Morgunblaðið - 26.07.2014, Page 52
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 207. DAGUR ÁRSINS 2014
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Það sem við höfum séð og upplifað er
ótrúlegt og togar í okkur aftur,“ sagði
Christopher Roy Oddleifson áður en
hann hélt aftur heim til Kanada í vik-
unni eftir að hafa skoðað sig um í
Reykjavík og á Suðurlandi með Laur-
en, dóttur sinni, í eina viku.
Chris, eins og hann er gjarnan
nefndur, er einn þekktasti leikmað-
urinn af íslenskum uppruna í NHL-
deildinni í íshokkíi undanfarna ára-
tugi, en hann var upp á sitt besta á átt-
unda áratugnum. Chris lék 524 leiki
með Boston Bruins, Vancouver Ca-
nucks og Dallas Black Hawks, skoraði
85 mörk og átti 191 stoðsendingu.
Hann lék með mönnum eins og Bobby
Orr, Phil Esposito og Andre Savard
hjá Boston og var meðal annars fyr-
irliði Canucks.
Ætlaði að verða kennari
„Ég ætlaði mér aldrei að verða at-
vinnumaður, enda litlir peningar í ís-
hokkíi á uppvaxtarárum mínum, held-
ur stefndi ég að því að verða sögu- og
stærðfræðikennari,“ segir Chris.
Hann ólst upp í Winnipeg, sonur Ir-
vins Oddleifson, sem lést fyrir nokkr-
um árum, og Robertu, sem er níræð
og af enskum ættum. Hún var að selja
eign sína í Winnipeg og hyggst flytja
til Toronto.
Chris og Debbie, eiginkona hans,
búa í smábæ skammt frá Vancouver,
en hann fór út í fasteignasölu eftir að
ferlinum lauk 1983. Hann segir að
hann hafi ekki verið sá besti í hópnum
á unglingsárunum en félagar hans hafi
ekki einbeitt sér að íþróttinni heldur
haft öðrum hnöppum að hneppa. „Við
vorum allir skotnir í sömu stelpunni,
sem var af íslenskum ættum,“ rifjar
hann upp. „Hún fór einu sinni til Ís-
lands og kom til baka með fullar tösk-
ur af lopapeysum. Við keyptum þær af
henni og það voru mín helstu tengsl
við Ísland. Ég hef líka haldið sam-
bandi við Dan Johnson, sem lék með
mér áður en ég fór í atvinnumennsku.
Í nýlegri heimsókn hans til mín gaf
hann mér þrjá steina, sem hann bað
mig um að varðveita vel því þeir væru
frá Íslandi. Þó að þeir geti alveg eins
verið úr rennusteininum fyrir utan
heimili hans í Winnipeg eða á Gimli
ýttu þeir undir þessa fyrstu heimsókn
okkar til Íslands.“
Chris segir að svo virðist sem allir á
Íslandi tali ensku. „Við vorum á hóteli
skammt frá Vík og ég hafði orð á
þessu við kokkinn, sem talaði lýtalausa
ensku. „Takk,“ svaraði hann, „en ég er
reyndar frá New York“. Ferðin var
ævintýri líkust en allt er dýrt á Íslandi,
þó að ég skilji ekki hvers vegna ekki
þarf að borga fyrir að sjá staði eins
og Þingvelli, Gullfoss og Geysi til
að hafa upp í kostnað. En við
komum örugglega aftur, því við
eigum eftir að sjá svo mikið.“
Á vit lopapeysu og steina
Chris Odd-
leifson á slóðum
forfeðranna
Morgunblaðið/Eggert
Frægur Chris Oddleifson og Lauren fyrir utan skautahöllina í Laugardal, sem er heldur minni en hann á að venjast.
Oddleifur Sigurðsson frá Hörðubóli í Snóksdal í
Dalasýslu var langalangafi Garry Oddleifson. Hann
eignaðist tvo syni með fyrri konu sinni og eftir að
hún dó vann hann víða á Norðurlandi, síðast á Ána-
stöðum á Vatnsnesi, þaðan sem hann hélt til Vest-
urheims 1874 með Unu Stefánsdóttur, seinni konu
sinni og langalangömmu Chris, og tveimur börn-
um, Gesti og Ingibjörgu. Stefán Oddleifsson,
langafi Chris, flutti vestur 1885. Garry Odd-
leifson, sem býr í Winnipeg og hefur meðal ann-
ars starfað mikið fyrir Lögberg-Heimskringlu
og Þjóðræknisfélagið og er frændi Chris, segir
að aðeins einn sonur Oddleifs hafi verið eftir á
Íslandi og hann hafi verið barnlaus. Hann hefur reynt
að grennslast fyrir um ættingja hérlendis án árangurs.
