Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Umboðsmenn um land allt. Kaupfélag Borgfirðinga, Veiðiflugan á Reyðarfirði, SR Byggingavörur á Siglufirði. RÉTTU TÓLINN Í LAXVEIÐINA Tryggvi byrjaði ungur að vinna með skóla, í humar og saltfiski hjá Vinnslustöðinni, starfaði við versl- unina Tangann í tvö ár og vann hjá Pósti og síma um skeið. Tryggvi æfði og keppti með Þór í Vestmannaeyjum, keppti í öllum aldursflokkum í handbolta og knatt- spyrnu, lék með meistaraflokki ÍBV frá 1991, lék með KR sumarið 1994 og varð bikarmeistari með þeim, lék með ÍBV 1995-97 og varð Íslands- meistari með ÍBV 1997, var at- vinnumaður hjá Tromsö í Noregi 1998-2000, með Stabæk í Noregi 2001-2003, með Örgryte í Svíþjóð 2004, með Stoke City í Englandi 2005 og með FH 2005-2009. Þá lék hann aftur með ÍBV frá 2010-2012 og loks með Fylki og HK árið 2013. Tryggvi varð fjórum sinnum Ís- landsmeistari með FH og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Tryggvi lék níu leiki með lands- liðinu undir 21 árs og 42 A lands- leiki þar sem hann skoraði 12 mörk. Hann er markahæsti leikmaður efstu deildar á Íslandi frá upphafi með 131 mark samtals. Þá lék Tryggvi nokkra landsleiki í hand- bolta með 16 ára og yngri og 18 ára og yngri. Stefnir á knattspyrnuþjálfun En er Tryggvi hættur í bolt- anum? „Nei, nei, ætli maður hætti því nokkurn tímann. Nú er ég bara að leika mér í fjórðu deildinni en er kominn með þjálfararéttindi og hef sett stefnuna á þjálfun í framtíðinni. Knattspyrnan hefur alltaf verið mitt líf og yndi og ég mun því alltaf lifa og hrærast í kringum fótbolt- ann.“ Tryggvi hefur verið markaðs- ráðgjafi á undanförnum árum, hjá Skjá einum 2005-2009, hjá RÚV 2010 og hjá Stöð 2 og Stöð 2 Sport 2011-2014. Auk þess starfaði hann hjá Bravó og Miklagarði skamma hríð. Fjölskylda Kona Tryggva er Kristín Erna Sigurlásdóttir, f. 19.8. 1991, nemi í HÍ. Hún er dóttir Sigurláss Þor- leifssonar, 15.6. 1957, skólastjóra, og Guðrúnar Karenar Tryggvadótt- ur, f. 19.6. 1958, stuðningsfulltrúa, en þau búa í Vestmannaeyjum. Fyrri kona Tryggva er Hrafn- hildur Gunnlaugsdóttir, f. 3.8. 1974, sérfræðingur. Börn Tryggva og Hrafnhildar eru Guðmundur Andri, f. 4.11. 1999, Tinna María, f. 9.8. 2004, Tristan Alex, f. 8.9. 2006, og Ísabella Sara, f. 8.9. 2006. Hálfsystkini Tryggva eru Elín Ósk Guðmundsdóttir, f. 1.2. 1977, sérfræðingur í Hafnarfirði; Trausti Guðmundsson, f. 10.6. 1978, for- stöðumaður í Hafnarfirði; Gunný Gunnlaugsdóttir, f. 5.1. 1984, nemi og þjálfari í Reykjavík; Svava Dís Guðmundsdóttir, f. 3.2. 1985, sér- fræðingur í Hafnarfirði; Þorfinnur Gunnlaugsson, f. 10.5. 1986, pípu- lagningarmaður í Grindavík, og Bjarni Guðmundsson, f. 30.12. 1992, nemi í Hafnarfirði. Foreldrar Tryggva eru Guð- mundur Ási Tryggvason, f. 19.7. 1956, framkvæmdastjóri í Hafnar- firði, og Lilja Richardsdóttir, f. 18.6. 1956, hárskeri í Vestmannaeyjum. Stjúpmóðir Tryggva er Auður Traustadóttir, f. 5.11. 