Morgunblaðið - 26.07.2014, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014
Margar tillögur eru af veitingum á
heimasíðu okkar. Einnig er hægt að
panta einstaka rétti eða eftir óskum.
Veislusalur okkar er bjartur og fallegur
salur á jarðhæð, gott aðgengi.
Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í
verði þegar erfidrykkja er í sal.
Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is ·www.veislulist.is
Veitingar í erfidrykkjur
af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal
okkar, í aðra sali eða í heimahús.
Skútan
Óregluleg beyging sjaldgæfra orða vefst fyrir mörgum. Mörgþessara orða eru forn og voru eitt sinn algeng en eru þaðekki lengur. Þess vegna reynist mörgum erfitt að beygjaþau. Í íslenskuprófum er algengt að spurt sé um beygingu
þeirra og jafnvel þótt kunnáttan sé fyrir hendi er ekki gefið að málnot-
endur noti þau í daglegu tali. Fæstir leggja það á sig að gera hlé á máli
sínu til að íhuga fallbeygingu orðs sem kemur fyrir í frásögn þeirra. Til
að komast hjá því að segja eitthvað vitlaust er auðveldara að forðast
orð með flókna beygingu og nota önnur í þeirra stað.
Orðið kýr í eintölu er nær-
tækasta dæmið. Í grunn-
skóla er þulið: hér er kýr,
um kú, frá kú, til kýr. En
þegar á reynir og tala á um
kú þurfa sumir að hugsa sig
um og sleppa því orðinu og
velja annað. Orðið belja
verður því oft fyrir valinu þar sem það er mun einfaldara í beygingu.
Það er skiljanlegt, að minnsta kosti fyrir þá sem tala sjaldan um dýra-
tegundina. Orðið ær er af sama meiði. Eintala þess er að hverfa úr
málinu, sbr. ær, á, á, ær. Kind er algengasta orðið yfir dýrategundina.
Stundum er orðið rolla notað en það er öllu neikvæðara og hefur ekki
eins víða merkingu. Fé vefst einnig fyrir mörgum í eignarfalli, þ.e. til
fjár. Ruglingurinn verður ýmist *fjárs, *fés eða *fésins með greini.
Þessi beygingarvandi virðist ekki hafa minnkað þótt orðið sé einnig
notað um peninga og þeir séu sífellt í umræðunni.
Eilífur ruglingur er á orðum sem eiga við um dýr annars vegar og
menn hins vegar. Dýr éta en menn borða. Það er því betra að segjast
ætla út að borða en út að éta. Svo eru lappir á dýrum en fætur á mönn-
um. Engu að síður er talað um fram- og afturfætur. Þegar kemur að
haus og höfði vandast málið. Formlega er haus á dýrum en höfuð á
mönnum. Samt er talað um að tvö höfuð séu á hverri skepnu. Og í al-
þekktri vísu segir krummi: „Ég fann höfuð af hrúti …“ Á hinn bóginn
dettur fólk á hausinn, veit ekkert í sinn haus, fer á hausinn, er haus-
laust af drykkju og hvaðeina. Að vísu heyrist æ oftar að einhver hafi
farið á höfuðið og er spurning hvort það eigi að hljóma vægara en að
fara á hausinn, en líklega er það ofvöndun.
Síðast en ekki síst eru sagnirnar að deyja og drepast. Alla jafna er
sagt að dýr drepist en menn deyi. Það er þó allur gangur á því. Þegar
rætt er um líðan segjast menn vera að drepast í fætinum, úr leiðindum,
úr kulda o.fl. Algengt er að gæludýraeigendur segi að dýrið þeirra hafi
dáið frekar en að það hafi drepist. Að sama skapi heyrist stundum sagt
að illmenni drepist – rétt eins og skepnur. Munurinn virðist tengjast
tilfinningum óháð því hvort um menn eða dýr er að ræða. En svo eru
enn aðrir sem segja að karl nokkur eða kerling hafi drepist án þess að
finnast eitthvað athugavert við það orðalag.
Um dýr og menn
Tungutak
Eva S. Ólafsdóttir
eva@skyrslur.is
Við fögnum 100 ára afmæli fullveldis Íslands eftirrúmlega fjögur ár. Það er tímabært að huga aðþví, hvernig það verði bezt gert. Nú eru vaxnar upp kynslóðir á Íslandi, sem
hafa ekki aðra tengingu við sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar
en sögukennslu í skólum. Ekki skal gert lítið úr henni enda
engin spurning að kennsla um sögu Íslands hefur haft mikil
áhrif á hverja kynslóð Íslendinga á fætur annarri.
Á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974 var ákveðið
að unnið yrði að miklu ritverki sem nefnist Saga Íslands.
Það hefur verið gert af myndarskap undir ritstjórn Sig-
urðar Líndals. Nú eru komin út 10 bindi og væntanlega
kemur 11. bindið og það síðasta út á næstu misserum.
