Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 4
VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Hér er bara mannhaf, mikill straumur fólks, og var í raun enn meira í gær [fyrradag] þegar far- þegar skemmtiferðaskipa komu hingað,“ sagði Ólafur Örn Haralds- son, þjóðgarðsvörður á Þingvöll- um, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var þá staddur á Hak- inu og horfði yfir svæðið. Slegið var á þráðinn til að kanna hvernig þjóðgarðurinn réði við aukinn straum ferðamanna á helstu áningarstöðum landsins. Í sumar er talið að yfir 600 þúsund ferðamenn heimsæki Þingvöll og með þeim sem aka í gegnum þjóð- garðinn má áætla að mannfjöldinn verði vel á aðra milljón. Ráðist var í nokkrar fram- kvæmdir innan þjóðgarðsins í sum- ar, m.a. með hellulagningu plans- ins ofan Almannagjár, fjölgun bílastæða við Hakið um 85 og lag- færingu á gatnamótum. Ólafur Örn sagði fjárveitingar sem fengust í þetta vissulega vera mikið fagn- aðarefni en þær dygðu einfaldlega ekki til að hafa undan þeirri 25% aukningu sem hefði verið í sumar á heimsóknum ferðamanna í þjóð- garðinn, miðað við sama tíma í fyrra. „Það trúir því enginn fyrr en hann kemur hversu gríðarlegur mannfjöldinn er hérna á svæðinu, sama hvert er litið.“ Sem dæmi þá mynduðust langar biðraðir á mánudag við salernin á Hakinu. Líktu starfsmenn þjóð- garðsins þessu við útsölu í stór- markaði, slíkt hefði mannhafið verið. Gróðurskemmdir Aukin umferð og ekki síst vætan í sumar hefur orðið til þess að gróðurskemmdir eru miklar innan þjóðgarðsins, m.a. þegar fólk fer utan við stígina og gengur um mosavaxnar klappir og viðkvæman gróður. „Ástandið við Nikulásargjá, eða Peningagjá, fer sífellt versnandi. Þar er búið að spæna upp allan mosa og annan gróður og það kemur hreinlega til greina að girða þar af ákveðin svæði. Sem betur fer fengum við 10 milljónir króna í endurbætur við Peninga- gjána og erum komin af stað með arkitektum að undirbúa lagfær- ingar.“ Ólafur Örn sagði stærsta við- fangsefnið hins vegar vera við þinghelgina og næsta nágrenni og hvernig haga ætti umferðar- stjórnun um Hakið, Almannagjá, Valhallarreit og austur yfir Öxará. Til hefðu orðið bílastæði án skipu- lags og ferðafólk farið að leggja bílunum hist og her. Bílastæðin troðfull alla daga „Öll bílastæði eru troðfull alla daga. Umferðin virðist mótast af tilviljanakenndu ferli. Mikilvægast er að gera deiliskipulag af þing- helginni og nágrenni, móta fram- tíðarstefnu um umferðarstjórnun, landnýtingu og þjónustu við ferða- menn. Það þarf að taka öll þessi mál fyrir frá grunni,“ sagði Ólafur Örn. Hann sagði að á meðan væri hægt að standa í bráðabirgða- aðgerðum. Til viðbótar við það sem þjóðgarðsvörð- ur hefur nefnt má bæta við veginum í gegnum þjóðgarðinn. Hann sagði veginn farinn að láta undan og sömuleiðis væri óráð- ið hvernig haga ætti umferðinni niður við vatnið. Til greina kæmi að hafa það ein- stefnuakstur og loka veginum austan meg- in. Þjóðgarðurinn hefur ekki undan  25% fjölgun ferðamanna í þjóðgarðinum á Þingvöllum  Fara vel yfir milljón  Nýframkvæmdir í sumar duga ekki til  Þjóðgarðsvörður kallar eftir nýju deiliskipulagi og bættri umferðarstjórnun Ljósmynd/Einar Á. E. Sæmundsen Mannhaf Umferð ferðamanna um Almannagjá og Hakið er mikil eins og sést á myndinni sem var tekin nýlega. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Þjóðgarðsvörður og starfs- menn hans hafa í nógu að snú- ast en Ólafur Örn segir nýjasta viðfangsefnið vera kvartanir undan svonefndum drónum, eða flygildum, sem sveima yfir Almannagjá og víðar um þjóð- garðinn. „Þeim hefur brugðið fyrir í auknum mæli og veldur mörgum óþægindum. Þeir eru fljúgandi yfir fólki með mynda- vélar og því er ekki að neita að frá þeim öflugustu er töluverð- ur hávaði,“ segir Ólafur Örn. Hann segir jafnvel dæmi um að drón hafi verið sett á loft þegar þjóðhöfðingi kom að Lögbergi. Öryggisvörðum í fylgdarliði hans hafi ekki stað- ið á sama. „Allt í einu stökk ferðamaður til og hóf drón á loft sem flaug yfir hausamót- um á okkar gestum. Það fór skjálfti um menn,“ segir þjóð- garðsvörður um þetta atvik. Ólafur Örn segir þetta hafa verið nokkur tilvik í sumar og með einhverjum hætti þurfi að bregðast við. Til greina komi að takmarka umferðina þannig að drón fari ein- göngu í loftið með sérstöku leyfi. „Þessum verkfærum fer fjölgandi og því er ekki að neita að drón hafa náð góðum loftmyndum af svæðinu, en við þurfum að hafa einhverja stjórn á þessu.“ Kvartað und- an drónum NÝJASTA VIÐFANGSEFNIÐ Ólafur Örn Haraldsson Útför Jóns Hákonar Magnússonar, fjölmiðlamanns og fyrrverandi framkvæmdastjóra KOM, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Séra Bjarni Þór Bjarnason jarðsöng. Vinir Jóns Hákonar og samstarfs- menn báru kistuna úr kirkju, Drífa Hilmarsdóttir, Eiður Svan- berg Guðnason, Hörður H. Bjarna- son, Víglundur Þorsteinsson, Gerður G. Bjarklind, Páll Bragi Kristjónsson, Stefán Friðfinnsson og Magnús Gunnarsson. Jón Hákon fæddist í Reykjavík 12. september 1941 og andaðist á líkardeild Landspítalans 18. júlí sl. Að loknu námi í stjórnmálafræði og blaðamennsku í Bandaríkjunum starfaði hann við blaðamennsku hér á landi og í Bandaríkjunum og vann við stjórnun fyrirtækja. Hann var meðal annars fréttamað- ur á fréttastofu Sjónvarps. Jón Hákon var stofnandi KOM, kynn- ingar og markaðar ehf., 1986 og framkvæmdastjóri fyrirtækisins til síðustu áramóta. Hann gegndi fjöl- mörgum félags- og trúnaðar- störfum og var virkur í þjóð- félagsumræðu. Hann átti meðal annars sæti í bæjarstjórn Seltjarnarness og var forseti hennar um tíma. Morgunblaðið/Eggert Útför Jóns Hákonar frá Hallgrímskirkju Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Lyfið Atacor, í 40 mg styrkleika, sem er blóðfitulækkandi lyf og fram- leitt af Actavis, hefur ekki verið fá- anlegt að undanförnu. Lyfið, sem er mjög vinsælt, er notað sem viðbót við mataræðisbreytingu til að lækka blóðfitu eins og kólesteról og þríglý- seríð, þegar fituskert mataræði og önnur meðferð eins og líkamsrækt og breyttir lifnaðarhættir hafa ekki nægt til árangurs. Atacor er einnig notað til viðbótar annarri blóðfitu- lækkandi meðferð. Þeir lyfsalar sem Morgunblaðið ræddi við staðfestu þetta og sögðu skortinn afar bagalegan. Lyfið hefur verið á biðlista hjá lyfjadreifingar- fyrirtækinu Distica síðan 28. júní og hefur því ekki verið fáanlegt í rúman mánuð. Óstaðfest er hvenær lyfið er væntanlegt aftur og engin ástæða er gefin upp frá framleiðandanum fyrir því að lyfið fáist ekki. Ekki náðist í Actavis við vinnslu fréttarinnar. Lyfið fæst ennþá í 10 mg og 20 mg styrkleika og getur það nýst þeim sem ekki þurfa að taka stærri skammta. Einnig eru samheitalyfin Atorvastatin og Zarator bæði fáan- leg. Atacor er mikið notað, og er þetta ekki í fyrsta skipti sem það fæst ekki. Að sögn lyfjafræðinga í lyfjaverslunum hefur það gerst að lyfið fáist ekki í neinum skammta- stærðum og hafa sjúklingar oft á tíð- um verið ósáttir við þetta. Yfir 150 lyf eru á biðlista hjá Dis- tica og yfir 60 hjá dreifiaðilanum Parlogis samkvæmt biðlistum á heimasíðum fyrirtækjanna beggja. Yfir 200 lyf á biðlist- um hjá lyfjadreif- ingarfyrirtækjum  Blóðfitulækkandi lyfið Atacor hefur ekki verið fáanlegt í rúmlega mánuð Morgunblaðið/Sverrir Lyf Atacor hefur verið á biðlista frá 28. júní, en alls eru þar yfir 200 lyf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.