Morgunblaðið - 26.07.2014, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014
SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ
SÉRBLAÐ
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. ágúst
Í blaðinu verður
fjallað um þá
fjölbreyttu flóru
sem í boði er fyrir
þá sem stefna
á frekara nám
í haust.
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út sérblað
um skóla og
námskeið
föstudaginn
15. ágúst.
Söfn • Setur • Sýningar
Opið í Nesstofu alla daga frá 13-17.
Húsasafnið opið víða um land, nánar á heimasíðu
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Svipmyndir eins augnabliks.
Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar í Myndasal
Natríum sól á Veggnum, Innblástur á Torgi
Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni
Skemmtilegir ratleikir
Safnbúð og kaffihús
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið frá 10-17 alla daga.
Listasafn Reykjanesbæjar
DÆMISÖGUR ÚR DRAUMALANDINU
Karolína Lárusdóttir
29. maí – 17. ágúst
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Hönnunarklasinn Maris
Listasafn Erlings Jónssonar
Opið virka daga 12-17,
helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
Verið
velkomin
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Ummerki sköpunar
Úrval nýrra verka
úr safneign Hafnarborgar
Opið 12-17,
fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is,
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga.
SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014
Sunnudagsleiðsögn kl. 14 - Birgitta Spur sýningarstjóri
Í LJÓSASKIPTUNUM 5.7.-26.10. 2014
>>EKTA LOSTÆTI Úrval brasilískra myndbanda á kaffistofu safnsins
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906
SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 29.11. 2014
Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17.
Nýjungar í tæknigeiranum
nýtast einnig í listsköpun og
sýningarmenningu og nú
má nálgast margt það sem
hugurinn girnist á verald-
arvefnum. Emma Heið-
arsdóttir og Lola Bezemer
eru ungar myndlistarkonur
sem báðar útskrifuðust árið
2013 með BA-gráðu í mynd-
list. Í sumar hafa þær unnið
að listaverkum sínum í
Amsterdam. Borgin er þeim
uppspretta hugmynda og
efniviðar auk þess að vera kjörið vinnurými. Verkin mynda nú eina heild í
nýrri sýningu, „Meeting Points“, á vefsíðunni Artclick Daily.
Opnun verður sunnudaginn 27. júlí klukkan 12 að staðartíma. Sýninguna
er hægt að nálgast með tveimur músarsmellum á artclickdaily.info en
Artclick Daily er vettvangur sýningarhalds myndlistar í einföldu html
vefrými.
Opna myndlistarsýningu
á veraldarvefnum
Myndlistarsýning Sýningin verður opnuð á verald-
arvefnum klukkan 12 á sunnudag.
Tónlistarhátíðinni All Tomorrow’s
Parties, sem haldin er á Ásbrú, lauk
fyrir skemmstu og þótti hún ganga
með eindæmum vel. Nú hefur
fyrsta stóra nafnið fyrir hátíðina á
næsta ári verið staðfest og er það
engin önnur en skoska indípopp-
sveitin Belle and Sebastian.
Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er
um eina stærstu sveit bresku tón-
listarsenunnar síðasta áratuginn að
ræða. Sveitin gerði garðinn meðal
annars frægan með plötum á borð
við Tigermilk, If You’re Feeling
Sinister og The Boy with the Arab
Strap. Hátíðin verður haldin 2. til 4.
júlí að ári liðnu og miðasalan er
þegar hafin.
Tónlistarhátíð Sveitin Belle and
Sebastian kemur fram á ATP 2015.
Belle and Sebast-
ian á Ásbrú að ári
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Það eru 800 ár liðin á þessu ári, að
sögn 29. júlí, frá fæðingu Sturlu
Þórðarsonar, sagnaritarans mikla.
Við höldum upp á það sunnudaginn
27. júlí. Þá verður mikil dagskrá í
Tjarnarlundi í Saurbæ í Dalasýslu en
Tjarnarlundur er í landi Staðarhóls
þar sem Sturla Þórðarson bjó lengi.
Dagskráin byrjar klukkan hálf tvö og
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti Íslands, verður heiðursgestur
samkomunnar. Síðan mun Guðrún
Nordal, forstöðumaður stofnunar
Árna Magnússonar, flytja erindi sem
hún kallar „Arfleifð Sturlu Þórð-
arsonar“ auk þess sem rithöfund-
urinn Einar Kárason, sem hefur ein-
mitt skrifað mikið um
Sturlungatímann, verður með sér-
stakt erindi um Sturlu sem ber nafn-
ið „Hann vissi ég alvitrastan og hóf-
samastan“. Forseti Alþingis og
forseti norska stórþingsins munu
einnig ávarpa samkomuna en Sturla
skrifaði einmitt sögu Hákonar gamla
Hákonarsonar og reyndar Magnúss
sögu lagabætis líka sem er víst týnd
að mestu leyti,“ segir Svavar Gests-
son, einn af skipuleggjendum Stur-
luhátíðar sem haldin verður í Dala-
byggð um helgina.
