Morgunblaðið - 26.07.2014, Side 32

Morgunblaðið - 26.07.2014, Side 32
32 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir flytur hugleiðingu. Félagar úr kirkjukórnum leiða safnaðarsöng og Sverrir Sveinsson leikur á trompet við undirleik Kjart- ans Ognibene. ÁSKIRKJA | Helgihald liggur niðri út júlímánuð vegna sumarleyfis sóknarprests og starfsfólks Áskirkju. BESSASTAÐASÓKN | Sameiginleg sum- armessa safnaðanna kl. 11 í Garðakirkju. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari. Jón Ólafur Sigurðsson leikur undir safn- aðarsöng. BÚSTAÐAKIRKJA | Sumarmessa sunnudag- inn 27. júlí kl. 11. Morgunstund með lofgjörð og hvetjandi orðum. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðspjall dags- ins er kristniboðsskipunin. Félagar úr Kór Bú- staðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris. Þetta er 6. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og litur messuklæða er grænn. Messuþjónar aðstoða og prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Molasopi og hressing eftir messu. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Anna Sig- ríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar og organisti er Kári Þormar. EGILSSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Prestur sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir. Organisti Tryggvi Hermannsson. GARÐAKIRKJA | Sumarmessa safnaðanna kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari. Jón Ólafur Sigurðsson leikur undir safnaðarsöng. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngur: Sigurður Skag- fjörð. Organisti: Bjarni Þór Jónatansson. Kaffi- sopi eftir messu. GRENSÁSKIRKJA | Vegna sumarleyfa er Grensáskirkjan lokuð til og með 8. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgistund kl. 14 í Bænalundi, Höfðaskógi fyrir ofan Hafn- arfjörð í samstarfi við Skógræktarfélag Hafnar- fjarðar. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Skógræktarfélagið heldur þá árlegan skógar- og útivistardag fjölskyldunnar kl. 14-17 í sam- starfi við Íshesta og Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Kl. 14.30-16 verður gengið um nýja göngustíga Langholts undir leiðsögn Jónatans Garð- arssonar. Kaffisopi, heitt á kolunum. Dagskrá fyrir börnin. Sjá nánar um á vefnum: skoghf.is. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari, ásamt rev. Leonard Ashford og messuþjón- um. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Eyþór Franzson Wechner. Sögustund fyrir börnin. Lára Bryndís Eggerts- dóttir leikur eftirspilið. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Alþjóðlegt orgelsumar: Tónleikar laugard. kl. 12 og sun- nud. kl. 17. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á orgelið. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Steinar Logi Helgason. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALTASTAÐARKIRKJA | Messa kl. 14. Prestur sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir. Organisti Suncana Slamnig. Kirkjugestum boðið í kaffi eftir messu í félagsheimilinu Hjaltalundi. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðni Már Harðarson prédikar og þjónar fyr- ir altari. Almennur safnaðarsöngur. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. LAUGARNESKIRKJA | Helgistund kl. 11. Hjalti Jón Sverrisson, guðfræðingur og tónlist- armaður, annast stundina. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sumarsamstarf kirknanna í Kópavogi. Sunnudagaskóli í Lindakirkju kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta í Mos- fellskirkju kl. 20. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Sr. Sigurvin Lár- us Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi- sopi á Torginu eftir messu. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. 3. hæð. Ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. Fjallað um Dietrich Bonhoeffer. Túlkað á ensku. Barnapössun. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Jörg Sondermann leikur á orgelið. Súpa og brauð á eftir. SELJAKIRKJA | Messa kl. 20. Sr. Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Altarisganga. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Toshiki Toma þjónar. Kaffiveitingar. VÍDALÍNSKIRKJA | Sameiginleg sum- armessa safnaðanna kl. 11 í Garðakirkju. