Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Movie Star hvíldarstóll Verð 439.000,- Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Framundan eru stórtónleikar í Eldborgarsal Hörpu. Þar munum við skauta í gegnum okk- ar bestu lög að okkar mati, ekki endilega þau vinsælustu. Við ætlum að reyna að tjalda öllu því sem hægt er að tjalda á þessum tónleikum og brasssveit Samúels J. Samúelssonar kemur til að mynda fram með okkur. Svo verður að minnsta kosti einn sérstakur gestur á svæð- inu,“ segir Sigurður Guðmundsson, meðlimur reggísveitarinnar Hjálma sem fagnar tíu ára afmæli á árinu og efnir til stórtónleika 26. september. Brautryðjendur reggísenunnar Blaðamaður náði tali af Sigurði þar sem hann spókaði sig á eynni Sikiley í Miðjarð- arhafi en hann hefur að undanförnu búið í Noregi og meðal annars starfað þar sem tón- listarmaður. Sveitin Hjálmar verður að teljast með frumkvöðlum reggísenunnar á Íslandi en Sigurður er hógvær. „Hljómsveit sem byrjar á einhverju sem hefur kannski ekki verið mjög algengt á því svæði áður getur vissulega talist ákveðinn brautryðjandi. Það að vera brautryðjandi þýð- ir þó að sjálfsögðu að einhverjir aðrir verða að fylgja í kjölfarið. Lengi vel var voða lítið ann- að að gerast í reggísenunni hér heima, við vor- um lengi eina bandið sem stóð í þessu. Ég er mjög hrifinn af því að það sé orðið meira af reggíhljómsveitum. Ég vil því meina að það sé þeim að þakka að við séum loks orðnir braut- ryðjendur,“ segir hann kíminn. „Mér finnst gæðastuðullinn vera orðinn talsvert hærri nú en hann var fyrir tíu árum. Það hefur komið fram rosalega margt klárt tónlistarfólk að undanförnu og það er orðið mjög algengt að yngri sveitir séu orðnar mjög góðar. Nú eru náttúrlega margir farnir að semja og taka upp heima hjá sér sem vænt- anlega felur það í sér að fleiri hafi aðgang að tónlistarsköpuninni. Ég er mjög hrifinn af þeirri þróun,“ bætir hann við. Jamaíka stendur upp úr Sigðurður segir ýmislegt standa upp úr á þeim áratug sem hljómsveitin hefur starfað. „Ég held að við getum öll þakkað fyrir það að við höfum einfaldlega byrjað aftur eftir að við hættum um árið. Það voru ákveðin þátta- skil sem áttu sér stað þegar við byrjuðum saman aftur. Svo hefur þetta náttúrlega borið okkur á framandi slóðir. Ferðin okkar til Ja- maíku var algjört einsdæmi. Það var einkar skemmtilegt að upplifa það að vera reggíband komið þangað. Jamaíka er einmitt fæðingar- land þeirrar tónlistar,“ segir hann. Hjálmar hafa ekki verið sérstaklega iðnir upp á síð- kastið en eiga þó eitt lag í spilun þessa dag- ana. „Það er náttúrlega þetta nýja lag sem hefur verið í spilun undanfarið en auk þess eigum við annað lag inni sem verður vonandi hleypt í loftið nú á næstu vikum. Steinunn Harðar- dóttir, sem flestir þekkja sem dj. flugvél og geimskip, er einmitt með okkur í því lagi. Áframhaldið er ennþá fremur óljóst en við komum saman aftur fyrir tveimur vikum eftir svolítið langt hlé og spiluðum á Græna hatt- inum,“ segir Sigurður en hann segir þá reynslu hafa verið mjög skemmtilega. Semja tónlist um ókomna tíð „Steini, Kiddi og þeir eru nú á fullu við að túra með Ásgeiri Trausta og voru nú síðast staddir í Tókýó að ég best veit. Sjálfur er ég að spila með norskum tónlistarmanni að nafni Erlend Øye. Það má geta þess að við tókum nýverið upp plötuna hans sem kemur út núna í byrjun október. Við erum því allir að gera ýmislegt fyrir utan Hjálma,“ segir hann um sig og meðlimi Hjálma, þá Þorstein Einarsson og Guðmund Kristin Jónsson. