Morgunblaðið - 30.07.2014, Síða 17

Morgunblaðið - 30.07.2014, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ráðamenn vestanhafs segja Rússa nú hafa rofið svonefnt INF-sam- komulag um meðaldrægar kjarna- eldflaugar eftir að þeir skutu á loft stýriflaug, sem borið getur kjarna- odd, í tilraunaskyni. Fór tilrauna- skotið fram í byrjun þessa árs. Samkvæmt INF-samkomulaginu er Rússum meinað að þróa, fram- leiða og stunda tilraunir með stýri- flaugar sem dregið geta 500 til 5.500 kílómetra. Hefur Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sent Vladimír Pútín Rússlandsforseta bréf vegna málsins. Telja margir að atvikið kunni að auka enn á þá spennu sem ríkt hefur á milli landanna tveggja. Samkomulag frá 1987 INF-sáttmálinn var á sínum tíma undirritaður á sögulegum fundi þeirra Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta og Míkhaíls Gorbat- sjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, í höf- uðborginni Washington í desember árið 1987. Má tengja aðdraganda undirritunar INF-samkomulagsins við Reykjavíkurfund leiðtoganna ár- ið áður og utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins sem hald- inn var hér á landi sumarið 1987. Rufu samkomulag  Tilraunaskot Rússa er litið alvarlegum augum vestanhafs AFP Pútín Rússar sæta þungum sökum. Minnst 15 hafa nú týnt lífi í Japan undanfarna viku vegna mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir landið. Að sögn stjórn- valda þar í landi hafa um 8.600 manns til við- bótar verið fluttir á sjúkrahús eftir að þeir sýndu einkenni hitaslags en það er gjarnan fylgifiskur mikils sumarhita og hendir einkum eldra fólk með langvinna sjúkdóma. AFP-fréttaveitan greinir frá því að minnst sex hinna látnu hafi týnt lífi síðastliðinn sunnudag þegar hiti mældist víða um 35 gráður. Flestir þeirra sem fluttir voru undir læknis- hendur voru 65 ára eða eldri. Veð- urfræðingar vara við áframhaldandi hitabylgju en í fyrra féllu víða hita- met í Japan þegar mælar þar sýndu um og yfir 41 gráðu. JAPAN Hitabylgja veldur dauðsföllum Fólk tekur því ró- lega í skugganum. Stjórnvöld á Ítal- íu í samstarfi við orkufyrirtækið ENI hafa tekið þá ákvörðun að senda sjö flug- vélar sem sér- hannaðar eru til slökkvistarfa til hafnarborgar- innar Trípolí í Líbíu. Eiga vél- arnar að taka þátt í að ráða niður- lögum elds sem nú geisar í geymslu olíubirgða þar í landi. Munu Ítalir einnig senda lið sérfræðinga á vett- vang sem aðstoða eiga við slökkvi- störf. Til átaka kom á milli stríðandi fylkinga í Líbíu síðastliðinn sunnu- dag. Enduðu þau með því að flug- skeyti var skotið á tank sem inni- hélt yfir 6.000.000 lítra af olíu. Er nú óttast að eldurinn breiðist enn frekar út og ógni nærstöddum gas- geymslum. Minnst 97 hafa týnt lífi á svæðinu að undanförnu. LÍBÍA Gríðarmikill eldur í geymslu olíubirgða Svartur reykur stígur til himins. Hollenska lögreglan, sem fer með rannsóknina á hrapi malasísku far- þegaþotunnar MH17, hefur fengið 150 ljósmyndir og myndbönd frá fólki sem telur sig geta veitt rann- sakendum vísbendingar um atvikið. Óskaði lögreglan í síðustu viku eft- ir myndefni á netinu sem kynni að varpa ljósi á atburðarásina. Vildu rannsakendur fá myndir af vettvangi fyrir og eftir brotlendingu farþega- þotunnar til þess að fá heildræna mynd af atburðinum. Var sett upp sérstakt vefsvæði síðastliðinn föstu- dag á fjórum tungumálum þar sem almenningi gafst kostur á að deila gögnum. Ekki stóð á svörum og hafa síðan 150 ljósmyndir og myndbönd borist í gegnum gáttir á ensku, hol- lensku, rússnesku og úkraínsku. „Við vitum ekki enn hvaðan mynd- irnar koma en við vitum að allar fjór- ar tungumálagáttir voru notaðar,“ segir Franki Klarenbeek, talsmaður rannsóknarinnar, í samtali við AFP- fréttaveituna. Flug MH17 var á leið frá Amster- dam til Kuala Lumpur þegar vélinni var grandað yfir austurhluta Úkra- ínu 17. júlí sl. khj@mbl.is AFP Sorg Foreldrar sem misstu barn sitt í ódæðinu lögðu bangsa á flak MH17. Upplýsingar ber- ast rannsakendum  150 ljósmyndir og myndbönd borist Ísraelskar hersveitir létu sprengjum rigna yfir Gaza-svæðið í gær en talið er að yfir 100 Palestínumenn hafi fallið í aðgerðinni. Segjast Ísraelsmenn vera búnir undir langvarandi hernað. Meðal skotmarka hersveita þeirra í fyrrinótt var eina raforkuverið á Gaza og er talið að rafmagn verði því af enn skornari skammti en verið hefur að undanförnu. Á myndinni má sjá stórskotaliðsbyssu með 155 mm hlaupvídd skjóta á skotmörk á Gaza. AFP Létu sprengjum rigna yfir íbúa Gaza-svæðisins Ökumaður vöruflutningabíls á Ind- landi varð 12 pílagrímum úr röðum hindúa að bana þegar hann ók bif- reið sinni yfir fólkið. Átti atvikið sér stað í norðausturhluta landsins en hópurinn hafði fundið sér nátt- stað við hlið fjölfarins vegar. Voru 18 til viðbótar fluttir særðir undir læknishendur en samkvæmt AFP- fréttaveitunni voru yfir 50 píla- grímar sofandi við veginn þegar ökumaður vöruflutningabílsins missti stjórn á bifreið sinni með fyrrgreindum afleiðingum. Um svipað leyti lést 21 þegar rútubíll valt í norðurhluta landsins. Árlega deyja um 140.000 manns í umferðarslysum á Indlandi. Ók yfir hóp af sofandi pílagrímum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.