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari. Jón Ólafur Sigurðsson leikur undir safn- aðarsöng. ORÐ DAGSINS: Sjá, ég er með yður. (Matt.28) Morgunblaðið/Kristinn Selfosskirkja Helgi Magnússon er varaformaður Líf- eyrissjóðs versl- unarmanna. Eftir hann birtist grein í Fréttablaðinu þann 17. apríl sl. með fyr- irsögninni „Digurmæli Davíðs“. Hin tilteknu „Digurmæli“ voru að- eins tvö tilnefnd í grein Helga, fyrri úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins frá 12. apríl sl., og fjallar um rannsóknarskýrslu líf- eyrissjóðanna á sjálfum sér, sem Helgi birtir orðrétt í grein sinni.: „Skýrslan sú er vita gagnslaus og fer best á hillu við hliðina á skýrsl- unni sem „aðilar á vinnumarkaði“ létu sig hafa í að panta um ESB og skýrslu lífeyrissjóðanna um sjálfa sig og sitt brask í hruna- dansinum, en hún kostaði lífeyr- isþega 70 milljónir króna, og hefur sá kostnaðarsami kattarþvottur leitt til þess að þar eru flestir kappar jafn vígreifir og þeir voru áður, og valsa flestir enn, sjálfir eða handbendi þeirra, um með við- kvæmustu sjóði landsmanna“. Hin síðari tilvitnun Helga vitnar í ódagsettan leiðara Morgunblaðsins,:„Lífeyrissjóðirnir rannsökuðu sig sjálfir og eru mjög ánægðir með rannsóknina, enda er ekkert upplýst um hvernig helstu fjárglæframenn landsins náðu helj- artökum á þessum sjóðum almenn- ings“. Helgi reynir hvergi að and- mæla þessum „digurmælum“, segir aðeins að þarna sé „vegið að mörg hundruð manns“. Hann segir jafn- framt: „Eignir lífeyrissjóðanna nema nú um 2.700 milljörðum króna. Þeir urðu fyrir tjóni í hruninu, en hafa náð sér vel á strik“. Umrætt tjón mun hafa numið a.m.k. 480 milljörðum króna og gerðist í skjóli þess stóra hóps, samkvæmt Helga „sem bar ábyrgð á rekstri lífeyrissjóðanna á þeim tíma, og gegnum hrunið og eftir það“. Þær gjafir voru lífeyr- isþegum gefnar af „hinum stóra hóp sem ábyrgðina bar“, en sem létu lífeyrisþega bera þá ábyrgð í skertum lífeyrisgreiðslum. Sjálfur hef ég reynt það á eigin skinni. Lífeyrir skorinn niður um meira en þriðjung og til skamms tíma eitt prósent skorið af í hverjum mánuði, þrátt fyrir forsendur sjóðsins um þrjú og hálft prósents raunávöxtun árlega. Við sem erum komin á seinni metr- ana í lífinu munum engu fá breytt og er- um fangar þeirra stjórnenda sem við eigum enga möguleika að velja. Það er mjög brýnt að skylduaðild að lífeyrissjóðum verði afnumin og laun- þegar fái frelsi til að ráðstafa sínum lífeyri eftir breyttum reglum en halda áður áunnum réttindum. Öðrum verði frjálst að vera áfram sjóðfélagi. Breytingar eru bráðaðkallandi, einkum eftir upp- lýsingar Gunnars Baldurssonar, sem er formaður stjórnar Lands- samtaka lífeyrissjóða og fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyr- issjóðsins, í Morgunblaðinu 8. júlí sl. „Hjá sjóðum með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga voru skuldbind- ingar umfram eignir nálægt 490 milljörðum, þ.e. í árslok 2013. … “ E.t.v. er rangt að tala um skuld- bindingar umfram eignir hjá þess- um sjóðum, þar sem ríki og sveit- arfélög ábyrgjast mismuninn. Við þessa upphæð bættist nýverið sex milljarða króna ábyrgð sem fjár- málaráðherra tók að sér fyrir einkaaðila, sem ekki höfðu greitt sitt mótframlag til lífeyrissjóða. Hinir skertu lífeyrisþegar munu því einnig þurfa, auk skerðingar, að taka þátt í að niðurgreiða þessa áföllnu 496 milljarða hinna ábyrgstu sjóða. Helgi nefnir í lok greinar sinnar nöfn fimmtíu og þriggja aðila sem sönnun um ágæti sjóðanna, en segir jafnframt að um „mörg hundruð manns að ræða“. Ef til vill er þetta fólk jafn hreykið og Helgi af frammistöðu sinni í stjórnum sjóðanna, og síhækkandi stjórnarlaunum. Hinn almenni líf- eyrisþegi reynir hins vegar á sjálf- um sér, að því ver reynast gráð- ugra ráð sem þau koma fleiri saman. Eftir Ámunda Ólafsson » Það er mjög brýnt að skylduaðild að líf- eyrissjóðum verði af- numin og launþegar fái frelsi til að ráðstafa sín- um lífeyri eftir breytt- um reglum en halda áð- ur áunnum réttindum. Ámundi H. Ólafsson Höfundur er fyrrverandi flugmaður. Því ver reynast… Mér finnst miður að sjá og heyra sí- felldan einhliða stuðning sumra landsmanna við for- ystu múslima á land- svæðunum við Ísrael þrátt fyrir langa sögu árásarstefnu þeirra og algjöra óbilgirni og höfnun á nokkrum friði af veikum ástæðum hvernig sem reynt er og að er farið m.a. af alþjóðasamfélaginu. Múslimar og gyðingar Hatur múslima á gyðingum er sorglegt og enn er stefna sumra að leggja Ísrael í rúst og deyða alla þar og væri það líklega löngu orðin staðreynd hefðu Ísraelar ekki með þrautseigju allra lands- búa náð að verja sig og að Ísrael sé í dag orðið það öflugt að von- andi leggja fá þjóðríki í það leng- ur, en mátturinn skapar friðinn en ekki varnarleysið, sem sumir landar mættu hugsa betur út í. Eitt dæmið um hugarfar múls- lima í garð gyðinganna er