1955, ferða- fræðingur í Hafnarfirði. Úr frændgarði Tryggva Guðmundssonar Tryggvi Guðmundsson Lilja Sigurðardóttir húsfr. í Eyjum Steinn Einarsson fangavörður á Eyrarbakka Guðný Steinsdóttir húsfr. í Eyjum Richard Sighvatsson skipstj. og útgerðarm. í Eyjum Lilja Richardsdóttir hárskeri í Eyjum Guðmunda Torfadóttir húsfr. í Eyjum Sighvatur Bjarnason skipstj. og útgerðarm. í Eyjum Bylgja Tryggvadóttir húsfr. í Rvík Erlingur Richardsson handknattleiksþjálfari í Austurríki Höskuldur Ólafsson í hljómsveitinni Quarashi Bjarni Sighvatsson útgerðarmaður í Eyjum Jón Sighvatsson loftskeytamaður í Eyjum Guðmunda Bjarnadóttir útgerðarkona í Eyjum Björn Guðmundsson útgerðarm. í Eyjum Krístín Björnsdóttir húsmóðir í Rvík Björn Ólafsson Everestfari í Rvík Ásdís Sveinsdóttir húsfr. í Eyjum Alexander Gíslason skipstj. og út- gerðarm. í Eyjum Svava Alexandersdóttir húsfr. í Eyjum og Garðabæ Tryggvi Guðmundsson kaupm. í Eyjum og Hafnarfirði Guðmundur Ási Tryggvason framkv.stj. í Hafnarfirði Áslaug Eyjólfsdóttir húsfr. í Eyjum Guðmundur Eyjólfsson sjóm. í Eyjum Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu Margrét Lára Viðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu Ingibjörg Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri og fyrrv. handknattleikskempa Skúli Steinsson tamningamaður og fangavörður á Eyrarbakka Sighvatur Jónsson sjónvarps- og útvarpsmaður 100 ára Margrét Þórarinsdóttir 95 ára Maren K. Þorsteinsson 85 ára Anna Fríða Þórðardóttir 80 ára Birgir Breiðfjörð Valdimarsson Bragi Friðfinnsson Ólöf Sigurðardóttir Vilhelmína Sofía Sveinsdóttir 75 ára Jón Einar Valgeirsson Ragnhildur Kjartansdóttir Unnur Skúladóttir 70 ára Axel Þorberg Ingvarsson Kristín Hulda Kristbjörnsdóttir Páll Árnason Valborg Sigurðardóttir Þórey Sævar Sigurbjörnsdóttir 60 ára Agnar Hannesson Dóra Sigurðardóttir Emil Gunnar Guðmundsson Friðrik Ingvar Alfreðsson Guðmundur G. Kristinsson Halldór Guðjónsson Helgi Ómar Bragason Herdís Á. Sæmundardóttir Hjördís Jónsdóttir Ström Inga Hrönn Sigurðardóttir Jóhann Þórir Jóhannsson María Aldís Marteinsdóttir Ólöf Anna Ólafsdóttir Sigurjón Rúnar Baldursson 50 ára Böðvar Már Böðvarsson Ellert Friðrik Berndsen Guðmundur Guðbjörnsson Ívar Örn Forberg Jósep Gíslason Pétur Pétursson Sigríður Axelsdóttir Þóra Jóna Finnsdóttir 40 ára Anna Margrét Einarsdóttir Eva Dögg Kristbjörnsdóttir Hafdís Elva Guðjónsdóttir Jón Tryggvi Guðmundsson Konstantins Kalinovs Sara Theódórsdóttir 30 ára Atli Bent Þorsteinsson Árni Þorkels Árnason Ása Berglind Hjálmarsdóttir Dagbjört Ylfa Geirsdóttir Davíð Örn Guðmundsson Marta Walendzik Ólafur Hrafn Traustason Siggeir Halldórsson Til hamingju með daginn 40 ára Rannveig ólst upp á Eyrarbakka, býr á Sel- fossi, er leikskólakennari frá KHÍ og sérkennslu- stjóri við Krakkaborg í Flóahreppi. Maki: Stefán Helgason, f. 1972, húsasmíðameisari. Börn: Sigrún, f. 2002 og óskírður sonur, f. 2014. Foreldrar: Bjarnfinnur Ragnar Jónsson, f. 1942, sjómaður, og Þuríður Þór- mundsdóttir, f. 1944, vann við umönnun. Rannveig Bjarnfinnsdóttir 40 ára Ásbjörn ólst upp í Hafnarfirði, býr í Kópa- vogi, er viðskiptafræð- ingur frá HÍ og sölustjóri í hellum og garðeiningum hjá BM Vallá. Maki: Berglind Hannes- dóttir, f. 1972, starfs- maður hjá Arion banka. Börn: Elín Ósk, f. 2005, og Gabríel Logi, f. 2010. Foreldrar: Jóhannes Þórðarson, f. 1938, og Ingibjörg Ása Júlíusdóttir, f. 1937. Ásbjörn Ingi Jóhannesson 40 ára Egill ólst upp í Fellabæ, býr á Akureyri, lauk prófi í viðskiptafræði frá HA og starfar í Arion banka. Maki: Erla Björg Guð- mundsdóttir, f. 1975, framkvæmdastjóri SÍMEY. Börn: Laufey Anna, f. 2002, Guðmundur Steinn, f. 2004, og Logi Hrafn, f. 2006. Foreldrar: Þorsteinn Páll Gústafsson, f. 1944, og Laufey Egilsdóttir, f. 1947. Egill Snær Þorsteinsson Atli Harðarson hefur lokið doktors- verkefni sínu við Uppeldis- og mennt- unarfræðideild Háskóla Íslands. Rit- gerðin ber heitið Að hve miklu leyti og í hvaða skilningi geta námsmarkmið ver- ið grundvöllur skipulegrar menntunar sem skólar veita? (In what sense and to what extent can organised school education be an aims-based enter- prise?). Í fyrstu köflum ritgerðarinnar gerir Atli Harðarson grein fyrir hugmyndum um markmiðsdrifna menntun og sýnir fram á að þær hafi verið ríkjandi um meira en hálfrar aldar skeið. Í því sem á eftir fer gagnrýnir hann þessar hug- myndir og ýmislegt sem er haft fyrir satt um markmið sem undirstöðuatriði í námskrám skóla. Kjarninn í rökum hans felst í útlistun á hugtakinu mark- mið þar sem hann greinir á fimm vegu milli ólíkra tegunda af markmiðum, þ.e. milli: 1. Markmiða annars vegar þar sem athafnir okkar eru orsakir og það sem ná skal fram afleiðing þeirra og hins vegar markmiða sem eru innifalin í athöfnum. 2. Markmiða sem eru röklega óháð því sem við gerum til að ná þeim og markmiða sem eru röklegar afleiðingar af við- leitni okkar. 3. Markmiða sem eru óháð til- teknu samhengi og markmiða sem byggjast á, eða eru aðeins skiljanleg í, tilteknu samhengi. 4. Markmiða sem hægt er að ná eða klára og markmiða eða hugsjóna sem fólk vinnur að þótt ekki sé hægt að ljúka því verki. 5. Markmiða sem eru notuð til að stýra ofansækinni hönnun þar sem eitthvað er byggt frá grunni og mark- miða sem notuð eru til umbóta á ein- hverju sem er þegar orðið til. Í lokaköflum ritgerðarinnar notar Atli þennan fimmfalda greinarmun til að færa rök gegn ríkjandi hefð í nám- skrárgerð og styðja við sjónarmið í anda menntahefðar sem ýmist er kennd við húmanisma eða frjálsar listir. Atli Harðarson Atli Harðarson fæddist í Biskupstungum í Árnessýslu árið 1960 og ólst að mestu upp í Laugarási í sömu sveit. Foreldrar hans eru Hörður Sigurðsson og Ingibjörg Bjarnadóttir. Hann tók stúdentspróf úr eðlisfræðideild Menntaskólans að Laug- arvatni vorið 1979 og lauk BA-prófi í heimspeki og bókmenntum frá Háskóla Ís- lands 1982 og MA-prófi í heimspeki frá Brown University í Bandaríkjunum 1984. Síðar lauk hann námi í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda frá HÍ. Mestan starfsaldur sinn hefur hann kennt við Fjölbrautaskóla Vesturlands og hefur verið skólameistari þar frá 2011. Eiginkona Atla er Harpa Hreinsdóttir framhaldsskólakennari og eiga þau tvo syni, Mána og Vífil. Doktor Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.