Morgunblaðið - 26.07.2014, Page 14

Morgunblaðið - 26.07.2014, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 Dermicore® – Náttúruleg og lífræn sólarkrem í einstökum gæðaflokki brokkoli.is SÓLARVÖRURNAR FRÁ DERMICORE FÁST HJÁ: SUMARTILBOÐ20% AFSLÁTTUR Í JÚLÍ Verndar og nærir húðina í sólinni með sérvöldum innihaldsefnum úr náttúrinni. Þar fremst í flokki er lífvirka undraefnið úr brokkolí, Sulforaphane – efnið sem virkjar varnarkerfi húðfruma með einstökum endurnýjandi áhrifum. Pre Tan Creme – Fyrir sól a Undirbýr húðina fyrir útfjólubláa geisla sólarinnar. a Stuðlar að hraðari og jafnari sólbrúnku. a Inniheldur andoxunarefni og sulforaphane sem verst sindurefnum og merkjum öldrunar. Protective Creme - Sólarvörn (SPF 6 og 15) a Tvöföld vörn, bæði gegn UVB og UVA geislum. a Sérvirk innihaldsefni sem vernda húðina gegn hrukkum og ótímabærri öldrun. a Inniheldur „Shea Butter“ og E-vítamín fyrir styrkjandi og rakagefandi áhrif. After Sun Creme – Eftir sól a Verst sólbruna, roða og flögnun – fyrir fallega brúnku sem endist lengur. a Hjálpar að endurnýja raka- og salt jafnvægi húðarinnar. a Meðal sérvalinna innihaldsefnia eru: • Aloe Vera – fyrir græðandi áhrif. • Agúrka, Chamomile og Menthol – fyrir kælandi og róandi áhrif. • Avókadó olía, Pro-vítamín B5 og E-vítamín fyrir rakagefandi áhrif. Dermicore er háþróuð húðvörulína frá sænska fyrirtækinu THE BROCCOLI, Lífrænar - Ekki erfðabreyttar – Engin rotvarnarefni (Engin parapen), Engin jarðolía - Húðsjúkdóma- og ofnæmisprófaðar VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætis- ráðherra Noregs, segir að Íslendingar geti lagt sitt af mörkum til að draga úr átökum á Gaza-ströndinni með því að taka þátt í alþjóð- legum þrýstingi á báða aðila, Hamas-samtökin og ríkisstjórn Ísraels, til þess að koma samn- ingaviðræðum af stað. „Allir vita að þessi deila verður ekki leyst með hernaði. Palestínumenn gera kröfu um sjálfstætt ríki og Ísraelsmenn krefjast örygg- is. Hvorug krafan verður leyst með valdi eða hernaðarátökum, það höfum við upplifað margoft. Slíkt gerir ástandið aðeins verra,“ segir Bondevik sem stýrir sjálfstæðri stofnun, Oslosenteret, og vinnur að lýðræðisþróun og fleiri mannréttindaverkefnum í nokkrum Afr- íkuríkjum og víðar. Kjell Magne Bondevik og eiginkona hans, Bjørg Bondevik, komu í stutta heimsókn hing- að til lands með vinahjónum og notaði hann tækifærið til að hitta nokkra gamla samstarfs- menn úr pólitíkinni. Þau hjónin heimsóttu meðal annars Davíð Oddsson, ritstjóra Morg- unblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Ástríði Thorarensen eiginkonu hans, enda segir Bondevik að þeir hafi starfað vel saman á þeim tíma sem þeir voru báðir forsætisráð- herrar. Bendir hann á að hann hafi verið for- sætisráðherra í sjö ár og Davíð verið forsætis- ráðherra Íslands meginhluta þess tíma og raunar í tvöfalt lengri tíma. Þá hitti hann Vig- dísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. Hún er formaður fulltrúaráðs Oslosenteret og þau hittast árlega á fundum ráðsins. Norðmenn taka þátt í friðarstarfi Bondevik segir í samtali við Morgunblaðið að Norðmenn hafi aðkomu að deilunum í Mið- Austurlöndum. Nefnir að Norðmenn séu í for- ystu fyrir ráði sem skipuleggur efnahagslegan stuðning við Palestínumenn og sett var á fót 1993, í tengslum við Oslóar-samkomulag Ísr- aela og Palestínumanna. Því hafi utanríkis- ráðherra Norðmanna, Børge Brende, verið á ferðalögum um Mið-Austurlönd og tekið þátt í viðleitni til að koma á vopnahléi. Sjálfur hefur Bondevik sambönd í Mið- Austurlöndum og hefur farið á eigin vegum til ríkjanna og rætt við forystumenn. Tekur hann fram að semja þurfi um ýmis erfið mál, meðal annars um stöðu Jerúsalem, flóttamannavand- ann, landnemabyggðir og landamæri ríkjanna. Ástandið í Úkraínu ber einnig á góma