Í ljósi þess að nú er farið að gefa bækur út í rafrænu
formi er ástæða til að huga að slíkri útgáfu á þessu mikla
ritverki, þegar síðasta bindið er komið út.
Fyrir áratug var vel staðið að því að minnast 100 ára af-
mælis heimastjórnar og má finna margvíslegar upplýsingar
þar um á vefsíðu sem nefnist
heimastjorn.is.
Fjórir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, þau Ragnheiður Ríkarðs-
dóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson,
Vilhjálmur Árnason og Vilhjálmur
Bjarnason, hafa lagt fram þings-
ályktunartillögu á Alþingi um varð-
veizlu menningararfleifðar á staf-
rænu formi, sem hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að fela mennta- og menningar-
málaráðherra að setja fram markvissa, heildstæða og metn-
aðarfulla stefnu um varðveizlu íslenzkrar menningar-
arfleifðar á stafrænu formi og leggja drög að því að verkið
verði unnið á næstu 10-20 árum eftir því hversu umfangs-
mikið það verður talið.“
Nú er komið að þeim áfanga sjálfstæðisbaráttunnar, sem
lauk með sambandslagasamningunum 1918. Þótt þeir
samningar hafi verið samþykktir í þjóðaratkvæðagreiðslu
með rúmlega 90% atkvæða vakti lítil þátttaka í kosningunni
athygli en hún var nálægt 44%. Á Alþingi var hart deilt um
samningana og sagt er að Benedikt Sveinsson (langafi
Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra) hafi litið á þá
sem nauðungarsamninga. Lokaorð hans í umræðum á þingi
um málið voru þessi:
„Skal ég svo að lokum láta um mælt, að ekki veit ég nú
þann mistiltein fyrir mold ofan, sem hættulegur sé íslenzkri
þjóð, ef hann er ekki fólginn í þessum sambandslagasamn-
ingi.“
Það er tímabært að Alþingi og ríkisstjórn hafi forgöngu
um að saga þeirra stjórnmáladeilna, sem hér stóðu í að-
draganda sambandslaganna 1918, verði rakin í því mynd-
ræna formi sem nú nær bezt til fólks, t.d. í röð leikinna
heimildarþátta í sjónvarpi, þar sem mismunandi skoðanir,
sem uppi voru, verði dregnar fram. Fullyrða má að slík
sjónvarpsþáttaröð mundi vekja mikla athygli landsmanna
og jafnframt leiða til umræðna um sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar og álitamál í henni, sem er bæði gott og hollt fyrir
þjóðina að fari fram.
Til þess að af þessu geti orðið þarf mikil undirbúnings-
vinna að fara fram í sambandi við handritsgerð og fleira og
þess vegna æskilegt að hafizt verði handa ekki síðar en í
byrjun næsta árs.
En sjálfstæðisbarátta íslenzku þjóðarinnar var ekki bara
barátta leiðtoganna, hún var líka barátta fólksins í landinu,
íslenzkrar alþýðu – sem eru falleg orð. Og þess vegna er til-
efni til að lífsbarátta hennar verði líka dregin fram í dags-
ljósið, nýjum kynslóðum til gagns, sem hafa litla hugmynd
um hvernig líf forfeðranna var.
Í bók sem heitir Áraskip, eftir Jóhann Bárðarson, sem út
kom 1943 og aftur 1964, er lýst lífi árabátasjómanna sem
reru frá Bolungarvík og nærliggj-
andi stöðum eins og Skálavík fyrir
og eftir aldamótin 1900. Þar segir
m.a.:
„Árið 1889, föstudaginn fyrir
pálmasunnudag, fóru margir á sjó.
Um nóttina var gott veður, en með
morgninum gerði stórviðri að norð-
an. Um miðjan daginn var 24 stiga
frost á selsíus. Þegar leið á daginn var Víkina tekið að brjóta
í álögunum … Ari lagði lóðir sínar úti á Kömbum og tók
honum í uppsiglingunni undir Hvassaleiti. Þaðan urðu skip-
verjar að taka baráttu inn með Stigahlíð. Það óhapp henti
einn hásetann að hann gleymdi að taka skinnstakk sinn í
sjóferðina og var því hlífðarlaus að ofanverðu. Kom þetta
fyrst í ljós þegar búið var að leggja lóðirnar. Þegar hvessa
tók og ágjafir jukust, varð hásetinn brátt holdvotur. Í slíku
frosti leið auðvitað ekki á löngu þangað til maðurinn varð
óvinnufær vegna kulda. Á leiðinni til lands lagðist hann fyrir
í barkanum og mun hafa dáið skömmu síðar, þar sem enga
hjálp var hægt að veita honum.“
Þessi örlagasaga endurómar í Himnaríki og helvíti Jóns
Kalmans Stefánssonar:
„Þeir grípa allir stakkinn sinn, allir nema Bárður, hann
grípur í tómt, hönd hans stirðnar í lausu lofti og hann bölvar
hátt. Hvað? spyr strákurinn. Helvítis stakkurinn, ég
gleymdi honum, og Bárður bölvar meira, hann bölvar því að
hafa verið óþarflega einbeittur við að leggja línur úr Para-
dísarmissi á minnið, svo einbeittur að hann gleymdi stakkn-
um. Andrea örugglega búin að uppgötva það og hefur
áhyggjur af honum, sem skelfur hér af kulda, óvarinn fyrir
heimskautavindi. Svona geta ljóðin farið með okkur.“
Við eigum að heiðra minningu þeirrar íslenzku alþýðu,
sem um aldir hélt lífi í þjóðinni, með því að gera stórmynd
sem lýsir þessari sjóferð í Himnaríki og helvíti – í tilefni af
100 ára afmæli fullveldisins.