þegar þá nýkjörinn forseti Írans, sagð- ur frjálslyndur þar, lýsti Ísrael sem vörtu sem þyrfti að fjar- lægja. Minna mátti það ekki vera. Einungis um 6 milljónir gyðinga búa í um 8 milljóna land- þröngu smáríkinu, eina raunveru- lega lýðræðisríkinu í heimshlut- anum, sem er aðeins fimmtungar af stærð Íslands og tekur það sem dæmi ekki nema nokkrar mínútur að fljúga þvert yfir land- ið. Saga Ísraels er samfelld saga ógnar og árása múslima á það og hefur landið sífellt þurft að verja sig gegn milljónaskaranum, sem hefur viljað því allt illt. Einu sinni var Sú var tíðin að Íslendingar voru stuðningsmenn okkur næst- um jafnaldra ísraelska lýðveldis. Vera má að stuðningurinn hafi að miklu leyti færst yfir til ófrið- araðilanna með því að snjallir áróðursmenn hafa komið ár sinni fyrir borð og tekið upp popúlíska vinkla eins og að benda á tölur fórnardýra átakanna, sem oftast hafa verið hærri múslimamegin vegna hernaðarsigra Ísraels að lokum. Stöðug hryðjuverk og árásir Annars hefur Ísr- ael oft verið afar hætt komið og mann- fall þar mikið eins og t.d. þegar sameinaðir herir múslima réðust á og voru hársbreidd frá því að brjóta varnir landsins á bak aftur og rúlla yfir það í Yom Kippur 1973. En það eru ekki eingöngu stríðin á milli þjóðríkjanna, held- ur einnig löng og samfelld saga hryðjuverka íslamista gegn gyð- ingum um víðan völl, morða og fjöldamorða á saklausu fólki, en sem ekki allir hérlendir vilja muna þótt listinn sé langur og ljótur. Íbúar Ísraels eru sífellt á milli steins og sleggju og undir stöðugum hryðjuverkaárásum og svo ótrúlegt sem það er verið lengi undir næstum daglegum eldflaugaskotum frá Hamas á Gaza og Hezbollah í Líbanon. Hefur landið því stundum þurft að grípa til óvinsælla örþrifaráða til þess að skapa sér svigrúm og verja sig og sína eða hvernig skyldum við sjálf fara að undir svipuðum kringumstæðum? Það eru einkum þessi samtök sem njóta meðaumkunarinnar hér þrátt fyrir blóðuga sögu þeirra og að þau séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök hjá fjölda þjóðríkja. Árásargirnin og friðarviljinn Það er jafn sorglegt að hreyf- ingar Palestínumanna finna friði fyrir eigið fólk og heimshlutann allt til foráttu nema í áróðursorði kveðnu. Samkvæmt hinu virta Janés Defence Weekly halda Hamas áfram að koma tugum þúsunda eldflauga og sprengju- varpna innan um almenning og heimilin, konur og börn, til þess að reisa svokallaða mannlega skildi í skotlínunni að hætti Saddams Hussein og hefur þetta aftur sýnt sig í átökum síðustu vikna með óhjákvæmilegu falli saklausra borgara. Það er líka óhjákvæmilegt fyrir Ísraelsmenn annað en að grípa til varnar- aðgerða og ekki mögulegt fyrir þá að þiggja endalausar árásir þúsunda flugskeyta og morð án viðbragða og þá að bjóða hætt- unni heim og áframhaldandi árás- um á það eins og morðin núna á þremur unglingum, en aðeins Ísr- ael er ásakað þrátt fyrir að Hamas hafi átt upptökin að skelf- ingunni að venju. Ég er næsta viss um að almenningur á Gasa yrði því feginn ef Hamasstjórnin reyndi að vernda íbúana í stað þess að gera þá að byssufóðri eða þá að eitthvað af því, sem hún eyðir í vopnabúnað og tilgangs- lítið manndráp og hatursárásir á venjulegt fólk á götum úti, færi til betri hluta. Íbúar Ísraels yrðu því jafn fegnir ef spara mætti stórfé það sem fer í varnir lands- ins. Svona er þetta þarna niður frá, en hér verður svart hvítt og hvítt svart. Kynnið ykkur málin Friðarvilji er vel metinn, en ég virði síður þann einstrenging, sem virðist búa að baki sumra sjálfskipaðra sérfræðinga. Það þarf tvo til þess að dansa og ég held að það væri uppbyggilegra ef viðkomandi beittu sér fyrir því að stjórnmálalegar viðræður tækju við af ófriðaratreiðinni. Ég hvet opið og velviljað fólk að kynna sér málin og hlusta t.d. á upptökur af ræðum Benjamins Netanyahu, forsætisráðaherra Ísraels, á allsherjarþingum Sam- einuðu þjóðanna. Þar koma frið- arviðleitnir Ísraela vel fram í hnitmiðuðu máli og útskýringar á því hvað hefur staðið í veginum fyrir eðlilegu mannlífi á svæðinu, sem væri vel hægt að ná ef músl- imar vildu aðeins tryggja öryggi Ísraelsmanna. Allur almenningur þráir auðvitað það heitast að frið- ur náist, sem múslimaöflin hins vegar hafna sífellt. Á meðan vex hatrið á báða bóga. Um meinta friðsemi í garð Ísraels Eftir Kjartan Örn Kjartansson » Það er sorglegt að hreyfingar Palest- ínumanna vilja ekki frið fyrir eigið fólk nema í áróðursorðinu einu kveðnu. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrverandi forstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.