Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014
✝ SigurgeirHelgi Guð-
mundsson fæddist
á Hvammstanga í
Vestur-Húnavatns-
sýslu 18. ágúst
1932. Hann lést á
heimili sínu,
Hamravík á
Drangsnesi, 22.
júlí 2014.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Þorbjörn Sigurgeirsson, f. 28.
október 1894, d. 6. apríl 1977
og Valgerður Magnúsdóttir, f.
28. febrúar 1905, d. 9. maí
1994, en þau hófu búskap á
Hvammstanga, bjuggu eitt ár
í Hafnarfirði og áttu síðan
heima á Drangsnesi frá 1935.
Sigurgeir átti einn bróður,
Magnús Guð-
mundsson, f. 30.
júlí 1926, d. 17.
október 2011. Sig-
urgeir var
ókvæntur og barn-
laus, hann ólst
upp og bjó á
Drangsnesi frá
þriggja ára aldri.
Fyrri hluta starfs-
ævinnar ók hann
og gerði út vöru-
bifreiðar og seinni hlutann
gerði hann út og réri á trillu-
bátnum Hamravík ST-79,
hann vann einnig við beitn-
ingu og önnur störf er til
féllu.
Útför Sigurgeirs fer fram
frá Drangsneskapellu í dag,
30. júlí 2014, kl. 14.
Nú hefur hljóðnað taktfastur
fótasláttur harmonikkuspilar-
ans í Hamravík, en ein af
bernskuminningunum eru þær
stundir þar sem Geiri frændi
sat með harmonikkuna sína á
loftinu í Hamravík og spilaði,
hann dillaði öðrum fætinum í
takt við tónlistina, ég sé hann
gjarnan fyrir mér þar sem
hann sat og spilaði, lygndi aftur
augunum og brosti. Hann Geiri
frændi lést 22. júlí sl. og er
hann borinn til grafar í dag á
fæðingardegi föður míns.
Geiri í Hamravík var góður
og glaðsinna maður, hann hafði
mikla ánægju af því að gleðja
aðra og valdi gjarnan leið gleði
og friðar í samskiptum við sam-
ferðafólk sitt. Hann eignaðist
marga góða vini og var mikill
vinur vina sinna. Ég hef stund-
um hugsað um viljastyrk hans
og hversu auðveldlega hann að-
lagaðist breyttum aðstæðum í
lífinu, en í foreldrahúsum var
ekki gert ráð fyrir því að karl-
menn kæmu nálægt elda-
mennsku eða öðrum heimilis-
verkum, henni ömmu minni
fannst það ekki vera í verka-
hring karlmanna, en eftir henn-
ar dag gekk Geiri í öll þessi
verk eins og ekkert væri sjálf-
sagðara. Mér fannst hann líka
duglegur þegar hann, í desem-
ber 2010, setti tappann í síð-
ustu áfengisflöskuna sína og
drakk aldrei vín eftir það, þetta
gerði hann með viljastyrknum
einum.
Geiri var vel hagmæltur og
átti auðvelt með að setja saman
fallegan kveðskap og oftast var
það af ýmsum tilefnum gert til
ættingja og vina, en líklega var
fyrirferðarmeiri hjá honum
kveðskapur þar sem hann setti
saman gamanvísur og glettnar
stökur, en eins og margir fleiri
hirti hann ekki um að halda
þessu til haga á skipulegan
hátt. Geiri var minnugur á ým-
islegt sem á dagana hafði drifið
og sagði gjarnan glettnar sögur
af sér og samferðafólkinu, hon-
um voru minnisstæðar vertíð-
arnar í Keflavík þar sem hann
kynntist mörgu samverkafólki
og ýmsum aðstæðum sem voru
gjarnan öðruvísi en hann hafði
vanist. Hann minntist líka oft á
skemmtilegar stundir í vega-
vinnunni og svo voru það auð-
vitað gömlu góðu dagar bernsk-
unnar, skólagangan,
prakkarastrikin og svo margt
um menningu fyrri tíma sem
var býsna blómleg á Selströnd-
inni um þær mundir, þar sem
fullt var af fólki sem gætt var
listrænum hæfileikum. Það var
alltaf hægt að leita til Geira og
spyrja hann um gamla tíð, hann
mundi þetta allt svo vel. Hann
var líka vel lesinn og hafði mik-
ið yndi af bókalestri, en alltaf
hefur verið til mikið af lesefni í
Hamravík.
