Morgunblaðið - 30.07.2014, Side 15

Morgunblaðið - 30.07.2014, Side 15
húsanna munu hafa aðgang að bíla- kjallaranum en þar verða líka hjóla- og sorpgeymslur. Baldur telur líklegt að nýju íbúð- irnar 23 í fyrsta áfanga fari á mark- að haustið 2015. Áformað er að hefja annan áfanga uppbyggingarinnar á næsta ári, í beinu framhaldi af þeim fyrsta. Hluti hans er bygging nýs húss á Laugavegi 41, en margir kannast eflaust við verslunina Vínberið sem er á jarðhæð Laugavegs 43. Þá verður annað hús byggt á horni Laugavegs og Frakkastígs, þar sem er nú opið rými. Húsin verða aðlög- uð útliti eldri húsanna við Lauga- veg. „Á horni Laugavegs og Frakka- stígs er autt rými í dag. Þar stóð áð- ur gamalt hús sem var fjarlægt fyr- ir áratugum. Samkvæmt núgildandi skipulagi er gert ráð fyrir nýbygg- ingu á þessu horni. Í þessu húsi og á Laugavegi 41 verður verslunar- húsnæði á jarðhæð. Frá Frakkastíg verður skilyrt aðkoma inn í bak- garðinn sem allar íbúðirnar hafa að- gang að. Bakgarðurinn er aðeins ætlaður íbúum og gegnir jafnframt hlutverki aðkomu að stigahúsum íbúðarhlutanna. Þessi aðkoma er jafnframt öryggisaðkoma fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins komi til bruna,“ segir Baldur. Þriðji og síðasti áfangi verkefn- isins hefst að óbreyttu árið 2016. Hann felur í sér niðurrif húseign- arinnar að Frakkastíg 8 og nýbygg- ingu frá horninu við Hverfisgötu upp að horninu við Laugaveg. Sú bygging er gulmáluð og hýsir m.a. krána Ob-la-di Ob-la-da og Karaoke Sportbar og aðra starfsemi. „Húsið er byggt í fjórum áföng- um á árabilinu 1925-40 og lengst af nýtt sem iðnaðarhúsnæði, oft nefnt „Ullarhúsið“. Samkvæmt gildandi skipulagi er leyfilegt að byggja ofan á húsið og eða rífa og byggja nýtt. Við nánari skoðun reyndist ekki raunhæft að nýta húsið. Burðar- virkið myndi ekki þola byggingu of- an á það, auk þess sem það er tæknilega flókið að breyta því í íbúðarhúsnæði,“ segir Baldur. „Það verður því óhjákvæmilegt að rífa húsið. Við hönnunina verður útlit nýbyggingarinnar aðlagað út- liti gamla hússins. Þarna verða flestar smærri íbúðanna. Á horn- unum ofan og neðan við, við Hverfisgötu og Laugaveg, verða samtengd hús með öðru yfirbragði“ Frakkastígur endurgerður „Reykjavíkurborg hyggst endur- gera Frakkastíginn, líkt og gert hefur verið við götur í nágrenninu, nú síðast Hverfisgötuna. Sú fram- kvæmd er á dagskrá borgarinnar á komandi ári skv. fréttum. Við mun- um leita eftir samstarfi við borgina vegna þessara framkvæmda í tengslum við frágang bygginga við Frakkastíginn og taka tillit til þeirra breytinga,“ segir Baldur. „Það er lögð sérstök áhersla á að hafa rúmgóðar hjólageymslur og að aðgengi að byggingunum sé gott fyrir hjólandi og gangandi,“ segir Baldur. Teikning/Út Inni arkitektar Nýjar íbúðir í miðbænum Alls verða 65-66 nýjar íbúðir á reitnum. Átta íbúðir verða í húsi á miðju lóðarinnar. Reist verður nýtt verslunarhúsnæði. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Hljóðlát og endingargóð jeppadekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er. Haft var eftir Ingibjörgu Þórðardóttur, formanni Fé- lags fasteignasala, í Morgunblaðinu í gær að útleiga fjölda íbúða í miðborg Reykjavíkur til ferðamanna hefði leitt til hækkunar á leigu- og fasteignaverði á svæðinu. Sú þróun muni smitast yfir í nálæg hverfi. Eins og fjallað hefur verið um í fréttaskýringum í Morgunblaðinu á síðustu dögum má áætla að 1.500 til 2.000 íbúðir í Reykjavík séu nú leigðar út í skammtímaleigu til ferðamanna. Eins og rakið er í samtali við Hjörleif Guttormsson hér fyrir neðan getur slík útleiga verið umdeild. Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingar og formaður um- hverfis- og skipulagsráðs, baðst undan viðtali vegna þessa máls að sinni. Þá svaraði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ekki skilaboðum. Tjáir sig ekki að sinni FORMAÐUR UMHVERFIS- OG SKIPULAGSRÁÐS Hjálmar Sveinsson um 3 milljónir í lögfræðikostnað til að fá öll tilskilin leyfi fyrir leigunni. Hjörleifur telur að þarna sé á ferð atvinnurekstur sem eigi ekki heima í fjölbýlishúsi. Ónæði og öryggisleysi „Íbúar hér kvarta undan ónæði og öryggisleysi vegna straums ferðamanna og aðgengi óviðkom- andi að stigagöngum og annarri sameign. Hljóðvist er hér víða ófull- nægjandi og fylgir þessari umferð oft mikið ónæði. Það þarf að endur- skoða bæði skipulagslögin og sér- staklega lögin um fjöleignarhús með tilliti til þeirrar þróunar sem hér er í gangi. Lög þessi eru nú 20 ára gömul og sett áður en sú bylgja skammtímaútleigu hófst sem nú er staðreynd. Slík útleiga brýtur niður fjöleignarhúsakerfið. Það er úti- lokað að halda utan um húsreglur þegar íbúðum er breytt í atvinnu- húsnæði, með tilheyrandi umgangi ferðamanna. Stjórnarmenn í hús- félagi gefast fyrr en varir upp við að sinna slíkum skyldum. Hér er um að ræða fólk sem er að koma og fara á öllum tímum sólarhrings. Þessu fylgir líka öryggisleysi,“ seg- ir Hjörleifur sem skorar á yfirvöld að sporna við ofangreindri þróun. „Skipulagslöggjöfin, m.a. fyrir- mæli um íbúabyggð, heldur ekki gagnvart þeirri þróun sem hér er í gangi. Mikil þörf er á heildarend- urskoðun skipulags- og fjöleignar- húsalaga vilji menn bregðast við því stjórnleysi sem hér er í gangi.“ Það var um miðjan júlí 2008 sem Morgunblaðið sagði frá úr- slitum samkeppni um hönnun nýrra höfuðstöðva Lista- háskóla Íslands á horni Laugavegs og Frakkastígs. Fram kom í fréttinni, sem birtist 18. júlí, að +Arkitektar, með Pál Hjaltason í forsvari, hefðu borið sigur úr býtum og að vonir stæðu til að skólinn hæfi starfsemi í húsinu haustið 2011. Haft var eftir Hjálmari H. Ragnarssyni, þáverandi rektor Listaháskóla Íslands, í Morgunblaðinu að nýtt hús yrði „meginbygging í íslenskri menningu“. „Þetta er listverk- smiðja í miðborginni sem á eftir að hafa gífurleg áhrif á Ís- landi,“ sagði Hjálmar. Meðal samstarfsaðila Listaháskólans í verkefninu voru Samson Properties, dótturfélag Novator Properties, sem var í eigu Björgólfsfeðga. Eins og sjá má á myndunum hér fyrir ofan teiknuðu arkitektarnir stór hús og hefðu framkvæmdir kostað milljarða króna á núvirði. Verkefnið varð aldrei að veruleika og hefur Frakkastígs- reiturinn nú verið hannaður upp á nýtt með aðra notkun í huga, eins og teikningar hér fyrir neðan bera með sér. Teikning/+Arkitektar Teikning/Gunnar S. Óskars./Ludwig Rongen/Stefan W. Teikning/Batteríið Hús Listaháskólans átti að rísa á reitnum  Stórbrotin áform um miðstöð listkennslu runnu út í sandinn við hrunið  Arkitektar teiknuðu stórhýsi Teikning/PK Arkitektar Teikning/Út Inni arkitektar Hönnun í vinnslu Svona mun Frakkastígur líta út eftir niðurrif húss nr. 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.