Engin fjölskyldutengsl á Íslandi
LANGALANGAFI OG -AMMA ÚR DALASÝSLU OG AF VATNSNESI
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Jón greiðir hæstu skattana
2. Svona er að vera ógæfukona
3. Margir með niðurgang vegna smits
4. Hver er Chung Tung Augustine Kong?
Laugardaginn
26. júlí klukkan
14 verður opnuð
í Listasal Mos-
fellsbæjar,
Kjarna, Þverholti
2, einkasýning
Þórdísar Jóhann-
esdóttur undir
heitinu „Um-
myndun“. Þar sýnir hún röð ljós-
mynda með ljóðrænu yfirbragði
sem hún hefur unnið að undanfarið.
Þórdís Jóhannesdóttir útskrif-
aðist úr myndlistardeild Listahá-
skóla Íslands árið 2007 og stundar
nú nám í myndlist á meistarastigi
við sama skóla. Hún hefur unnið öt-
ullega að myndlist undanfarin ár og
tekið þátt í fjölda sýninga hérlendis
og erlendis. Þórdís er einnig annar
helmingur myndlistartvíeykisins
Hugsteypunnar. Sýningin „Um-
myndun“ er önnur einkasýning Þór-
dísar.
Sýning Þórdísar er opin á af-
greiðslutíma Bókasafns Mosfells-
bæjar kl. 12 til 18 virka daga og 12
til 15 á laugardögum. Sýningin
stendur til 16. ágúst.
Ummyndun Þórdísar
í Mosfellsbæ
Larry Spotted Crow Mann er af ætt-
flokki nipmuc-indíána í Massachu-
setts í Bandaríkjunum. Hann er rithöf-
undur, skáld, sögumaður og trommari.
Hann heldur fyrirlestra víða um heim,
þar sem hann hvetur fólks til meðvit-
undar um stöðu indíána og náttúrunn-
ar. Hann er einnig þekkur fyrir að
hjálpa ungum indíánum til betra lífs
eftir áfengis- og vímuefnavanda. Hann
stoppar stutt á Íslandi en mun halda
sagnakvöld í vinnustofu listamannsins
Tolla á Héðinsgötu 2 í Reykjavík mánu-
dagskvöldið 28. júlí klukkan 20.
Larry gaf nýverið út bókina „The
Mourning Road to
Thanksgiving“, sem er
saga sem segir af
raunverulegum vanda
indíána í núverandi
menningarheimi
Bandaríkj-
anna.
Flekkótta krákan
með sagnakvöld
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg átt og skúrir vestantil á landinu en annars skýjað
með köflum. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norðaustantil.
Á sunnudag Hægviðri, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Vaxandi suðaustanátt með
rigningu suðvestanlands seint um kvöldið. Hiti 10 til 15 stig.
Á mánudag Suðaustan og síðan suðvestan 5-13 m/s og rigning sunnan- og vestanlands
en skýjað með köflum norðaustantil. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast norðaustanlands.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar leika
til úrslita í bikarkeppni kvenna í
knattspyrnu þetta árið og mæta þar
Selfossi. Þetta var ljóst eftir að
Stjarnan lagði Breiðablik í undan-
úrslitum í gær þar sem Harpa Þor-
steinsdóttir var enn á ný á skotskón-
um. Blikar ná því ekki að verja
bikarmeistaratitil sinn en Stjarnan
getur náð tvennunni. »2
Stjarnan í bikarúrslit og
mætir þar Selfossi
Spjótkastarinn Sindri Hrafn
Guðmundsson tryggði sér í
gærkvöldi sæti í úrslitum á
HM ungmenna 19 ára og
yngri í Eugene í Bandaríkj-
unum. Hann kastaði 69,99
metra sem var fjórða
lengsta kastið í undanriðl-
unum. „Aðstæður voru
nokkuð erfiðar þar sem
mótvindurinn var nokkuð
mikill,“ sagði Sindri við
Morgunblaðið. »1
Sindri Hrafn
keppir til úrslita
Birgir Leifur Hafþórsson hefur fjög-
urra högga forystu þegar keppni á Ís-
landsmótinu í golfi er hálfnuð. Í
kvennaflokki er töluvert meiri spenna
þar sem einungis tvö högg skilja
efstu fjóra keppendur að þar
sem vallarmet var sleg-
ið, en vætutíðin
hentar kylf-
ingum vel að
þeirra sögn. »1
Guðrún Brá og Ólafía
settu vallarmet