Geiri fór vel með það sem
hann átti, bækurnar, harmon-
ikkurnar, bílana og bátana sína,
hann vildi og þurfti að hafa
bæði bíla og báta í góðu lagi og
lagði mikið upp úr því að hafa
þessi tól hrein og vel útlítandi.
Þessi lífsstíll hans vék ekki frá
honum þótt árin færðust yfir
og heilsan yrði lakari, en hann
var einmitt að þvo bílinn sinn á
hlaðinu í Hamravík þegar kallið
kom.
Ég bið góðan Guð að geyma
Geira frænda og kveð með
söknuði kæran vin og þakka
fyrir allt í gegnum árin.
Guðmundur Björgvin
Magnússon.
Elsku frændi, þá er komið að
kveðjustund, með sorg í hjarta
kveð ég þig í dag.
Ég er þakklát fyrir minning-
arnar sem ég á um þig, jól, ára-
mót, fjölskylduhittinga, Kefla-
víkurferðina,
harmonikkutónlistina þína,
heitu pottana, Hamravík og
margt fleira.
Alltaf varstu svo glaður og
góður við okkur, ég er þakklát
fyrir hversu frábær þú varst og
alltaf vildir þú allt fyrir alla
gera. Þú hugsaðir vel um fjöl-
skylduna þína og alltaf hefur
þú verið til staðar, elsku Geiri
frændi.
Ég og fjölskylda mín kveðj-
um þig og vitum að fólkið okk-
ar tekur vel á móti þér.
Hvíldu í friði, elsku frændi
og takk fyrir allt.
Þín frænka,
Drífa og fjölskylda.
Nú er runnin upp kveðju-
stund við Geira frænda sem
hefur alla tíð verið okkur fjöl-
skyldunni afar kær og er sökn-
uðurinn mikill.
Á mínum uppvaxtarárum á
Drangsnesi var Geiri yfirleitt
heima á Kvíabalanum á jólun-
um eða áramótum. Það var sér-
staklega skemmtilegt þegar
Geiri var hjá okkur um áramót-
in vegna þess að hann átti yf-
irleitt í mjög beinskeyttum
samræðum við sjónvarpstækið
þegar áramótaskaupið var sýnt.
Það gerði það að verkum að við
hin fengum tvær útgáfur af
gríninu, eina frá Geira frænda
og síðan hina upprunalegu sem
var tekin upp á myndbands-
spólu og horft á á nýársdag.
Hin síðari ár átti ég eitt
verkefni hjá Geira þegar ég
kíkti til hans í heimsókn, það
var að laga vídeótækið og fara
yfir mikilvægustu takkana á
fjarstýringunum. Það var ótrú-
lega skemmtilegt að koma inn í
Hamravík og græja þetta með
honum og fá góðar sögur í
nesti.
Geiri var góður harmonikku-
leikari og spilaði á mörgum
böllum í gamla daga. Geira
fannst nauðsynlegt að harmon-
ikkukunnáttan yrði áfram til
staðar í fjölskyldunni og fól
mér það verkefni að læra á
nikkuna. Ég er nú ekki orðinn
sérstaklega góður en trúi að
þetta komi með árunum.
Blessuð sé minning hans.
Magnús
Guðmundsson.
Geiri minn góður
þín gjörvula hönd
þig heimti af hafi
að himneskri strönd.
Víst urðum vinir
sú vitund – æ ný
frá bernsku var borin
barnsleg og hlý.
Okkar foreldrar, frábær
fátæk, en rík
af heilindum haldin
á Hellu’ og Hamravík.
Vinátta voldug
og vísnanna gerð,
göfgi og góðvild
og gleði á ferð.
