Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra segir ánægjulegt hversu mikið
dró úr atvinnuleysisbótagreiðslum í
fyrra, miðað við árið 2012. Hvort það
gefi tilefni til enn frekari lækkunar
tryggingagjaldsins, miðað við áform
næstu ára, verði hins vegar að koma á
daginn.
„Okkar ásetningur stendur til þess
að lækka tryggingagjaldið. Við höfum
þegar ákveðið vissa lækkun, sem
kemur til framkvæmda ár eftir ár,
þ.e. á þessu ári, því næsta og þar-
næsta. Það er auðvitað gleðiefni að
það dragi úr atvinnuleysisbóta-
greiðslum vegna minna atvinnuleysis.
Hvort það gefi tilefni til enn frekari
lækkunar á tryggingagjaldinu, verð-
ur að koma í ljós,“ sagði Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Fjármálaráðherra sagði að fylgst
yrði með stöðu Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs. „Við höfum á undanförnu
rúmu ári séð rúmlega fjögur þúsund
störf verða til, sem skiptir verulegu
máli,“ sagði Bjarni.
Bjarni sagði að það skipti líka máli í
heildarsamhenginu, undir hversu
stórum hluta almannatryggingakerf-
isins tryggingagjaldið gæti staðið, en
það hefði verið mjög sveiflukennt frá
einum tíma til annars. Framlag
tryggingagjaldsins til almannatrygg-
inga í dag væri tiltölulega lágt.
Lækkar um 0,1% á ári
Tryggingagjaldið lækkaði um 0,1%
í ár, samkvæmt fjárlögum þessa árs.
„Með því að vega þessa þætti sam-
an getum við tekið ákvörðun um hvort
svigrúm er til frekari lækkunar
tryggingagjaldsins, en við erum þeg-
ar búin að ákveða að gjaldið lækki um
0,1% á næsta ári og haldi áfram að
lækka árið 2016, aftur um 0,1%. Það
mun því nálgast 7 prósentin árið 2016,
sem jafngildir þá því að trygginga-
gjaldið hafi verið lækkað um fjóra
milljarða króna á árunum 2014 til
2016,“ sagði Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra jafnframt.
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, var í gær spurður hvort hann teldi
að upplýsingarnar um lægri bóta-
greiðslur úr Atvinnuleysistrygginga-
sjóði í fyrra, gæfu svigrúm til enn
frekari lækkunar tryggingagjalds:
„Það ætti að vera tilefni til þess. Við
höfum að vísu ekki gert nákvæma
úttekt á stöðu sjóðsins í aðdraganda
ákvarðana nú,“ sagði Þorsteinn.
„Vandamálið er í raun það að bæði
þessi ríkisstjórn og hin fyrri, léku
þann leik, að lækka launatrygginga-
gjaldið, sem rennur í Atvinnuleysis-
tryggingasjóð en hækka almenna
tryggingagjaldið á móti um 0,75%.
Þar af leiðandi hefur tækifærinu til að
lækka tryggingagjaldið sem slíkt, í
raun verið sólundað.“
Þorsteinn sagði að SA vildi, með
bættri afkomu ríkissjóðs, sjá að
stjórnvöld tækju hækkunina á al-
menna tryggingagjaldinu til baka.
„Við teljum okkur eiga inni 1,5%
lækkun á almenna tryggingagjaldinu
til viðbótar við það svigrúm sem kann
að vera til lækkunar á atvinnuleysis-
tryggingagjaldi,“ sagði Þorsteinn
Víglundsson að lokum.
Frekari lækkun tryggingagjalds?
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á árunum 2014 til 2016 lækki tryggingagjald um
4 milljarða króna Þorsteinn Víglundsson segir SA eiga inni 1,5% lækkun á tryggingagjaldinu
Morgunblaðið/Rax
Ný störf Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bendir á að það skipti verulegu máli að á rúmu ári hafi orðið til liðlega fjögur þúsund ný störf.
