Morgunblaðið - 26.07.2014, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 26.07.2014, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 ✝ Guðrún Ragn-heiður Gísla- dóttir Thorlacius fæddist 17. október 1924 í Saurbæ á Rauðasandi. Hún lést á Landspít- alanum Fossvogi 26. júní 2014. Foreldrar Guð- rúnar voru Gísli Ó. Thorlacius, bóndi og hreppstjóri í Saurbæ, og Hólmfríður Theo- dóra Pétursdóttir frá Stökkum á Rauðasandi og var Guðrún einkabarn þeirra. Guðrún gift- ist Ingibergi Grímssyni verk- stjóra, f. 18. nóvember 1924 í Reykjavík, d. 31. maí 2001. For- eldrar hans voru Sumarlína Pétursdóttir frá Miðdal í Kjós og Grímur Jónsson, frá Stokks- Dóra, maki Jónas Már Fjeld- sted, barn Rúnar Már og d) Gísli Björn, maki Sóley Guð- mundsdóttir, barn Helena Sif, d. 15. október 2013. 5) Gísli, f. 26. mars 1957, d. 3. ágúst 1972. Guðrún ólst upp í Saurbæ og fluttist til Reykjavíkur þegar foreldrar hennar brugðu búi og var hún þá um 20 ára aldur. Hún starfaði m.a. á Hvítaband- inu, fór í kaupavinnu og vann síðan hjá Síríusi, súkkulaðigerð þar sem hún kynntist Ingibergi. Eftir fæðingu elsta barns hefur starfsvettvangur hennar verið heimilið, við barnauppeldi, umönnun veikra ættingja og foreldra. Helstu áhugamál hennar voru handavinna, garð- yrkja og ferðalög. Útför Guðrúnar fór fram frá Fossvogskirkju 8. júlí 2014. eyri. Guðrún og Ingibergur eign- uðust 5 börn. Þau eru: 1) Hólmfríður Margét, f. 4. des- ember 1948. 2) Pét- ur, f. 20. ágúst 1950, maki Guð- finna Hafsteins- dóttir, börn þeirra: a) Hólmfríður Júl- íana, maki Guðjón Óttarsson, börn þeirra Valgerður Alda og Arn- ar Logi, og b) Bergur Ingi. 3) Sólveig f. 29. maí 1952. 4) Hrefna Sumarlína, f. 25. sept- ember 1953, maki Rúnar Jón- asson, börn þeirra: a) Ragnheið- ur Elva, maki Jónas Gústafsson, b) Sólrún Björk, maki Andri Hlynur Birgisson, börn Hekla Dís og Eydís Ósk, c) Helga Elsku amma, í dag fylgjum við þér til hinstu hvílu. Alltaf var jafnspennandi fyrir litlu sveitastelpuna að koma í heimsókn til afa og ömmu í Reykjavík, skreppa með afa í eft- irlitsferð í Nóa Síríus og á Rúnu- róló með ömmu og hvað þá að geta labbað út í sjoppu og keypt bland í poka. Já, mikil var til- hlökkunin þegar Reykjavíkur- ferð stóð fyrir dyrum. Þið afi komuð ykkur fyrir á Valþúfu, fyrst í hjólhýsi sem fékk nafnið Vatnskot og seinna sumarbú- staðnum sem hélt fyrrnefndu nafni. Ekki var minna gaman að koma þangað og sníkja smá súkkulaðibita og mjólk sem smakkaðist, jú, mun betur í Vatnskoti en heima þótt væri sú sama. Amma var með afburðum handlagin og nutum við systkinin góðs af því, þótt ekki hafi verið hægt að kaupa nýjustu tísku reddaði amma því iðulega og saumaði eftir óskum flest spari- föt okkar systra fram eftir aldri. Fermingarkjólinn minn fékk ég sérsaumaðan og vakti hann mikla lukku, akkúrat snið og lit- ur sem fermingarbarnið óskaði sér. Ekki var minnið þitt síðra og kunnir þú aragrúa af vísum, orðatiltækjum og öðrum vísdómi. Ég varð síðan heimalningur hjá ykkur þegar framhaldsskóla- ganga mín hófst. Alltaf hafði ég skjól á Langholtsveginum hjá afa og ömmu fram á síðasta dag. Það var alltaf svo notalegt að koma í ömmu- og afakot. Setjast í hæg- indastólinn og lesa Moggann, spjalla og stundum bara til að taka smá lúr. Ást ykkar afa var engum dul- in, meðan afi var enn í vinnu kom hann alltaf heim í hádeg- ismat og man ég alltaf eftir að hann kyssti þig kveðjukossi í hvert skipti sem hann fór aftur í vinnuna. Áfallið var mikið þegar hann veiktist og lést og nú ertu komin aftur í faðm þíns heitt- elskaða, þar hafa verið fagnaðar- fundir. Veit að afi hefur tekið vel á móti þér. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín Sólrún Björk. Elskuleg frænka mín, hún Gunna Tholl, er látin. Hún hét reyndar Guðrún Ragnheiður. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Pétursdóttir og Gísli Thorlacius. Þau bjuggu í Saurbæ á Rauðasandi. Gunna var eina barn þeirra. Það var mannmargt og umsvifamikið heimili. Þar var kirkjustaður og Gísli var hrepp- stjóri. Á sumrin voru þar mörg börn í sumardvöl. Þar var stórt bú á þeirrar tíðar mælikvarða. Mér finnst ég hafa þekkt Gunnu frænku frá því ég man eftir mér. Á þessum árum var farskóli í Rauðasandshreppi. Við börnin frá Hvalskeri þurftum að sækja skóla á Rauðasand og bjuggum þá hjá ættingjum. Ég bjó hjá frænku minni í Saurbæ. Þar leið mér vel og kom okkur frænkum vel saman. Við deildum bókunum á milli okkar. Við deildum rúmi saman. Við skulf- um saman meðan sængurfötin voru að hlýna. Við sungum sam- an lög sem við kunnum, nátt- úrlega án undirleiks. Þegar ég gömul kona hugsa til baka, finnst mér þetta vera dýrmætur fjársjóður minninganna. Gunna ólst upp við algeng sveitastörf þess tíma. Hún fór á húsmæðraskólann á Staðarfelli, það þótti góður undirbúningur undir húsfreyjustarfið. Þá áttu konur að vera heima og annast börn og bú. Árið 1945 brugðu foreldrar hennar búi og fluttu til Reykja- víkur þar sem ævistarf Gunnu var eftir það. Hún fór að vinna í Nóa Síríusi. Þar kynntist hún mannsefni sínum honum Ingi- bergi Grímssyni. Það var mikið gæfuspor fyrir þau bæði. Af miklum dugnaði kom hann upp húsi á Langholtsvegi 155 í félagi við annan mann. Þar bjuggu þau upp frá því. Hún tók foreldra sína til sín og voru þau þar til æviloka svo og Kristín móður- systir okkar. Gunna og Ingibergur eignuð- ust fimm börn, þau voru Hólm- fríður Margrét, Pétur, Sólveig, Hrefna Sumarlína og Gísli, hann lést 15 ára gamall. Þetta eru allt nýtir og góðir þjóðfélagsþegnar. Það var nóg starf fyrir Gunnu að sjá um þetta stóra heimili. Hún saumaði og prjónaði á fjölskyld- una af miklum myndarskap. Þau hjón ræktuðu fallegan garð við húsið sitt. Þau byggðu sér sum- arhús vestur á Fellsströnd hjá Hrefnu dóttur sinni þar sem þau ræktuðu upp trjáreit. Þau höfðu bæði ánægju af allri ræktun. Þegar Ingibergur missti heils- una, hjúkraði Gunna honum af stakri alúð þar til hann lést árið 2001. Eftir það bjó hún áfram í húsi sínu með aðstoð barna sinna. Hólmfríður Margrét keypti kjallaraíbúðina og börn Hrefnu áttu í góð hús að venda hjá þeim mæðgum þegar þau voru við nám hér í bænum. Síðustu ár þegar ellin fór að sækja að Gunnu, önnuðust þær systur Hólmfríður Margrét og Sólveig um móður sína af stakri umhyggju og þegar hún var komin á sjúkrahús vöktu þau Hólmfríður Margrét, Pétur og Sólveig yfir henni uns yfir lauk. Gunna hafði trúarvissu um að líf væri eftir dauðann. Ég vona að henni hafi orðið að trú sinni og að hennar hafi beðið vinir í varpa þegar von var á gesti. Ég þakka fyrir löng og góð kynni gegnum öll árin sem við urðum samferða. Ljósið er skærast um skammdegis nótt það skín uns dagur rennur þreyttum er sælt að sofna rótt þá síðasta kertið brennur. (Geir Gunnlaugsson) Pálína Stefánsdóttir frá Hvalskeri. Guðrún Ragnheiður Gísladóttir Thorlacius ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls móður okkar, INGIBJARGAR BERGÞÓRSDÓTTUR frá Fljótstungu. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólkinu á Kumbaravogi fyrir frábæra umönnun og hlýju í hennar garð. Fyrir hönd annarra vandamanna, Hjörtur B. Hjartarson, Helga Brynjólfsdóttir, Jónína M. Árnadóttir, Guðbjörn Sigvaldason, Þorsteinn Árnason, Pia Hesselvig, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL JÓNSSON, Gránufélagsgötu 37, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Lögmannshlíð fimmtudaginn 17. júlí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri. Sigurgeir Pálsson, Jórunn Agnarsdóttir, Rósa Pálsdóttir, Pálmi Vilhjálmsson, Anna Kristín Pálsdóttir, Jón Frímann Ólafsson, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og aðstoð við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og vinar, HJALTA JÓNSSONAR, Borgarlandi 22 a, Djúpavogi. Jóhann Hjaltason, Guðrún S. Sigurðardóttir, Sigurbjörn Hjaltason, Guðrún B. Jónsdóttir, Guðný M. Hjaltadóttir, Þröstur Stefánsson, Svala B. Hjaltadóttir, Guðmundur H. Gunnlaugsson, Bryndís Jóhannsdóttir og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug vegna andláts og útfarar SIGURLAUGAR GUÐRÚNAR GUNNARSDÓTTUR, Sillu Gunnu. Guð blessi ykkur öll. Garðar Víðir Guðjónsson, Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Gunnar S. Steingrímsson, Brynhildur Sigtryggsdóttir, Ómar Kjartansson, Guðrún Sigtryggsdóttir, Þorsteinn Ólason, Vala Jóna Garðarsdóttir, Viðar Þórðarson. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, KRISTÍNAR MARÍU JÓNSDÓTTUR, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 25. júní. Starfsfólki á deild B7 á LHS í Fossvogi og á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendum við bestu þakkir fyrir einstaka þjónustu og alúð. Sérstakar þakkir færum við systrunum Guðrúnu, Grétu og Ragnheiði Jónsdætrum fyrir ómetanlega vináttu og hlýhug við móður okkar í gegnum árin. Óskar Gísli Gylfason, Selma Hrönn Maríudóttir, Berglind Karitas Þórsteinsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástríkrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og dóttur, KRISTÍNAR GUNNARSDÓTTUR kennara, Grænagarði 5, Keflavík, áður til heimilis í Bolungavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks D-deildar HSS í Keflavík og hjúkrunarfólks á deild 11B, LSH við Hringbraut. Einnig sérstakar þakkir til starfsfólks Heiðarskóla í Keflavík. Benedikt Kristjánsson, Ragnhildur Helga Benediktsdóttir,Hagbarður Marinósson, Kristján Heiðberg Benediktsson, Ásdís Viggósdóttir, Aron Ívar Benediktsson, Helga Guðmundsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR GUÐNASONAR, Herjólfsgötu 15, Vestmannaeyjum. Starfsfólki sjúkradeildar Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja sendum við hjartans þakkir fyrir góða og hlýja umönnun Lilja Ársælsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Gunnar Einarsson, Lovísa Sigurðardóttir, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðni Sigurðsson, Olga Sædís Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, RAGNA JÓHANNSDÓTTIR, Keilusíðu 6, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 24. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 29. júlí kl. 13.30. Börn og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir mín, ÞÓRUNN INGÓLFSDÓTTIR, Hlíðargötu 35, Fáskrúðsfirði, lést mánudaginn 21. júlí á hjúkrunarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði. Útför hennar fer fram frá Fáskrúðsfjarðar- kirkju þriðjudaginn 29. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Ólafur Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.