Foreldrar þínir
færðu’ okkur hól
og gullinu betri
gjafir um jól.
Í vinnu á vegi
vörubíl ók
– æringi algjör
og áttina tók.
Velsléttan veginn
í virtasta gír
ekur nú aftur
– orðinn er nýr.
Nú áfram þig leiði
Guðs heilaga hönd
yfir ógleymishafið
að eilífðar Strönd.
Þinn vinur,
Vígþór.
Sigurgeir Helgi
Guðmundsson
✝ Ósk Jós-epsdóttir
fæddist á St.
Franciskussjúkra-
húsinu í Stykk-
ishólmi 13. maí
1951. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 14. júlí
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurlín
Guðmundsdóttir,
húsfreyja í Nýjubúð, f. 17. sept-
ember 1917, d. 29. janúar 1991
og Jósef Ólafur Kjartansson,
bóndi í Nýjubúð, f. 1. júní 1909,
d. 26 ágúst 1982. Systkini
hennar eru: 1. Jens Níels Ósk-
arsson, f. 1939, kona hans er
Ingveldur Ingólfsdóttir. 2. Sal-
björg Jósepsdóttir, f. 1952.
Maður hennar er Ólafur Bjarni
Halldórsson. 3. Kjartan Jós-
epsson, f. 1957,
kona hans er Sig-
ríður Diljá Guð-
mundsdóttir. 4.
Lilja Jósepsdóttir,
f. 1958, maður
hennar er Magnús
Magnússon.
Ósk ólst upp í
Nýjubúð í Eyr-
arsveit. Skóla-
ganga hennar var í
Barnaskóla Eyr-
arsveitar og síðan í Gagn-
fræðaskóla Stykkishólms. 1978
flutti hún til Bolungarvíkur og
bjó þar æ síðan. Hún stundaði
þar ýmis störf, m.a. í leikskóla,
og þá aflaði hún sér menntunar
sem leikskólakennari. Síðustu
árin starfaði hún við Grunn-
skóla Bolungarvíkur.
Útför hennar fór fram frá
Áskirkju 25. júlí 2014.
Við ættum stundum að hug-
leiða að viljum við færa gleði og
birtu inn í líf þeirra sem eru að
ljúka sinni lífsgöngu þá er tím-
inn til þess á meðan þeir eru
enn á meðal okkar. Við getum
glatt vini og ættingja eftir að
kallið er komið en ekki þann
sem átti skilið hlýju orðanna.
Sem betur fer flugu þessar
hugsanir að mér fyrir fáeinum
vikum og þá setti ég saman
þetta vísukorn sem elskuleg
blómakona í Kópavogi færði
mágkonu minni, Ósk Jóseps-
dóttur, á líknardeild Landspít-
alans:
Stolt þú hefur sterka lund
stormar ei þig letja.
Alla þína ævistund
æðrulaus ert hetja.
Ósk var ekki mikið fyrir að
flíka sínum tilfinningum en ég
fékk örugga vitneskju um að
þessi fáu orð hafi glatt hana og
það yljaði mér sjálfum um
hjartarætur. Það var þó ekki
aðeins hetjuskapur í baráttu við
illvígan sjúkdóm sem einkenndu
mágkonu mína. Hún hafði svo
marga aðra eðliskosti sem hún
miðlaði öðrum af. Samferðafólk
hennar naut þeirra.
