Morgunblaðið - 26.07.2014, Side 37

Morgunblaðið - 26.07.2014, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 Atvinnuauglýsingar 569 1100 Garðasókn í Garðabæ auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa Starf æskulýðsfulltrúa Garðasóknar er krefjandi og ábyrgðarmikið starf. Lögð er áhersla á að viðkomandi starfsmaður: • hafi menntun við hæfi, • reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum, • hafi frumkvæði og sjálfstæði í starfi, • sé hugmyndaríkur, • hafi tölvufærni og geti t.d. unnið kynningarefni fyrir starfið. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf 1. september næstkomandi. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að veita heimild til að aflað sé sakavottvorðs viðkomandi í samræmi við 24 gr. starfsreglna um sóknarnefndir nr.1111/2011. Nánari upplýsingar gefur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur, jonahronn@gardasokn.is, sími 8228865. Umsóknir skal senda á formann sóknarnefndar, Magnús E. Kristjánsson, á netfangið mek@mmedia.is fyrir 10. ágúst 2014. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Sunnulækjarskóli Við Sunnulækjarskóla á Selfossi eru lausar stöður umsjónarkennara með 1. bekk og kennarastaða í hönnun og smíði Umsækjandi þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklings- miðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2014. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald skólastjóra, birgir@sunnulaek.is, eða Sunnulækjarskóla, Norðurhólum 1, 800 Selfossi. Skólastjóri. Kranamaður óskast til starfa Sveinbjörn Sigurðsson hf byggingaverktaki óskar eftir að ráða vanan kranamann til starfa. Áhugasamir hafi samband við Jónas Jónmundsson verkefnisstjóra: 660 2407. Raðauglýsingar Happ leitar að starfsmanni Við leitum að öflugum aðstoðarmanni í eldhús auk starfsmanns í afgreiðslu. Umsóknir má senda á happ@happ.is Vélstjórar Neptune ehf. óskar eftir vélstjórum. Neptune ehf gerir út og rekur þrjú rannsóknarskip. Til starfa óskast vélstjórar í fullt starf en skipin eru í vinnu erlendis og er því ensku- kunnátta skilyrði.Til að starfa um borð þarf viðkomandi að vera með alþjóðleg atvinnu- réttindi frá Samgöngustofu samkvæmt STCW-staðli. Umsóknir og beiðni um frekari upplýsingar sendist á netfangið: starf@neptune.is Bókaveisla Hin eina sanna bókaveisla í Kolaportinu heldur áfram um helgina Opið um helgina kl. 11-17. Til sölu Bifvélavirki/vélvirki Loftorka í Borgarnesi vill ráða bifvélavirkja eða vélvirkja til framtíðarstarfa. Upplýsingar gefur Óli Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri í síma 433 9000 eða 860 9077.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.