Hér er verk að vinna fyrir Einar K. Guðfinnsson, forseta
Alþingis, sem er frá Bolungarvík og Illuga Gunnarsson
menntamálaráðherra sem hefur sterk tilfinningatengsl við
annað vestfirzkt sjávarþorp.
„… ekki veit ég nú þann
mistiltein fyrir mold ofan …“
Um Áraskip Jóhanns Bárð-
arsonar og sjóferð í Himna-
ríki og helvíti Jóns Kalmans
Stefánssonar
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Um þessar mundir eru hundraðár frá því að ríki Habsborgar-
ættarinnar á Dónárslóðum hóf stríð
gegn Serbíu vegna þess að leyni-
þjónusta Serba var talin viðriðin
morð á austurríska ríkisarfanum,
Frans Ferdinand, og konu hans í
Sarajevo. Nokkrar næstu aldir á
undan hafði þetta ríki hins vegar
ekki aðallega orðið til í stríðum,
heldur með hjónaböndum, enda var
sagt: „Bella gerant alii! tu, felix
Austria, nube!“ Aðrir berjist! þú,
sæla Austurríki, giftist!
Stefan Zweig lýsir því vel í bók-
inni Veröld sem var, hversu frið-
sælla og öruggara lífið var í veldi
Habsborgarættarinnar fyrir 1914 en
í hinni sundruðu Norðurálfu eftir
það, sem breyttist í gróðrarstíu her-
skárra og blóðþyrstra öfgahreyf-
inga. Það varð jafnvel um skeið að
áhrínsorðum, sem annar Austurrík-
ismaður, Franz Grillparzer, hafði
sagt þegar árið 1849:
Menntavegurinn nýi liggur
frá mannkyninu
um þjóðirnar
inn í dýraríkið.
Auðvitað kunnu ekki allir jafnvel
að meta Habsborgarveldið, til dæm-
is ekki Tékkar og Pólverjar, sem
vildu stofna eigin þjóðríki, en það er
önnur saga.
Dr. Otto von Habsburg, elsti son-
ur síðasta keisara ættarinnar, var
félagi í Mont Pelerin-samtökunum,
alþjóðlegum samtökum frjálslyndra
fræðimanna, og hitti ég hann á þeim
vettvangi, til dæmis í München
haustið 1990. Hann var höfðinglegur
á velli og virðulegur í framkomu, en
leit þó helst út eins og mennta-
maður. Mér heyrðist hann hafa
mestan áhuga á hag Ungverjalands,
en þar voru Habsborgarar konungar
frá gamalli tíð. Dr. Habsburg sat
lengi á Evrópuþinginu og beitti sér
fyrir því, að þingið lýsti þegar árið
1983 yfir stuðningi við sjálfstæði
Eystrasaltsríkjanna, sem voru þá
hernumin lönd. Gramdist Kreml-
verjum mjög hin svokallaða Habs-
burg-yfirlýsing.
Síðan vildi svo til, að í ferð um
Suður-Ameríku haustið 1998 gisti ég
hjá systur vinkonu minnar í Góð-
viðru, eins og Konráð Gíslason vildi
kalla Buenos Aires. Tók ég eftir því,
að margar fágætar bækur um Habs-
borgarættina voru þar í stofu. Ég
spurði, hverju það sætti, og þær
systur sögðu mér, að kona Frans
Ferdinands ríkisarfa, sem var myrt
með honum, Sophie Chotek, her-
togafrú af Hohenberg, hefði verið
ömmusystir þeirra. Hún var af
gömlum aðalsættum í Bæheimi, en
frændi hennar, faðir systranna,
hafði flust allslaus til Argentínu eftir
fyrra stríð og komið þar undir sig
fótum á ný. Margar örlagasögur má
segja frá tuttugustu öld, ekki síst
eftir að Habsborgarveldið hrundi í
fyrra stríði.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Habsborgarar