Hún hóf sína lífsgöngu í ægi-
fegurð Eyrarsveitar á norðan-
verðu Snæfellsnesi þar sem fjöll
og haf mætast og sólin dansar á
haffleti Breiðafjarðar á sumar-
kvöldum. Bjó þar við gott atlæti
foreldra sinna Sigurlínar Guð-
mundsdóttur og Jósefs Ólafs
Kjartanssonar á æskuheimilinu
Nýjubúð. Snemma gerðist hún
foringi systkina sinna og í
barnahópnum í sveitinni. Að
lokinni skólagöngu í Grundar-
firði lá leiðin í borgina því
snemma fór hún að vinna fyrir
sér. En framtíðarheimilið var
vestur á fjörðum, nánar tiltekið
í Bolungarvík. Það umhverfi
hæfði henni vel, lífið var björgu-
legt og atvinnuleysi nánast
óþekkt. Fyrstu árin starfaði
Ósk hjá Íshúsfélagi Bolungar-
víkur en nokkrum árum síðar
gerðist hún verslunarstjóri í
sögufrægri verslun í Bolungar-
vík, Verslun Bjarna Eiríksson-
ar, öðru nafni Bjarnabúð. Eig-
andann, heiðursmanninn
Benedikt Bjarnason, þekkti ég
mætavel. Að öllu jöfnu var hann
fremur spar á lofsyrði en þó fór
ekkert á milli mála að hann bar
fullkomið traust til Óskar.
Það átti þó ekki fyrir henni
að liggja að festast í verslunar-
störfum. Sjálfsagt hafði lengi
blundað í henni að vinna með
börnum og til að gera þann
draum að veruleika dreif hún
sig í fjarnám við Háskólann á
Akureyri og lauk með miklum
ágætum prófi sem leikskóla-
kennari. Sennilega átti hún sín-
ar bestu stundir í þessu starfi.
Börn hændust að henni því
henni var lagið að segja
skemmtilegar sögur og rífa upp
stemingu. Á okkar heimili gekk
hún undir nafninu Stóra til að-
greiningar frá nöfnu sinni og
systurdóttur sem fædd var á af-
mælisdegi hennar og fékk því
nafn hennar. Sjálf kallaði hún
sig þá Stóru Móru. Nú að leið-
arlokum lifa minningarnar með
okkur um allar góðu stundirnar
sem við áttum með henni á
heimili okkar og í Bolungarvík
og ekki síst frá ógleymanlegu
ættarmóti á æskustöðvum
þeirra systkina úr Nýubúð. Í
sinni æskusveit mun hún hvíla
og gefa frá sér góða strauma til
allra sem hana þekktu og kunnu
að meta hennar góðu mann-
kosti.
Þökk fyrir samfylgdina, kæra
Ósk. Svífðu á vængjum sólar-
roðans meira að starfa Guðs um
geim.
Ólafur Bjarni
Halldórsson.
Ósk Jósepsdóttir
✝ Katrín EvaAntonsdóttir
fæddist í Reykjavík
23. maí 2014. Hún
lést á heimili sínu í
Vestmannaeyjum
23. júlí 2014.
Foreldrar henn-
ar eru Embla Dís
Sverrisdóttir, f.
16.2. 1993, og Ant-
on Már Óðinsson, f.
3.5. 1991. For-
eldrar Emblu Dísar eru Guðrún
Linda Atladóttir, f. 3.11. 1972,
og Sverrir Þór Guðmundsson, f.
11.12. 1969, systir hennar er
Sólveig Sverrisdóttir, f. 14.10.
1995, og maki
hennar er Birkir
Karlsson, f. 21.10.
1994. Foreldrar
Antons Más eru Ið-
unn Lárusdóttir, f.
7.2. 1962, og Óðinn
Ari Guðmundsson,
f. 8.2. 1961, bróðir
hans er Brynjar
Óðinsson, f. 15.9.
1977, og maki hans
Valdís Halldórs-
dóttir, f. 10.8. 1976.
Útför Katrínar Evu fer fram
frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum í dag, 30. júlí 2014,
og hefst athöfnin kl. 13.
Hann var stoltur sonur okkar
þegar hann tjáði okkur að nú
væri hann að verða pabbi. Þegar
við hittum Anton og Emblu og
litlu prinsessuna þeirra tóku á
móti okkur foreldrar sem voru
að rifna úr stolti, ánægjan og
hamingjan skein úr augunum
þeirra. En lífið er hverfult og
ósanngjarnt, þau fengu aðeins
að hafa hana hjá sér í tvo mán-
uði, þá var hún skyndilega tekin
frá þeim.
