Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 2
VIÐTAL Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Guð hefur gefið mér margt til að gleðjast yfir,“ segir Margrét Þór- arinsdóttir, sem er 100 ára í dag. Hún fæddist í Teigi í Vopnafirði, 30. júlí 2014, fjórða í röðinni af sjö börnum hjónanna Snjólaugar Fil- ippíu Sigurðardóttur og Þórarins Stefánssonar, kennara og bónda. Þórarinn lést árið 1924 þegar Mar- grét var á tíunda ári. „Við vorum þá sex systkinin á lífi og fórum hvert í sína áttina,“ segir Margrét. „Ég fór á prófasts- setrið á Hofi með tveimur bræðr- um mínum. Mamma fór um sveit- ina með systur mína og vann fyrir sér með saumaskap. Síðar fór fólk- ið mitt að tínast til Akureyrar, Sigurður bróðir [Þórarinsson, jarðfræðingur] fór í mennta- skólann þar og ég í vist norður í Svarfaðardal. En það er svo merkilegt að þó að leiðir okkar systkinanna hafi skilið svona snemma, þá voru tengslin á milli okkar alltaf sterk.“ Vegna fátæktar lá ekki fyrir Margréti að ganga menntaveginn, eins og hún hafði hug á. „Ég var einn mánuð í farskóla og pró- fastsfrúin á Hofi kenndi mér síðan fyrir fullnaðarpróf. Mig langaði til að læra meira, en maður fer ekki peningalaus í skóla.“ Heilsuleysi hamlaði Um tvítugt hugðist Margrét þó fara í kvöldskóla á Akureyri. Þá bjó hún þar í bæ og vann á heimili og saumastofu Þóru, dóttur Matt- híasar Jochumssonar, skálds og prests. Margrét veiktist, fór á sjúkrahús og átti við heilsuleysi að stríða eftir það og dvaldi lengi á sjúkrahúsum og „hælum“ eins og það var kallað í þá daga og hafði það afgerandi áhrif á líf hennar. „Ég þurfti að hætta að vinna, hætta við að fara í skólann. Það kom heldur ekki til greina að gift- ast og eignast börn.“ Margrét vann framan af við létt sveitastörf, eftir því sem heilsufar- ið leyfði og hélt síðan lengi heimili með systur sinni. Talið berst að æsku og uppvexti Margrétar. Hún segist hafa fengið kærleiksríkt uppeldi. „Þar var góður grunnur lagður. Mér finnst eins og það hafi alltaf verið gleði og áhyggjuleysi. Það var allt svo ljúft þar sem hann pabbi var. Allt varð leikur. Hann var líka mikill fræðari. Trúarneistinn fæddist í heimahúsum og hefur fylgt mér síðan. Þegar ég flutti suður gekk ég í Hvítasunnusöfnuðinn sem ég starfaði lengi með.“ Þjálfaði sig fyrir afmælið Margrét hefur búið á Droplaug- arstöðum í Reykjavík undanfarin ár. Hún hefur fótaferð, stundar hannyrðir og situr gjarnan frammi á gangi og fylgist með mannaferð- um. Vegna lungnabólgu gat hún ekki farið út undir bert loft í þrjú ár, en hefur undanfarna mánuði farið reglulega út að „þjálfa sig til að vera spræk á aldarafmælinu“, eins og hún segir sjálf. Hún segist vera við ágæta heilsu, en sjónin og heyrnin sé farin að bila. Auk Margrétar er Þórhildur systir hennar eftir í systkina- hópnum, en hún er á 96. ári. Spurð um hvort langlífi sé algengt í fjölskyldu hennar segir Margrét svo ekki vera. „Aldrei datt mér í hug að ég yrði svona gömul. En er það annars eitthvað merkilegt að verða 100 ára nú til dags? Ég er alltaf að lesa og heyra um fólk sem er miklu eldra en ég.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Aldargamalt afmælisbarn Margrét Þórarinsdóttir er 100 ára í dag. Hún er búsett á Droplaugarstöðum og segir langlífi ekki algengt í ætt sinni. Hún segist hafa fengið gott uppeldi þar sem góður grunnur var lagður. Er alltaf að heyra um fólk sem er eldra en ég  Margrét Þórarinsdóttir frá Vopnafirði er 100 ára í dag 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tré hafa vaxið vel í sumar, eins og ann- ar gróður. „Ég á fastlega von á sprot- um upp á einn metra eða meira hjá mestu tækifærissinnunum,“ segir Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóð- skóganna hjá Skógrækt ríkisins. Hann vísar með þessum orðum til aspar, víð- is og fleiri lauftrjáa sem geta notað gott tíðarfar strax til vaxtar. „Sumarið hófst snemma og júní var einstaklega hlýr um allt land þótt úr- koma hafi verið mismikil. Júlí hefur einnig verið hlýr, þótt hann sé ekki eins mikið ofan við meðaltal og júní,“ segir Þröstur þegar hann er spurður um skilyrði til trjávaxtar í sumar. Furan safnar forða Hann segir að allar trjátegundir njóti veðursins og þær sem geti notað sumarið til vaxtar hafi notið þess mest. „Birki hefur vaxið mjög vel og flest önnur lauftré. Það er hinsvegar minni vöxtur í furu og greni en sum- arið gefur til kynna. Það er vegna þess að síðasta sumar var endasleppt vegna kuldans sem gerði um 10. sept- ember. Þessar tegundir, ekki síst fur- an, nota haustið til að byggja upp forða fyrir vöxt næsta árs,“ segir Þröstur. „Fyrir austan eru haustskot- in byrjuð að vaxa á lerkinu. Þessir aukasprotar koma óvenjusnemma vegna góðs sumars. Það gefur okkur vonir um að lerkið bæti vel við sig í sumar.