Við gerum ráð fyrir allt að 10
þúsund gestum á svæðinu; fjöl-
skyldufólki sem kemur þá hingað til
þess að fylgja krökkunum sínum eft-
ir á samkomu þar sem saman fara
íþróttir og afþreying,“ segir Ómar
Bragi Stefánsson, framkvæmda-
stjóri mótsins.
Landsmót UMFÍ byggja á langri
hefð og sögu, sem spannar rúmlega
öld. Þar blandast saman íþróttir og
ýmis þjóðleg gildi sem einkenna
starf ungmennafélagshreyfingar-
innar. Þátttaka í leiknum – en ekki
endilega sigur – er hluti þessa og sú
verður einmitt raunin á unglinga-
landsmótinu.
„Umgjörð mótanna er orðin föst í
sessi og við fylgjum henni frá ári til
árs. En til þess að fylgja straumi tím-
ans bætum við líka inn nýjum keppn-
isgreinum auk þess sem afþreying-
arþátturinn verður sífellt stærri,“
segir Ómar Bragi, sem hefur haldið
utan um landsmótshald UMFÍ síð-
ustu ár. Hann segir fjölda gesta á
unglingalandsmótum rokka frá 7 til
14 þúsund. Mótið á Selfossi árið 2012
hafi verið það fjölsóttasta en aðsókn-
in ráðist alltaf mikið af veðri og fjar-
lægð frá helstu þéttbýlissvæðum.
Aðstöðuna á Sauðárkróki segir hann
góða, en þar voru unglingalands-
mótin haldin árið 2004 og 2009.
Fleiri fái tækifæri til þátttöku
Frjálsar íþróttir, glíma, körfubolti,
sund, knattspyrna og keppni í staf-
setningu eru keppnisgreinar sem
margir tengja við landsmótin og
vissulega verða þær áberandi nú. En
svo koma inn nýjar greinar; að þessu
sinni siglingar á seglbátum, bogfimi
og tölvuleikir. „Já, sjálfsagt þykir
einhverjum orka tvímælis að tölvu-
leikir séu keppnisgrein á móti þar
sem íþróttir og hreyfing eru í aðal-
hlutverki. En sé rétt að þessu staðið,
þannig að krakkarnir bindi sig ekki