Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Leifsstyttan klifin Sprækri og kattliðugri stúlku hjálpað niður af stalli styttunnar af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholtinu, fyrir framan Hallgrímskirkjuna, eftir skemmtilega klifurferð. Eggert Skipunartími sitj- andi seðlabanka- stjóra rennur út 20. ágúst næstkomandi og fyrir þann dag þarf fjármálaráð- herra að taka ákvörðun um hver skuli gegna þessu mikilvæga embætti næstu fimm árin hið minnsta. Ákvörðun um skipan seðlabanka- stjóra er ekki léttvæg. Þvert á móti. Með skipan seðlabankastjóra er mörkuð stefna til framtíðar, ekki aðeins í peningamálum (og þar með efnahagsmálum almennt), heldur einnig er varðar afnám gjaldeyris- hafta. Um leið er sleginn tónn um hvers konar stjórnsýsla verður rekin á komandi árum; hvort embættismönnum sé ætlað að gæta hófsemdar, meðalhófs og sanngirni í störfum sínum eða hvort þeir geti farið sínu fram í krafti leynd- arhyggju og hafta. Varla verður um það deilt að stærsta verkefni nýs seðlabanka- stjóra er að vinna að afnámi gjald- eyrishafta um leið og mörkuð er trúverðug stefna í peningamálum. Í upphafi var því lofað að höftin væru aðeins tímabundin neyð- arráðstöfun. En svo tók norræna velferðarstjórnin við og lögum um Seðlabankann var kollvarpað. Eftir það unnu ríkisstjórn og Seðlabank- inn samhent að því að herða höftin og festa þau í sessi með ómældum kostnaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Hlekkir þjóðfélags Í skjóli hafta hefur grafið um sig stjórn- sýsla sem er ekki til eftirbreytni enda fylgi- fiskur haftaþjóðafélags. Og í krafti gjaldeyris- hafta var innleitt órétt- læti þar sem einstak- lingum og fyrirtækjum er mismunað með ógeð- felldum hætti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur komið hreint fram og talað skýrt um mikilvægi þess að brjótast út úr höftum. Ekki síst þess vegna skipt- ir viðhorf nýs seðlabankastjóra til haftabúskapar miklu. Nýr seðlabankastjóri getur ekki litið á gjaldeyrishöft sem tækifæri til að sýna vald sitt eða sem tæki- lega nauðsyn á komandi árum við stjórn peningamála. Gera verður þá kröfu til nýs seðlabankastjóra að hann sé samstíga fjármálaráð- herra í eindregnum ásetningi við að afnema höftin og sé sannfærður um að þau séu hlekkir þjóðfélags sem verði að brjóta. Traust á störf og stefnu Seðla- bankans er ein meginforsenda þess að hægt verði að afnema gjaldeyrishöftin. Þar hefur pottur verið brotinn líkt og ég hef haldið fram opinberlega. Ráð snjallra er- lendra og innlendra ráðgjafa mega sín lítils ef trúverðugleiki pen- ingastefnunnar er dreginn í efa eða alvarlegar efasemdir og gagnrýni á stjórnsýslu Seðlabankans eiga við rök að styðjast. Nýr seðlabankastjóri verður að endurvinna traust sem nauðsynlegt er að innlendir og erlendir aðilar beri til hans. Trúverðugleiki pen- ingastefnunnar verður aldrei meiri en það traust sem borið er til seðla- bankastjóra og helstu starfsmanna bankans. Taki alltaf málstað Íslands Á komandi misserum og árum skiptir miklu fyrir Íslendinga að seðlabankastjóri taki alltaf málstað Íslands. Hann hafi burði til þess að standa óhræddur á alþjóðavett- vangi og verja hagsmuni lítillar þjóðar. Hafi dug til þess að leiða ís- lensk stjórnvöld af villigötum þeg- ar þau vilja samþykkja ósann- gjarnar og ólögvarðar kröfur erlendra aðila – fyrirtækja, banka