Unnið að Sturlusetri
„Það verður einnig unnið að
Sturluþingi barna en það er Elísabet
Haraldsdóttir, menningarráðunaut-
ur á Vesturlandi, sem stendur að því.
Verkefnið gengur út á að farið verður
með umræður eða kynningu á Sturlu
Þórðarsyni inn í alla grunnskóla á
Vesturlandi næsta vetur. Þegar líða
tekur á veturinn verður haldið
Sturluþing barna á Vesturlandi,“
segir Svavar en kveður Sturlu mikið
hól.
„Hann gengur náttúrlega tvímæla-
laust næst Snorra föðurbróður sínum
Sturlusyni. Þórður og Snorri voru
bræður frá Hvammi í Dölum, synir
Sturlu Þórðarsonar, Hvamms-Sturlu
eins og hann var nú yfirleitt kallaður.
Helstu verkin sem eru eignuð Sturlu
eru eins og áður segir Hákonarsaga
og Magnúss saga lagabætis. Svo er
einnig Íslendingasaga sem er í Sturl-
ungu og Landámabók. Síðan er ein-
hver skáldskapur, til að mynda fjórar
lausar vísur og vísur sem tengjast
Hákonarsögu og Magnúss sögu,“
segir Svavar en hann telur bók-
menntaverk Sturlu góðan vitnisburð
um það sem á gekk í þá tíðina.
„Sturlunga er ekki bara skýrsla
um það sem einhver höfundur fréttir
af að hafi gerst tvö hundruð árum áð-
ur en það er skrifað, þetta er sam-
tímalýsing. Örlygsstaðabardagi og
Flugumýrarbrenna gerðust til að
mynda í hans tíð, hann var þar ná-
lægur í báðum tilvikum. Á nútíma-
vísu er hann svolítið eins og ritstjóri
dagblaðs. Hann er á vaktinni þegar
hlutirnir eiga sér stað. Hann er því
risi í íslenskum bókmenntum fyrr og
síðar. Svo var hann einnig snjall póli-
tíkus, honum tókst nú að halda lífi í
þessum djöfulgangi sem Sturl-
ungaöldin var og komst þar mjög til
mannvirðinga,“ kveður hann. Svavar
á von á nokkrum fjölda gesta en seg-
ist þó renna blint í sjóinn með það.
„Við vonumst að sjálfsögðu til að
sjá sem flesta. Ég á von á þónokkrum
hópi fólks að sunnan, annars fer
þetta líka bara eftir tíðarfari og öðru
eins og gengur. Hugmyndin er sú að
þetta verði fyrstu sporin að því að
stofna Sturlusetur í Dalasýslu en
sveitarstjórn Dalabyggðar hefur
gert samþykkt þess efnis að stefnt
verði að stofnun þess seturs. Til-
gangurinn með þessari hátíð á
sunnudaginn er að reyna að skapa
hreyfingu sem verður til þess að það
verði stofnað,“ segir Svavar bjart-
sýnn.
Mikil menningararfleifð
„Satt að segja hefur áhuginn á
þessu Sturluframtaki verið mjög
mikill og hann kemur fram víða. Það
var til að mynda verið að gefa út frí-
merki sem Sturla prýðir og kemur
það út í september. Sturla er nátt-
úrlega ekki bara eign okkar Dala-
manna heldur er hann þjóðareign.
Hugmyndin er því sú að reyna að
vekja athygli á honum og fá sem
flesta til að taka eftir því sem hann
lét eftir sig. Fyrirmynd okkar að
þessari hreyfingu allri er Snorrasetr-
ið mikla í Reykholti. Við gerum okk-
ur auðvitað grein fyrir því að það er í
raun og veru langt í það að við náum
því marki að verða sú stærð sem
Reykholt er í dag. Við eigum þó stað
hér í Dölum sem er einskonar kjör-
staður, þrátt fyrir að það sé yfirleitt
notað í annarri merkingu, fyrir þetta
og það eru Laugar í Sælingsdal. Þar
eru byggingar, jarðhiti og fleira. Þar
er einnig hótel auk þess sem hjarta
Laxdælu slær þar. Það má því segja
að það sé saga hér í hverri þúfu í
Dalasýslunni,“ segir Svavar kíminn.
Hann segir jafnframt hafa fækkað
talsvert í sveitinni og að landið í heild
verði að taka þátt í verkefninu.
„Við verðum eiginlega að gera
þetta með Sturlu að þjóðarátaki.
800 ár frá fæðingu Sturlu Þórð-
arsonar Mikil hátíð í Dalabyggð
„Eins og ritstjóri
dagblaðs“