en Bondevik segir að Norðmenn hafi þar einnig hlutverk, sem nágranni Rússa. „Rússar hafa mikil áhrif á rússneskumælandi minnihlutann í Úkraínu. Deilan getur orðið hættuleg ef þeir styðja rússneska minnihlutann einhliða. Norð- menn geta notað stöðu sína sem nágrannaríki Rússlands til að reyna að hafa áhrif á þá,“ seg- ir Bondevik. Hjálpa til við þróun lýðræðis Meginverkefni Oslóarmiðstöðvarinnar er að hjálpa til við þróun lýðræðis í ríkjum sem eru skammt á veg komin í þeim efnum. Starfs- menn hennar vinna gjarnan með öðrum al- þjóðlegum stofnunum og pólitískum stofn- unum í ríkjunum, svo sem þingum, ríkis- stjórnum og stjórnmálaflokkum, til að reyna að fá stofnanirnar til að þjóna hlutverki sínu. Bondevik stofnaði Oslosenteret fljótlega eft- ir að hann hætti í stjórnmálum og er ánægður með starfið. Miðstöðin hefur starfað frá árinu 2006. Megnið af þeim tíma hefur hún unnið að verkefnum í Kenía. „Höfum verið að hjálpa til við að láta pólitíska kerfið virka. Við höfum lent í vandamálum í ferlinu en komist í gegn- um þau.“ Meðal annars hefur miðstöðin tekið þátt í vinnu við að semja lög um kosningar og starfsemi stjórnmálaflokka. Stærstu verkefnin eru þó í Sómalíu, landi sem er illa leikið eftir borgarastyrjöld. „Sóm- alía telst enn ekki lýðræðisríki en það er á leið- inni að verða það. Það hefur fengið forseta, ríkisstjórn, þing og stjórnmálaflokka. Við höf- um hjálpað til við að koma þessu á. Eftir tvö ár verða þingkosningar þar sem kosið verður á milli stjórnmálaflokka en hingað til hafa kosn- ingar verið á grundvelli ættflokka,“ segir Bondevik. Oslosenteret er með lýðræðisverkefni í sex löndum og verkefni sem snúa að öðrum mann- réttindum og trúfrelsi í ríkjum Afríku og Asíu. Nefnir hann að verið sé að koma upp vett- vangi fyrir samræður ungs fólks í nokkrum ríkjum. Þá aðstoðar miðstöðin við kosningar í Afganistan, svo fleiri verkefni séu nefnd. Miðstöðin er með aðalskrifstofur í Osló og auk verkefna víða um heim hefur hún beitt sér fyrir fundum og ráðstefnum um viðfangsefni sín og er þannig orðinn vettvangur sem litið er til þegar rætt er um lýðræðisþróun. Þrýstingur á báða deiluaðila Morgunblaðið/Kristinn Önnum kafinn Kjell Magne Bondevik hefur látið til sín taka á alþjóðavettvangi eftir að hann sagði skilið við stjórnmálin í heimalandi sínu fyrir níu árum, enn á besta aldri.  Deila Ísraela og Palestínumanna verður ekki leyst með hernaðarátökum, að mati Kjell Magne Bondevik  Stofnun hans vinnur að lýðræðisþróun og mannréttindamálum víða um heim Aflabrögð á makrílveiðum hafa verið misjöfn undanfarið. Haft er eftir Magnúsi Kristjánssyni, skip- stjóra á ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, á heimasíðu HB Granda, að það helgist fyrst og fremst af stærð veiðarfæranna sem notuð eru. Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom til hafnar í gær og var aflinn um 45 tonn í tveggja daga veiðiferð. Að sögn Magnúsar var frekar rólegt yfir aflabrögðunum en makríllinn sem fékkst var stór og góður. ,,Við hóf- um veiðar á miðvikudagskvöld og vorum að veiðum suður af Reykja- nesi. Þar hefur fjöldi skipa verið að makrílveiðum en auk togaranna er hluti uppsjávarflotans þar og flest vinnsluskipin,“ segir Magnús á heimasíðunni. ,,Við erum með lítið uppsjávar- troll með um 20 faðma höfuðlínu- hæð en flest stærri skipin eru með helmingi stærri troll eða rúmlega það. 40 til 50 faðma höfuðlínuhæð á trollunum er ekki óalgeng hjá þeim,“ segir Magnús en hann kveð- ur makrílinn aðallega veiðast frá yfirborðinu og niður á um 20 faðma dýpi. Aflinn verður unninn í upp- sjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði. Góður makríll suður af Reykjanesi en róleg veiði Makríll Kraftur er að komast í vertíðina, en aflabrögð hafa þó verið misjöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.