eða ríkja. (Sjálfstæði Seðlabankans á hverjum tíma er samþætt atgervi og hæfni sitjandi bankastjóra.) Þess vegna má Icesave-þáttur Seðlabankans ekki verða endurtek- inn. Í nær fjögur ár hélt bankinn því fram að fjármálastöðugleika Ís- lands yrði í engu ógnað þótt fallist yrði á hundruð milljarða kröfur Breta og Hollendinga – ríkissjóður (skattgreiðendur) ráði við byrðarn- ar. Þar gekk bankinn, ásamt mörg- um fræðimönnum, með skammar- legum hætti erinda ríkisstjórnar sem virtist bera hagmuni erlendra aðila fremur fyrir brjósti en hag almennings á Íslandi. Kjósendur komu í veg fyrir samþykkt Icesave- samninga og í janúar á liðnu ári hafnaði EFTA-dómstóllinn öllum kröfum í Icesave-málinu. Nokkrum mánuðum síðar gaf seðlabankastjóri út yfirlýsingu um að miðað við óbreytt gengi nægi „fyrirsjáanlegur undirliggjandi við- skiptaafgangur næstu ára ekki til að fjármagna samningsbundnar af- borganir erlendra lána“. Það hefur aldrei aukið trúverðugleika að segja eitt í dag og annað á morgun. Tvöföld spennitreyja Nýr seðlabankastjóri verður í störfum sínum að sýna að hann skilji samhengið á milli vaxtastefnu bankans annars vegar og almennra lífskjara og afkomu fyrirtækja hins vegar. Að hávaxtastefna undir for- merkjum hafta sé í raun ekki annað en dulin skattheimta á fyrirtæki og heimili sem berjast í bökkum. Hvert prósentustig í nafnvöxtum kostar nær 50 þúsund milljónir króna en erlendir kröfuhafar og krónueigendur hagnast. Þannig vinnur hávaxtastefna bankans gegn því að hægt verði að tryggja frjálsa fjármagnsflutninga. Í sameiningu verða fjármála- ráðherra og seðlabankastjóri að losa íslensk fyrirtæki úr þeirri tvö- földu spennitreyju sem þau hafa verið hneppt í; annars vegar í höft og hins vegar í hávaxtastefnu Seðlabankans. Með skynsamri aðhaldsstefnu í peningamálum og hófsemd í stjórn- sýslu verður hægt að byggja upp trúverðugleika og traust á Seðla- bankanum og peningastefnunni. Að öðrum kosti verðum við dæmd til að búa við höft um ókomin ár. Grunnur að aukinni hagsæld Ég trúi því og treysti að sá ein- staklingur sem valinn verður til að stýra Seðlabankanum búi ekki að- eins yfir þekkingu á efnahags- málum heldur hafi ekki síður skiln- ing á samhengi atvinnulífs til sjávar og sveita, peningastefnu og ríkisfjármála. Seðlabankastjóri sem áttar sig á því að ekki verður hægt að byggja upp lífskjör með höftum og ætla fyrirtækjum og ein- staklingum að standa undir allt að 30 sinnum hærri nafnvöxtum en í helstu samkeppnislöndum, leggur góðan grunn til aukinnar hagsæld- ar. Ekki væri það verra að nýr seðlabankastjóri hafi tekið þátt í atvinnulífinu, stofnað og lagt grunn að fyrirtæki í samvinnu við aðra. Fátt eykur skilning á atvinnulífinu meira en að hafa hætt sínum eigin fjármunum og jafnvel rutt brautina á nýjum vettvangi. Slíkan skilning öðlast fáir með því að lifa og hrær- ast að mestu í vernduðu umhverfi. Þegar allt þetta er haft í huga getur það varla verið erfitt að skipa nýjan seðlabankastjóra úr hópi þeirra sem sérstök matsnefnd telur hæfasta. Eftir Óla Björn Kárason » Það skiptir miklu að seðlabankastjóri taki alltaf málstað Íslands. Hann hafi burði til þess að standa óhræddur og verja hags- muni lítillar þjóðar. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Til hvers er ætlast af nýjum seðlabankastjóra?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.