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru þeir Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson og Helgi Svavar Helgason. „Þessir túrar okkar setja náttúrlega strik í reikninginn en við komum saman þegar við höfum tíma til þess. Það sem við uppgötvuðum núna síðast þegar við hittumst og tókum upp lög saman, var að við höfum allir ennþá alveg mjög gaman af þessu. Það er því engin ástæða til þess að hætta. Ég á því von á að við höldum áfram að semja tónlist og gefa út undir for- merkjum Hjálma. Vonandi bara um ókomna tíð,“ segir Sigurður. „Miðasalan á tónleikana í haust er hafin og hún fór mjög vel af stað. Ég hlakka bara til að sjá alla sem sjá sér fært að mæta. Síðast þegar ég vissi voru um þúsund miðar farnir, ég veit ekki alveg hvernig staðan á því er núna,“ segir Sigurður og biður blaða- mann að lokum um að skila kærri sólarkveðju frá Sikiley til landsmanna. Áratug fagnað í Hörpu Morgunblaðið/Ómar Reggí Hljómsveitin Hjálmar hefur verið starfandi í tíu ár og efnir til afmælistónleika 26. september í Eldborgarsal Hörpu.  Hjálmar efna til stórtónleika í Hörpu á tíu ára afmæli frumkvöðla reggítónlistar á Íslandi  Meðlimirnir eru allir í öðrum verkefnum en hittast þó reglulega til að semja, spila og taka upp Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Ég er að vinna að plötunni Skyn- vera um þessar mundir en ég hef verið að taka hana upp í nýja heima- stúdíóinu mínu við Ingólfstorg. Ég hef einbeitt mér að plötunni mest- megnis síðasta hálfa árið en hef engu að síður verið að vinna í henni frá 2012. Það ár hætti ég einmitt að drekka og þá varð mikil breyting í mínu lífi. Platan er mjög persónuleg þrátt fyrir að það sé ekkert sungið á henni. Þetta er hreinræktuð raf- tónlist með brotnum töktum og sér- stökum hljóðheimi,“ segir raftónlist- armaðurinn Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher, en hann vinnur nú að nýrri plötu og hefur hrundið af stað söfnun fyrir vinnslu hennar á vefsíðunni Karol- ina Fund. Safnar á Karolina Fund „Markmiðið er, það er að segja ef mér tekst að fjármagna hana í gegn- um Karolina Fund, að platan verði gefin út á vínyl auk geisladisks. Söfnunin er búin að vera í gangi í einn sólarhring núna og slagaði eftir hann upp í fjórtán prósent. Ég get ekki lagt mat á það hvort það er gott eða slæmt en ef söfnunin held- ur dampi þá ætti þetta að ganga upp, það eru rúmir fjörutíu dagar eftir af henni. Það eina sem ég hef er trúin og ég trúi að þetta gangi vel,“ segir Árni Grétar. Spurður út í nafnið á tilvonandi plötu kveður hann það komið úr graffheimi Reykjavíkur. „Ég hef alltaf dáðst að veru sem graffarinn Arnór Kári hefur verið að setja á veggi hérna í bænum. Fyrir mörgum árum gaf ég mig á tal við hann og spurði hann hvað þessi tiltekna vera héti. Hann tjáði mér að hún bæri nafnið Skynvera. Mér fannst hún, og nafnið á henni, lýsandi fyrir tónlistina sem ég geri þar sem þar er verið að setja svo miklar tilfinningar á blað án þess að það sé verið að syngja þær,“ segir hann. Hægari og skítugri Þess má geta að síðasta plata kom frá Futuregrapher árið 2012 og var efnið á henni talsvert ólíkt því sem koma skal á þeirri nýju. „Það er ef til vill sama tilfinning á Skynveran er skítug og hæg  Futuregrapher safnar á Karolina Fund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.