En við munum ávalt minnast
hennar og mun hún hafa stóran
sess í hjörtum okkar. Ég veit að
amma Gunna og afi Lalli munu
taka vel á móti henni, faðmur
þeirra er hlýr og góður.
Elsku Katrín Eva litli engill-
inn okkar, Guð geymi þig, og
góða nótt.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Elsku Anton og Embla Dís,
megi algóður Guð stykja ykkur
og vernda í þessari miklu sorg.
Amma Iðunn og afi Óðinn.
Katrín Eva
Antonsdóttir
Hver vegur að
heiman er vegurinn
heim, kvað skáldið.
Annar vegur er
ávallt genginn af
okkur og liggur milli fæðingar og
dauða og er sá vegur, sem við
mannskepnurnar verðum að
ganga, hvort sem okkur líkar bet-
ur eða verr. Nú hefur lokið sinni
lífsgöngu vinur og samferðamað-
ur Sigurður Guðnason. Siggi eins
og hann var kallaður meðal vina
var borinn og barnfæddur Eyja-
maður og austurbæingur eins og
fleiri góðir menn, Siggi var fædd-
ur 1931 og kvæntur Lilju Ársæls-
dóttur og áttu þau þrjú börn.
Ég þekkti Sigga frá fornu fari
enda ekki langt á milli æskuheim-
ila okkar. Siggi hóf sjómennsku
ungur og réri með þekktum afla-
mönnum.
Hann lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum 1953 og var
stýrimaður og skipstjóri eftir
það, meðan hann stundaði sjó-
mennsku.
Okkar eiginlegu kynni hófust,
þegar við réðumst stýrimenn á
nýbyggðan bát tengdaföður
Sigga, Ísleif VE 63, og fórum við
ásamt eiginkonum í frábæra ferð
sem endaði í Rósendal í Noregi,
byggingarstað bátsins, að sigla
honum heim.
Á þessum bát vorum við sam-
an á gullaldarárum bátsins. Á
loðnu og netum á vetrum og svo í
Norðursjónum á sumrum og
fram að jólum. Þessar útilegur
Sigurður Guðnason
✝ SigurðurGuðnason
fæddist 3. desem-
ber 1931. Hann lést
6. júlí 2014. Útför
hans fór fram 12.
júlí 2014.
reyndu á menn, að
vera fjarri fjölskyld-
um í fleiri mánuði,
en menn gerðu gott
úr aðstæðum og
stóðu saman að gera
útileguna léttbær-
ari. Í dag myndu
svona útilegur kalla
á áfallahjálp. Um
borð var gjarnan
spilað á spil og
keppt í íþróttum,
vinsælust var magamálskeppnin,
sem fólst í því að mæla ummál
magans og voru sumir, sem mest
drógu inn magann, orðnir ansi
loftlitlir í restina. Þessi hópur,
sem var um borð, hefur haldið
sambandinu í gegnum árin og átti
saman skemmtilega kvöldstund
síðasta haust, þar sem gamlar
sögur voru rifjaðar upp. Því mið-
ur gat Siggi ekki mætt þá vegna
veikinda sinna.
Mikil keppni í Hornafjarðar-
manna var milli stýrimanna og
vélstjóra og urðu oft heitar um-
ræður eftir á hver hefði spilað vit-
laust. Allt þetta stytti tímann og
létti skapið. Eftir að leiðir skildi
hefur orðið fátt um samfundi
enda 40 ár nokkuð langur tími af
lífshlaupi okkar.
Síðast sá ég Sigga uppi í Stýri-
mannaskóla á árgangsmóti og
sagði: er þetta ekki Siggi? Hann
snéri sér við og spurði: hver er
maðurinn? Þarna urðu fagnaðar-
fundir og margt skrafað um liðn-
ar stundir. Þetta var í hinsta sinn
sem ég sá Sigga vin minn Guðna-
son og læt ég þetta vera lokaorð
mín.
Megi hann hvíla í guðsfriði og
sendum við hjónin Lilju og börn-
um þeirra okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Jón Berg.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar