Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Félagið Blómaþing áformar að hefja
framkvæmdir við svonefndan
Frakkastígsreit í Reykjavík í haust.
Eigendur félagsins eru Þorsteinn
Pálsson, Kristján Magnason og
Hulda Sif Þorsteinsdóttir. Þor-
steinn er formaður stjórnar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hljóðar kostnaðaráætlun
upp á á fjórða
milljarð og er þá
meðtalinn kostn-
aður við að
endurbyggja
gömul hús á
reitnum.
Reiturinn er
kenndur við
Frakkastíg 8 og
afmarkast af
Hverfisgötu,
Laugavegi og
Frakkastíg, hálfa leið að Vatnsstíg.
Framkvæmdirnar verða í þremur
áföngum og er áætlað að þeim ljúki
árið 2017. Verkefnið er unnið eftir
gildandi deiliskipulagi sem unnið
var af teiknistofunni Tröð fyrir
þennan reit og samþykkt í borg-
arráði 5. september 2013.
60-100 fermetrar
Arkitektastofan Út Inni arkitekt-
ar fer með hönnun allra bygginga á
Frakkastígsreitnum.
Baldur Ó. Svavarsson, arkitekt
hjá Út Inni arkitektum, segir að 65-
66 íbúðir verði á reitnum. Þær
verða flestar 60-100 fermetrar,
meirihlutinn smærri íbúðir. Þá
verður þarna verslunar- og þjón-
ustuhúsnæði á jarðhæðum. Við
hönnunina er horft til arkitektúrs í
miðborgum norrænu höfuðborg-
anna þar sem ný byggð hefur risið í
grónum hverfum.
Nýja hönnunin felur í sér mikla
breytingu frá fyrri áformum um að
reisa stórhýsi undir Listaháskóla
Íslands á lóðinni, en vinnings-
tillagan vegna þeirra er rifjuð upp
hér til hliðar. Byggingarmagnið
verður mun minna en þá var áform-
að.
„Fylgja þarf ströngu miðbæjar-
skipulagi eins og jafnan er á
miðbæjarreitum höfuðborgarinnar.
Heildarhönnunin liggur fyrir og er
unnið að lokafrágangi og útliti.
Fyrsti áfangi bíður afgreiðslu bygg-
ingarfulltrúa,“ segir Baldur.
Þriggja hæða hús með kvisti
Í fyrsta áfanga verður byggt
þriggja hæða hús með kvisti og risi,
alls 15 íbúðir þar sem nú er
Hverfisgata 58. Sú bygging kallar á
niðurrif núverandi húss, sem verður
rifið þegar skipulagsyfirvöld í
Reykjavík hafa veitt endanlegt sam-
þykki fyrir framkvæmdinni. Í beinu
framhaldi verður byggt íbúðarhús á
baklóð reitsins aftan við númer 58.
Hverfisgata 58 er þrjár hæðir og er
jarðhæðin máluð blá. Við hliðina, á
Hverfisgötu 56, er Austur-Indía-
félagið með vinsælt veitingahús og á
Hverfisgötu 54 er Bíó Paradís.
Hluti byggingarlóðarinnar undir
Frakkastígsreitinn er sýndur á
mynd hér fyrir ofan. Á baklóð reits-
ins standa tvö hús. Annað þeirra er
timburhús sem verður að sögn
Baldurs væntanlega flutt á nýja lóð.
Það er ekki friðað. „Við vildum samt
ekki rífa húsið. Það er gaman að
geta fundið því nýjan stað,“ segir
Baldur. „Við hlið timburhússins er
hús sem er hins vegar ekki hægt að
flytja og verður það því rifið.“
Minjastofnun hefur veitt umsögn
og leyfi til þessara aðgerða.
Í stað húsanna á baklóðinni sem
víkja verður reist hús með 8 íbúð-
um.
Undir nær allri lóðinni og öllum
nýbyggingum verður bílakjallari
með 40 stæðum og verður hluti
hans byggður í 1. áfanga. „Sex
metra hæðarmunur er á Hverfis-
götu og Laugavegi og því hentar vel
að hafa bílakjallara þar undir. Það
þarf ekki að grafa niður,“ útskýrir
Baldur en tekið skal fram að kjall-
arinn fer ekki undir húsin við
Laugaveg. Allir stigagangar
Uppbygging
Frakkastígs-
reits að hefjast
Um 66 íbúðir byggðar á reitnum
Framkvæmd upp á 3-4 milljarða
Morgunblaðið/Þórður
Verður bílakjallari Áformað er að hefja framkvæmdir við fyrsta áfanga í haust. Bílakjallari rís á hluta lóðarinnar.
Ljósmynd/ Út Inni arkitektar
Breyting Á horni Laugavegs og
Frakkastígs verður reist nýtt hús.
Ljósmynd/Út Inni arkitektar
Verður rifið Hornið á Frakkastíg og
Hverfisgötu mun breytast mikið.
Ljósmynd/Út Inni arkitektar
Skarð fyllt Byggt verður nýtt hús
með númerið Laugavegur 41.
Baldur Ó.
Svavarsson
Yfir 10.000 fermetrar
» 7.200 fermetrar af íbúðar-
húsnæði verða á reitnum, þ.e.
íbúðir, sameign, stigarými,
geymslur og fleira.
» Þá verða samtals 950 fer-
metrar af verslunar- og þjón-
ustuhúsnæði á jarðhæðum við
Laugaveg, Frakkastíg og
Hverfisgötu.
» Atvinnuhúsnæði á efri hæð-
um við Laugaveg verður 800
fermetrar og bílageymslan
verður 1.230 fermetrar.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sú þróun að einkaaðilar leigi út
íbúðir í fjölbýlishúsum í skamm-
tímaleigu til
ferðamanna er
óheillavænleg og
hljóta stjórnvöld
að sporna við því
með breytingum
á lögum um fjöl-
eignarhús.
Þetta er mat
Hjörleifs Gutt-
ormssonar, fyrr-
verandi ráðherra
og um tíma
stjórnarmanns í húsfélagi að Vatns-
stíg í Reykjavík.
Um 80 íbúðir í fyrsta áfanga
Skuggahverfisins tilheyra hús-
félaginu. Minnst tvær íbúðir í
hverfinu eru leigðar út til ferða-
manna og er önnur á vegum félags-
ins Black Tower 101. Á vef félags-
ins í fyrradag kom fram að um 100
af 120 dögum í júní, júlí, ágúst og
september voru þegar bókaðir.
Áætlaðar leigutekjur, miðað við
uppgefið verð, er um 24.000 dalir,
eða sem svarar 2,8 milljónum. Til
samanburðar hefur komið fram í
Morgunblaðinu að eigandi íbúðar í
Skuggahverfinu þurfti að greiða
Skipulagsyfirvöld
stöðvi „stjórnleysi“
í leigu hótelíbúða
Morgunblaðið/Ómar
Skuggahverfið Nokkrar íbúðir í
þessu eftirsótta hverfi hafa verið
leigðar út til ferðamanna.
Hjörleifur
Guttormsson
Íbúi í Skuggahverfinu segir mikla
óánægju vegna útleigu til ferðamanna