Þorsteinn
Víglundsson
Bjarni
Benediktsson
Fram hefur komið að bætur til
atvinnulausra drógust saman á
árinu 2013 frá árinu 2012 um
23%.
Unnur Sverrisdóttir, lögfræð-
ingur og forstöðumaður stjórn-
sýslusviðs Vinnumálastofnunar,
var í gær spurð hvort hagur At-
vinnuleysistryggingasjóðs hefði
ekki vænkast mjög í kjölfar þess
að svo miklu minni bætur voru
greiddar út í fyrra:
„Jú, eðli málsins samkvæmt,
en á móti kemur að hluti sjóðs-
ins í tryggingagjaldinu var lækk-
aður úr 2,45% árið 2012 í 2,05%
á árinu 2013,“ sagði Unnur.
Aðspurð hversu mikið hagur
sjóðsins hefði vænkast í fyrra
sagði Unnur: „Árið 2012 var At-
vinnuleysistryggingasjóður rek-
inn með halla sem nemur 2.765
milljónum en á árinu 2013 var
sjóðurinn rekinn með tekju-
afgangi sem nemur 1.055
miljónum.“
Milljörðum lægri greiðslur
ATVINNULEYSISTRYGGINGASJÓÐUR
Deilur landeigenda við Jökulsárlón
hafa undanfarið verið til umfjöll-
unar. Í frétt Morgunblaðsins á
mánudaginn var talað við bæjar-
stjóra sveitarfélagsins Horna-
fjarðar, Björn Inga Jónsson, og kom
fram að fyrirtækið Ice Lagoon hefði
ekki stöðuleyfi. Þá sagði Björn Ingi
að sveitarfélagið hygðist krefjast
þess að allur búnaður fyrirtækisins
við lónið yrði fjarlægður.
Ingvar Þórir Geirsson, fram-
kvæmdastjóri Ice Lagoon, segir að
fullyrðingar Björns Inga séu ekki á
rökum reistar.
„Okkur finnst það grafalvarlegt
mál að bæjarstjórinn skuli halda því
fram í fjölmiðlum að fyrirtækið sé án
leyfis. Við erum með öll þau leyfi til
staðar sem þarf til rekstursins. Ég
vil því lýsa yfir furðu minni á fram-
göngu bæjarstjórans í þessum efn-
um,“ segir Ingvar Þórir og bætir við:
„Í byggingarreglugerð er kveðið
skýrt á um að stöðuleyfi þurfi aðeins
ef lausafjármunir standa lengur en
tvo mánuði í senn á sama stað.
Reksturinn hófst þann 11. júní síð-
astliðinn og það ætti því að vera öll-
um ljóst að við þurfum ekki enn slíkt
leyfi. Það er þó í undirbúningi hjá
okkar lögfræðingum.“
Í yfirlýsingu frá Ice Lagoon segir
að fyrirtækið sé með öll þau leyfi
sem þarf til að stunda útsýnissigl-
ingar með ferðamenn um Jökuls-
árlón. Fyrirtækið er einnig með
samning við meirihluta landeigenda
um starfsemina.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ferðamálastofu og Samgöngustofu
er fyrirtækið með leyfi til skipulagn-
ingar ferða og sömuleiðis leyfi til
bátsferða með farþega. sh@mbl.is
Starfsleyfi til
staðar hjá lóninu
Furðar sig á bæjarstjóra Hafnar
Morgunblaðið/Ómar
Siglt Lónið hefur lengi verið mjög
vinsæll viðkomustaður ferðamanna.
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík
Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is
Heilsuborg ermálið
þegar þú vilt:
• Faglega þjónustu
• Heimilislega líkamsrækt
• Hreyfa þig í notalegu umhverfi
• Öðlast betri heilsu í góðum
félagsskap
• Að lífsgleði og árangur
fari saman