“ Segist Þröstur eiga von á því að sprotarnir eftir sumarið verði metri eða meira, hjá ösp, víði og fleiri lauf- trjám. Hann segist hafa skoðað birki- skóg á Austurlandi um síðustu helgi. Þar hafi verið mjög góður vöxtur. Gerir hann ráð fyrir að birkið vaxi um hálfan metra í sumar. Tekur Þröstur fram að norðanátt og kaldara veður geti dregið úr trjávexti síðsumars. Tækifærissinn- ar í skógum nýta sumarið vel  Góð skilyrði fyrir trén að vaxa Morgunblaðið/Kristinn Skógrækt Trén bæta vel við sig í sumar, ef fram fer sem horfir. Skógur » Skógrækt á Íslandi má skipta annars vegar í ríkis- og atvinnutengda skógrækt og hins vegar í skógrækt áhuga- manna og félaga. » Náttúrulegir birkiskógar og kjarr var talið þekja 85 þúsund hektara í lok árs 2009. Þá voru ræktaðir skógar um 35 þúsund hektarar. Talið er að bilað öryggisbelti hafi or- sakað slysið í Terra Mítica, sem kost- aði Andra Frey Sveinsson lífið 7. júlí sl. Þetta er fyrsta kenning spænsku lögreglunnar, sem rannsakar slysið. Við rannsóknina er tekið tillit til hraða rússíbanans og þyngdar far- þega. Frá þessu er greint á spænsku fréttavefjunum Europa Press, El mundo og Typically Spanish. Stjórn- endur skemmtigarðsins segja að tæk- ið hafi haft opinbera öryggisvottun, sem hafi verið gefin út af þriðja aðila. Rússíbaninn var framleiddur í Þýskalandi og sagður í samræmi við ströngustu öryggiskröfur. Stjórnendur garðsins segjast rann- saka hvað gerðist í samvinnu við verkfræðinga hjá framleiðandanum, þýska fyrirtækinu Stengel Engineer- ing, segir í frétt á mbl.is. Samskonar tæki er einnig að finna í skemmtigörðunum Gröna Lund í Stokkhólmi og Borgbacken í Hels- inki. Þeim var báðum lokað tíma- bundið vegna slyssins, en hafa verið opnaðir að nýju. Bilað öryggisbelti virðist orsök slyssins Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrstu rauðu íslensku kartöflurnar þetta sum- arið eru komnar í verslanir. Lítið magn í upp- hafi en neytendur virðast taka þeim fagnandi því þær stoppa stutt við. Einhverjir kartöflu- bændur byrja að taka upp rauðar kartöflur strax eftir verslunarmannahelgi og þá má búast við að meira komi á markaðinn. „Þetta er frekar smátt, hefði mátt vaxa lengur, en kartöflurnar eru ekki verri þótt þær séu smáar og algert sælgæti að borða,“ segir Einar Hafsteinsson, kartöflubóndi í Háabæ í Þykkvabæ, sem tók upp fyrstu rauðu íslensku kartöflurnar í vikunni. Þær voru auglýstar í verslun Víðis en kláruðust fljótt, að sögn vakt- stjóra. Von er á annarri sendingu í dag. Einar segir ekki oft hægt að taka upp rauðar kartöflur fyrir mánaðamót júlí og ágúst, en gott þegar það takist. „Það sprettur mikið þessa dagana og ég mun taka upp rauðar á meðan eitthvað er til,“ segir Einar. Bleytan hefur tafið upptöku Vorið var svo gott að fyrstu íslensku kart- öflurnar komu á markaðinn í byrjun júlí sem er óvenjusnemmt. Fyrst komu fljótsprottin erlend afbrigði. „Við höfum aðallega verið að selja gull- auga, frá því rétt fyrir miðjan mánuðinn. Við byrjum að taka upp rauðar íslenskar strax eftir verslunarmannahelgina,“ segir Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Hornafirði. Kartöflur hafa vaxið vel í sumar, að sögn kartöflubænda. Það er helst að rigningar hafi tafið fyrir upptöku. „Rigningartíðin í byrjun júlí tafði upptöku. Akrar hafa verið blautir en það er að lagast. Svo getur maður fært sig á þurrari akrana,“ segir Hjalti. Einar segir að bændur í Þykkvabæ verði ekki í góðum málum ef svona rigningartíð haldi áfram. Ef góð sprettutíð verður áfram og góð veðrátta til að taka upp, má búast við mikilli uppskeru í haust. Hjalti á Seljavöllum reiknar með að fljótlega í ágúst verði hægt að fara að taka upp kartöflur til að setja í geymslur fyrir veturinn. Mikilvægt sé að nýta góða kafla til þess, til að tryggja geymsluþol kartaflnanna. Rauðar íslenskar á markaðinn  Kartöflurnar eru ekki verri þótt þær séu smáar og algert sælgæti að borða, segir Einar Hafsteins- son kartöflubóndi  Bændur í Hornafirði farnir að huga að því að taka upp til geymslu fyrir veturinn Morgunblaðið/Eggert Rauðar íslenskar Margir bíða eftir að geta tekið upp eða keypt rauðu kartöflurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.