Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 9
Skapa ndi, skraut legt, skemm tilegt o g endala usir mögul eikar! Loom Föndurarmböndin Heitasta æðið í heiminum í dag! NÚ Á ÍSLANDI www.danco.is Heildsöludreifing Flottir litir Ilmandi Glimmmer Sjálflýsandi Doppótt FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 36% þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar. • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Vertu vinurá facebook Lagersölu lýkur á föstudag Nú 20% viðbótarafsláttur Símon Hallsson, lög- giltur endurskoðandi og fyrrverandi borgar- endurskoðandi, and- aðist á heimili sínu að Vogalandi 8 þann 28. júlí sl., 68 ára að aldri. Hann var fæddur 2. júlí 1946, sonur hjónanna Halls Símonarsonar blaðamanns og Stef- aníu Runólfsdóttur húsfreyju. Símon nam endur- skoðun við Háskóla Ís- lands og varð löggiltur endurskoðandi árið 1975. Hann starfaði á endurskoð- unarskrifstofu Þorgeirs Sigurðs- sonar í Reykjavík árin 1966-1975 og rak eigin endurskoðunarskrifstofu frá 1975 til 1983. Símon var stofn- andi og meðeigandi að Íslenskri end- urskoðun hf. 1983-1992 og hafði sam- starf við Löggilta endurskoðun hf. 1992-1993. Símon var kjörinn borg- arendurskoðandi árið 1994 og gegndi því embætti til starfsloka árið 2009. Símon sat í stjórn Félags löggiltra endur- skoðenda (FLE) árin 1977-1979 og var gjald- keri 1978-1979. Hann var í ritnefnd FLE 1981-1983. Símon var í stjórn samtaka endur- skoðenda sveitarfélaga á Norðurlöndunum og sinnti auk þess ýmsum trúnaðarstörfum fyrir samtök endurskoð- enda sveitarfélaga (Organization of Local Government Auditing) á árunum 1994-2003. Símon gerðist söngmaður með Karlakór Reykjavíkur árið 1968 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir kórinn auk þess að vera endur- skoðandi reikninga hans um árabil. Hann var sæmdur silfurmerki og síðar gullmerki Karlakórs Reykja- víkur árið 2001. Eftirlifandi eiginkona Símonar er Anna Eyjólfsdóttir myndlistar- maður. Þau eignuðust þrjú börn, Eyjólf, Hall og Guðrúnu. Andlát Símon Hallsson Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Samkvæmt hitamælingum Veður- stofunnar fór hitinn tíu sinnum yf- ir 20° á Húsavík í júlímánuði. Mikil veðurblíða hefur leikið um Norð- ur- og Austurland í júlí. Meðalhit- inn í Húsavík hefur verið 15,4° samkvæmt mælingum kl. 15 á dag- inn í júlímánuði. Í Grímsey er heit- asti júlímánuður frá upphafi en meðalhitinn er 11,2° gráður. Mæl- ingar hófust í Grímsey árið 1874. „Það hefur verið mjög heitt hérna í júlímánuði. Svo heitt hefur verið að ég og konan höfum spáð í að kaupa kælikerfi í húsið. Á Húsavík hefur verið sannkölluð Miðjarðarhafsstemning. Bærinn hefur verið fullur af Íslendingum sem eyða sumar- fríinu í íslensku sólinni en er- lendu ferða- mennirnir virð- ast ekki elta sólina neitt sér- staklega. Þá hef- ur verið mjög bjart yfir bænum í sólinni. Veit- ingastaðir hafa dregið stóla og borð út og mikið mannlíf hefur verið á götum bæj- arins. Síðan er fólk alltaf jákvæð- ara í sólinni. Kunningjar mínir í Reykjavík hafa allavega verið frekar súrir í gegnum símann,“ segir Friðrik Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Norðurþingi, kím- inn. Þá var Friðrik spurður hvernig Húsvíkingar takist á við rign- inguna eftir hitabylgju júl- ímánaðar. „Ekki hefur þurft að kalla út heimavarnarlið eða bjóða fólki upp á áfallahjálp vegna rigningarinnar ennþá. Við tökum rigningunni bara með stóískri ró hérna fyrir norðan.“ Regnhlífar í stað sólhlífa Sólin mun lítið láta fyrir sér fara á Norður- og Austurlandi næstu daga. Norðanátt er komin til landsins og þá kólnar loftið og Norður- og Austurland verður kaldara. Má þá gera ráð fyrir að sólhlífum verði skipt út fyrir regn- hlífar næstu daga á Norður- og Austurlandi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sólríkt Veðurblíða hefur verið á Húsavík í júlímánuði. Meðalhitastig á Húsavík síðdegis í júlí var 15,4° gráður. Hitinn fór yfir 20° tíu sinnum í júlí á Húsavík  Heitasti júlí í Grímsey frá upphafi mælinga árið 1874 Friðrik Sigurðsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höldum þeim möguleika opnum að það þurfi að fara í dómsmál gegn ríkinu en teljum eðlilegt að þessi tvö stjórnsýslustig ræði saman áður en þau mæta hvort öðru í dómsal,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. Bæjarstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að gera ríkinu skriflega grein fyrir því tjóni sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir vegna rangrar úthlutunar makríl- kvóta og óska eftir svörum um það hvernig staðið verði að leiðréttingu á reglunum. Umboðsmaður Alþingis telur að sú ákvörðun stjórnvalda að skipta ekki makrílkvótanum eftir áunninni aflahlutdeild, fyrir árin 2011, 2012 og 2013, hafi ekki verið í samræmi við lög. Útgerðarfélög í Vestmannaeyj- um óskuðu eftir álitinu en þau telja sig hafa orðið fyrir miklum búsifjum af þessum sökum. Í greinargerð sem bæjarstjóri lagði fram á fundinum í gær kemur fram að þrjú stærstu útgerðarfyrir- tækin í Eyjum hafi tapað tæplega 28 þúsund tonnum af makríl og er áætl- að að verðmæti afurðanna nemi 4,5 til 5 milljörðum króna. Þar af megi áætla að laun sjómanna hafi verið skert um 700 milljónir og laun starfs- manna í landi um 400 milljónir kr. Elliði bæjarstjóri segir að Vest- mannaeyjabær hafi einnig orðið fyr- ir um 200 milljóna króna beinu fjár- hagslegu tjóni af þessum ólögmætu aðgerðum íslenska ríkisins. Þar af eru tapaðar tekjur hafnarinnar um 40 milljónir og tapað útsvar um 160 milljónir. „Það er verulega þungt í okkur, að ekki skuli hafa verið hlustað betur á varnaðarorð Vestmannaeyjabæjar þegar reglugerðin var sett. Þetta eru gríðarlega miklir hagsmunir og lög- brot ráðherra ekki léttvægt.“ Bærinn tapaði 200 milljónum  Vestmannaeyjabær krefst bóta vegna rangrar úthlutunar á makrílkvóta Makríll Eyjamenn telja sig ekki hafa fengið það sem þeim ber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.